Morgunblaðið - 13.03.1938, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. mars 1938,
G
ALLSKONAK
VEFHABARVÖRUR
útvega jeg hagkvæmast
og ódýrast frá
ÞÝSKALANDI.
FRIÐKIK
BERTELSEN
Lœk,iargötu 6. Sími 2872.
Vjelar.
Útvegum allskonar
TRJESMlÐAVJELAR
combineraðar og sjer- $
;; stakar vjelar. Vjelar til |
* myndföldunar. Cements- |
blöndunarvjelar. Stein- ❖
mulningsvjelar.
Ludvig Sforr
Sólrffc tiæð
• (3 stofur, eldhús og bað) í
J nýju nýtísku húsi í suð-vest-
J urhænum til leigu 14. maí.
• Stúlknaherbergi einnig, ef
: óskað er.*Tilboð, merkt „Sól-
J rík hæð“, sendist afgr. blaðs-
J ins fyrir 15. þ. m.
Ódýr leikföng:
Bflar frá 0.85
Blý-bílar frá 1.00
Húsgögn frá 1.00
Dýr ýmiskonar frá 0.75
Smíðatól frá 0.50
Skóflur frá 0.35
Sparibyssur frá 0.50
Dægradvalir frá 0.65
Hringar frá 0.25
Armbandsúr frá 0.50
Töskur frá 1.00
Skip frá 1.00
Kubbakassar frá 2.00
Dúdo frá 2.00
Undrakíkirar frá 1.35
Boltar frá 1.00
K. Einarsson k Björnsson
Bankastræti 11.
Jón Sigurðsson frá
Reynistað fimtugur
Jón á Reynistað á fimtugsaf-
mæli í dag. Fáa bændur hefi
jeg þekt á landi hjer, sem svo
iimilegu ástfóstri hafa tekið við
óðal sitt sem hann, alt frá unga
aldri.
Á æskuárum aflaði hann sjer
mentunar, fyrst í Möðruvalla-
skóla, sem þá var fluttur til Ak-
nreyrar, síðan í búnaðarskólum
og lýðháskólum. En alt nám sitt
miðaði hann við það, að verða
bóndi á Reynistað. Frá öndverðu
hafði hann hugsað sjer að helga
jörð þeirri krafta sína. Það er
engin furða, þó frá honum sjeu
runnin lög um íslenskan óðals-
rjett, lög, sem menn með ólíkar
lífsskoðanir og hann, að vísu
fengu fært mjög til verri vegar.
Ræktarsemi -Tóns við bújörðina
hefir að ákaflega miklu leyti mót-
að skapgerð hans og stefnu. Sjálf-
ur hefði hann helst kosið sjer að
vera sem sjaldnast langvistum að
heiman. En samstarfsmenn hans
og samferðamenn, sem kynst hafa
áhuga Jóns á framfaramálum
þjóðarinnar, hafa ekki gefið hon-
um frið til þess. Hann er, sem
kunnugt er, í hóp þeirra núlifandi
íslendinga, sem lengsta á þing-
setu að baki sjer.
í þjóðmálum er stefna hahs
fyrst og fremst stefna hins sjálf-
stæða bónda. Hann lítur á þjóð-
ina sem ábúanda landsins, sem
fyrst og fremst verður að sjá fót-
um sínum forráð, steypa sjer ekki
í skuldir, sem verða of þungar
að bera þegar fram í sækir. Eins
og hann sjálfur er hinn farsæli
framfaramaður * heipia á jörð
sem lætur hverja umbót
' dl stuðnings og undirstöðu
ij hina næstu, eins vill hann
að verði um framfarir þjóðarinn-
ar. —
Á tímum eyðslu og skuldasöfn-
unar í ríkisbúskapnum, fá gætnir
menn eins og Jón á Reynistað
á sig slettur angurgapanna, sem
telja hann afturhaldssaman mann.
En tíminn leiðir það í ijós, að það
eru fyrst og fremst áhugasamir
og gætnir fyrirhyggjumenn, sem
byggja upp framtíð sveitanna, ef
af henni á að verða sú þjóðarfar-
sæld," sem menn vona.
