Morgunblaðið - 13.03.1938, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.03.1938, Qupperneq 4
4 IIORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. mars 1938, Rubrex Marine Oils (Oil P. 976. Oil P. 978) Og Motor Oil H ryðja sjer meir og meir til rúms. Vacuum Oil Company Aðalumboðið fyrir ísland: H. Benediktsson & Co. Við útvegum beint frá verksmiðjum Krossvið: Birki, furu, mahogni, teak og fleiri viðartegundir. Verðlistar sendir þegar óskað er. Gaboonplötur, þyktir frá 13 til 40 mm. Rúðugler, valsað, þyktir 2 — 3 — 4 — 5 — 6 — 7 — 8 — 10 mm. BÚÐARRÚÐUR, slípað gler BÚÐARRÚÐUR, bognar GRÓÐURHÚSAGLER HAMRAÐ GLER LITAÐ GLER GLER MEÐ VÍRNETI HRÁGLER OPALGLER á veggi og borð ISGLER ULTRAGLER ÖRYGGISGLER í bíla „ANTIK“ GLER VEGGJAGLER GANGSTJETTAGLER SPEGILGLER SPEGLAR GLER í búðainnrjettingar GLER í húsgögn FACETGLER o. fl. Ofangreindar vörur eru einnig afgreiddar frá lager. Spyrjið um verð og aðrar upplýsingar. — Fljót afgreiðsla. L U DVI G STO R R Sími 3333. Umbúðapappír í rúllum, 40 oj* 57 cm. fyrirliggjandi. Eggert Kristfánsson & Co. Sími 1400. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU. Stjórnmálanámskeiði Sjálf- stæðisflokksins slitið í gær Námskeiðið sóttu um 20 ungir menn utan af landi Undanfarnar vikur hefir starfað hjer í bænum námskeið fyrir nokkra unga, efnilega Sjálfstæðismenn ut- an af landi. Þess hefir ekki verið getið opinberlega hing- að til. Var það af ásettu ráði gert, vegna þess að hjer var um fyrstu tilraun að ræða, og því var geymt að greina frá því fyr en sýnt væri, hversu til tækist. En nú þeg- ar námskeiðinu er lokið, þyk- ir sjálfsagt að veita flokks- mö.nnum vitneskju um til- gang þess og tilhögun. Sjálfstæðisflokknum er það ljóst, að sigurvonir hans eru að miklu leyti bundnar við það, að eiga unga, áhugasama og vígreifa baráttumenn úti um bygðir lands- ins. Og til þess, að sem mest lið verði að starfi þeirra, er tvent nauðsynlegt: Nákvæm þekking á landsmálum og leikni í því að setja fram skoðanir sínar. Til þess að veita ungum mönnum þess kost að afla sjer þessara tveggja skil- yrða, hófst flokkurinn handa um það í nóv. síðastl. að stofna til stjórnmálaskóla eða námskeiðs, þar sem veittar væri æfingar í ræðuhöldum og fræðsla um stjórn- mál. 15. febr. hófst svo þetta fyrsta stjórnmálanámskeið Sjálfstæðis- flokksins, og var því slitið í gær, eftir að hafa staðið í 26 daga. Skal hjer nú skýrt stuttlegá frá tilhögun þess. Skólahaldið var aðallega fólgið í tvennu: 1) Æfingum og tilsögn í ræðuhöldum, og 2) Fyrirlestr- um um landsmál. Talæfingar voru haldnar á hverjum virkum degi, að jafnaði 3 klst. á dag. í fyrstu var lögð megináhersla á framsögn og flutn ing máls, upplestur, skýran og fagran framburð. Þá voru tekin fyrir ákveðin þjóðmál og rædd, og var nemendum oftast skift í flokka með og móti. T. d. voru þeir stundum, bæði til þjálfunar og. aukins víðsýnis, látnir skýra málstað andstöðuflokkanna og tala þeirra máli, Ennfremur fluttu allir nemendur tækifærisræður, svo sem minni íslands, minni kvenna, minni Sjáifstæðisflokks- ins, minni einstakra stjetta og hjeraða o. s. frv. Ræður nemenda voru gagnrýnd- ar, bæði um flutning og efnis- meðferð, og veittar margvíslegar leiðbeiningar um ræðumensku. Á hverri æfingu urðu allir nemendur að taka til máls. Var það auðvit- að mörgum þung raun í fyrstu, sem aldrei höfðu tekið til máls fyrri, en þegar fyrsti ísinn var brotinn, varð sóknin ljettari úr því. Alls voru fluttir 18 fyrirlestrar við námskeiðið. Efni og fyrirlesar- ar voru sem hjer segir, og erindin flutt í þessari röð: 1. Socialisminn: Jóh. Gr. Möller. 2. Sambandslögin: Guðm. Bene- diktsson. 3. Stjórnskipulag íslands: Bjarni Benediktsson. 