Morgunblaðið - 20.03.1938, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. mars 1933.
MORGUNBLAÐIÐ
5 1
orgtmHaftift
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritatjörar: J6n KJartansson og Valtýv Stefánsson (ábyrgOarsoaCur).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgrelOsla: Austurstnetl S. — Slml 1600.
Áskriftargjald: kr. S,00 6. m&nuOi.
í lausasölu: 15 aura elntaklO — 25 aura saeO Lesbök.
KASTAÐ FYRIR BORÐ!
HVAÐ kemur næst? Þessi
spurning hefir verið á
-allra Vörum síðustu dagana,
■«ftir að Alþýðuflokkurinn ljet
af því verða, að „draga“ sinn
ráðherra út úr stjórninni og
slíta samvinnu við Framsókn-
arflokkinn.
Orðrómur gengur í bænum
um það, að Alþýðuflokkurinn
hafi í hyggju að veita stjórn
Fr am só k n a r f'l ök kvsi n s hlutleysi
og að Steingrímur Steinþórsson
eigi að koma inn í stjórnina.
Einnig hefir heyrst talað um
það, að Alþýðuflokkurinn iðrist
svo eftir samvinnuslitin, að
hann muni jafnvel fús til að
biðjast afsökunar á frum-
hlaupinu og mynda stjórn á ný
með Framsókn; eigi þá Stefán
Jóh. Stefánsson að koma inn
í stjórnina í staðinn fyrir Har-
ald.
Sjeð frá þingræðislegu sjón-
armiði virðast báðar þessar
leiðir með öllu óhugsanlegar.
Hvað er það, sem hefir skeð?
Það, að Alþýðuflokkurinn sleit
samvinnu við Framsóknarflokk-
inn á hreinum málefnalegum
grundvelli. Framsóknarflokkur-
inn gerði sig sekan í athæfi á
sviði löggjafarstarfsins, sem
Alþýðuflokkurinn taldi svo víta
verðan, að hann gæti, ekki leng-
ur átt samleið með Framsókn.
Alþýðuflokkurinn taldi sam-
þykt gerðardómslaganna svo
freklega móðgun við sína
stefnu, að hann sleit allri sam-
vinnu við Framsókn.
Þingræðislega sjeð virðist
það því gersamlega óhugsan-
legt, að Alþýðuflokkurinn fari
— 2—3 dögum eftir þenna at-
burð — að veita sama flokki
hlutleysi eða ganga í samstarf
við hann aftur.
*
Öll meðferð gerðardómsins
á Alþingi var og á þann veg,
að Alþýðuflokkurinn hlýtur að
vera stórmóðgaður, ef hann
hefir minstu sómatilfinningu.
Hvað gerðist daginn og nótt-
'ina, sem gerðardómslögin voru
samþykt?
Fyrst gerðist það, að Har-
aldur tilkynnir Hermanni, að
hann fari, ef lögin verði sam-
þykt. Hann býður Hermanni
allar hugsanlegar leiðir til að
leysa kaupdeiluna — bara ekki
gerðardóm. Þetta hafði engin
áhrif á Hermann.
Svo kemur sjómannafjelags-
fundurinn um kvöldið. Þar
koma kommúnistar með tillögu
um, að gengið verði að tillögu
sáttanefndar óbreyttri, því að
skilyrðið sem sett var viðvíkj-
andi úthaldi skipanna á salt-
fisksveiðunum var engin breyt-
ing frá því, sem verið hefir.
Þessari tillögu var vísað til fje-
lagsstjórnar og jafnframt kos-
in nefnd til að semja á þessum
: grundvelli.
Við umræður um málið á
Alþingi síðar um kvöldið, segir
Haraldur frá þessari samþykt
fjelagsins og grátbiður Her-
mann, að fresta afgreiðslu
gerðardómslaganna. Herrnann
svarar kalt og rólega: Gerðar-
dómslögin fara áfram. Ekkert
getur hindrað þau. Það verður
og að játa, að ekki gat það
að neinu leyti breytt hugarfari
Framsóknar til málsins hvort
umræðurnar um frumvarpið á
Alþingi urðu 5 eða 6.
Af öllu þessu er því augljóst,
að hjer hefir manni verið kast-
að fyrir borð.
