Morgunblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐlr) Miövikudagur 23. mars 1938. Tjekkar fá ekki loforð um hjálp tjiMiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiirimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. I Þegar Hafler fór yfir austnrrísku landamærin ( Myndin er tekin er Hitler kom í bifreið sinni til landamæraborgarinnar Braunau, en þar er hann fæddur. Hitler stendur upprjettur í bifreiðinni. Hann ók í bifreið sinni frá Miinchen, um Braunau til Linz. Forsíðufrjeflir í öðrum Iöndum: Chautemps spðir að stjórn Leon Blum verði skammlif London 22. mars F.Ú. aladier hermálaráðherra Frakka, flutti ræðu í franska þinginu í dag og tal- aði um landvarnir Frakka og sjerstaklega þá nauðsyn sem á því væri að gera hvern ein- asta mann, karl og konu þátt- takandi og virkan í landvarn- arstarfinu. Sagði hann meðal annars, að í styrjöldum framtíðarinnar væri þetta óhjákvæmileg nauð- syn. Benti hann á Þýskaland sem dæmi þess hve langt væri hægt að komast í þeim efnum. Ýmsir stjórnmálamenn og forystumenn flokkanna í Frakk landi hjeldu ræður í gær (segir í Berlínarfregn F.Ú.) um á- standið innanlands. í mörgum ræðunum kom fram krafa um þjóðstjórn. Chautemps spáði Blum- stjórninni skammra lífdaga. Lilhauen: Stjörnarskifti London 22. thavs F.Ú. tjórnin í Lithauen hefir sagt af sjer, vegna þess að hún neyddist til að ganga að úrslitakostum Pól- verja. Smetana hefir tekið lausnar- beiðnina gilda, en beðið ráð- herrana að gegna störfum sín- um áfram, þar til forsætisráð- herrann kemur heim, en hann dvelur nú í Sviss sjer til heilsu- bótar. Pólland: Varnargarður gegn Rússum London 22. mars F.Ú. ólski sendiherrann i Was- hington flutti ræðu í gærkveldi, þar sem hann sagði, að Pólverjar mundu ekki leyfa Rússum að fara í gegnum Pól- Iand með her inn í Þýskaland. Hann sagði að hugsjón Pól- lands væri að skapaður yrði varnargarður hlutlaus’a ríkja milli Sovjet-Rússlands og vest- ur hluta Evrópu, sem næði alla leið frá Finnlandi til Svarta- hafs. FERÐALAG HER- BERTS HOOVER. London 22. mars F.Ú. erbert Hoover fyrverandi Bandaríkjaforseti er nú staddur í London og fór í morg- un á fund konungs. Hann hefir undanfarnar vik- ur verið á ferðalagi víðsvegar um Evrópu. Til minningar um Horst Wessel, höfund þjóðsöngsins sem kendur er við hann, á að reisa kirkju í Bremen (F.Ú.). i...........Kosninga-.........í | undirbúningur | I í Austurríki | 1 Frá frjettaritara vorum. | Khöfn í gær. | ssningaundirbúningur er | nú að hefjast bæði í| i Þýskalandi og Áusturrík?.. | | Hitler fer til Austurríkis 3. | i apríl og flytur ræður víos-| | vegar um landið. Hann kem-| i ur til Vín 9. apríl og er bú-f | ist við að ko3ningabaré ttan| i nái þá hámarki með fjölda-| | fundi, sem þar verður hald-| 1 inn. Hitler flytur þar ræðu. | 1 Ströng skilyrði. London í gær. FÚ. i | Trúnaðarmaður sá, er | | þýska stjórnin hefir falið að § 1 undirbúa og sjá um þjóðar-1 | atkvæðagreiðsluna í Austur- i I ríki, segir að f jöldi manna f | sæki nú um inntöku í þýska i | nazistaflokkinn. | Ströng skilyrði hafa verið i i sett um inntöku Austurríkis-1 | manna í flokkinn. Verða þei** | | áður en þeir eru teknir inn | | að færa sönnur á að þeir | 1 hafi verið hreyfingunni fylgj- | | andi um langt skeið og | | hvorki sparað ,sjer áhættu | | nje f járútlát til þess að efla 1 1 stefnu nazista og fylgi | | þeirra. | Ný lög hafa verið sett í § f Austurríki um vopnaburð og 1 1 heimild borgaranna til þess f f að bera vopn. Er svo kveðið i 1 á í lögunum að öllum horg- f f urum skuli heimilt