Morgunblaðið - 08.04.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.04.1938, Qupperneq 7
Föstudagur 8. apríl 1938. IIORGUK JfíLA.^IÐ 7 Odýrar og skemtt- legor sögnbækur: Leyndardómar kastalans 2.75. Rut kr. 3.75. Cardby frá Scotland Yard 4.80. Aðalsdramb 5 kr. Svarta slangan 3.75. Þvert um geð 4.50. Maðurinn með stálhnefana 4.50 bd. Sonur eyðimerkurinnar 3.75. Pjölskyldan í Mervinhöllinni 3.75. BÓKABÚÐIN á Skólavörðustíg 3 eulrúfur, kartöflur, bögglasmjör, rjómabússmjör, hveiti í smápokum og lausri vigt. Alt til bökunar eins og vant er. Bæjarins besta ger- duft 1.25 % kg. amnflnnseuí) Týsgötu 1 — Sími 3586. Höfum ffðlbreyit úrval af Silki- og Pergament- skermum. SKERMABUÐIN LAUGAVEG 15. Bálfarafjelag íslands. Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Fjelagsskírteirii (æfig'jald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau í fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu fjelagsins. Sími 4658. Qagbók. I.O. O.F. 1 = 119488>/2 = Veðurútlit í Beykjavík í dag: SA-gola. Úrkomulaust. Veðrið í gær (fimtud. kl. 17): Hægviðri um alt land og þurt veð- ur. Hiti 3—5 st. suðvestanlands, en sumstaðar dálítið frost norðan lands. Suður af Hrænlandi er grunt en víðáttumikið lægðar- svæði, sein mun valda SA-átt hjer á landi og mildari veðráttu inn- an skamms. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinn Iðunni. Föstuguðsþjónusta í fríkirkj- unni í Hafnarfirði í kvöld kl. 8.30. Sr. Jón Auðuns. í stjórh sparisjóðs Reykjavíkur voru tveir menn kosnir í gær í bæjarstjórn, Helgi H. Eiríksson skólastjóri, og Kjartan Olafsson múrari. Endurskoðendur voru þeir kosnir Björn Steffensen og Oddur Olafsson. A aðalfundi ábyrgðar- manna sjóðsins voru þeir kosnir Q»uðm. Asbjörnsson, Jón Halldórs- son' húsgagnasmiður og Jón As- björnsson. Sigurður Bjarnason, stud. jur. var kosinn einn af meðstjói'nend- um Heimdallar í fyrrakvöld, Föð- urnafn bans misprentaðist í blað- inu í gær. Skrautdansleikur. Skemtiklúbb- urinn Carioca heldur skrautdans-. leik í Iðnó annað kvöld kl. 10. Hljómsveit Blue Boys mun leika undir dansinum nýjustu slagar- ana, ásamt hinum vinsælu dans- lögum úr revýunni „Fornar dygð- ir“. Þá verður hægt að fá alls- konar skrauthúfur, smellur, skraut-sólhlífar o. fl. Hinrik Jónsson lögfræðingur var á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vestmannaeyjum kosinn bæjar- stjóri í Eyjum. Sjálfstæðisfjelag Vestmannaeyja hjelt aðalfund sinn í fvrrakvöld. Var fundurinn mjög fjölsóttur. Formaður gaf langá skýrslu um starfsemi fjelagsins á liðnu starfs ári. Stefán Arnason var endur- kosinn formaður; einnig voru þeir endurkosnir Gísli Wíum (gjald- keri) og Georg Gíslason (ritari). Meðstjórnendur voru kosnir Guð- laugur Gíslason og Hinrik Jóns- son og í varastjórn Tómas Guð- jónsson og Ársæll Sveinsson. End- urskoðendur voru kosnir Leifur Sigfússon tannlæknir og Sigurð- ur Bogason. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar, Kjalarness, Kjós- ar, Reykjaness, Olfuss og Flóa- póstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Grímsness og Biskupstungna póstar. Fagranes til Akraness. — Til Rvíkur; Mosfellssveitar, Kjal- arness, Kjósar, Reykjaness, Ölfus og Flóapóstar. Hafnarf jörður. Seltjarnarnes. Austanpóstur. Fagranes frá Akranesi. í fasteignamatsnefnd voru þeir kosnir á bæjarstjórnarfundi í gær, Sigurður Thoroddsen og Sigurjón Sigurðsson, af lista Sjálfstæðis- manna, er fjekk 9 atkvæði. Listi Alþýðuflokksmanna fjekk 4 at- kvæði. Varamenn voru kosnir, með sömu atkvæðatölu Guðmund- ur Eiríksson og Jón Ásbjörns- son. En til þess að framkvæma fasteignamat, samkv. 