Morgunblaðið - 12.03.1938, Side 5

Morgunblaðið - 12.03.1938, Side 5
Xaugrardagur 12. mars 1938. örgtmHaSíð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykíavlk. Rttstjðrar: Jön KJartansson og Valtýr StefAnsson (ábyrgBarmaCur). Auglýsingar: Árnl Óla. Ritstjðrn, auglýsingar og afgrelBsla: Austurstrœti 8. —- Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBi. í lausasölu: 15 aura eintakiö — 25 aura meB Lieabök. ÆSKAN OG ÍÞRÓTTIRNAR ÍÍORGUNBLAÐIÐ Kensltibók Stefáns Stefánssonar: PLÖNTURNAR 3. átgáfa, Iag- færð og aukín Stefán Stefánsson. Reykvískir íþróttamenn hafa á virðulegan hátt nýlega heiðr ,að einn sinn hesta liðsmann, Sig- nrjón Pjetnrsson að Alafossi. Meðan hann iðkaði iþróttir var hann allra manna fjölhæfastur á því sviði. Áhuga hans verður jafn an viðhrugðið, enda hefir hann : síðustu 7 árin sýnt áhuga sinn í verki fyrir íþróttalífi landsirs með því að starfrækja íþróttaskól- ann að Álafossi, sem þegar hefir gert æskulýð Reykjavíkur og ná- grennis ómetanlegt gagn. * Þegar jafnalflrar ✓Sigurjóns Pjeturssonar hófu íþróttastarf- 'semi sína hjer í bænum fyrir 25 —30 árum, var sú hreyfing, sú vakningaralda með talsvert öðrum svip, en íþróttastarfið er nú. Tím- . arnir hafa mikið breyst, og allar . aðstæður í þjóðlífinu. Þegar þetta var, var lokaþátturinn í stjórn- málabaráttu vorri við sambands- "þjóðina um það bil að hefjast. Þá t. d. höfðum við eigi fengið þjóð- ' fána vorn viðurkendan. Enginn ifjelagsskapur fann eins mikið til ' þess eins og íþróttafjelögin.' Þeg- ar íþróttamenn komu opinberlega fram, þurftu þeir að hafa fána. Danski fáninn þótti ekki prýða 'hóp þeirra. Þeir komu fram sem íslenskir íþóttamenn. Bláhvíti fán- inn, sem um skeið átti að verða 'íslenski fáninn, varð eftirlæti ‘ íþróttamannanna. Yið það fjekk • öll starfsemi þeirra nokkurn blæ af því að vera tengd frelsisbaráttu ' þjóðarinnar. Frelsishugsjónin varð þeim hjartfólgið mál. Hún varð leiðarstjarna þeirra — sú ' hugsjón, sem stælti þá, jók á á- liuga þeirra og þrótt. Við þetta ' hófst íþróttastarfsemin á æðra svið þjóðlífsins, varð þáttur í hjarta- slögum þjóðarinnar. Þetta hefir breyst. íþróttirnar ' hafa orðið þjálfun einstaklinga, - og kepni milli fjelaga. Þangað til nú hin síðustu ár, að íslenskir íþróttamenn eru að byrja að sýna sig erlendis, byrja að reyna að standa öðrum íþróttamönnum jafnfætis. Við það skapast á þessu sviði hollur þjóðarmetnaður, sú ' hugsjón, að vera ekki eftirbátar annara. En tæplega nær hún að vekja þann eldmóð, sem frjálshuga íþróttamenn báru í brjósti fyrir 25 árum, þegar þeir hófu upp hið íslenska merki hjer heima fyrir — helguðu sjer og þjóðinni fánann. í frásögn Sigurjóns Pjetursson- ; ar hjer í blaðinu um daginn mint- ist hann á hrakspár þær, sem fylgdu íþróttamönnunum úr hlaði fyrir 30 árum. Gamla fólkið sagði beinlínis, að þeir myndu eyði- leggja heilsu sína, ofreyna sig, og verða að aumingjum fyrir aldur fram. Þessi hugsunarháttur er T: naumast til lengur. Menn eru al- ment farnir að skilja, að enginn unglingur, hvorki karl nje kona, hefir fengið viðunanlegt uppeldi, ef engin stund hefir verið lögð á íþróttirnar. Þó fer því fjarri, að þjóðin hafi enn tekið rökrjettum afleiðingum af þessari þekking sinni á nauð- syn íþróttanna. í mörgum skól- um og uppeldisstofnunum er lík- amsuppeldið látið þoka fyrir hin- um fánýtasta bóklega lærdómi. Og þó varla sje á þessum tímum bætandi á opinber útgjöld þjóð- arinnar, þá geta menn ekki var- ist þeirri liugsun, að það sje hinn fáviskulegasti sparnaður, að spara útgjöld til íþróttakenslu og leið- beininga, þegar miljónir eyðast í læknishjálp, spítalavist og fá- tækraframfæri handa fólki, sem aldrei hefir lært, hvernig það á að varðveita heilsu sína með íþróttaiðkunum og líkamsþjálfun. * Vorið 1936 voru liðin 25 ár, síð- an