Morgunblaðið - 13.03.1938, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Sunnudagur 13. mars 1938.
Stjórnmálanámskeið SjálfstæSisflokksins. (Sjá grein á bls. 4).
Ný miðlunartillaga í togara-
deilunni á morgun
Sjömannafjelögin og útgerðar-
menn taka ákvörðun um
tillöguna annað kvöld
Sáttasemjari 'ríkisins í vinnudeilum, dr.
Björn Þóraðarson, skrifaði síðdegis
í gær fulltrúum útgerðarmanna, og
sjómanna og tjáði þeim, að hann myndi á mánu-
dag (á morgun) leggja fram miðlunartillögu til
lausnar^, deilunni.
Tillögu þessa flytur sáttasemjari í samráði
við sáttanefnd þá, sem unnið hefir að því s. 1.
viku, að reyna að koma á sættum í deilunni.
1 brjefinu bað sáttasemjari fulltrúa útgerð-
armanna og sjómanna, að leggja miðlunartillög-
una fyrir fund í f jelögum deiluaðila eigi síðar en
á mánudagskvöld. Skyldi svar komið í hendur
sáttasemjara eigi síðar en kl. 12 á mánudags-
kvöld.
Fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna eiga
að láta sáttasemjara vita hvenær fundir verði
haldnir í f jelögunum, Fjelagi ísl. botnvörpuskipa-
eigenda og Sjómannafjelagi Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Sáttasemjari afhendir þeim
miðlunartillöguna áður en fundirnir hef jast í f je-
lögunum.
Sjómannafjelag Reykjavíkur heldur fund um
málið í Nýja Bíó kl. 8 annað kvöld. Á sama tíma
mun fundur verða haldinn í Fjelagi ísl. botn-
vörpuskipaeigenda.
Ofviðristjón
á Landi
Landmannahreppi varð mikið
tjón í ofviðrinn 5. þessa mán-
aðar. Þetta er það helsta:
Hjá Guðmundi Árnasyni hrepp-
stjóra í Múla fauk heyhlaða og
ónýttist að mestu. Hjá Páli hónda
Jónssyni í Hjallanesi fauk hey-
lilaða og ónýttist alveg og fauk
sumt af henni tveggja til þriggja
km. leið. Hjá Árna hónda Jóns-
syni í Iloltsmúla ónýttist heyhlaða
að mestu. Hjá Jóni bónda Ólafs-
syni á Snjallsteinshöfða fauk hev-
hlaða — þar fuku einnig 30—40
hestar af heyi.
Ennfremur urðu víða skemdir á
f jenaðarliúsum og einnig fauk
sumstaðar nokkur hluti af hey-
hlöðum og aðrar skékktust á
grunni. (FU.).
SKULDIR BANKANNA
VIÐ ÚTLÖND.
Skuldir bankanna við út-
lönd námu í janúarlok
síðastl. kr. 9.023.000, eða 300
þús. kr. meir en á sama tíma í
fyrra (þá kr. 8.739.000).
Sæluvika
Skaglirðinga
Sýslunefndarfundur hefir stað-
ið yfir á Sauðárkróki und-
anfarna viku og heldur áfram
fram í þessa viku. En í sambandi
við fundinn hafa farið fram viku
hátíðahöld á Sauðárkróki og lýk-
ur þeim í dag. Hátt á þriðja
hundrað aðkomumanna hefir tek-
ið þátt í þessum hátíðahöldum.
„Hjer hefir verið margt um
inanninn", sagði frjettamaður
Morgunblaðsins í gær — „og gleð-
skapur inikill alla vikuna“.
Nóg hefir verið til skemtunar.
Hafa skemtanirnar hafist kl. 1 á
daginn og staðið þar til kl. 5 og
6 á morgnaná.
Til skemtunar hefir verið: Sjón-
leikir á hverju kvöldi, stundum
tveir á kvöldi. Leikirnir sem
sýndir hafa verið heita „Ráðs-
kona Bakka.bræðra“, „I sæluhöfn“
(bæði eftir ísl. höfunda) og „Við
þjóðveginn“. „Ráðskonan“ hefir
verið sýnd á hverju kvöldi alla
vikuna.
Karlakór Sauðárkróks heíir
sungið tvisvar. Tveir einsöngvar-
ar hafa látið til sín heyra, Daníel
Þórhallsson og Sigurjón Sæ-
mundsson. Sigvaldi Indriðason
kvæðamaður hefir skemt, og leik-
fimissýningar kvenna hafa farið
fram undir stjórn frú Bang. Stúlk
urnar í Kvennaskólanum á Blöndu
ósi komu í heimsókn í vikunni
og skemtu með söng.
Á hverju kvöldi hefir dans ver-
ið stiginn fram undir morgunn.
Fólkið hefir venjulega getað
valið milli þriggja skemtiatriða á
hverju kvöldi.