Alt frá því Jón tók við búsfor-
ráðnm á Reynistað hefir hann
látið mál sveitar sinnar til sín
taka. Þegar innansveitarmál eða
hjeraðsmál Skagfirðinga berast í
tal við hann, kemur það altaf
greinilega í Ijós, að þær römmu
taugar, sem draga hann ávalt
föðurtúna til, ná í raun og veru
út yfir sveit hans og hjerað. Því
honum er lagið áð tala um þau
mál, sem við koma sveit hans og
hjeraði, eins og þau sjeu meira
og minna hans eigin málefni. Er
hjer hugsunarháttur hins íslenska
sveitarhöfðingja, enda á hvert um-
bótamál hjeraðsins öruggan for-
vígis- og stuðningismann þar sem
Jón er.
Hjer verða ekki rakin þau hin
mörgu málefni landbúnaðarins,
sem Jón- hefir borið fram og
barist fyrir á Alþingi. Eitt þeirra
er byggingamálið, sem hann hef-
ir mikið hugsað um og unnið að,
og rjettilega bent á, að meðan
byggingar verða ekki reistar í
sveitum, sem menn una við, án
þess gjaldgetu bænda sje ofboð-
ið, er framtíð sveitabúskapar á
ótryggum grundvelli.
Sjálfur hefir hann ekki alls
fjmir löngu flutt úr gamla sýslu-
mannsbænum á Reynistað í ný-
tísku hús, sem ber vott um þekk-
ing hans og hagsýni í þeim málum.
Þó Jón eigi ekki sæti á Alþingi
nú sem fulltrúi Skagfirðinga, þá
eru allar líkur til þess, að hjer-
aðið fái enn sem fyr að njóta
áhuga hans, hugkvæmni og fyrir-
hyggju, og er það vel. Því Jón
er tvímælalaust meða.1 þeirra
bænda, er setið hafa á Alþingi,
sem fjölfróðastir hafa verið um
landbúnað og búnaðarhagi, jafn-
framt því, sem hann er alt í senn
athugull maður, gætinn og víð-
sýnn. V. St.
SKÍÐAMÓTIÐ.
FRAMH. AF ÞRIÐJTJ SÍÐU.
Fyrstur kom að markinu nr.
8, Sigurður Jónsson frá ísafirði,
en síðan komu keppendur hver
af öðrum og oft komu þeir
margir að markinu í einu.
Leiðin, sem gengin var, mun
hafa verið sem næst 16 kíló-
metrar, er það regla að svo-
nefnd 18 km. skíðaganga má
vera frá 15—18 km. eftir lands
lagi og færi. Nú var færi og
landslag frekar erfitt og því
ekki ósanngjarnt að hafa leið-
ina heldur styttri.
Enginn skíðamannanna virt-
ist þreyttur er þeir komu að
marki.
Skíðamótið heldur áfram í
dag og hefst kl. 12 á hádegi.
Verður þá kept í skíðastökk-
um sem fara fram í Flenging-
arbrekkunni, þar sem stökkin
fóru fram í fyrra.
Áhorfendapláss er þar hið á-
kjósanlegasta. Þátttakendur 1
stökkinu verða 21. Strax og
stökkunum er lokið, hefst
slalom keppnin, einnig í brekk-
um við Flengingarbrekku og
eru keppendur þar alls 66.
Skíðabrekkur eru víða ágæt-
ar á Hellisheiði og síðari hluta
dags í gær snjóaði mikið á
heiðinni.
Áhorfendur voru fjölda-
margir við skíðagönguna í gær.
ÞÝSKALAND OG
AUSTURRÍKI.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
í dag hefir þýska stjórnin
borið opinberlega á móti því,
að hún hafi knúið fram stjórn-
arskiftin í Austurríki með því
að setja því hernaðarlega úr-
slitakosti.
En það er hafið yfir allan
efa, að eftir því sem fram
er komið að Austurríki
hafa tvívegis í gær verið
settir úrslitakostir og að
ríkisforsetinn varð að út-
nefna kanslarann og kansl-
arinn síðan stjórn eftir
beinni fyrirskipun þýsku
st jórnar innar.
Það er ennfremur fullkom-
lega sannað, að þegar eftir út-
nefningu sína sendi Seyss-
Inquart Hitler skeyti og bað
hann að senda her inn í land-
ið til þess að tryggja friðinn í
Austurríki og hvatti þjóðina til
Jón Jóhannsson skip-
stjóri sextugur
Jón er fæddur í Innri-Njarð-
víkum og hefir verið
sjómaður alla ævi, og um;
langt skeið einn af kunnustu
skipstjórum íslenska togara-
flotans. Byrjaði hann sjómensku
á opnum bátum, síðan á skút-
um, þá á togaranum „Coot“,
sem Einar Þorgilsson í Hafnar-
firði átti. Þar byrjaði hann
togarasjómenskuna og gerðist
skömmu síðar stýrimaður á.
