Morgunblaðið - 20.03.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 20.03.1938, Síða 4
* '‘MORGUNBLAÐIÐ Suimudagur 2Ö. mars 193&. Hann á að gera Austurríki nazistiskt Sandgerði: Míklir örðugleikar vegna veiðarfæraskorts og ~ flutningavandræða Yfirgangur erlendra togara á miðunum Sandgerði. Undanfarna daga hafa verið hjer góðar gæftir og ágætur afli. En bátar hafa tapað mikilli línu. mest af völdum erlendra togara. Síðast í gær töpuðu margir bátar 4—10 bjóðum. Lína hefir fengist mjög takmörkuð síðan snemma í febrúar, þar sem Yeiðarfæragerðin hefir ekki haft undan, en ekkert fengist inn- flutt. Og nú sem stendur er engin lína fáanleg, eða að minsta kosti ekki þær tegundir, sem bátarnir nota hjer, og verður ekki á næst- unni, þar sem efni vantar til þess að vinna úr. Br því ekki annað sjáanlegt en að eitthvað af bátum verði að hætta veiðum, í bili, af þeim ástæðum, þar sem sumir eiga nú þegar rjett í aðra setninguna. skyldi verða verkfall í vegavinn- unni, sem virðist jafnvel vofa yfir. Sagðist hann alls ekki geta bætt úr því, þar sem peningarnir væru ekki til í þetta. Sjómennirnir hjer eiga bágt með að skilja þetta, að ekki sje hægt að gera nauðsynlegustu end- urbót á veginum hjer, sem er skilyrði fyrir því að þeir geti stundað atvinnu sína. En þegar þeir koma inn fyrir Hafnarfjörð, þá er fjöldi manna að díitla við að leggja veg þar, við hliðina á ágætum vegi, sem fyrir er. Og þessum mönnum er hægt að greiða kaup, sem er þrefalt á við það sem sjómennirnir hafa (miðað við vinnutíina). Svona er þá ástandið. Bátarnir geta naumast róið, vegna veiðar- færaskorts, sökum þess að þau fást ekki innflutt. (Rjett er að geta þess, að í morgun var talað við gjaldeyris- og innflutnmgs- nefnd, og beðið um að mega taka nokkur dúsín af línu með e.s. „Lyra“, sem kemur eftir helgina, en því var algerlega neitað). Erlendir togarar liirða og eyði- leggja daglega mikið af því litla, ,sem bátarnir eiga ennþá af veið- arfærum, sökum þess að ekkert varðskip fæst til þess að gæta þeirra. Flutningar eru að teppast, sök- um þess að engir peningar eru til, til þess að halda vegunum við. Er ekki þetta spegilmynd af ástandinu í landinu yfirleitt! Eru ekki atvinnuvegir og viðskiftalíf að lenda í sjálfheldu eða stöðv- astf, sem er auðvitað einnig af ýmsum fleiri ástæðum en hjer koma fram. Hverju er um að kenna, og hvernig verður bætt úr þessu? Því svarar náttúrlega hver og einn eftir því sem hann lítur á málinu. En fara ekki augu almennings bráðum að opnast fyr- ir hinum raunverulegu ástæðum fyrir ástandinu? Sandgerði, 13. mars 1938. Ólafur Jónsson. Himmler, foringi þýsku ríkisleynilögreglunnar (Gestapo) mað- urinn, sem Hitler hefir falið ,,að samræma hið pólitíska líf í Austurríki“. Hann ræður mestu um það hverjir eru teknir fastir og hverjir sviftir atvinnu.Hann sjest hjer í hóp fylgismanna sinna HöfiKKift m)ög góðar PORTÚGALSKAR SARDÍNUR i olivi og tóxnai. H. Benediktsson & Co. En hjer er einnig annar erfið- leiki við að stríða. Allir flutning- ar fara hjer fram á landi, á bíl- um, um Keflavík og Reykjavík. Sökum þess hve höfnin hjer er grunn, svo að stærri skip fljóta ekki inn, enda engar hafnarbætur verið gerðar hjer. Á vertíð eru flutt 10—20 þús. tonn á milli Sandgerðis og Keflavíkur eða Reykjavíkur, til og frá. Mest fer um bryggjuna í Keflavík. Það er því geysimikil umferð um veginn milli Sandgerðis og Keflavíkur, því auk þess vörumagns, sem flytja þarf og áður er nefnt, er auðvitáð mikið af fólksbílum og tómum bílum, sem um veginn fara. Vegur þessi er upphaflega illa lagður og ofaníburðurinn mjög moldarkendur. Hann