Morgunblaðið - 20.03.1938, Side 8
Fjarskygmssíminn. Læknir einn
í Holbæk hringdi að morgni dags
til eins sjúklinga sinna. En síma-
þræðir höfðu slegist saman, svo
læknirinn heyrði á samtal sjúk-
lingsins, er var ein af hefðarfrúm
staðarins, og vinkonu hennar.
Jeg mátti til að segja þjer frá
þessu strax, sagði frúin við vin-
konu sína, og þess vegna rauk jeg
í símann upp úr rúminu á nátt-
kjólnum undir eins og jeg vakn-
aði.
Síðan slitu þær talinu, en lækn-
irinn hringdi óðara og segir:
Góðan daginn, frú. Hvernig er
gigtin í dag? Eða er sem mjer
sýnist? Eruð þjer ekki þarna við
símann á náttkjólnum? Eruð þjer
alveg frá yður? Ef þjer hegðið
yður svona er ekki von að gigtin
batni. Þjer getið auk þess fengið
lungnabólgu.
— Hvað segið þjer, læknir?
Sjáið þjer mig?
— Auðvitað sje jeg yður. Þjer
hafið heyrt getið um hinn nýja
fjarskygnissíma. Jeg fekk einn
slíkan í fyrradag.
Frúin hvarf skyndilega úr sím-
anum, án þess að kveðja.
*
Forsetafrú Bandaríkjanna er
nýfarin að nota varasmyrsl. Er
tíðindakona blaðs eins spurði
hverju þetta sætti, sagði frúin að
hún hefði lært þetta af dóttur
sinni.
*
Stúlka kom inn í búð til að
kaupa varasmyrsl, og bað um teg-
und sem væri „kissproof“.
— Þjer meinið hvort smyrslið
sje „kosshelt“, sagði afgreiðslu-
stúlkan.
*
„Gamal ostur“ er mesta sælgæti,
ekki síður en hákarl. En lyktin
er ekki sjerlega góð.
Járnbrautarfarþegi, er fór með
lest frá Helsingjaeyri til Hafnar,
sagði frá því á dögunum hvernig
maður ferðast með slíkt hnoss-
gæti, án þess að hafa óþægindi af
ólyktinni. Hann segir svo frá: Jeg
kom inn í vagnklefa, sem var full-
skipaður. Fann jeg strax að ólykt
var þar mikil. Ferðafjelagar mínir
voru auðsjáanlega á sama máli.
Þeir Iitu hvor annan hornauga,
og hugleiddu frá hverjum fýlan
stafaði.
Er lestin nálgaðist stöð eina
kom maður úr öðrum klefa inn
til okkar og bað um. að rjetta sjer
böggul sem hann ætti þar í tösku-
netinu uppi yfir höfðum okkar. Yið
sáum þá hvers kyns var. Þetta
var gamal ostur. Frá honum staf-
að ólvktin.
Er maðurinn lagði af stað með
ostinn fór jeg í humáttina á eftir
honum og spurði hann því hann
hefði geymt ostinn þarna.
Mjer þykir ákaflega góður gam-
alostur, sagði maðurinn. I hverri
viku kem jeg til kunningja míns
í Helsingjaeyri. Þar fæ jeg altaf
allra besta ost. En til þess að
þurfa ekki að sitja í ólyktinni í
lestinni, set jeg ostinn altaf inn í
annan klefa, áður en nokkrir far-
þegar koma þangað.
*
Ríkismaður var nýbúinn að
byggja sjer íbúðarhús mikið. I
útidyragangi voru 4 myndastytt-
ur. Er hann var nýfluttur í húsið
hauð hann til sín margmenni.
Einn af gestunum spurði ann-
an. Veistu hvað myndastyttur
þessar tákna? Hinn kvað nei við.
— Það eiga að vera skilningar-
vitin 5.
— Já, en myndirnar eru ekki
nema 4.
— Nei, veit jeg vel. Smekkinn
vantar.
MÖRGUNBLAÐIÐ
Jficuifis&afuw Athugið: Hattar, Húfur, Sokkar, Nærföt, Manchetskyrt- ur, Bindi, Slifsi, Dömusokkar, Peysur, Sportsokkar, Ullarsokk- ar fyrir telpur og drengi o. fl. Karlmannahattabúðin. Hand- unnar hattaviðgerðir sama stað. Hafnarstræti 18.