12. gr. fast- eignamatslaganna, voru þeir kosn ir Guðmundur Eiríksson og Sig- urjón Sigurðsson. Ólafur Ólafsson kristniboði hef- ir föstuguðsþjónustu í Betaníu í kvöld kl. 8%. Samsöngur með strengjahljóðfærum. Allir vel- komnir. Frjáls samskot. Skíðaskáli K. R. Þeir sem hafa fengið loforð fyrir plássi í skál- anum yfir páskana, verða að vitja miða á skrifstofu K. R. milli kl. 8 og 10 í kvöld. Af veiðum komu í gær Hannes ráðherra með 100 föt lifrar, Max Pemberton með 111, Gyllir með 80 og Hafsteinn með 65 föt lifrar. E.s. Gullfoss fór í gær til Akra- ness til að lesta fisk. Ekkjan Steinunn Jónasdóttir, Veghúsastíg 1, er 81 árs í dag. Barnaheimilið „Vorboði". Nefnd sú, er kosin var til þess að vinna að fjársöfnun fyrir heimilið, hefir nú þegar hafið starfsemi sína, og er þess fastlega vænst, að konun- um verði vel tekið. Allir munu skilja það, hvað þetta er nauð- synleg starfsemi, að hjálpa bless- uðum börnunum að komast nokkr- ar vikur burt úr göturykinui. Eitt af því, sem konurnar vinna nú að af kappi miklu, er að útbúa baz- ar. Er því sjerstaklega óskað eft- ir að sem flestar konur gefi ein- hverja smámuni á hann. Undir- ritaðar konur veita munum mót- töku: Gíslína Magnúsdóttir, Feyjugötu, 27 A. Guðrún Halldórs- dóttir, Njálsgötu 4. Helga Ólafs- dóttir, Grettisgötu 79. Unnur Skúladóttir, Ránargötu 12. Marta Þórarinsdóttir, Ásvallagötu 33. Eimskip. Gullfoss fer til út- landá í kvöld. Goðafoss er á leið til Hamborgar frá Grimsby. Hrú- arfoss kom til Leith í gær. Detti- foss kom að vestan og norðan um miðnætti í nótt. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið til Hull frá Hamborg. Tískusýningar. Á morgun hefir Hattabúðin í Austurstræti 14 tískusýningar á vor- og sumar- höttum fyrir kvenfólkið. Sýning- arnar verða kl. 2, 4 og 6. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 9. Sören Sörensen flyt- ur erindi i Gull og silfur. Revýan „Fornar dygðir“ verður leikin á sunnudagseftirmiðdag í síðasta sinn fyrir páska. Er það í 21. skifti, sem revýan verður sýnd. Útvarpið: Föstudagur 8. apríl. 8,30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Islenskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfrjettir. 19.50 Frjettir. 20.15 Erindi: Frá Grænlandi, III. (Sigurður Sigurðsson, f. búnað- armálastj.). 20.40 Hljómplötur: a) Fiðlusónata í B-dúr, eftir Mozart; b) Píanósónata í cis-moll, eftir Beethoven. 21.20 Útvarpssagan. 21.50 Hljómplötur; Harmónílcu- lög. 22.15 Dagskrár'lok. MHuiiiiiiiiiiNiuiHtiiiHiitimimiiiiiimmiiKiiiHiiiiiiiuiiNtitHiiiiiiiiiiiiiiiiitriiiiitiiiiiiiiiiiitmiriiiiiiiiiiiiiiiiiininHiiiiiiuitiiii!. | Skrúðgarðar. Nú fer sá tími að nálgast, að menn fari | að laga kringum hús sín og undirbúa vor- | ið. Munið þá að hafa við hendina bókina 1 SKRÚÐGARÐAR eftir Jón Rögnvalds- § son garðyrkjufræðing á Akureyri. I bók- 1 inni eru ótal leiðbeiningar og uppástung- | ur um tilhögun á görðum kringum hús. | Einnig eru þar leiðbeiningar um hentugt | val á plöntum. | Notið þessa bók. Hún fæst í öllum bóka- l verslunum. liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiitiiiiiuimiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu AÐV0RUN Að gefnu tilefni, eru innflytjendur hjer með alvarlega varaðir við því, að gera ráðstafanir til innkaupa á erlendum vörum, nema þeir hafi áður trygt sjer gjaldeyris- og innflutningsleyfi. Yegna erfiðs gjaldeyrisástands geta menn ekki búist við að leyfisveitingum á þessu ári verði hagað á sama hátt og t. d. síðastliðið ár, og geta þess vegna ekki gert áætlanir um innkaup frá útlöndum eftir fyrri reynslu. Þeir, sem ekki taka ofangreinda aðvörun til greina, mega búast við að þeir verði látnir sæta ábyrgð, samkv. gjaldeyrislögunum. Reykjavík, 6. apríl 1938. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. MorgunbtaðiO með morgunkaffinu Það tilkynnist ættingjum og vinum, að móðir okkar og tengdamóðir Ragnhildar Jónsdóttur frá Minni-Bæ, andaðist að Hömrum í Grímsnesi 31. mars. Jarðarförin fer fram að Mosfelli 11. þ. m. Böm og tengdaböra. Jarðarför Guðmundar Arnórssonar fer fram frá Elliheimilinu laugardaginn 9. apríl kl. 3 e. hád. Margrjet Guðmundsdóttir. Þorsteinn Guðmundsson. Guðrún Þorsteinsdóttir. Þökkum hjartanlega öllum, fjær og nær, auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Stefáns Einarssonar frá Krókvelli í Garði. Sigríður Sveinsdóttir, böra og tengdaböra. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og ‘jarðarför föður okkar Vigfúsar Benediktssonar. Böra hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.