Morgunblaðið - 23.03.1938, Blaðsíða 3
Miðtfikudagur 23. mars 1938.
M 0 RGUNBLAÐIÐ
Togararnir hefja saltfiskveiðar
nú þegar
Breytingar
i biiastæDum
i miðbænum
Lögreglustjóri hefir nýlega
skrifað bæjarráði og lagt
til, að bílastæðum við Lækjartorg,
Lækjargötu, Austurstræti, Kola-
sund og Veltusund verði sagt upp
og hefi bæjarráð samþykt að
segja leigjendum þessara bílastæða
upp frá 1. maí n.k.
Morgunblaðið átti tal við Jóna-
tan Hallvarðsson lögreglustj. í gær
og spurði bann um ástæðuna fyrir
þessum ráðstöfunum og hvað væri
ætlunin að gera.
— Það er augljóst, sagði lög-
reglustjóri, að óhæft er að bafa
bílastæðin eins og þau eru nú.
Hinsvegar er ekkert ráðið enn
hvað gert verður.
Jeg bafði hugsað mjer að engin
bílaumferð verði leyfð um Veltu-
sund og Kolasund og myndi það
hafa í för með sjer að þær bíla-
stöðvar, sem þar eru verða að
flytja í burtu. Þá er nauðsynlegt
að koma strætisvögnunum frá
stjórnarráðsgangstjettinni og
verða þeir þá að hafa bækistöð
sína alveg í kringum „0“-ið á
Lækjartorgi. Þá er og ráðgert að
leyfa ekki bílastæði í Lækjargötu
og í Austurstræti.
Bn sem sagt, segir lögreglu-
stjóri, enn er ekkert ákveðið hvað
gert verður, en við munUm sjálf-
sagt reyna að finna þá lausn á
málinu, sem minst tjón hafi í för
með sjer fyrir bílaeigendur.
Svifflug í 200 metra
hæð ytir Reykjavík
Það vakti mikla athygli bæj-
arbi'm á sunnudagimi, er
sviffluga Svifflugfjelags íslands
var á lofti yfir Vatnsmýrinni.
Voru þarna nokkrir ungir
menn ,sem voru að æfa sig
og komust í alt að 200 m.
hæð. Margan mun hafa undr-
að, hvernig þeir fóru að því að
hefja sig til flugs á jafnsljettu.
Til þess verða svifflugs-
mennirnir að notast við mfreið.
Á afturhjóli bifreiðarinnar er
komið fyrir vindu og upp á
þessa vindu er vafinn 1000 m.
langur mjór stálvír, sem síðan
er rakinn 7— 800 m. undan
vindi. Endinn er settur í flug-
una og bifreiðin síðan sett í
gang. Flugan er dreuin nokk-
um spotta og þegar hraðinn er
orðinn 40—50 km. á klst. hef-
ur hún sig til flugs.
Helgi Filippusson stjórnaði
æfingunum á sunnudaginn.
AKUREYRAR FLUG
VJELIN.
Flugvjelin, sem hingað var
væntanleg, kemur hingað senni-
lega ekki fyr en um miðjan
anríl. Hafa orðið erfiðleikar á
að flvtja hnna síðasta spott-
ann frá Þvskalandi til íslands.
— Endurskipun stjðrnarinnar: —
Forsætisráðherrann
kannar liðið
Aður en gengið var til dagskrár í neðri deild í gær,
kvaddi Hermann Jónasson forsætisráðherra sjer
hljóðs og mælti á þessa leið:
Það hafa komið raddir um það opinberlega, að vísu
utan þings, að óeðlilegt þætti að stjórnin sæti, eftir að Al-
þýðuflokkurinn dró út sinn ráðherra.
Það má segja að ekki er allskostar óeðlilegt, að slík-
ar raddir hafi komið fram, en þar gætir nokkurs misskiln-
ings.
Rökin, sem legið hafa til þess að stjórnin hefir ekki
sagt af sjer eru, að talið var líklegt að gerðardómslögin
sem samþykt voru nýlega á Alþingi myndu valda nokkr-
um erfiðleikum í framkvæmdinni. Þessvegna taldi stjórn-
in ekki rjett að segja af sjer.
Mjer skilst, hjelt forsætisráðherrann áfram, að þing-
menn hafi verið stjórninni sammála um þetta og er jeg
þeim þakklátur fyrir það. Rökin, sem jeg hcfi fyrir þessu
eru, að hjer hafa verið daglega haldnir þingfundir síð-
an breytingin varð á stjórninni og enginn þingmaður
hreyft andmælum, ekki einu sinni fundið ástæðu til að
spyrja.
En nú er lausn kaupdeilunnar að nálgast og þessar
ástæður fyrir setu stjórnarinnar því ekki lengur fyrir
hendi. Jeg mun því nú hefja eftirgrenslan um hið póli-
tíska viðhorf á Alþingi og tilkynna síðan þinginu hvað við
tekur.
Er forsætisráðherrann hafði lokið máli sínu, kvaddi
Haraldur Guðmundsson sjer hljóðs og sagði: Jeg spyr
forsætisráðherrann hvort honum sje það kunnugt, að tog-
aradeilan sje í raun og veru leyst.
Forsætisráðherrann svaraði: Jeg geri ráð fyrir að
lausnin sje að nálgast.
Frekari umræður urðu ekki um þetta í þinginu.
Úlgerðarmenn hlýða
gerðardómnum
í ölluni atriðum
Skipin búast á veiðar
Togaraútgerðarmenn hjeldu fund í gær til þess
að ræða málefni sín og ákveða, hvort þeirra
afstaða til gerðardómsins breyttist nokkuð við
samþykt Sjómannafjelaganna í fyrrakvöld.