¥
Það, sem skeð hefir er þetta:
Alþýðuflokkurinn hefir ekki
„dregið“ Harald Guðmunds-
son út úr stjórninni og ekki
hefir Hermann mist mann fyrir
borð, heldur hefir hann kastað
Haraldi útbyrðis.
Þessvegna er það, að enda
þótt alveg sje lokað augunum
fyrir hinni þingræðislegu hlið
málsins, sem að framan var get-
ið, hlýtur Alþýðuflokkurinn, ef
annars nokkur manndáð er til í
þeim flokki, að vera stórmóðg-
aður eftir þessa meðferð, og
framhaldandi samvinna virðist
útilokuð meðan sárin eru að
gróa.
Og þó að játa verði, að Al-
þýðuflokkurinn sje nú nauðu-
lega staddur frá hvaða sjónar-
miði sem litið er, verður flokk-
urinn, úr því sem komið er,
að mæta erfiðleikunum með
karlmensku og manndómi. Alt
annað er dauði fyrir flokkinn
í nútíð og framtíð.
Meðal kjósenda Alþýðu-
flokkins hefir sú skoðun verið
mjög ríkjandi í seinni tið, að
flokkurinn hugsaði aðeins um
hag fárra ráðamanna flokks-
ins, manna, sem í stjórnarsam-
vinnunni við Framsókn hafa
fengið feit embætti, stöður og
bitlinga.
Yrði nú það ótrúlega ofan
á, að Alþýðuflokkurinn, ofan
á alt, sem á undan^ er gengið,
legðist marflatur fyrir fætur
Framsókn, myndi það auglýsa
fyrir alþjóð auðmýkt og vesal-
dóm flokksins og um leið sanna
ltjósendum, að það erju feitu
embættin, stöðurnar og bitling-
arnir sem alt snýst um.
Flokkakepni í fiinleikum verð-
ur háð 26. apríl. Kept verður um
Farandbikar Oslo Turnforening,
handhafi Glímufjelagið Armann.
Öllum fjelögum innan í. S. í.
er heimil þátttaka. Keppendnr
gefi sig skriflega fram við Glímu
fjelagið Ármann og sendi stunda-
skrá flokkanna eigi síðar en 11.
apríl n.k.
íþróttanefnd K. R. boðar alla
íþróttamenn fjelagsins á fund ann
að kvöld kl. 8 í K. R.-húsinu uppi.
Mörg mál á dagskrá. Fjölmennið
stundvíslega.
-■Hei)kjavíkurbrjef~-
------- 19. mars. --
Af linn.
iskafli á öllu landinu var
nokkuð meiri 15. mars síð-
astl., en á sama tíma tvö undan-
farin ár. Samtals var aflinn tæp
6 þús. smálestir, en 4.2 milj. smál.
15. mars 1937. En fyrir þremur
árum var aflinn á sama tíma
8.266 smál. Mjög heíir aflinn ver-
ið misjafn í hinum ýmsu ver-
stöðvum. I Vestmannaeyjum hefir
hann t,. d. verið minni en í fyrra,
sem stafar hvorttveggja af fiski-
leysi og gæftaleysi. Á Akranesi
hefir liann aftur á móti orðið
talsvert meiri (1000 smál., 700
smál. 1937) og meiri hefir hann
orðið í flestum verstöðvum á Suð-
urnesjum. Á Stokkseyri og Eyrar-
bakka er veiði enn lítil, enda voru
bátarnir ekki settir niður fyr en
upp úr mánaðamótunum síðustu.
Togaraveiði byrjaði seint í
fyrra og hafði ekkert veiðst á
reykvíska og hafnfirska togara-
flotanum fyrir 15. mars. I ár var
afli togaranna orðinn tæp-
ar 560 smálestir, þar af tæpar
300 smálestir upsi. En lijer með
er einnig talinn afli hafnfirsku
togaranna Júpíter og Venus og
Reykjaborgarinnar, sem voru á
veiðum við Bjarnarey.
Lagt hefir verið á land miðað
við slægðan fisk: 1.233.000 kg. af
upsa til herslu: og 563.000 kg. til
flökunar.
Loðdýraræktin.
oðdýraræktin hefir aukist mik
ið á undanförnu ári, og á-
hugi manna fyrir henni orðið al-
mennari. Nú eru 430 fjelagsmenn
í Loðdýraræktarfjelaginu.
