Morgunblaðið - 08.04.1938, Page 3

Morgunblaðið - 08.04.1938, Page 3
Föstudagur 8. apríl 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Stuðningurbæjarsjóðsj til togaraútgerðarinnar Samþyktur með sam- hljóHa alkvæðum í bæjarsfjórn Nýr doktor Skýrt var frá því hjer í blaðinu fyrir nokkru, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hefðu ákveðið að bera fram tillögu um stuðning frá bæjarins hálfu til togaraútgerðarinnar. Jiakob Möller bar fram eftirfarandi tillögu á bæjar- stjórnarfundi í gær fyrir flokksins hönd, og var hún sam- þykt með samhijóða atkvæðum. Þar sem bæjarstjórn Reykja- víkur telur þjóðarnauðsyn, að botnvörpuskipaútgerð verði komið á tryggan fjárhagslegan grundvöll, og fullvíst má telja, að fyrirhuguð rannsókn á hag útgerðarinnar, leiði í Ijós, að það verði ekki gert án sjer- stakra opinberra aðgerða, þá beinir bæjarstjórn því til hafn- arstjórnar að gera nú þegar til- lögur til breytinga á gjaldskrá hafnarinnar, á þann veg að: Lækkuð verði um 50% vöru- gjöld til Reykjavíkurhafnar af helstu nauðsynjum (kol- um, salti), sem notaðar eru til útgerðar botnvörpuskipa frá Reykjavík, svo og vöru- gjöld af útftuttum fram- leiðsluvörum skipanna. Ennfremur verði lækkuð um 50% skipagjöld af botn- vörpuskipum til liafnarinnar og verð á vatni til þeirra, enda verði skipin gerð út frá Reykjavík og Reykvíkingar sitji fyrir um sklprúm á þeim. Jafnframt þessu skorar bæj- arstjórn á Alþingi, að veita botnvörpuskipaútgerð með lög- um undanþágu frá útsvars skyldu um 5 ára bil, enda ljetti ríkið undir með útgerðinni af sinni hálfu, svo að viðunandi sje, og sje öllum arði útgerðar- innar varið til eflingar henni sjálfri á meðan fyrgreindar op- inberar ráðstafanir haldi gildi. í ræðu þeirri, er Jakob Möll- er flutti, komst hann m. a. að orði á þessa leið: Það þarf eki að eyða hjer mörgum orðum að nauðsyn þess, að ljetta undir með tog- araútgerðinhi. Þegar um það hefir verið talað í bæjarstjórn og hafnarstjórn hefir' enginn ágreiningur verið um það milli flokkanna. Svo þýðingarmikill er þessi atvinnuyegur fyrir bæjarfje- lagið, að afkoma bæjarins er undir því komin, hvernig hon- um vegnar til frambúðar. Það verður að hjálpa útgerð- inni til þess að komast yfir örð- ugasta hjallann, ef hún á ekki að líða undir lok ,og því ber Sjálfstæðisflokkurinn fram til- íögu þessa. Hjer er ekki um annað að ræða, en að Ijetta gjöldum af útgerðinni, að t. d. greiðslur fyrir þau þægindi, sem útgerðin fær hjá höfninni, verði svo lágar, sem framast er unt fyr- ir afkomu hafnarinnar. Þá er um afljetting útsvar- anna. Þó útsvörum þeim yrði ljett af útgerðinni, sem hún ber nú, þá veldur það ekki mik- illi tekjurýrnun fyrir bæjar- sjóð. Því svo mikið hafa útsvör- in Iækkað í samræmi við af- komu útgerðarinnar. En rjett- ast væri að útgerðin bæri ekki útsvör. Og þó eitthvað rætist úr á næstu árum, þá veitir út- gerðarfyrirtækjum ekki af því, að sleppa við útsvör til þess að komast á tryggari fjárhagsl. grundvöll. En þetta er því skil- yrði háð, að það sem útgerðin kann að hagnast verði notað til að tryggja fyrirtækin. Einar Kristjánsson ráðinn til Duisburg Einar Kristjánsson söngvari er nú á förum frá óper- unni í Stuttgart, en þar hefir hann sungið um tveggja ára skeið. Er hann nú ráðinn við óperuna í Duisburg í Rinhjer- aði og fær þar betri kjör, en hann hefir haft áður. Hefir hann gert tveggja ára samning við þessa óperu. Nýlega söng Einar