Útgerðarmenn tóku þá ákvörðun, sem reyndar mátti
gera ráð fyrir, að halda fast við fyrri ákvörðun sína, hlýða
gerðardómnum í öllu og hefja nú saltfisksveiðar. Munu
sum skipin þegar hefja veiðar og önnur strax og þau verða
tilbúin til veiða.
Það er eðlilegt og skiljanlegt, að útgerðarmönnum hafi fundist
einkenmlegar undirtektir Sjómannafjelaganna á fundinum í fyrra-
kVöld. En það sem þar gerðist má ekki skrifa á reikning sjómanna.
Það væri í mesta máta ósanngjarnt.
Dr. Schuschnigg í Innsbruck. Þessi mynd var tekin 9. mars,
daginn, sem hann tilkynti að þj óðaratkvæðagreiðsla ætti að fara
fram í Austurríki. Tveim dögum síðar tók Hitler Austurríki her-
skildi.
AUKINN VÍGBÚN-
AÐUR FINNA.
Kalundbor 22. mars F.Ú.
Finnska þingið hefir nýlega
samþykt stóra auka-fjár-
veitingu til landvavna.
55 ára er í dag Sigurður Sig-
urðsson trjesmiður, Höfn í Horna-
firði. Hann er nú staddur hjer í
bænum.
GUNNLAUGUR
BLÖNDAL LISTMÁL-
ARI í PARÍS.
Gunnlaugur Blöndal listmál-
ari og frú hans eru nýlega far-
in til Parísar og munu dvelja
þar um hríð. Mun Gunnlaug-
ur mála þar nokkrar myndir
og hefir þegar verið ákveðið að
hann haldi stóra sýningu í Par-
ís, þegar kemur fram á sum-
ar. (F.Ú.)
Vegna langvarandi f jarveru
eiga sjómenn yfirleitt erfiða að-
stöðu til að fylgjast með málun-
um og standa þessvegna ver að
vígi en ella til þess að varast
blekkingar og nndirróður, sem
æsingalýður kommúnista grípur
jafnan til, þegar kaupdeilur bera
að honum. í þessari kaupdeilu
fekk æsingalýður kommúnista að
leika lausum hala, vegna þess að
forráðamenn sjómanna brast þrótt
ur til að skýra xnálið og taka af-
stöðu eftir því, sem málefni stóðu
til.
Þegar sjómenn fara að átta sig
á málinu, munu þeir áreiðanlega
telja það fyrir neðan virðingu
sína, að senda ríkisvaldinu slíkan
boðskap, sem fólst í tillögu þeirri,
sem stjórnir Sjómannafjelaganna
báru fram á fundinum í fyrra-
kvöld og ljetu fjelagsmenn greiða
atkvæði um, þar sem jafnvel var
liaft í hótunum, að óhlýðnast
landslögum.
Útgerðarmenn hafa rjettilega á-
lyktað á þá leið, að hvað sem
liði hótunum til ríkisvaldsins, sem
runnar voru undan rif jum komm-
íinista, bæri þeim að hlýða lands-
lögum. Framtíðin yrði svo að
leiða í Ijós, livort liægt yrði að
leyna sjálfan sannleika málsins
svo lengi, að hægt yrði að spana
sjómenn gegn ríkisvaldinu, þegar
síldveiðar eiga að hefjast á kom-
anda sumri. En það mál yrði þá
milli ríkisvaldsins og forsprakk-
anna, en ekki á milli útgerðar-
manna og sjómanna.
Öll framkoma útgerðamanna
hefir frá byrjun verið stjettinni
til sóma. Útgerðarmenn sögðu
ekki upp samningum, enda þótt
útgerðin stæði mjög höllum fæti.
Þeir gengu að miðlunartillögu
sáttanefndar, og þeir álrváðu
strax, að hlýða gerðardómnum.
Þetta er máske ekki þakkar-
vert, en ánægjulegt er það engu
að síður.
Reykvíkingar hafa fundið það
mi, sem fyr, hversu dagurlegt er
yfir atvinnulífi bæjarins þegar tog
ararnir liggja í höfn. Og þessar
síðustu vikur munu hafa vakið
margan borgara bæjarins til um-
hugsunar úín það, hversu eigur
manna og atvinna veltur á afkomu
útvegsins. A þetta jafnt við um
allar stjettir bæjarfjelagsins.
Enda mun það sannast, að fái
útvegurinn að njóta sín, svo að
liann megi þrífast eins og efni
standa til, mun alt atvinnulíf bæj
arins færast i nýjan vöxt og
blóma. Eins er líka hitt víst, að
verði haldið áfram að gera sívax-
andi kröfur úr öllum áttum á
hendur útgerðinni, þá mun hrun
hennar færa eignamissi og at-
vinnuleysi yfir allan þorra manna
í þtessu bæjai-fjelagi.
Austurríska
konsulatið
lagt niður
Itilefni af sameiningu Þýska-
lands og Austurríkis hefir
austurríska konsúlatið á Is-
landi vérið lagt niður. Skjöl
konsúlatsins hafa verið afhent
þýska konsúlatinu í Reykja-
vík.
Hr. Juþus Schopha, sem
verið hefir austurrískur kon-
súll á íslandi um langt skeið,
lagði um Jeið niður embætti
sitt.
Samningar voru undirskrifaðir
í gær milli Fjelags ísl. botnvörpu-
skipaeigenda og Vjelstjórafjelags
íslands, um kaup og kjör vjel-
stjóra á togurum. Var eldri samn-
ingur samþyktur óbreyttur.