Morgunblaðið - 08.03.1938, Síða 2

Morgunblaðið - 08.03.1938, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. mars 1938. aiiyiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiimiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiniMi I Rekur erindi Hitlers f í Austurríki I Guido Schmidt, utanríkismálaráðherra Austurrík- ismanna, einn þeirra manna, auk dr. Seyss-Inquarts, sem Hitler heimtaði að gerður yrði ráðherra. Það er talið eiga að verða hlut- (verk Schmidts, að samræma utan- ríkismálastefnu Austurríkismanna, stefnu Berlín—Róm—öxulsins. Stalin unöirbýr ný stórfelð rjettarhölö Gegn 14 hershöfð- ingjum og 16 stjórnarerindrekum Fyrir tivað Mr.Chamberlain vill fara i strið London í gær. FÚ. Mr. Chamberlain, forsætis- ráðherra Breta sagði í breska þinginu 1 dag, að til- gangurinn með vígbúnaði Breta væri fjórfaldur. Fyrst að vera við'því búinn að verja bresku eyjarnar; í öðru lagi að vernda siglinga- leiðir breska verslunarflot- ans; í þriðja lagi að aðstoða sam- veldislöndin viið landvarnir sínar og í fjórða lagi, að geta farið til liðs við þá bandamenn, sem Bretar kynnu að þurfa að styðja ef til ófriðar kemur. Komast hjá stríði. Chamberlain kvaðst hvorki hneigjast að fasisma, nazisma eða bolsjevisma. Sjálfur kvaðst hann mundi berjast fyrir lýðræðinu ef til stríðs kæmi og það hyggði hann að flestir samlandar hans mundu einnig gera. Tilgangur bresku stjórnar- innar væri sá, að búa svo í hag- inn, að enginn þyrfti að berjast. HAILE SELASSIE. London 7. mars F.Ú. Haile Selassie hefir opin- berlega lýst yfir, að hann mun ekki ganga að nein- um skilmálum, að því er snerti Abyssiníu, sem ekki sje í samræmi við fullkomið sjálf- stæði ríkisins. Ferðafjelag íslands heldur skemtifund í kvöld. Frú Oddný Sen segir frá Kína. Rauðliðar hafa sökt besta her- skipi Francos Sjóorusta í fyrrakvöld Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Tundurskeyti frá einu af skipum Valen- ciastjórnarinnar sökti í gærkveldi besta herskipi Francos, 10 þús. smá- lesta beitiskipinu Baleares út af Cartagena á aust- urströnd Spánar. Talið er að 650 menn af 750 manna áhöfn skipsins hafi farist. MIKIL SPRENGING I SKIPINU. London í gær. FÚ. Þrjú af beitiskipum uppreisnarmanna voru þarna á ferð, Balearis, Canarias, og eitt hið þriðja, er tvö gömul beitiskip stjórnarinnar ásamt tundurspilladeild bar að. Hófu beitiskip stjórnarinnar þegar skothríð og hæfði tundurskeyti Balearis. Mikil sprenging varð í skipinu og eldur blossaði upp, en síðan tók skipið að sökkva. af völdum ofviðris í Norepi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Tjón af völdum stór- viðris sem geisaði í Vestur-Noregi um helgina er metið á miljónir króna. Fióðalda spóaði á einum stað 35 húsum í burtu og braut 30 skip og bála í spón. í skógum gerði storm- urinn ógurlegan usla, feykti um koll' trjám svo tugum þúsunda skiftir. Fimtíu hús í Surnadals- öra brunnu, þ. á m. 3 verk- smiðjubyggingar og birgða hús og 22 íbúðarhús. Engu varð bjargað úr húsun- um. Þýska beitiskipið Köln, sem statt var skamt út frá Þrándheimi, þegar veðrið skall á, sendi frá sjer neyðarmerki, vegna vjel- arbilunar. Ekki er talið að skipinu sje nein hætta bú- in. „Köln“ hefir verið við fiskirannsóknir í Norður- Atlantshafi undanfarið. Flugvjelar stjórnarinnar Vörpuðu sprengjum yfir skipið og önnur skip upp- reisnarmanna á meðan Baleares sökk. Tvö bresk herskip, Boreas og Campenfelt, voru þarna í grendinni, og skunduðu þau til hjálpar. (Frjettaritari vor sím- ar, að þau hafi bjargað úr sjónum 100 manns af 750 manna áhöfn skipsins). Sumir þeirra, Sem bjargað var, voru fluttir yfir í beitiskip Fran- cis, en aðrir teknir til Palma á Mallorca. Brot úr sprengikúlu varð ein- um breskum sjóliða að bana, en þrír særðust lítilsháttar. Ríkisskip. Esja fór frá Reykja- vík í gærkvöldi í strandferð vest- ur og norður um land. Færeyingar kaupa tvo togara Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Færeyjafjelagið Kimbil hef- ir keypt togarann Stella Argus frá Hull, 132 smálestir, bygðan árið 1925. Söluverðið var hundrað og sextíu þúsund krónur. Færyjafjelagið „Trolarafje- lagið“ hefir keypt togarann „Sancte Verne“ frá Grimsby, 132 smálestir, bygðan árið 1920, söluverð 80 þús. krónur. HANN STAL VERÐ- LAUNUM OSSIETZKY. London 7 mars F.