Geng í hús og þvæ þvotta. Vönduð vinna. Sími 1307.
Halló, húsmæður! Nú erum við byrjaðir að gera hreint. — Pantið í tíma. Jón og Guðni. Sími 4967.
Hreingerningar, loftþvottur. Sími 2131. Vanir menn.
Fallegt fermingarkjólaefni nýkomið. Ennfremur hvítir sokkar. Verslun Karolínu Benedikts, Laugaveg 15.
Otto B. Amar, löggiltur út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2Y99. Upps«ítning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum.
Lítið steinhús til sölu eða í skiftum fyrir bústofn og land- búnaðartæki. Árni Jónasson, Hörpugötu 10, Reykjavík.
Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19. gerir við kvensokka, stopp ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum.
fslenskt böglasmjör, afbragðs gott. Lúðuriklingur. Þorsteins- búð, Grundarstíg 12. Sími 3247.
Hveiti í ljereftspokum frá kr. 1.75 pr. poka og flest til bök- unar. Haframjöl, fínt, í 7 punda ljereftspokum. Þorsteinsbúð. Sími 3247. Geri við saumavjelar, skrár og allskonar heimilisvjelar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635.
Sveskjur, Gráfíkjur. Sítrón- ur. Þorsteinsbúð. Sími 3247. (HCItynnittípw K. F. U. K. Yd. Fundur í dag kl. 4. Munið: Ud. fundur í dag kl. 5. Þar syngur ung- meyjakór K. F. U. K. Einnig samspil, orgel og piano. Bjarni Egilsson talar o. fl. Ungar stúlkur 14—17 ára, fjölmennið.
Til sölu notaðar bifreiðar. Heima kl. 5—7. Sími 3805. — Zophonias Baldvinsson.
Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29.
Hey til sölu. Sími 3700.
Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Heimatrúboð Ieikmanna, — Bergstaðastræti 12 B. Sam- koma í kvöld kl. 8. Hafnarfirði Linnetsstíg 2. Samkoma í dag kl. 4 e. d. Allir velkomnir.
Kaupum flöskur og glös og bóndósir. Bergstaðastræti 10 (búðin) frá kl. 2—5. Sækjum.
Kaupum flöskur, bóndósir, meðala- og dropaglös. Sækjum. Verslunin Grettisgötu 45 — (Grettir).
Friggbónið fína, er bæjarin? besta bón.
Slysavamafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum
Sænski smábátamótorinn Göta fæst í Verslun Jóns Þórðarson- ar.
Snimúdagur 201 mars 19381
Sumarbústaður óskast leigð-
ur. Sími 2965.
Hraðritunarskólinn. Get bætt-
við byrjendum. Sími 3703.
5afuið-fwndÁÍ
Peningabudda með 40 krón-
um týndist í Miðbænum í gær.
Skilist á afgreiðsluna.
3 herbergi og eldhús með'
nútíma þægindum óskast 14.
maí í suðaustur hluta bæjar-
ins eða Sólvöllum. — Tjlboð
merkt VSFÍ sendist í pósthólf
425.
(T&fotC'l'
íbúffir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur í vist,
Kaupendur að hverju því, sem
þjer hafið að selja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemendur í
hvaða námsgrein sem er. Smá-
auglýsingar Morgunblaðsins eru
lesnar í hverju húsi.
KOL OG SALT
sími 1120
E
FAITH BALDWIN:
EINKARITARINN. 6.
„Það segir mamma líka“, sagði Anna, en þagnaði
skyndilega og beit á vör. Roðinn færðist í kinnarnar
og Betty brosti og fussaði. „Frú Murdock er aug-
sýnilega hliðholl Ted“.
En hún mundi sína eigin æfi og sagði í viðvörunar-
róm:
„Vertu ekki of fljótráð, Anna“.
„Það er ekki hætt við því!“, svaraði Anna. „Jeg
elska starf mitt, og jeg er svo kappsöm — alt of kapp-
söm, hugsa jeg“, bætti hún við með þessu skemtilega
bragði að grípa fram í fyrir sjálfri sjer og hló að
alvöru sinni.
„Jeg verð að fara“, sagði hún og greip hönd Bettys.
„Forstjórinn er hjá Mr. Sanders. Hann bað mig um
að skrifa brjef fyrir sig á eftir. Andrews er farin
heim“.