í ríkis- óperunni í Berlín, í óperu La Traviata, ásamt heimsfrægum söngvurum, svo sem Maria Ce- botari, sem var meðleikari Giglis í seinustu kvikmynd hans. Nokkru seinna söng hann og í ríkisóperunni í Munchen. Á þessu missiri hefir hann sungið 80 sinnum í óperunni í Stuttgart. Seinustu hlutverk hans þar hafa verið í ,,Monika“ eftir N. Dostal, „Wiener Blut“ eftir Joh. Strauss og „Mignon“ eftir Thomas. MAÐUR SLASAST Á TOGARA. Togarinn „ólafur“ kom inn í fyrrakvöld með slasað- an mann. Hafði einn hásetinn, Óskar Halldórsson, Hringbraut 178 orðið fyrir brotsjó og meiðst á fæti. Sprakk kálfinn á öðrum fætinum. Ólafur var á upsaveiðum og hafði aflað um 100 smálestir. Helgi P. Briem ver rit- gerð sina um „Sjáif- stæði íslands 1809 Doktorsvörn Helga P. Briems fór fram í lestrarsal Lands- bókasafnsins í gær að viðstöddu fjölmenni. Athöfninni stjórnaði prófessor Sigurður Nordal, forseti heimspekisdeildar, en andmælend- ur voru þeir prófessor Árni Páls- son og dr. Þorkell Jóhannesson af hálfu deildarinnar og prófessor Guðbrandur Jónsson úr hópi á- heyrenda. Ritgerð doktorsefnis heitir „Sjálfstæði íslands 1809“ og kom út fyrir rúmlega hálfu öðru ári og var send út með bókum Þjóðvina- fjelagsins. Hafa því fjölda margir lesið ritgerðina sjer til fróðleiks og skemtnnar. Það munu vera, ná- lega tvö ár síðan Háskólinn tók ritgerðina gilda til doktorsvarn- ar, en ýmsar ástæður hafa valdið því, að vörnin fór ekki fram ,fyrr en nú, en einkum og sjer í lagi sú ástæða, að doktorsefni hefir dvalist erlendis undanfarin ár sem viðskiftafulltrúi íslenska ríkisins, og hefir því ekki komist við því að verja ritgerð sína hjer heima fyrr en nú. Eins og nafn ritgerðarinnar ber með sjer, fjallar hún um at- burði þá, er gerðust hjer á landi í sambandi við valdatöku Jörgens Jörgensens, hins danska æfintýra- manns, sem alþýða manna hjer á landi þekkir best undir nafninu Jörundur hundadagakonungur. í ritinu, sem er röskar 500 bls. að stærð, rekur liöfundur fyrst að- draganda viðburðanna í alllöngu máli. Síðan segir hann frá bylt- ingunni sjálfri og valdatöku Jör- undar, íhlutun hans um stjórn landsins. Telur höfundur, að með- an Jörundur fór með völd hjer á landi, hafi ísland verið sjálf- stætt ríki frá þjóðrjettarlegu sjónarmiði og sambandi þess við Danmörku verið slitið með öllu. Höfundur hefir kannað ógrynni heimilda um þetta efni, bæði í skjalasöfnum í Englandi, Dan- mörku og hjer heima, auk fjölda prentaðra bóka, og er því í bók- inni geysimikill fróðleikur sam- andreginn um þetta efni. Eins og áður er sagt, varði dokt- orsefni þetta rit sitt í gær. Fór sú athöfn þannig fram, að fyrst FRAMH. Á BJÖTTTJ SÍPU Einróma mótmæli bæjarstjðrnar gegn frumvarpinu um ólóglega timbuibyggingu Kaupfjelags Reykjavfkur MÓTMÆLI gegn frumvarpinu, sem stjórnarlið- ar flytja á alþingi um timburbyggingu Kaup- fjelags Reykjavíkur á lóðinni við Banka- stræti, voru samþykt í bæjarstjórninni í gær, í einu hljóði. Jafnvel annar fulltrúi kommúnista í bæjarstjórn greiddi atkvæði með mótmælum þessum. Þau voru svohljóðandi: Þar sem fyrirmæli byggingar- samþyktar bæjarins um takmörk- un á byggingu timburhúsa eru sett til þess að bæta byggingar- háttu og vegna almenns öryggis, telur bæjarstjómin alveg óverj- andi að víkja frá kröfum bygg- ingarsamþyktarinnar með því, að setja sjerlög um notkun einstakra lóða, og mótmælir því frumvarpi til laga um, bráðabirgðanotkun lóðarinnar nr. 2 við