Ú. Wannow 'lögfræðingur í Berlín hefir verið dæmd- ur í tveggja ára fangelsi, missi borgaralegra réttinda í þrjú ár og háar fjársektir fyrir að draga sér hluta af Nobels- verðlaunafé Ossietsky. Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Stalin hefir ákveðið að láta tvö ný rjett- arhöld hef jast í Moskva innan skamms að því er hermir í skeyti frá Varsjá til danska blaðsins Politiken. Hin fyrri gegn 14 hershöfðingjum rauða hersins þ. á m. Jegorof marskálki varahermála- ráðherra, sem var einn af þrem hershöfðingjum er dæmdu Tuchatjevsky marskálk og fjelaga hans til dauða í júní síðastliðnum. Hershöfðingj- amir eru ákærðir fyrir morðsamsæri gegn Stalin. Hin síðari gegn 16 stjórnarerindrekum, þ. á m. Tikmenef fyrverandi sendiherra Rússa í Kaup- mannahöfn og Jakubovitsj, sendiherra Rússa 1 Osló, sem kallaður var heim til Moskva um jólin. „HREINSUN“ STALINS OG LITVINOFF. Krestinski nefndi nafn Jakubovitsjs í yfirheyrslunum á laugardaginn, í sambandi við samninga þá, sem hann sagði að hinn svokallaði Rykofflokkur hefði átt við Trotsky. Yfirleitt hefir útanríkismálastarfsemi Rússa beðið mikinn hnekki við ,,hreinsun“ Stalins undanfarið, sem hefir komið hart niður jafnvel á nánustu samstarfsmönnum Litvinoffs. G.P.U.- leynilögreglan hefir í raun og veru lagt rússneska utanríkis- málaráðuneytið undir sig. Sextíu og þrír starfsmenn ráðuneyt- isins voru nýlega teknir fastir. En á meðan þannig er ver- ið að undirbúa ný mála- ferli, ný morð, heldur yf- irheyrslum gegn Rykof, Bukarin og fjelögum þeirra áfram. Bucharin neitar. London í gær F.Ú. I rjettarhöldum í dag vakti sjálfsvörn Bucharins mesta athygli. Hann hefir ját- að sekt sína í nokkrum atrið- um ákærunnar, en neitar því gjörsamlega, að hann hafi nokkru sinni tekið þátt í sam- særi eða ráðagerðum til að myrða Lenin. Ennfremur bar hann það al- gerlega af sjer, að hann héfði nokkru sinni unnið að njósnum í þjónustu erlendra ríkja, nje heldur kvatt nokkurn mann til þess að gera slíkt. Loks bar hann á móti því, að hann hefði átt nokkurn þátt í því að espa bændur til upp- reisnar gegn stjórninni, en þeirri sök er hann einnig bor- inn. Vishinsky hinn opinberi á- kærandi tilkynti það í rjettin- um að nefnd sjerfróðra lækna mundi verða leidd fyrir rjettinn til þess að Vitna um hvernig andlát Maxim Gorki hafi bor- ið að höndum. Hræöslan grípur um sig Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hin síendurteknu mála- ferli í Moskva hafa haft í för með sjer að óstjórnleg hræðsla hefiy gripið um sig meðal fólksins í Moskva. Engir þykjast óhulíir. Engir þjónar eða þernur fást á heimili útlendinga í Moskva, og þeir, sem áður hafa verið vistráðnir hjá þeim, segja upp hver um annan þveran. Læknar neita að stunda útlendinga, nema með leyfi G.P.U.-leynilögreglunnar. Þeir óttast að öðrum kosti að verða ákærðir fyrir njósnir. SÍLDARVERÐIÐ FELLUR. Síldarafli Norðmanna er nú orðinn 4,37 milljónir hektólítra, en var 2,60 miljón- ir hektólítra á sama tíma í fyrra. Síldarverðið hefir fallið nokkuð vegna þess hve mikið berst að og víða hafa orðið erf- iðleikar á löndun síldarinnar, vegna þess hve þjett skipin hafa komið. (FÚ.).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.