að bera 1 | vopn ,nema þeir séu af Gyð- f f ingaættum. i fiiMiiiiiiiiimiMiiinniniiiiiiiiiiiiiiimimiiiiimiiiiiiiiiiimiiim frá Bretum Hlutleysi gagnvart Tjekkoslovakiu og Spáni — Mr. Chamberlain Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Það er álitið að breska stjórnin hafi sam- þykt á aukaráðuneytisfundi sem hald- inn var í morgun, að gæta hlutleysis gagnvart Tjekkóslóvakíu. Samtímis var samþykt að halda áfram hlutleysisstefnunni gagnvart styrjoldmm a opam. Mr. Neville Chamberlain hefir undanfama daga kynt sjer rækilega málefni þjóðabrotanna í Tjekkóslóvakíu, farið yfir kvartanir Sudeten- Þjóðverja og lesið yfir skýrslur stjórna samveld- islandanna um þá afstöðu sem þeir teldu rjett- ast að Bretar tækju, ef ráðist verður með her inn í Tjekkóslóvakíu. Einnig hefir honum borist orðsending frá frönsku stjórn- inni, þar sem lögð er áhersla á hve nauðsynlegt sje að rísa gegn hinni sívaxandi íhlutun fascistaríkjanna á Spáni, og hefir hann athugað þessa orðsendingu samtímis. Niðurstöðuna af athug- unum sínum ætlar Mr Chamberlain að tilkynna í breska þinginu eftir tvo daga (fimtudag). En fullyrt er að niðurstaðan hafi orðið sú, að Bretar treysti sjer ekki til þess að taka á sig fleiri skuldbind- ingar á meginlandi Evrópu, en þeir hafa þegar gert, þ. e.: Þeir eru enn sem fyr reiðubúnir að hjálpa Frökkum og Belgum, ef á þá verður ráðist og standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart Þjóðabandalaginu. En þeir ætla ekki að ganga í neina sjerstaka ábyrgð fyrir Tjekka. Aftur á móti er búist við að Mr. Chamberlain lýsi yfir að hann sje fús til þess að hjálpa til að koma sanngjarnri skipun á mál- efni þjóðabrotanna í T jekkóslóvakíu. Svo virðist, sem megin hluti breska þingsins sje smátt og smátt að snúast á sveif með Mr. Chamberlain og hinna var- færnu utanríkismálapólitík hans. En fyrir nokkrum dögum komu fram háværar raddir frá öllum flokkum þingsins um, að Mr. Chamberlain gengi í á- byrgð með Tjekkum. Benda ummæli blaðanna öll í þessa átt. Hægri-blaðið „Daily Mail“ segir, að Mr. Chamberlain hafi: þingheim að baki sjer. „Daily Telegraph" skrifar: Tjekkar hefðu átt fyrir löngu að vera búnir að gera þjóða- brotunum í Tjekkóslóvakíu einhverja úrlausn. Jafnvel frjálslynda blaðið „News ChronicIe“ segir að brýn nauðsyn sje að Tjekkar reyni sem fyrst og til hlítar að ganga að öllum sanngjörnum kröfum þýska þjóðarbrötsins, ef þeir ætlist til að lýðræðis- löndin komi þeim til hjálpar, ef á þá verður ráðist. Sjálfstæði Sviss. London 22. mars F.Ú. Sambandsþingið í Sviss sam- þykti í gær yfirlýsingu um sjálfstæði sitt og hlutleysi. Yf- irlýsingin var samþykt í einu hljóði. 1 henni segir með- al annars að atburðir síðustu vikna hafi veikt stjórnmála- lega aðstöðu Sviss og beri meiri nauðsyn til þess en nokkru sinni áður að halda sjer utan við all- ar deilur í álfunni. Mussolini: Hingað og ekki lengra. I greininni í ítalska blaðinu „La Tribuna“ í gær er vitnað til þeirrar yfirlýsingar Hitlers, að landamæri Þýskalands og Ítalíu skyldu verða óhreyfð um aldur og æfi, og segir síðan: „Þar sem Hitler hefir nú gengið frá landamærum Frakk- lands og Þýskalands með samn- ingum, og frá landamærum Þýskalands og Italíu þrátt fyr- ir alla samninga, þá eiga Þjóð- verjar nú ekki kröfur til meira, lands en þeir hafa og þurfa nú ekki að leysa fleiri Þjóð- verja úr ánauð“. Þjóðverjar skilja þetta á' þann hátt, að Italir sjeu því mótfallnir, að þeir h-víi nokkur frekari afskifti af Þjóðverjum í Tjekkóslóvakíu. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.