4. Blaðamenska: Valtýr Stefáns- son. 5. Iðnaðarmál: Helgi H. Eiríks- son. 6. Sjálfstæðisstefnan (sjereign- arskipulagið): Thor Thors. 7. Landbúnaðarmál: Pjetur Ottesen. 8. Vinnulöggjöf: Thor Thors. 9. Landbúnaðarmál: Jón Pálma- son. 10. Sjávarútvegsmál: Ólafur Thors. 11. Skipulagsmál Sjálfstæðis- flokksins: Eyjólfur Jóhannsson. 12. Fjármálin; Magnús Jónsson. 13. Fjármálin; Magnús Jónsson. 14. Arðskiftifyrirkomulag: Thor Thors. 15. Verslunar- og gjaldeyrismál: Oddur Guðjónsson. 16. Ræðumenska: Gunnar Thor- oddsen. 17. Verkalýðssamtökin: Jóh. G. Möller. 18. Rússland: Jóh. G. Möller. Nemendur skrifuðu hjá sjer markverðustu atriði úr fyrirlestr- unum, einkum tölur og aðrar upp- lýsingar. Úr sumum erindunum var fjölritaður stuttur útdráttur, sem nemendur fengu í hendur. Þá fengu þeir og til eignar ýmsa bæklinga um stjórnmál, kosninga- rit og upplýsingar, bæði prentaðar og f jölritaðar. Nemendum voru sýndar ýmsar stofnanir og fyrirtæki í bænum, og sátu þeir samsæti með mið- stjórn flokksins, þingmönnum og stjórn Sambands ungra Sjálfstæð- ismanna. Skólanefnd skipuðu Eyjólfur Jóhannsson, Thor Thors og Gunn- ar Thoroddsen, til þess kjörnir af miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. — Nefndin annaðist allan undirbún- ing námskeiðsins og hafði með höndum stjórn þess og umsjón. Nemendur voru víðsvegar að af landinu, allir utan Reykjavíkur. Þeir, sem námskeiðið sóttu, voru þessir: Bárður Daníelsson, Önundar- firði. Björn Jónsson, Siglufirði. Einar Ó. Thoroddsen, Vatnsdal, Barðastrandarsýslu. Elías Jónsson, Hvestu, Barða- strandarsýslu. Eiríkur Ásgeirsson, Flateyri. Garðar Jónsson, Selfossi. Geir Bachmann, Borgarnesi. Guðm. Guðmundsson, Selfossi. Jón B. Björnsson, Borgarnesi. Jón Sigurðsson, Hjalla, Ölfusi. Kristján Jónsson, Hólmavík. Lárus Blöndal, Siglufirði. Leifur Þorbergsson, Þingeyri. Magnús Jónsson, Æðey, N.-ísa- fjarðarsýslu. Óli Blöndal, Siglufirði. Ragnar Jónsson, Hellu, Rang- árvallasýslu. Ríkarð Theódórs, ísafirði. Rögnvaldur Möller, Siglufirði. Skafti Friðfinnsson, Blönduósi. Theódór Laxdal, Svalbarðseyri, S.-Þingeyjarsýslu. Þórður Kristjánsson, Súganda- firði. Þorsteinn Bernharðsson, Ön- undarfirði. Eru flestir þeirra um tvítugt aS aldri. Nokkrir þeirra sóttu þó aðeins fyrirlestra, og nokkrir sóttu nám- skeiðið ekki nema nokkurn tíma. Á því er enginn vafi, að þeir sem þetta námskeið sóttu, hafa fengið allgóða æfingu í ræðuhöld- um og aukinn fróðleik um lands- málin, og standa að því leyti bet- ur að vígi til baráttu en áður. En þetta námskeið var frumsmíð, til- raun, sem margt má af læra. Nemendurnir voru margir hverj ir gjörsamlega óvanir stjórnmála- afskiftum og ræðuhöldum, er þeir komu til skólans. Eftir þenna stutta tíma er ekki hægt að gera til þeirra þær kröfur, að þeir sjen orðnir þjálfaðir og þaulæfðir stjórnmálamenn. En þeir hafa öðl- ast grundvöll, sem þeir munu byggja á markvissa og*drengilega baráttu fyrir sannfæringu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn mun nú efla, auka og endurbæta stjórn- málaskóla sinn. Hann leggur höf- uðáherslu á þekkingu og fræðslu, og á því mun hann sigur vinna. 1 kvöld kl. 9' heldur Heimdall- ur kaffikvöld að Hótel ísland. Þar munu ýmsir hinna ungu, efni- legu Sjálfstæðismanna, er skólann sóttu, taka til máls. Gunnar Thoroddsen. Frá Akranesi var róið í fyrra- dag og fiskuðu margir bátar á- gætlega, en afli var misjafn. f gær voru aðeins fjórir bátar á sjó og var þeirra von í gærkvöldi. (FÚ.). ¥ið teiknum! Látið okkur teikna fyrir yður: Auglýsingamyndir. Brjefhausa. Umbúðir. Bókakápur. Lækjartorgi 1. Sími 4292

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.