„Hvað er nú að?“, spurði Betty. „Jeg sá hana áðan
frammi á ganginum, sýndist hún útgrátin og mikið
fát á henni.
Hún hristi glóbjartan kollinn.'
„Jeg veit það ekki. Jeg sje hana við og við. Hún
býður mjer stundum að borða. Hún býr ein í West
Tenth Street. Hún er einkennileg. Og hún lifir og
andar fyrir skrifstofuna“.
Þær hugsuðu báðar sitf, síðan sagði Anna:
„Jæja, vertu nú sæl. Jeg síma í kvöld til þess að fá
frjettir af Bili litla“.
Þegar hún var farin, sneri frú Howard aftur að
skrifborði sínu og fylgdi Önnu með augunum, er hún
skundaði Ijettfætt niður ganginn. Henni hafði þótt
vænt um þenna yngri vinnufjelaga frá því að þær
höfðu fyrst hittst. Anna var ljómandi lagleg stúlka,
full af lífsfjöri og innilega alúðleg í viðmóti. Hún-
hafði líka ágætan heila. Hún hafði unnið sig upp ör-
ugt, en ekki of lfjótt, og var nú í ágætri stöðu. Betty
áætlaði, að hún hefði 40 dollara á viku, og það voru
ágæt laun fyrir stúlku, sem hafði aðeins sjálfa sig að
sjá um.
Mrs. Howard leit á úr sitt. Engar frjettir voru góð-
ar frjettir.
Ted O’Hara gekk framhjá henni og fór frain á
ganginn, líklega á leið til skrifstofu Sanders, í þeim
tilgangi að fá að sjá Önnu bregða fyrir. Hann hafði
orðið bráðástfanginn af henni við fyrstu sýn. „Og það
er ekki hægt að lá honum það“, hugsaði Mrs. Howard.
„En ung stúlka í góðri stöðu, sem giftir sig, er kjáni“.
En hefði húu ekki gifst, liefði hún ekki átt BiIIy
— Billy og Frank, pabba hans, þessar hjartfólgnu
sálir, sem stóðu í vegi fvrir því að þeir glæsilegu
draumar, sem hún einu sinni hafði átt um framtíðina,
gætu ræst.
Hún andvarpaði óþolinmóðlega og sneri sjer að
vinnunni.
Ef Andrews væri látin fara, hugsaði hún. M.vndi
Anna þá vera sjálfkjörin í stöðu hennar?
Anna var nú inni á einkaskrifstofu Fellowes. Hún
beið, meðan hann tók á móti skilaboðum, sem honum
voru færð, og Ieit í kringum sig í herberginu meðí
þessari sömu hrifningu og hugaræsing, sem ltún komst
altaf í, þegar hviu kom þangað inn. Síðasta hálfa árið
hafði hún komið daglega inn til Miss Andrews með
uppkast frá Sanders til Fellowes og hafði þá jafnart,
horft löngunarfullum augum á liurðiua inn til for-
stjórans. Nú hafði hún tækifæri til þess að virða stof-
una fyrir sjer. Henni fanst alt svo fallegt þar inni og
viðkunnanlegt, að henni fanst hún myndi geta verið
þar heilt ár í einu, án þess að verða leið á því. Ósjálf-
rátt þráði hún að hafa fegurð í kringum sig. Hún var
að hugsa um, hve miklum peningum liefði verið eytt í
þessa fallegu og friðsömu skrifstofu, þegar Fellowes
ávarpaði hana með hinni djúpu og hættulega heillandi
röddu. Hann rjetti henni liraðritunarhefti Miss And
-rews.
„Haldið þjer, að þjer getið lesið það, sem Miss,.
Andrews er búin að skrifa, eða á jeg að lesa frá
byrjun, Miss Murdock?“
Anna athugaði skriftina með æfðum augum.
„Þetta er Greggkerfið. Jú, jeg lield, að jeg komist
fram úr því. Við skulum halda áfram, þar sem þjer
liættuð“.
Fellowes horfði á hana með viðurkennandi svip. Það
var sjaldgæft að finna stúlku, sem gat lesið hraðritun
eftir aðra. Og — það var enn sjaldgæfara að vinna
með stúlku, sem var svona ung og lagleg.
Hann sá, að Anna átti hægt með að fylgja hinum
reiprennandi lestri hans. Janet Andrews hafði líka verið
dugleg, en hana vantaði allan yndisþokka. Honum