Morgunblaðið - 12.03.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 12.03.1938, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. mars 1938. Hitlersstjórn í Austurríki Ðr. Schussnigg'. Alger signr Klukkan 1 í nótt. Gjörvalt Austurríki virðist vera á valdi nazista — án þess að hafi komið til kasta þýska hersins. — Óhemju fögnuður ríkti í ¥ín langt fram á nótt og um miðnætti eftir ísl. tíma flutti hinn nýi kanslari, Seyss- Inquart, ræðu, þar sem hann tilkynti að fregnir væri að berast frá hverri borginni af annari um gjörvalt Austur- ríki um það, að hakakrossfán- inn hefði verið dreginn þar að hún. Hvergi er getið um nsinn mótþróa. Hið nýja ráðuneyti dr. Seyss-Inquarts er þegar full- myndað. Ráðherralistinn var lesinn upp í austurríska út- varpið í nótt. Þeir sem hlustuðu á útvarp frá Austurríki hjer í nótt skýrðu frá því að þar hafi skiftst á „Heil Hitler“-hrópin og þýsku þjóðsöngvamir „Deutschland Deutschland. og Horst-Wessel söngurinn. í Þýskalandi rikir einnig mikill fögnuður. Var útvarpi frá Austurríki endurvarpað um allar þýskar stöðvar. Hitler kúgaði Schussnigg til að leggja niður völd Þýskur tier kominn tii Linz í Austurríki FÖSTUDAG. Austurríei er orðið nazistiskt. Hitler hefir í dag hjálpað austurrískum nazistum til þess að taka völdin í sínar hendur. Hann hefir 1) kúgað vdr. Schussnigg til þess að fresta þjóðar- atkvæðagreiðslunni sem átti að fara fram á sunnudaginn »um óákveð- inn tíma« 2) síðan kúgað Miklas forseta til þess að skipa dr. Seyss- Inquart kanslara í stað dr. Schussniggs og 3) komið í veg fyrir að stuðningsmenn dr. Schussniggs gerðu vopnaða uppreisn með því að senda þrjár þýskar herdeildir inn í Austurríki. Tilkynningin um frestun þjóðaratkvæðagreiðslunnar var gefin út klukkan hálf sex í kvöld. Hálfri annari klukkustund síðar, eða klukkan 7, flutti dr. Schussnigg ræðu í austurríska útvarpið og til- kynti að hann hefði sagt af sjer. Dr. Schussnigg sagði að hann hefði orðið að láta undan fyrir ruddalegu ofbeldi. Hann skýrði frá því, að Miklas forseta hefði í dag borist úrslita kostir frá þýsku stjórninni, þar sem honum væri gert, að skipa nýjan kanslara í stað dr Schussniggs og nýja stjórn, samkvæmt tilnefningu þýska ríkisins. Að öðrum kosti myndi þýskar hersveitir fara yfir landamæri Austurríkis. — Miklas var ennfremur skýrt frá því að þrjár herdeildir (36 þús. manns í hverri) hafi fengið skip- un um að halda af stað frá Miinchen til austurrísku landamæranna. Dr. Schussnigg sagði að hann hefði sagt af sjer til þess að forðast blóðsúthellingar; hann hefði gefið austurríska hernum við þýsku landa- mærin fyrirskipun um að hörfa undan, ef þýski herinn færi yfir landa- mærin. Miklas forseti hefir leyft mjer að hafa eftir sjer, sagði dr. Schussnigg, að við höfum verið neyddir til þess að láta undan fyrir of- urefli. Síðustu orð hans voru: Guð verndi Austurríki. í öðrum athyglisverSum kafla í ræðu dr. Schussniggs segist hann (samkvæmt FÖ.) vilja lýsa yfir því við þetta tækifæri og kalla guð til vitnis um það, að frjettir þær, sem birtst hefðu í þýskum blöðum í dag um óeirðir af völdum jafnaðarmanna í Austurríki, um blóðsúthell- ingar sem orðið hefðu í landinu og þetta hvorttveggja sem viínisburð Um að hann væri búinn að missa tökin á austurrísku þjóðinni, væru rakalaus ósannindi. Strax og dr. Schussnigg hafði lokið máli sínu talaði dr. Seyss- Iuquart. Hann sagði að það væri þýðingarlaust fyrir Austurríkismenn að ætla að að veita þýska hernum viðnám, ef hann færi yfir