fyrsta allsherjar íþróttamótið var háð hjer í Reykjavík. Þá birt- ist hjer í Lesbókinni mynd af þeim mönnum, er náðist til og fengu verðlaun á íþróttamóti þessu. Mismunandi langan tíma voru þessir menn starfandi íþrótta- menn. Og þegar þeir yrðu spurð- ir, hvaða gagn þeir hver fyrir sig hafa haft af íþróttunum, þá myndi það koma í ljos, að reynsla þeirra eða álit yrði talsvert mis- munandi. En þegar litið er til heildar- innar, getur engum manni dulist, að þessi hópur manna hefir með íþróttaiðkunum sínum hlotið auk- ið þrek, aukna möguleika til að verða sjer og þjóð sinni að gagni. # I samtali því, er birtist hjer í blaðinu við Sigurjón Pjetursson, mintist hann á áfengið og tóbakið, í sambandi við íþróttamenn og íþróttaiðkanir. Hann hefir áhyggj- ur af ‘því, sem margir aðrir, að menn, sem að vísu hafa ánægju af íþróttaiðkunum og gagn af þeim, eyðileggja að miklu leyti þá heilsubót með áfengi og tóbaks- brúkun. Margir eiga erfitt með að skilja, að vínnautn stafar oft bein- línis af minnimáttarkend manna. Að. þeir sækjast eftir áhrifum víns, til þess stund og stund að gleyma smæð sinni og væskil- mensku. Vínið gerir það að verk- um, að þeir þykjast finna þann „kraft í sjálfum sjer“, sem þeir óska eftir, en sem er eltki til. Fullkomin lækning slíkra and- legra meinsemda fæst þegar ung- ir menn stæla líkama sinn til þess afls og þróttar, er gerir þeim skynvillur áfengis viðbjóðslegar. Framhaldsaðalfundur lmatt- spyrnufjelagsins Vals verður liald- inn í húsi K. F. U. M. n.k. mánu- dagskvöld. Stefán Stefánsson: Plönt- urnar. Kenslubók í grasa fræði með 269 myndum. III. útgáfa lagfærð og aukin. Reykjavík, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1937. Pað má hiklaust telja merkis- viðburð í íslenskum skóla- málum, er „Plönturnar“ komu út í fyrsta sinn. Síðan er liðinn nærri fjórðungur aldar, en þó eru þær enn í góðu gildi og einhver besta kenslubók, sem hjer er til, enda var höfundur þeirra, Stefán Stef- ánsson, skólameistari, frábær kennari, sem gat nærri undan- tekningarlaust náð áhuga nem- enda sinna og vakið athygli þeirra á því, sem var fræðilegt, nytsamt og fagurt. Nú um nokkurt skeið hafa „Plönturnar“ verið ófáanlegar, og að kom í dag góður gestur á Elliheimilið. Hann gaf því stærri gjöf en það hefir nokkru sinni áður fengið, og arfleiddi það að auki. að öll- um eignum síhum éftir sinn dag. En hinsvegar annast heim- ilið hann, meðan við þarf. Frá öllu þessu gekk hann lög- formlega án þess að mestur hluti stjórnar heimilisins hefði hugboð um hvað í aðsigi væri, og hann vill ekki að neitt sje á þetta minst opinberlega, fyrst um sinn. Mikill meiri hluti eigna hans eru ýmiskonar skulda- brjef, misjafnlega vel trygð, svo að ómögulega er að segja nú hvað mikils virði þessi gjöf verður fyrir heimilið. En það fer ekki hjá því, að hún leysir ýmsa fjárhagserfiðleika þess. Þessar frjettir fjekk jeg á sunnudagskvöldið, 13. f. m. og þótti þær miklar og góðar. Daginn eftir hitti jeg gefand- ann að máli til að þakka rausn hans. Hann lá þá 1 rúmi sínu; kvaðst hann vera með lungnabólgu, og tók því fjarri, að hann mundi komast aftur á fætur. ,,Mig langar heldur ekki til þess“, sagði hann. ,,Jeg hefi sjeð nógu margt í þessum heimi, og langar ekki til að sjá fleira“. Svipað sagði hann þau 2 skipti, sem við töluðum sam- an seinna. Það var eins og það legðist í hann að skamt væri eftir, enda fór það svo. Því að á laugardaginn 19. febr. and- er því mikill fengur að þessari nýju útgáfu. Steindór Steindórs- son, kennari á Akureyri, hefir búið hana undir prentun, aukið hana nokkuð og samræmt við hin- ar nýjustu kenslubækur í grasa- fræði. Markverðasta breytingin er sú, að burtu er feldur inngangur, sem var í fyrri útgáfunum, en í stað hans settar lýsingar 14 al- gengra plöntutegunda, eins og tíðkast