,,Mars“ gamla hjá Hjalta Jóns-
syni. Eftir það eignaðist hann
sjálfur hlut í útgerðarfjelag-
inu Th. Thorsteinsson og Co. Sá
hann þá um smíði á togaranum
„Braga“ og var skipstjóri á því
skipi þangað til það var selt til
Frakklands í lok stríðsins.
Þegar stríðinu lauk myndaði
hann nýtt útgerðarfjelag með
nokkrum mönnum hjer í Reykja
vík. Ljet fjelag það smíða tog-
arann „Ara“ og sá Jón um
smíði hans og tók þar síðan við
skipstjórn og var með skipið
í nokkur ár. Var hann jafnan
fiskisæll og duglegur skipstjóri.
Jón hefir altaf verið mikils
metinn sem skipstjóri og sjest
það best á því, að hann var
fenginn til þess að fara rann-
sóknarferð á Þór, sem trúnað-
armaður Fiskimálanefndar. —
Ýms önnur störf hafa honum
verið falin og hefir hann leyst
þau öll prýðisvel af hendi.
REYKJAVÍKURBRJEF.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
íslandi og meira til, og kryddí
frásagnir sínar með „ómeltum“
tilvitnunum í Shakespeare. Þar er
broddum Alþýðuflokksins, að und
aUskildum Hjeðni, lýst sem fje-
gráðugum, hugsjónalausum svik-
urum, sem sjeu búnir að yfirgefa
stefnumál sín og alþýðu manna,
en hugsi ekki nm annað en kýla,
vömb sína.
Við og við birtast þar þó grein-
ar um það. að vonandi beri þjóð-
in gæfu til þess að fá að hafa
þessa svikara og ónytjunga áfram
við völd.
Því eins og gefur að skilja er
það leiguþjónum Moskvavaldsins
hið mesta keppikefli, að í land-
inu verði sem lengst ónýt stjórn,
sinnulaus stjórn og ráðalaus. I
jarðveg þann, sem sú stjórn und-
irbýr, geta landráðamennirnir
vænst uppskeru af starfsemi sinm
í þjónustu hins rauða einræðis-
að sýna enga mótspyrnu ef til
slíkrar innrásar kæmi.
Mikill viðbúnaður var hafður
til öryggis Hitler í Linz. Var
þar fyrir sterkur hervörður og
þýskar flugvjelar sveimuðu
yfir bænum. Bæjarbúum hafði
verið fyrirskipað að hafa ljós
í hverjum glugga og því lýst yf-
ir, að dimmir gluggar mundu
verða skoðaðir vottur um
fjandsamlegt hugarfar.
Ötti og uggur.
í morgun kom breska ráðu-
neytið saman á fund og ræddi
um þessi mál. Að fundum
loknum var svo tilkynt, að hin-
um vinsamlegu samningaumleit-
unum milli Þýskalands og
Bretlands mundi verða haldið
áfram.
Stórráð ítalska fasistaflokks-
ins sat einnig á fundi í gær-
kveldi og í morgun gaf stjórnin
út opinbera tilkynningu, þar
sem því er lýst yfir, að hún
muni ekki láta atburðina í
Austurríki til sín taka, enda
beri að líta á þá sem fullkom-
lega löglega og eðlilega.
Ungverska stjórnin hjelt
einnig ráðuneytisfund í dag, en
af honum hefir ekkert frjettst
og sömuleiðis stjórn Tjekkósló-
vakíu, en þar hafa þessi tíðindi
vakið mikinn ugg.
Blöð í álfunni gera þessa at-
burði mjög að umræðuefni, en
víðast hvar kveður þó fremur
við gætilegan tón. Einna hvass-
orðasta greinin í garð Þýska-
lands er í „Manchester Guard-
ian“, sem segir að þessar ráð-
stafanir Þýskalands sjeu hnefa-
högg í andlit allrar friðarstarf-
semi og skýlaust brot á alþjóða-
lögum.
Úr Vestmannaeyjum hefir ver-
ið róið flesta dag«i vikunnar, en
afli verið fremur tregur. (FÚ.).
Rammallstar
— fjölbreytt úrval —
nýkomið.
Innrömmun fljótt og vel af
hendi leyst.
Guðm. Ásbjörnsson.
Laugaveg: 1. Sími 4700.' ríkis.