Morgunblaðið - 13.03.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.03.1938, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudaffur 13. mars 10S&. ^JÍaufisJuifuu Athugið. Hattar, Manchet- skyrtur,' Bindi, Slifsi, Húfur, Sokkar, Axlabönd, Nærföt, Dömusokkar, Peysur o. fl. Karlmannahattabúðin. Hand- unnar hattaviðgerðir sama stað. Hafnarstræti 18. Þriggja hæða steinhús á góð- um stað í bænum, til sölu. Skifti á minna húsi, í eða utan við bæinn, hugsanleg. Tilboð merkt „Húsaskifti" sendist Morgunblaðinu. Lítil bifreið í góðu standi óskast keypt. Tilboð er til- greini tegund, aldur, keyrslu og verð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt „Stað- greiðsla". Allskonar húsgögn fást með góðum greiðslu skilmálum í Versl. Áfram, Laugaveg 18: Sími 3919. Bamabeisli úr egta leðri fyr- irliggjandi. Gúmmískógerðin, Lau^paveg 47. Hornaf jarðar kartöflur í pok- um og lausri vigt fást í versl. Símonar Jónssonar, Laugavegi 33. . Kaupi íslensk frímerki hæsta verði. Gunnar Guðmundsson. Laugaveg 42. Viðtalstími 1—4 e. h. Sími 4563. Grasbýli við bæinn til sölu. Upplýsingar í síma 3830. Peysufatasilki nýkomið. — Versl. Guðbjargar Bergþórs- dóttur, Laugaveg 11. Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum. Kaupi gamlan kopar. Vald. Pouísen, Klapparstíg 29. Sænski smábátamótorinn Göta fæst í Verslun Jóns Þórðarson- ar. Grasþökur til sölu. Uppl. í síma 1819, kl. 6—7 síðd. Guðm. Agnarsson. Tveggja tonna VÖrubíll til sölu nú þegar. Uppl. Baldurs- götu 18, uppi. Kaupum gamlan kopar og aluminium ávalt hæsta verði. Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir). Freðýsa, íslenskt böggla- smjör og rjómabússmjör, ný egg, nýjar kartöflur, íslenskar gulrófur, sítrónur, sveskjur og gráfíkjur. Þorsteinsbúð, Grund- arstíg 12. Sími 3247. K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. U.D.-fundur kl. 5. Sagan. Stud. med. Þórður Möller talar. Kl. 8.30 almenn samkoma. Ingvar Árnason talar. Allir velkomn- ir. — K.F.U.M. Hafnarfirði. Mánu- dagur rFösturæða eftir síra Fr. Friðriksson. Allir karlmenn vel- komnir. Barnavagnar og kerrur ávalt fyrirliggjandi. Notaðir teknir til viðgerða. Verksm. Vagninn, Laufásveg 4. Betanía. Samkoma kl. 8*4 \ kvöld. Þorlákur Einarsson tal- ar. Allir velkomnir. Barnasam- koma kl. 3. Heimatrúboð leikmanna, — Bergstaðastræti 12 B: Sam- koma í kvöld kl. 8. — Hafn- arfirði, Linnetsstíg 2: Samkoma í dag kl. 4 e. h. Allir velkomn- ir. Filadelfia, Hverfisgötu 44. Samkoma á sunnudag kl. 5 e. h. Allir velkomnir! Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum Fótsnyrting. Geng í hús og veiti allskonar fótaaðgerðir. — Unnur Óladóttir. Sími 4528. Geri við saumavjelar, skrár og ailskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp- ar 1 dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum. Otto B. Arnar, löggiltur Út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Tveggja herbergja ífaúð, með nútíma þægindum (má vera £ kjallara) óskast á góðum stað í Vesturbænum. Tilboð merkt: „Góð umgengni —- Áreiðanleg'* sendist Morgunblaðinu. Matur og kaffi ávalt best E Stefánskaffi, Laugaveg 4:4. Elisabefli Gðhlsdorf Þýskukensla Sími 1874. Laugaveg 5& MlLAFLOTNniGSSKEiFSTOFA Pjetur Magnássen Wnw B. Guðmundsson Gnðlaugnr Þorlákason fimar 3602, 3202, 2002. Austurstræfl 7. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. rn-> KOL OG SALT — sísni 1120 ANTHONY MORTON: S»EKKIÐ ÞJER BARÓNINN? 84. má með sanni segja, að í þetta sinn skall hurð nærri hælum! Hefðir þú ekki feomið Rósa-perlunum undan, hefði verið úti um mig. Og Tring sá ekki þegar þú fórst í skápinn? — Ekki frekar en Bristow sá, að þú varst ekki xneð- vitundarlaus! svaraði Lorna hrosandi. Mannering lokaði augunum og hugsaði málið. Hon- um hafði verið það ljóst, að þegar kúlan var horfin, var ekkert mikilsvert, sem gat felt hann, nema Rósa- perlurnar. Hann hafði fljótt komið til meðvitundar aftur. Þá sat Lorna hjá honum, og hann flýtti sjer að segja henni, hvernig var. Hún hafði gert alt eins og hann hafði fyrir hana lagt — og haft hepnina með sjer. Ramon-gimsteinana hafði hann með vilja skilið eftir í New Arts Hall, þar sem hann þóttist vera viss um, að Bristow færi ekki að leita þeirra þar. Nú hafði hann þá og Rósaperlurnar. Gæti hann selt þetta hvorttveggja, var honurn borgið um lengri tíma. Enda var nú ráðlegast að fara að draga inn seglin og leita sjer skynsamlegri atvinnu. Baróninn var frjáls maður, og brátt myndi hann hverfa úr sögunni fyrir fhlt og alt. Það ætlaði hann, Mannering, að sjá um, með góðri hjálp Lornu. Án hennar gat hann ekki ver- iS eftir þetta. Hann opnaði augun og leit aftur brosandi á hana. Loks hóf hann máls á því, sem liann hafði lengi lang- að til að tala um við hana. — Viltu giftast mjer, Lorna, ef jeg hætti þessu líf- erni ? spurði hann biíðlega. Mannering sá ekki betur en augu hennar, sem voru svo oft full stríðni, gáska eða þráa, fyltust hrygð og kvíða. — Jeg get það ekki, John, sagði hún eftir langa þögn, svo lágt, að varla heyrðist. — Jeg veit ekki hvað jeg vildi gefa til þess að geta gifst þjer, en jeg get það ekki! Þegar hún þagnaði, varð lengi þögn — heila eilífð, fanst Mannering. Blíðlegt bros Ijek um varir hans, og þessi mildi svipur var í augum hans, sem Lorna ein hafði megnað að kalla fram og elskaði. Hann tók hönd hennar og hjelt lengi í hana, á meðan hann hugs- jiði um alt það, sem þeim hafði farið á milli, síðan þau höfðu sjest fyrst, og honum hafði fundist hún vera öðruvísi en allar aðrar stúlkur. Hann hafði í raun og veru orðið hrifinn af Lornu við fyrstu sýn. * * Hann mintist þess að hafa heyrt, að Lorna kærði sig ekkert um karlmenn og faðir hennar væri leiður yfir því, að hún vildi ekki giftast. Hann mundi líka eftir því þunglyndi, sem stundum greip hana, þó að það hyrfi altaf, þegar þau voru tvö ein. Og hann mundi það, að hún hafði, ekki alls fyrir löngu, komið til hans í peningavandræðum. Hafði ekki þorað að fara til föður síns. Nú sagðist hún vilja gefa mikið til þess að geta gifst lionum. Mannering var vanur að draga ályktanir. Alt þetta gat aðeins þýtt eitt: Að Lorna væri þegar gift öðr- uhi. — Þú ert þegar gift? sagði hann af svo mikilli sam- úð og skilningi, að Lorná hætti við að gráta. Hún kinkaði kolli og sagði eitthvað, en hvað það var, heyrði hann ekki. — Og þú borgar honum til þess að halda því leyndu ? Hún kinkaði aftur kolli