Af silfurrefum eru nú um 3000
í landinu. Af þeim munu vera um
2000 læður. Má gera ráð fyrir að
silfurrefir verði yfir 8000 á næsta
hausti. Er sá stofn orðinn svo
mikill, að engin ástæða er til að
flytja fleiri undaneldisdýr til
landsins, einkum þar eð hinir 100
refir, sem fengust frá Noregi í
haust, eru hinir álitlegustu til
kynbóta.
Talsverð áliersla er nú lögð J.
að ala upp blárefi. Og eftirspurn
eftir minkum er nú svo mikil, að
öll viðkoman í vor er þegar seld
til manna, sem ætla sjer að koma
upp minkabúum, og jafnvel farið
að panta minka, sem eigi að koma
í heiminn fyrri en næsta vor.
Brottför Haraldar.
U Jk jjt argt er skrítið í Harmon-
J[V» íu“. Haraldur Guðmunds-
son farinn úr ríkisstjórninn. Á
þessu áttu menn ekki von. Svo
þaulsetinn hefir hann verið. í
fyrravor ljet hann svo um mælt,
að liann greindi á við Framsókn-
arflokkinn um öll lielstu áhuga-
mál sósíalista. Og upp á það var
efnt til kosninga í sumar sem leið.
En síðan sat Haraldur í stjórn-
inni eftir sem áður, þrátt fyrir
allan ágreininginn.
, Eftir það alt þótti tilefnið til
brottferðar lians úr ráðherrastóli
furðulega lítið.
Allir flokkar þingsins eru sam-
mála um það, að þingið þyrfti að
láta til sín taka'í togaradeilunni.
En Ilaraldur og þeir Alþýðu-
flokksmenn vildu láta lögfesta á-
jkveðið kaup við saltfiskveiðar og
láta svo reka á reiðanum með það
hvort samningar tækjust um síld-
veiðarnar.
Þegar H. G. sá að Framsóknar-
flokkurinu vildi ekki verða við
ósk hans um að takmarka afskifti
þingsins við saltfiskveiðarnar, þá
reyndi hann að koma því til leiðar
á síðasta augnabliki, að ekki
þyrfti að koma til gerðardóms.
Sjómenn fengjust til að sam-
þykkja tillögu sáttanefndar, er
þeir áður liöfðu felt. Ilann fær
kommúnistann Björn Bjarnason í
lið með sjer. Þeir ganga á fund
sjómanna og segja við þá: Ef þið
ekki samþykkið tillögu sátta-
nefnda, þá er úti um þátttöku
Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni.
En enda þótt þarna kænm tilmæli
frá ráðherranum og frá komm-
únistaflokknum til sjómanna um
að bjarga ráðherradómi Harald-
ar, þá fyrirfundust ekki nema 130
sjómenn, sem vildu framlengja
stjórnarsetu lians.
Kommúnistastefnan.
á er það ekki síður eftirtekt-
arvert, hve kommúnistum
var umhugað um að stjórnarsam-
vinna Framsóknar- og Alþýðu-
flokksins fengi að lialda áfram.
Verður þetta ekki skilið nema á
einn veg.
Kommúnistaflokkur íslands er
kostaður af rússnesku fje, til þess
að starfa gegn íslensltu sjálfstæði,
andlegu og efnalegu. Flokkurinn
er marg yfirlýstur byltingaflokkur
Þeim mun meiri sem vandræðin
eru í þjóðfjelaginu, þeim mun
meiri glundroði, örbyrgð, atvinnu-
leysi, bágindi, þeim mun auðveld-
ara telja þeir kommúnistar það
verða, að koma fram byltingaá-
formum sínum.
Fyrir þeim er því aðalatriðið,
að í landinu sje sú stjórn, og það
sem lengst, er vanrækir alt sem
styrkir þjóðina, bæti efnahag
hennar o. s. frv. Þeir vita sem er,
kommúnistar, að ráðalaus vinstri-
stjórn, sem auk þess á tilveru sína
að verulegu leyti að þakka bein-
um stuðningi kommúnista í ýms-
um kjördæmum, er hin besta
stjórn til þess að undirbúa her-
hlaup kommúnismans á hið veikl-
aða þjóðfjelag.
Máltækið segir: „Segðu mjer
hverja þú umgengst, þá skal jeg
segja þjer hver þú ert“.
