Morgunblaðið - 08.03.1938, Side 3
Þnðjudagur 8. mars 1938.
3
MORGUNBLAÐIÐ
Ný sáttatilraun í togara-
verkfallinu
t
Þrír menn tilnefndir af
Hæstarjetti vinna að sætt-
um ásamt sáttasemjara
Forsætisráðherrann ritaði f.h. ríkisstjórn-
arinnar, í gær Hæstarjetti brjef og
óskaði þess, að rjetturinn tilnefndi
þrjá menn til þess, ásamt sáttasemjara ríkisins
að vinna að lausn kaupdeilunnar milli togarahá-
seta og útgerðarmanna, í sa<mráði við fulltrúa frá
báðum aðilum.
Hæstirjettur varð þegar við ósk forsætisráð-
herrans og tilnefndi þessa þrjá menn: Gunnlaug 1
Briem fulltrúa í atvinnumálaráðuneytinu, Hilm-
ar Stefánsson bankastjóra og Einvarð Hallvarðs-
son, formann Gjaldeyris- og innflutningsnefnd-
ar. —
Sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum, dr. Björn Þórðarson
lögmaður hefir boðað þessa þrjá menn, ásamt samninganefnd-
um útgerðarmanna og sjómanna á sinn fund kl. 10 árd. í dag.
Málaferlin
í Moskva
Æðstu lierforingjar Rússa. Einn þeirra, Jegorof (lengst t. h.)
er nú fallinn í ónáð. Hinir eru (talið frá v.) Budenny yfirmað-
ur setuliðsins í Moskva, Vorosjiloff hermálaráðherra og Biúeher
yfirmaður rauða hersins í Austur-Asíu.
—
Hefst þá sáttatilraun að nýju.
Þess skal getið, til þess að fyrirbyggja misskilning, að hjer
er aðeins um sáttastarf að ræða, en sáttanefndin hefir ekkert
vald fengið til að úrskurða í deilunni.
Er ekki nema gott eitt um það að segja, að ríkisstjórnin
hefir stigið þetta spor og vonandi að það beri árangur. Hver
dagur, sem líður án þess að togaradeilan sje leyst, er dýr.
Skemdir á Eskifirði
Yfir 100
(iðtttakendur
i skfðamðtinu
Pátttakendur í Thule-skíða-
mótinu, sem hefst við Skíðar
skálann á laugardaginn, verða á
annað hundrað, að því er L. H.
Miiller skýrði Mbl. frá í gær. Þátt-
takendur utan af landi eru komnir
og famir að æfa sig af kappi
undir mótið.
Á sunnudaginn voru um 400
manns á skíðum við Skíðaskálann,
skála Ármenninga 1 Jósefsdal og
skála K. R.-inga í Skálafelli. Færi
var ekki, gott, hörsl og skaflar
í milli. En í gær var að því er
L. H. Muller segir, en hann kom
ofan frá Skíðaskálanum í gær-
kvöldi, komið besta skíðafæri, sem
verið hefir í vetur. Hafði frosið í
fyrrinótt.
Það slys vildi til við Skíðaskál-
ann á sunnudaginn að Árni Har-
aldsson (Árnasonar kaupmanns)
fótbrotnaði um öklann.
Milliþinganefnd í
tolla- og skatta-
málum
imm stjórnarliðar flytja f. h.
fjármálaráðherra svohljóð-
andi þingsályktunartillögu í sam-
einuðu þingi:
„Sameinað Alþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að skipa
þriggja manna milliþinganefnd
samkvæmt tilnefningu frá þrem-
ur stærstu flokkUm þingsins, til
þess að endurskoða tolla- og
skattalöggjöf landsins, þar á með-
al öll lagaákvæði og fyrirmæli
um skatt- og tollinnheimtu og
tollgæslu. — Fjármálaráðherra
velur formann nefndarinnar.
Kostnaður við störf nefndarinnar
greiðist úr ríkissjóði".
Aukafundi
S. t. F. lokið.
Aukafundi Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda var
lokið á sunnudags kvöld og hafði
fundurinn þá staðið í tvo daga.
Fundurinn gerði ýmsar álykt-
anir og tillögur til þings og
stjórnar, en ekkert verður birt af
þessu fyrst um sinn.
Alþingi fær nú þessi inál til
meðferðar. Þegar þingið kynnist
skýrslum þeim, um hag og rekstr-
arafkomu útgerðarinnar, sem fram
komu á fundinúm, mun það kom-
ast að raun um, að skjótra og
róttækra aðgerða þarf hjer til
bjargar útveginum.
Fornar dygðir, revyan, verður
leikin í kvöld kl. 8. Er það í 9.
sinn sem revyan er leikin.
Skrifstofu-
stjóri fyrir ut-
anríkismálin
Prír þingmenn, þeir Jónas
Jónsson, Sigurjón Á. Ól-
afsson og Jóhann Þ. Jósefsson
flytja í efri deild frumvarp um
sjerstakan skrifstofustjóra í
stjórnarráðinu. fyrir utanríkis-
málin.
1 greinargerðinni segja flutn-
ingsmenn:
„Störf við afgreiðslur utanrík-
ismála í stjórnarráði íslands hafa
aukist á hinum síðari árum, þann
ig, að í stað þess, að fyrst í stað
var að þeim unnið sem einskonar
aukastörfum af einkaritara for-
sætisráðherra, útheimta þau nú
starfskrafta og starfsskilyrði á við
aðrar deildir stjórnarráðsins. Mun
þegar hafa verið ákveðin, að skrif-
stofa utanríkismálanna fái aukin
húsakynni, svo sem nauðsyn kref
ur, en flutningsmenn telja og
rjett, að ekki verði lengur dreg-
ið, að skipaður verði skrifstofu-
stjóri fyrir skrifstofu utanríkis-
mála, enda er þeim og kunnugt
um, að ríkisstjórn og utanríkis-
málanefnd eru því samþykk".