og sagði nú upphátt: — Já. Það er langt síðan jeg giftist. Mjer finst að minsta kosti heil öld síðan. Hann fór þurt rjett á eftir, og við komum okkur saman um, að halda því leyndu, þangað til hann kæmi aftur. Jeg hefi verið erkiflón! — Vitleysa, sagði hann og þrýsti hönd hennar. — Jeg veit ekki, hvernig jeg hefði lifað af þetta síðasta ár, ef jeg hefði ekki haft þig, John. Hann kom aftur urn það leyti sem jeg hitti þig og hann Ijet til leiðast að þegja, með því skilyrði, að jeg borgaði hon- um fyrir. Hún ypti öxlum og brosið stirðnaði á vörum henn- ar. Hún var sorgmædd, en fallegri en nokkru sinni áður. — Þessvegna var jeg í peningavandræðum, og þess vegna ætlaði jeg að reyna að taka Overdon-perlurnar, hætti hún við. * * Það liðu nokkur augnablik, áður en Mannering átt- aði sig til fulls á merkingu þessara orða. Það var þá eftir alt samán Lorna, sem hafði ætlað að taka Over- don-perlurnar! — Hvað segirðu? sagði hann aldeilis höggdofa. — Gerfiperlurnar-------— — Já, sagði hún fastmælt. — Jeg keypti þær sama,. dagiun og jeg keypti hina rjettu perlufesti með Emmu. En þegar á átti að herða gafst jeg upp á öllu saman ©g 1‘aumaði þeim í vasa Gerrys Longi Mig ór- aði ekki fyrir, hvaða afleiðingar það myndi hafa. Þan þögðu hæði langa stund, og Mannering reyndr. að hrinda þessum nýju npplýsingum burt úr huga sín- um, reyudi að hngsa sem svo, að þær kæmu ekki mál- inu við úr því sem komið var. Það eina, sem nokkra. þýðingn hafði, var gifting Lornu. — Sem betur fer hefir það ekki liaft neinar varan- legar afleiðingar, sagði hann. — En —--------- Hún strauk hárið frá enninu. — Það er ekkert hægt að gera við giftingunni, sagði hún. — Jeg gæti að vísu látið þetta koma í dágsins ljós og síðan skilið. En það yrði svo mikil sorg fyrir foreldra mína, sem óttast ekkert eins mikið og hneyksli, að jeg gæti ekki fengið það af mjer. Jeg Iiefi að minsta kosti eklti haft kjark til þess llingað til. — Þú vilt heldur halda áfram að láta horga lionum of fjár — og eyðileggja líf þitt í tilbót! sagði Mann- ering, en það var engin sannfæring í rómnnm. — Nei,- Lorna, hætti liann við með áherslu. — Jeg tek ekki við hryggbroti. Nú vinnum við saman og hjálpuiru hvort öðru til þess að verða heiðarlegir og Ramingju- samir borgarar. Jeg get þeðið, við getum hæði heðið, eitt eða tvö ár er ekki langur tími, þegar víð erum tvö um að híða. Lorna brosti. Hún vissi, að við hlið Mannerings gat hún horfst í augu við alla erfiðleika og yfirstigið þá. Það, sem áður var ómögulegt, var nú sjálfsagður hlut- ur. Mannering bar altaf hærri hlut. Hann hafði sigrað hana sjálfa, sloppið heill á liófi ur hönduni lögregl- unnar og nnnið traust foreldra hennar, svo að þau myndu hans vegna jafhvel löka augunum fyrir öllum hneykslissögum. Hann fjekk hana til þess að gleyma þeim eymdar æfidögnm, sem hún hafði átt, og vera hamingjusama. Og, hugsaði hún, — jeg get líka feng- ið hann til að gleyma því, sem hefir leitt hann á æf- intýralega glapstigu — og vera hamingjusaman. — Já, sagði hún brosandi. — „Barónshjónin“ geta- beðið. Og þau hlógu hæði innilegar en þau höfðu gert um lengri tíma. E N D I R .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.