Morgunblaðið - 20.03.1938, Qupperneq 3
3
Suhimdagur 2Ó. mars 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
nú reynt að bjarga
eða látið sökkva?
Andstöðuðflin I
F ra msóknar f lokltn-
:ii togast á
EKKERT hefir forsætisráðherrann látið frá sjer
heyra ennþá um það, hvaða skipan hann hugs-
ar sjer að hafa á ríkisstjórninni, og eru þó
þrír dagar liðnir síðan Alþýðuflokkurinn sagði skilið við
stjórnina.
Með þessum drætti er traðkað freklega á þingræðinu.
Þegar Alþýðuflokkurinn sagði samvinnunni slitið, bar for-
sætisráðherra skylda til að gera annað tveggja:
1) AÐ biSjast lausnar fyrir alt ráðuneytið, eða
2) AÐ hafa tilbúna endurskipan á ráðuneytinu, svo að trygt
yrði, að þingræðisstjórn ríkti í landinu.
Forsætisráðherrann gerði hvorugt. Hann lætur sjer nægja að
síma konungi og leggja til við hann, að forsætisráðherranúm verði
„fyrst um sinn‘‘ falið að gegna störfum atvinnumálaráðherra.
Gerðardómuíinn:-
Kemur dómsniður
staðan í dag?
Gerðardómurinn í togara-
kaupdeilunni sat á rök-
stólum mikinn hluta dags í
gær.
Aðalstarf dómendanna til
að byrja með fór í það, að
kynna sjer málavexti frá
báðum hliðum og framlögð
gögn.
Deiluaðiljar hafa hvor um sig
fulltrúa til að mæta fyrir gerð-
ardómnum. Þeir leggja fram
gögn og skýra málið frá sjónar-
miði sinna skjólstæðinga. Fyrir
Fjelag ísl. botnvörpuskipaeigenda
mætti Jón Asbjörnsson hrm., en
fyrir Sjómannafjelögin Sigurjón
A. Ólafsson og Guðmundur I.
Guðmundsson lögfræðingur.
Gerðardómurinn heldur áfram
störfum í dag. Dómsniðurstöðunn
ar má sennilega vænta í kvöld.
*
Strax og gerðardómslögin voru
samþykt á Alþingi gerðu útgerð-
armenn þá ákvörðun, að leggja
engin bönd á skipin, því sjálf-
sagt væri að hlýða dómsniður-
stöðunni, hver sem hún yrði.
Togararnir myndu því nú sem
óðast búast til saltfiskveiða, ef
Sjómannafjelögin hefðu ekki bann
að sjómönnum að láta skrá sig á
skipin, uns sjeð yrði hver yrði
niðurstaða gerðardómsins. Slík
samþykt var vitanlega gersam-
lega óviðunandi og nánast hótun
til gerðardómsins.
Þrír togarar fóru hjeðan á veið-
ar í gær, en ekki á þorsk-, heldur
upsaveiðar, vegna banns Sjó-
mannafjelaganna. Þó ætluðu Pat-
reksfjarðartogararnir á þorsk-
veiðar, en blaðinu er ókunnugt
hvort fengist hefir að skrá á
skipin.
Kaupdeilan á
Siglufirði: Sátta-
semjari reynir
að miðla málum.
Stjórn síldarverksmiðja ríkis-
ins fór þess á leit við sátta-
*emjara ríkisins, dr. Björn Þórð-
arson í gær, að hann reyndi að
miðla málum í kaupdeilunni, sem
i'isið hefir milli verksmiðjustjórn-
arimiar og verkamannafjelagsins
>,Þróttur“ á Siglufirði. Samning-
arnir við „Þrótt“ eru útrunnir
1. maí, en verkamennirnir sögðu
þeim upp með tilskildum fyrir-
vara, þrem mánuðum.
Samningar hafa staðið yfir und
^nfarið milli verksmiðjustjórnar-
hinar og „Þróttar“, en þeir hafa
engan árangur borið.
K. F. U. M. og K., Hafnarfirði.
5 U. D.-fundur, stud. theol.
Astráður Sigursteindórsson talar.
Allir piltar 14—17 ára velkomn-
lr- Almenn samkoma í kvöld kl.
Páll Sigurðsson talar.
K. F. U. M. Mánudagur: A. D.
hindur kl. 8i/2, Jóel Ingv arsson
^nlar. Allir karlmenn velkomnir.
Verður
„Sklrn sem
segir se*“
Næsla leikrit
leikifelitgsins
Leikfjelagið sýnir í kvöld
„Fyrirvinnuna“ í 12. sinn.
En síðan verður sýningum hætt
á því vinsæla leikriti. Hefir blað-
ið snúið sjer til formanns Leik-
fjelagsins, Ragnars E. Kvaran og
spurt liann hvaða leikrit yrði hið
næsta, er Leikfjelagið sýndi.
— Við höldum frumsýningu,
segir hann, á fimtudaginn kemur
á leikriti norska skáldsins Osear
Braaten, „Den store Barnedaab“,
er við í þýðiUgunni köllum „Skírn
sem segir sex“. Leikrit þetta hef-
ir verið sýnt um gervallan Nor-
eg og kvikmynd var gerð af því.
Hefir bæði leikurinn og myndin
átt miklum vinsældum að fagna.
Leikstjóri er Indriði Waage.
Aðrir leikendur verða m. a. Soffía
Guðlaugsdóttir, Arndís Björns-
dóttir, Ingibjörg Steinsdóttir,
Brynjólfur, Valur Gíslason og
jeg. Þarna koma og nokkrir ung-
ir leikendur fram á sviðið í
fyrsta skifti.