Bankastræti í Reykjavík, sem nú liggur fyrir Alþingi. Það er alveg víst, að við á- kvörðun brunatryggingariðgjalda telja vátryggjendur miklu skifta að mega vera vissir um, að stjóm- arvöld ríkis og bæjar geri emgar ráðstafanir, sem draga úr kröfum um öryggi gegn brunahættu, svo sem gert er með frv. þessu, og má í því efni benda til þess, að á- kvæði gildandi byggingarsamþykt- ar fyrir Reykjavík um hámarks- stærð nýrra timburhúsa eru sett fyrir atbeina þáverandi vátryggj- anna húsa í bænum. Bæjarstjóm telur sjerstaklega varhugavert að stækka bráða- birgðabyggingar á lóðinni nr. 2 við Bankastræti, sem aðeins tefur æskilegar framkvæmrir í þá átt, að reist verði vegleg framtíðar- bygging á þessari einna glæsileg- ustu byggingarlóð bæjarins. Guðmundur Eiríksson var flutn ingsmaður tillögunnar. Hann komst að orði á þessa leið: Það er eftirtektavert í þessu máli, að ríkisstjórnin treystir sjer ekki til þess að fella úrskurð gegn banni bygginganefndar á því, að reisa bráðabirgða timburhús á lóðinni Bankastræti 2. Verður það vart skilið á annan hátt en þann, að valdhafarnir hafi litið svo á, að bygging þessi, ef leyfð yrði, væri alveg skýlaust brot á gild- andi byggingarsamþykt. Það liggur í augum uppi, hve varhugavert það væri, ef lands- stjórn eða stjórnarflokkar fara að bera fra,m frumvörp til laga, sem beinlínis brjóta í bág við gildandi lög kaupstaðanna. Tvö eru aðalatriði þessa máls. Annað er það, að kaupfjelagið ætlar sjer að auka við flatarmál timburhúsabyggingarinnar þarna, en fyrir er þarna ein hin stærsta timburhúsa sambygging bæjarins, og það í einu þjettbygðasta hverf- inu. * Annað er það, að hjer er farið fram á, að reisa timburhús til bráðabirgða fvrir gamalt timbur- hús, sem fyrir er. Þ. e. a. s. þetta á að heita bráðahirgðabygging. En allir sjá, að ætlast er til að hún standi nokkuð lengi. Því ann ars væri ekki hugsað til að eyða í hana tugum þúsunda króna. En þá myndi bvggingin í timb- urhúsahverfum bæjarins lagast seint, ef upp væri tekin sú aðferð að reisa svonfend bráðabirgðahús jafnóðum og gömlu timburhúsin verða rifin. Viðvíkjandi brunahættn og vá- tryggingagjöldum er það að segja, að samningur sá, sem nú gildir um vátryggingu hæjarins, er bráð lega útrunninn. Það má nærri geta, að slíkt gæti haft áhrif á lrjör þau, sem bærinn fengi, er nýr samningur verður gerður, ef það væri komið í tísku, að Al- þingi væri farið að brjóta gild- andi ákvæði byggingasamþyktar- innar nieð lögum. Fyrirhuguð stækkun Vífilstaðahælis Upphitun með Sogs- rafmagni Fyrir nokkru síðan komu fram tilmæli til bæjar- stjórnar frá Sigurði Sigurðssyni berklayfirlækni, um það, að bæjarstjórn athugaði hvort bærinn gæti ekki látið Vífii- staðahælinu í tje rafmagn frá Soginu til upphitunar. Var Jakob Möller falið að annast um samningagerð fyrir hönd bæjarstjórnar í þessu máli, ef til kæmi. Jón A. Pjetursson spurði Jak- ob Möller að því á bæjarstjórn- arfundi í gær, hvað þessu máli iði. Skýrði Jakob svo frá, að um enga samninga væri að ræða, málið ekki komið svo langt. En aðalatriðin væru þessi: Berklayfirlæknirinn telur mikla nauðsyn á, að sem flest- ir berklasjúklingarnir verði saman á einum stað, og þá á Vífilsstöðum. Er það uppá- stunga hans, að þar verði bygð- ir skálar fyrir 130 sjúklinga, og þangað fluttir berklasjúklingar þeir, sem annars hafi verið hjer á spítölum bæjarins, Landsspít- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.