Meðal annars hafa farið fram
umræðufundir á kvöldin og hafa
þá flutt fyrirlestra Helgi Kon-
ráðsson (fyrsta kvöldið) um „bæk-
ur og bókalestur", Hákon Bjarna-
son um „uppblástur landsins",
síra Lárus Arnórsson o. fl., en á
eftir fyrirlestrunum hafa farið
fram umræður.
Skíðamélið:
Skfðafjelagið Siglfirðingur
vann Tbule-bikarinn
Jón Þorsteinsson enn
sigurvegari í 18 km.
kappgöngunni
Sigurvegarinn í skíðakappgöngunni í gær
varð Jón Þorsteinsson frá Skíðafje-
lagi Siglufjarðar. Gekk hann vega-
lengdina á 1 klst. 6 mín. 38 sek. Jón vann einn-
ig kappgönguna á Landsmótinu 1 fyrra. Hann er
aðeins 16 ára gamall og varð landsfrægur af af-
rekum sínum á landsmótinu þá.
Annar varð Rögnvaldur ólafsson í Skíðafjelagi Siglufjarð-
ar á 1 klst. 7. mín 10 sek.
Þriðji varð Magnús Kristjánsson, frá Skátafjelaginu Ein-
herjar á ísafirði á 1. klst. 7 mín. 45 sek. Magnús varð annar á
landsmótinu í fyrravetur.
Fjórði varð Björn Blöndal úr Skíðafjelagi Reykjavíkur á
1 klst. 8 mín. 6 sek. og fimti varð Jónas Ásgeirsson frá Skíða-
fjelaginu Siglfirðingur, á 1 klst. 8 mín. 23 sek.
Skíðafjelagið Siglfirðingur vann kappgönguna og þar
með Thule-bikarinn í þetta skifti. Munaði þó aðeíns 38
sek. á samanlögðum tíma fjögurra bestu manna ,,Sigl-
firðings“ og fjögurra bestu manna Skíðafjelags Siglu-
fjarðar. Samanlagður tími 4 bestu manna Siglfirðiiigs
var 4 klst. 39 mín. 10 sek. Áttu þeir 5., 6., 7. og 8. mann.
Samanlagður tími 4 bestu manna Skíðafjelags Siglu-
fjarðar var 4 klst. 39 mín. 48 sek. Þeir áttu l.,2.,9. og
15. mann. — Skíðafjelag Siglufjarðar vann Thule-bikar-
inn í fyrra.
Göngukeppnin er flokka-
kepni, þannig að tími 4 fljót-
ustu mannanna úr hverju fje-
lagi er lagður^ saman og þeir
sem hafa besta tímann hafa
unnið gönguna. Verðlaun eru
silfurbikar, Thule-bikarinn, sem
Líftryggingarfjelagið Thule
gaf til verðlauna í fyrra. Var í
fyrsta skifti kept um bikarinn
í fyrra og þá vann sveit úr
Skíðafjelagi Siglufjarðar bik-
arinn. í reglugerð bikarsins er
svo fyrir mælt, að bikarinn skuli
vinnast til eignar þrisvar í röð,
eða 5 sinnum alls.
Þegar kappgangan hófst kl.
1 var veður slæmt, bleytu-
hiúð og strekkings vindur, en
veður batnaði brátt.
Færi var misjafnt, sumstaðar
ágætt; verst var færið þar sem
nýjan snjó hafði hlaðið niður.
Gangan hófst hægra megin
við Hellisheiðarveginn, rjett
fyrir ofan Skíðaskálann. Var
fyrst gengið upp með veginum
og upp að Flengingarbrekku.
Þaðan var haldið austur og svo
niður í áttina að Skarðsmýrar-
fjalli. Gengið var inn Fremsta
dal og þar snúið við og
haldið aftur í Flengíngar-
brekku.
Flengingarbrekkan var eina
brekkan, sem á leiðinni var svo
teljandi sje. Er hún mjög brött,
en þar áttu göngumenn að fara
niður.
Aðeins 4 menn stóðu
brekkuna af 49 þátttak-
endum. Reyndist brekka
þessi erfiðasti kafli leiSar-
innar, því 3 keppendur
brutu skíði sín í henni.
Jón Þorsteinsson.
Tveir fengu lánuð skíði,
(en það er leyfiiegt að
halda áfram göngu þó ann-
að skíði brotni). Einn
keppendanna, sem þarna
braut skíði sitt, Gunnar
Hannesson, úr Skíðafje-
lagi Reykjavíkur varð að
hætta göngunni.
Frá Flengingarbrekkunni lá
gangan aftur suður ytir Hell-
isheiðarveginn, suður með
fjöllum framan við Skíðaskál-
ann og síðan til baka a-5 mark-
inu, þar sem gangan hófst.
Göngunni var þannig hagað,
að 30 sekúnda millibil var á
milli keppendanna, er þeir hófu
gönguna. Þannig lagði síðasti
keppandinn 241/2 mínútu síð-
ar af stað en sá fyrsti.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.