Okkur fanst ekki ástæða til,
segir R. E. K. ennfremur, að
draga það lengur að koma fram
ineð síðasta leikrit fjelagsins á
þessu leikári, þó Fyrirvinnan gæti
haldið áfram. En það er hver
síðastur með nýtt leikrit á þess-
um vetri. Því næsta mánuð þurf-
um við að nota til þess að undir-
búa komu Reumertshjónanna. Þau
koma hingað sem kunnugt er í
maí, og þá þarf æfingum frá okk
ar hendi að vera lokið á leikrit-
um þeim, sem þau taka þátt í.
Þangmjöl
handa
mjólkurkúm
Nýtt innlent
fóöurefni
Austur í Ilveragerði er verið
að reisa verksmiðju til þess
að framleiða þar þangmjöl til
skepnufóðurs. Hafa nokkrir inenn
myndað með sjer fjelagsskap til
jiess að koma þessari framleiðslu
á laggirnar, og hafa trú á að hún
geti komið að góðu gagni.
Einn af forgöngumönnum þessa
fyrirtækis er Sveinbjörn Jónsson
byggingameistari. Hefir blaðið
haft tal af honum og sagðist hon-
um svo frá:
Við höfum í 2—3 ár gert til-
raunir með framleiðslu á þang-
mjöli til fóðurs. Rannsóknir á
fóðurgildi þess gerði Þórir heit-
inti Guðmundsson. Hann fram-
kvæmdi rannsóknir þessar á Víf-
ilsstöðum. Hann komst að raun
um, að þangmjöl væri mjög hent-
ugt í fóðurblöndu handa mjólkur-
kúm. Lagði hann til, að blandan
yrði þannig: 40% þangmjöl, 30%
síldarmjöl og 30%. mais eða rúg-
mjöl.
Við erum nú í þann veginn að
fullgera verksmiðju í Hveragerði,
sagði Svbj. Jónsson ennfremur,
fyrir framleiðslu þessa. Ætlumst
við til þess, að þar verði hægt að
framleiða 1%—2 tonn af þang-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Ríkisstjórnin er því nú skipuð
tveim ráðherrum. sem aðeins
hafa stuðning 19 þingmanna af
49. Bak við þessa 19[ þingmenn,
sem stjórnina styðja, stendur
tæpur fjórðungur kjósenda lands-
ins
Hvaða nafn hefir það stjórnar-
fyrirkomulag, sem hjer hefir ver-
ið upp tekið á íslandi?
Ekki getur það heitið þingræði,
þar sem stjórnin hefir aðeins
stuðning 19 þingmanna af 49, sem
sæti eiga á Alþingi.
Ekki getur það heitið lýðræði,
þar sem stjórnin liefir þrjá fjórðu
hluta kjósenda landsins á móti
sjer.
En hvaða stjórnarfyrirkomulag
er þetta þá? Er það ný tegund
einræðis, sem hjer hefir verið upp
tekin?
Alþingi hefir nú setið 33 daga
og bókstaflega ekkert gert, að|
undanskildri hrotunni nú. í vik-,
unni sem leið, þegar gerðardóms-
lögin voru samþykt. Þetta að-
gerðalausa þinghald hefir þegWr
kostað þjóðina 90—100 þúsund
krónur. ;
Ýmsir hafa vafalaust gert sjcf:
vonir um, að stefnubreyting yrði
á Alþingi, eftir að Framsóknar-
flokkúrinn sýndi þann dug, að
kasta ráðherra sósíalista fyrir
borð, og að nú yrði tekið föstuiri1
tökum á málunum. Ekkert bólttr i
á neinu slíku. Sama deyfðin, logn-
mollan og úrræðaleysið ríkir enn
í sölum Alþingis. [ •
*
Úrræðaleysið, sem nú ríkir á
Alþingi, á rót sína að rekja til
hinna ósamstæðu afla, sem Fram-
sóknarflokkurinn samanstendur,
af og þar togast á.
í Framsóknarflokknum eru til
menn sem sjá, að framhald þeirr-
ar stefnu í fjármálum o.g atvinnu
málum, sem farin hefir verið í
samstarfinu við sósíalista, hlýtur
fyr eu síðar að leiða til glötunar
fjárhagslega. En í flokknum eru
einnig til menn — og þeir eru í
meirihluta í þingflokknum — sem
svo eru háðir sósíalistum og komm
únistum í kjördæmunum, að þeir
þora ekki að víkja liársbreidd frá
rauðu stefnunni. Og það eru^þess
ir menn, sem því ráða nú, að ekki,
er tekin upp ný stefna. Það eru
einnig þeir sem því ráða, að eins-
konar einræðisstjórn heldur nú
um stjórnartaumana. Þessir menn
leggja alt kapp á, að vinna, áftur
vinfengi rauðu flokkanita.
Ennþá veit enginn hvað úr
þessu öngþveiti verður.
Hitt er aftur ljóst hverjum
hugsandi manni, að framhald
þeirrar stefnu í fjármáluni og at-,
vinnumálum, sem ríkt hefir und-(
anfarið, í sambúðinni við rauð1-
liðá, getur ekki haft nema einn
endir: Fjárhagslega glötun og
um leið glötun sjálfstæðis þjóð-
arinnar.
Haraldur dreginn út
„ Alþýðuflokkurinn hefir ákveðið að
draga sinn ráðherra út úr stjóminni, ef
gei’ðardómurinn verður lögfestur".
Úr ræðu Haralds Guðmundssonar á Al-
þingi aðfaranótt fimtudags síðastl.