í erlendum kenslubókum, og er til þess ætlast, að nemend- ur kynni sjer þær til hlítar, áð- ur en lengra er haldið. Þetta er vafalaust til bóta, og virðist mjer, að vel megi gera þá kröfu til nem- endanna, að þeir þekki þessar plöntutegundir og hafi safnað þeim, þegar þeir koma í fram- haldsskólana. Það er yfirleitt mik ill Þrándur í Götu um alla nátt- úrufræðikenslu hjer, hve ungling- aðist hann, og var þó vel mál- hress rjett áður. Nafn þessa manns, sem geym- ast mun gullnu letri hjá Elli- heimilinu í Reykjavík, stend- ur yfir þessum línum. Vinsæll hafði hann verið fyr- ir atorku og trúmensku þau 40 ár, sem hann stundaði sjó- mensku hjer í bæ; það kom greinilega í Ijós við jarðarför hans. Og skjöl hans og skulda- brjef sýndu, að hann hafði lán- að fjölmörgum peninga, með mjög vægum vaxtakjörum. — Var það vafalaust rjett, er hann. sagði við mig: „Jeg býst við, að jeg hafi fremur skaðast á öðr- um en að aðrir hafi skaðast á mjer“. Foreldrar Halldórs heitins voru Þorlákur Halldórsson og Valgerður Jónsdóttir á Hofi á Kjalarnesi. Þar fæddist hann árið 1868. Ungur misti hann foður sinn, og varð því barn að aldri að vinna fyrir sjer hjá vandalausum. '4 systkini hans lifa enn í dag: Ástríður kona Brynjólfs Ein- arssonar á Hrafnabjörgum á Hvakfjarðarströnd, Guðrún ekkja Guðmundar Hannesson- ar, er bjó í Miðdal í Kjós, — dvelur hún nú hjá Magnúsi syni sínum á Bæ í Kjös. Hin systkinin eru Þorlákur og Þorkelína, bæði ógift hjer í bænum. Halldór heitinn var lengi vinnumaður hjá Guðmundi Sig- FRAMH. Á SJÖTTU áÍÐU. um virðist ósýnt um að gefa gæt- ur að því, sem fyrir augun ber, atliuga og undrast. Mýndirnar eru að mestu hinar sömu og áður og flestar ágætar. Auka þær mjög á gildi bókar- innar, en þó má enginn ætla, að þær komi að fullu haldi um kensl una. Veggspjöld og þurkaðar plöntur geta það ekki heldur, þó að alt þetta sje gagnlegt. Það getur ekkert gert nema lifandi gróðurinn. En þar erum við ís- lendingar illa settir. Kenslan fer að langmestu leyti fram að vetr- inum, þegar plönturnar liggja í dvala og jörðin er snævi þakin eða blaut og óhrjáleg. Þó mætti stórlega iir þessu bæta, að minsta kosti hjer í Reykjavík. — Væri ékki ráð að reisa gróðurhús fyr- ir skólana í bænum, þar sem rækt aðar væru íslenskar plöntur yfir • • . • vetnrinn, eftir því sem fært þætti? Til þess mætti nota heita vatnið frá laugunum, áður en það rennur út í skolpræsin. Jeg trúi ekki öðru en að þá mundi vaxa áhugi nemendanna og augu þeirra opnast fyrir fegurð og fjölskrúði hinna lífigæddu listaverka vall- arins. En það er að mínum dómi megingildi grasafræðikenslunnar. Ávextir slíkrar kenslu koma að vísu ekki fyrst og fremst í ljós við prófborðið, heldur í þroska nemendanna og sjónarmiðum síð- ar meir. En svo að jeg víki nú aftur að bókinni. Yfirleitt má telja til bóta þær breytingar, sem á eru orðnar, en sá böggull fylgir þó skammrifi, að hún hefir stækkað og er nú í stærsta lagi fyrir hjer- aðs- og gagnfræðaskólana, að minsta kosti flesta. Og ekki er jeg frá því, að málið á henni, svo fagurt sem það er og þróttmikið, sje fullþungt fyrir nemendur, eins og orðaforði þeirra er upp og of- an nú orðið. Að minsta kosti verð jeg að útskýra ýmis orð og orða- tiltæki fyrir nemendum mínum. Þegar „Plönturnar" komu fyrst út, var þessu öðruvísi farið. Hitt er víst, að þessi 3. útgáfa kemur í góðar þarflr og mun verða vel fagnað. Stefán heitinn skólameistari var svo . mikill kennari, að kalla má, að liann gæti látið nemendur sína finna angan hinnar gróandi moldar og blómanna, sem hann sagði frá í kenslustundunum. Slíkur hæfi- leiki er fátíð guðagjöf og verður livorki lærður nje leikinn eftir. En bókin ber hans merki á marga lund. Pálmi Hannesson. Halldóc Þoclábsson 1868 - 1938

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.