Dálæti kommúnista á stjórnar-
samvinnu Framsóknar- og Al-
þýðuflokksins er hið skýlausasta
vottorð um það, hvílík óhollusta
þjóð vorri stafar af ráðsmensku
þessara flokka í landinu.
Austur-„mörk.
tburðirnir í Austurríki um síð-
ustu helgi eru þess eðlis, að
enginn hugsandi maður í heimin-
um getur leitt þá hjá sjer, þegar
miljónaríki er gleypt á fám
klukkustundum með húð og hári.
Menn spyrja agndofa: Hvernig
má slíkt ske? Tlvernig getur það
komið fyrir ? En svarið er fyrst
og fremst þetta.
Landsmenn sjálfir, Austurríkis-
menn, hafa árum saman unnið áð
þessu með þýsku stjórninni. Naz-
istar Austurríkis hafa haft hina
nánustu samvinnu við skoðana-
bræður sína í föðurlandi nazism-
ans.
Einmitt þessi þáttur málsins er
sjerstaklega athyglisverður fyrir
okkur Islendinga. Ekki vegna þess
að hjer sje um neina Nazista-
hættu að ræða. Heldur vegna þess
að feður og forráðamenn annarar
einræðisstefnu, kommúnismans,
hafa hjer allmarga menn í þjón-
ustu sinni, til þess með liverskon-
ar áróðri að eitra þjóðfjelagið
svo þjóðin einn góðan veðurdag
standi magnþrota gegn hinni
blóðidrifnu einræðisstjórn komm-
únista.
Gjaldeyrismálin.
egar Eysteinn Jónsson tók að
sjer fjármálastjórn ríkisins,
fyrir 4 árum, birti hann þjóðinni
það eindregna áform sitt, að
laga gjaldeyrismálin, og koma
hagstæðum greiðslujöfnuði á, svo
fjárliag landsins yrði borgið, og
kreppunni afljett.
Hann ætlaði að kippa þessu í
lag með því að draga úr inn-
flutningnum.
Einn af þeim mönnum sem bar
ekki mikið traust til fjármála-
stjórnar Eysteins, spurði hann að
því á þinginu, hve langan tíma
þessi lagfæring myndi taka hann.
Hann svaraði því með drembilæti
hins fáfróða, og sagði að hann
gæti vitaskuld ekki sagt livort það
tæki hann eitt ár eða tvö.
Alla stund síðan hefir fjárhags-
ástandið sigið á ógæfuhlið. Það
takmark sem Eysteinn ætlaði að
ná á einu ári eða tveim, hefir
fjarlægst æ meira og meira þessi
fjögur ár sem liðin eru síðan hann
tók við. Því öllum sem við við-
skifti fást kemur nú saman um,
að aldrei hafi vanskilin og óreið-
an í viðskiftunum við útlönd ver-
ið svipuð því sem nú er.
Niðurskurður.
ngu að síður bendir margt til
þess, að fjármálaráðherran-
um liafi ekki enn skilið, að nið-
urskurðarstefna hans er hrein og
bein helstefna fyrir þjóðina.
Undanfarinn áratug hefir yfir
helmingurinn af innflutningi til
landsins verið framleiðsluvörur.
Þegar innflutningur er skorinn
niður í stórum stíl, eins og Ey-
steinn ráðherra er að berjast við,
þá fer það altaf svo, að' niður-
skurðurinn lendir að verulegu
leyti á framleiðsluvörunum. En
þegar svo langt er gengið, þá
verkar niðurskurðurinn beinlínis
gagnstætt því, sem til fer ætlast,
minkar greiðslugetu þjóðarinnar.
Vegurinn til lífsins.
ina leiðin út úr ógöngunum
er þessi: Að koma fram-
leiðslu landsmanna á öruggan
fjárhagslegan grundvöll. Að þeir
sem veiða fiskinn eða rækta jörð-
ina geti * átt von á að hafa hag
af erfiði sínu. Að finna nýjar
framleiðsluleiðir, atvinnugreinar,
og auka þær sem fyrir eru. Eins
og t. d. síldarverksmiðjurnar, sem
geta gefið þjóðinni fljótteknastan
gróða. Á meðan það er vanrækt
eins og nú, að ljetta undir með
framleiðslunni,- þá versnar gjald-
eyrisástandið, þjóðarhagurinn
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.