Meðal farþega á Dettifossi í
gærkvöldi. var Ásgeir Einarsson
dýralæknir frá Reyðarfirði. Ætlar
hann að kynna sjer meðferð og
sjúkdóma loðdýra, bæði í Þýska-
landi og Noregi. Hann verður utan
í 3—4 mánuði.
Símabilanir:
60 staurar brotnuðu
á austurlinunni
Sextíu staurar brotnuðu á
austurlínunni í ofviðrinu að-
faranótt laugardags. Síðdegis í
gær náðist gott talsamband
austur að Kirkjubæjarklaustri
og til Eyja en sambandslaust
hafði verið þangað síðan á laug-
^ardag.
Talsímasamband er við
Seyðisfjörð um norðurlínuna.
Af staurunum, sem brotnuðu
voru 15 milli Garðsauka og Æg-
issíðu, 20 norðan við Affallið,
20 sunnan við Affallið, 3 í öl-
vesi og 2 fyrir sunnan Kefla-
vík.
Viðgerð heldur áfram á
símalínunni austan Kirkju-
bæjarklausturs.
SKÍÐAMÓT í NOREGI
Khöfn í gær F.Ú.
skíðakappmótinu á Holm-
enkollen hefir Norðmað-
urinn Kvanli unnið konungsbik-
arinn. Næstur varð Svíinn West-
berg, þá Norðmaðurinn Lien.
Westberg varð sigurvegari í
17 km. skíðagöngu. Næstur
varð Norðmaðurinn Gjöslien,’
og þriðji Svíinn Danielson.
Við þingkosningar, sem farið
hafa fram í Búlgaríu, hafa stjórn-
arflokkarnir hlotið mikinn meiri
hluta. (FÚ.).
Keisarinn (sem
átti að verða)
í Kína myrtur
London 7 mars F.Ú.
how Feng Chi, sá er Jap-
anar höfðu ráðgert að
gera að lepp-keisara í Kína,
hefir verið skotinn til bana, og
er álitið að banamaður hans
hafi verið kínverskur.
Japanar hafa gert stórskota-
liðsárásir á kínverska herinn
við Lo-yang, á bökkum Gula-
fljóts. Að því er næst verður
komist, hafa Japanar hvergi
komist suður yfir fljótið.
300.000 GESTIR Á
LEIPZIGER-MESSUNNI
Berlín 5. mars F.Ú.
aupstefnan í Leipzig
hófst í gær og var hún
formlega sett af Funk viðskifta-
og fjármálaráðherra. Vörusýn-
endur eru um 10 þúsund.
Til Leipzig eru komnir um
300 þúsund gestir úr öllum
löndum heims.
ÓVEÐRIÐ: TJÓN
í NÆRSVEITUM.
fárviðrinu aðfaranótt 5. mars
fauk á Reynisvatni í Mos-
fellssveit fjárhúsasamstæða (2 hús
sambygð) og hlaða við þau, ásamt
heyi því, er í henni var. Einnig
bílskýli, er tók upp í heilu lagi,
fauk langa leið.
Á Korpúlfsstöðum rauf að mestu
þak af húsi, er notað var sem
fjós, áður en hið nýja fjós þar var
bygt.
Á Leirvogstungu rauf þak af
hlöðu og nokkuð af heyi fauk.
Á Álafossi og Laxnesi fuku
nokkrar þakplötur af húsum.
í laugardagsveðrinu
nema tugum þúsunda
Greinilegar fregnir af of-
viðrinu á Eskifirði aðfara-
nótt laugardags hafa nú
borist og eru þær svohljóð-
andi, samkv. FÚ.:
árviðrið á Iaugardags-
nótt olli stórfeldu tjóni;
braut vlug-ga í flestum hús-
um í miðju kauptúninu, reif
járn víða af húsum og sum-
staðar gersamleg;a; svifti
þökum af og jafnaði heil hús
við jörðu. Síma- og ljósa-
kerfi kauptúnsins eru stór-
skemd og kauptúnið síma-
laust og; ljóslaust.
Náði veðrið hámarki frá kl.
3—4 um nóttina, en þó hjelst
ofsaveður fram til kl. 9 að morgni.
Mestan hluta þaks rauf af kola-
húsi svonefndar Andra-eignar. Var
það næststærsta hús þorpsins.
Fauk mikill hluti þaksins, bæði
járn og viður, um 200 metra langa
leið, og lenti á ljósastaur vestan
við liús Kristrúnar Gísladóttur.
Brotnaði staurinn og rakst á end-
ann gegnum vestur-stafn nefnds
húss, alla leið inn 1 bíósal, sem
er í húsinu. Aðalrekaldið breytti
stefnu og lenti fyrir ofan íbúðar-
hús Kristrúnar, skall þar á stein-
steyptri útbyggingu og braut
fjögra metra breitt og meir en
mannhæðar hátt skarð í hann. Er
hinn brotni steinveggur þó níu
þumlunga þykkur. Ef rekaldið
hafði lent á húsinu sjálfu, mundi
það sennilega hafa farið í rustir.
Tvö hús önnur skemdust, íshúsið
og svonefnd Mörbúð. Af hinu fyr-
talda, sem er nýlegt, fauk alt
járn, og rúmlega hálft þakið, eða
FBAMH. Á SJÖTTU SÍHU.