landa- mærin. Þýski herinn kæmi einungis til að tryggja frið 1 landinu. ÞAÐ HEFIR UPPLÝSTST, AÐ DR. SEYSS-INQUART SENDI HITLER í DAG SKEYTI OG BAÐ HANN AÐ SENDA ÞÝSKAN HER INN I AUSTURRÍKI TIL ÞESS AÐ HALDA RÖÐ OG REGLU I LANDINU OG HJÁLPA HONUM TÍL ÞESS AÐ KOMA I VEG FYRIR BLÓÐSÚTHELLINGAR.E — EN ÁLIT- IÐ ER AÐ I HJÁLPARBEIÐNI DR. SEYSS INQUART SJE FÓLGIN BEIÐNI UM AÐ ÞÝSKU -HERSVEITIRWAR VERÐI SENDAR ALLA LEIÐ TIL VÍN- ARBORGAR. ÁSTÆÐAN GETUR EKKI VERIÐ ÖNNUR EN SÚ, AÐ DR. SEYSS-INQUART ÓTTAST AÐ STUÐNINGSMENN DR. SCHUSSNIGGS REYNI AÐ VEITA VOPNAÐ VIÐNÁM. HERINN VAR KOMINN TIL LINZ SEINT I VÖLDL í kvöld kom dr. Rudolf Hess, staðgengill Hitlers með flugvjel til Vínarborgar. — Hermann Göring er væntanlegur á morgun. I ÞYSKALANDI: „MISSKILNINGUR“! Erlendir frjettaritarar, sem fóru í þýska utanríkismálaráðuneytið í dag til að leita frjetta, fengu það eitt svar, að þar væri engar opinberar upplýsingar að gefa um ástandið í Austurríki. En talsmaður stjórnarinnar hjelt því fram að fregnirnar um úrslitakostina, sem þýska stjórnin hefði átt að setja Miklas forseta hlyti að vera á misskilningi bygðar. Ekkert hefði gerst annað en að dr. Seyss-Inquart hafi tilkynt dr. Schussnigg álit sitt á þjóðarat- kvæðagreiðslunni og þar með að austurríski herinn og lögreglan væru andvígir henni og þessvegna hafi dr. Schussnigg ákveðið að segja af sjer. NAZISTAÓEIRÐIR I GÆR. 1 allan dag voru að berast fregnir um það, að Hitler hafi sent herdeildir af stað frá FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Mótmæli Breta oo Frakka: Italir aðhafast ekkert Leon Blum stjórn í Frakklandi Frá frjettwitwa vorum. Khöfn í gær. Franska stjórnin ljet leggja þá spurningu fyrir ítölsku stjórnina í gær, hvort hún myndi vilja hafa samvinnu við Frakka til þess að koma í veg fyrir að traðkað yrði á sjálfstæði Austur- ríkis, en fekk það svar í dag, að ítalir gæti ekki á þessu stigi máls- ins haft samvinnu við Frakka. En talsmaður ítölsku stjórnar- innar sagði í dag við erlenda blaðamenn, að ítalska stjórnin á- liti að ástandið í Austurríki væri mjög alvarlegt og vandasamt, en þar sem svo væri myndi ítalska stjórnin halda diplomatiskum venjum og ekkert segja að svo stöddu, sem gæti gert málið flókn- ara. Hjálpað Leon Blum. London í gær. FÚ. Leon Blum gaf út þá yfirlýsingu síðdegis í dag ,að atburðir síð- ustu klukkustunda í álfunni geri það að verkum, að brýna nauðsyn beri til að stjórn sje skipuð í Frakklandi sem allra fyrst. Seinustu Kalundborgarfregnir segja, að radikali flokkurinn franski hafi samþykt að mynda stjórn með Leon Blum sem for- sætisráðherra og með stuðningi kommúnista. „Alvarleg afleiðing“. Breska stjórnin og franska stjórnin hafa mótmælt þeirri að- ferð sem Þýskaland hefir haft í frammi til þess að koma ár sinni fyrir borð í Austurríki og hef- ir þeim mótmælum þegar verið komið á framfæri í utanríkismála- ráðuneyti Þýskalands í Berlín. Hafa stjórnir beggja þessara ríkja aðvarað Þýskaland um, að þetta kunni að hafa mjög alvar- legar afleiðingar. von Ribbentrop, utanríkismála- ráðherra Þjóðverja, er staddur í London. Hann sat veislu með Mr. Chamberlain og Halifax lávarði í dag og Ijetu þeir þá báðir í ljós við hann, að Bretar legðu mikið upp úr að Þjóðverjar gerðu ekk- ert til að skerða sjálfstæði Aust- urríkis. En von Ribbentrop er sagður hafa svarað að Þjóðverjar gætu engar tryggingar gefið um þetta, því að þeir neyddust til að skakka leikinn ef þýsku hlóði yrði úthelt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.