verður því mjög fljótt slæmur þegar blautt er um, þar sem bílarnir, sem um hann fara, eru líka yfirleitt mjög þungir. Hann þyrfti því mjög mikils viðhalds, ef vel ætti að vera. En það er nú öðru nær en að svo sje, því að viðhaldið á vegi þessum er yfirleitt mjög lje- legt og vanalegast farið að gera við hann í ótíma. Vegurinn er því all-oft þannig á vertíð, að ill- farandi er um hann. Nú. er vegurinn að verða alveg ófær. Vörubílar eru nú á annan klukkutíma á milli Sandgerðis og Keflavíkur, sem ekki tekur þá nema 15—20 mínútur, sje vegur- inn góður. Verði ekki mjög fljót- lega gert við veginn, verður ekki hægt að komast eftir honum eftir fáa daga. Eru þá allir flutningar teptir til og frá Sandgerði, og þýðir það stöðvun á útgerðinni hjer, að mestu. Jeg átti tal um þetta við vega- málastjóra í gær. Sagði hann að engir peningar væru til til þess að gera við veginn, eða að minsta kosti ekki neitt svipað því, sem þyrfti til þess. Benti jeg honum á hina brýnu nauðsyn þess að vegurinn væri fær yfir vertíðina, og einnig að viðgerðinni þyrfti að vera lokið fyrir 1. apríl, ef þá Hvað er verk- efni Friðar- fjelagsins ? Eftir Guðlaug Rosenkranz Par sem mjög mikils misskiln- ings gætir í grein í Morg- unblaðinu í gær, um friðarfjelagið Mellanfolkligt samarbete og hlut- verk nefndar, sem kosin var ný- skeð á fundi fjelagsins, vil jeg biðja blaðið að gjöra svo vel áð taka eftirfarandi leiðrjettingu til birtingar. — Hlutverk þessarar umræddu nefndar er ekki, „að gera Island að gróðrarstíu fyrir flakkandi erlendan landshorna- lýð“, heldur, eins og undirritaður tók fram þegar tillagan var flutt, meðal annars, að vinna gegn því að fjöldi fólks, sem enginn veit deili á, komi hingað til dvalar. Nefndin á að hafa samvinnu við samskonar nefndir, sem starfandi eru í nágrannalöndunum, og 4 ekki að taka á móti öðrum til fyrirgreiðslu heldur en þeim, sem full skiiríki hafa frá þessum nefndum og flæmdir hafa verið frá ættjörð sinni sökum trúar- eða stjórnmálaskoðana sinna og hafa þar ekki annars að bíða en fangelsis eða lífláts. Fjelagið tel- ur það mannúðarskyldu okkar Is- lendiuga, eins og annara menn- ingarþjóða, að leggja eitthvað fram til þess að veita því fólki, sem þannig er ástatt um, griða- stað og björg. Þá skal það tekið fram, að stjórn fjelagsins liafði, áður en umrædd nefnd var skipuð, rætt við þann ráðherrann, sem fer með utanríkismál; var nefndin því stofnuð í fullu samræmi við vilja ráðherrans, enda er það vilji fje- lagsins að starfa í samvinnu og í fullu samræmi við vilja ríkis- stjórnarinnar, hverjir svo sem hana skipa. — Fjelagið er al- gjörlega ópólitískt og er deild úr fjölmennu friðarfjelagi, sem starf- andi er á öllum Norðurlöndum. Islandsdeildin er stofnuð eftir ein- dreginni ósk aðaldeildar fjelags- ins, sem aðsetur á í Stokkhólmi. I íslandsdeildinni eru fjelagsmenn úr öllum stjórnmálaflokkum og heil fjölmenn algjörlega ópólitísk fjelög og fjelagasambönd, eins og U. M. F. íslands og Prestafjelag íslands. Fjelagið telur því merka máli, sem }>a ð tekur þátt í að vinna fyrir, mikinn greiða gerðan með því að blanda því ekki inn í pólitískar deilur í blöðum eða manna á milli, þar sem svo fjarri er að nokkur ástæða sje til þess. Reykjavík 18. mars 1938. Guðlaugur Rosinkranz, formaður íslandsdeildar friðarfjel. Mellanfolkligt samarbete. Tómafa er hægt að rækta í jurta- pottum í stórum og björtum stofugluggum. Það er hinn rjetti tími að panta nú. Verð 50 aura pr. stk. 10 stk. og þar yfir 35 aura pr. stk. Garðyrkjan á Reykjum Mosfellssveit. P.O. Box 782.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.