Morgunblaðið - 28.04.1938, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtndagur 28. aprfl 1938.
.....................................immmi..........ii|
| Fytir miðja morgunsól
| æfintýri eftir H u 1 d u.
Pessj æfintýri Ilnldu eru fagur skáldskapur, e
lof^erð um lífið, lofgerð um ísland, rituð a lát- =
lausu, lireinu íslensku máli. Þau eru þrúngin |
af aðdáun á fegurð og yndisleik íslenskrar nátt- |
úrn, á borð við það, sem best liefir verið sagt |
um það efni síðan á dögum Eggerts Ólafssonar |
og Jónasar Hallgrímssonar. —
Dr. Þorkell Jóhannesson.
I (Nýja Dagblaðið 17. apríl 1938.) |
5..........................................
Kaupmenn og kaupíjelög.
Viktoríubaunir
nýkomnar.
H. Benediktsson & Co.
Hessian, 7Z og 50”
Binöigarn og saumgarn
5altpokar
ávalt fyrirliggjandi.
Sími 1370.
ÓLAFUR GÍSLASONC)
REYKJAVÍK I
Búðugler,
höfum við fyrirliggjandi. Útvegum það einn-
ig frá Þýskalandi eða Belgíu.
Eggert Kristfánsson & Co.
Sími 1400.
Lán, til þess að þjóðin
geti staðið í skilum
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
þess að þeir fá ekki gjaldeyri
il þess að greiða skuldbinding-.
ar sínar, fari nú á stúfana og
taki gjaldeyrislán erlendis til
þess að greiða með skuldirnar?
Þessir menn hafa greitt sín-
ar skuldir til bankanna hjer,
eiffjeð „frosið þar inni“, vegna
gjaldeyrisskorts.
EKKI
EYÐSLULÁN
Ráðherrann segir, að hjer
sje ekki um eyðslulán að ræða,
því að ætlast sje til að andvirði
hins. selda gjaldeyris verði lagt
í sjerstakan sjóð til ávöxtun-
ar. Sjóðurinn verði síðar not-
aður til aukaafborgana af er-
lendum lánum ríkissjóðs, eftir
bví, sem gjaldeyrisástæður
leyfa.
Það hefir fyr veiið ákveðið,
að leggja fje í sjóði og lög sett
til að tryggja það, að fjeð yrði
ekki eyðslueyrir. Þannig var
þetta með Landhelgissjóð forð-
um og ýmsa aðra opinbera
sjóði. En hvernig fór? Stóðst
stjórnin freistinguna, þegar
grynna tók í ríkiskassanum?
SKULDIRNAR
AUKAST
EKKI
Iá segir fjármalai áðherranr.,
að þessi nýja lántaka komi
ekki til að auka neitt skuldir
þjóðarinnar við útlönd. Slík um-
mæli fara illa í munni fjármála
ráðherra. Auðvitað þyngir
þetta lán byrðar þjóðarinnar. Er
það því blekking hjá ráðherra,
að lánið auki ekki skuldir þjóð-
arinnar við útlönd.
Loks segir ráðherrann og
leggur á það sjerstaka áherslu,
að þessi lántaka hafi ekki í
för með sjer neina breytingu í
framkvæmd innflutningshaft-
anna, þar eigi sama rjettlæti(i)
að ríkja og undanfarið. Kaup-
mannastjettin veit á hverju
hún á von.
ÁSTANDIÐ
I DAG
Furðu gegnir, að í hinni
löngu greinargerð fjármálaráð-
herrans finst ekki eitt orð um
ástandið eins og það er í dag.
í stað þess að gefa þjóðinni
rjettar upplýsingar um þetta,
er ráðherrann með almennar
hugleiðingar um hitt og þetta,
sýnilega til þess að dylja þjóð-
ina hvernig komið er undir
hans handleiðslu.
Ráðherrann veit, að hjer í
bönkunum eru innifrosnar stór-
ar fúlgur, vegna þess að þjóð-
ina hefir vantað erlendan
gjaldeyri.
í febrúarmánuði s.l. lá fyrir
skýrsla frá 60 innflutningsfirm-
um, sem höfðu flutt inn vörur
með loforði um gjaldeyri. —
Þessi firmu skuiduðu 2.6 milj.
króna, þannig, að þau fengu
ekki gjaldeyri til þess að greiða
skuldir sínar. Vitað er, að eins
er ástatt með fjölda mörg önn-
ur firmu einstaklinga. Mun
mega fullyrða að þessar van-
skilaskuldir einkafirma sjeu
ekki undir 4 milj. kr. Þar við
>ætast skuldir ríkisstofnana og
annara, sem vart eru undir 1
—1 y% milj. króna.
Á þessar vanskilaskuldir
minnist ráðherrann ekki, og þó
veit hann, að þessar skuldir
hafa rýrt stórlega lánstraust-
þjóðarinnar út á við og eyði-j
lagt lánstraust margra einstak-,
linga. Gjaldeyrislánið á ekki aðj
nota til þess að greiða þessar
skuldir.
Væri ekki rjett að krefjast;
þess af fjármálaráðherranum, j
að hann gefi þjóðinni skýrslu
um ástandið eins og það er 1
dag, og að hann segi til, hvern-
ig og hvenær hann hugsar sjer
að greiða vanskilaskuldirnar?
Ekki væri heldur nein goð-
gá þótt ráðherrann væri kraf-
inn sagna um það, hvernig
hann hefir varið þeim gjald-
eyri, sem þjóðin hefir haft yfir
að ráða og hverskonar rjett-
læti hefir ríkt og ríkir enn við
úthlutun hans.
EKKERT
BJARGRÁÐ
Annars þarf enginn að halda
að þetta nýja gjaldeyrislán
bjargi þjóðinni frá því hruni,
sem nú vofir yfir. Það kynni að
bjarga ríkisstjórninni og lengja
hennar lífdaga um eitt til tvö
ár ennþá.
En til þess að þjóðinni verði
bjargað þarf alt annað. Það
þarf að gerbreyta fjármála-
stefnunni, nákvæmlega á sama
hátt og gert var á viðreisnar-
árunum 1924—1927. Umfram
alt þarf að rjetta við hina hrynj
andi atvinnuvegi og koma nýju
lífi í þá, svo að einstaklingarn-
ir fáist til að leggja fram fje
í ný framleiðslufyrirtæki.
Stefna núverandi stjórnar og
hennar stuðningsflokka beinist
öll að útþenslu opinberrar starf
rækslu á nálega öllum sviðum
atvinnulífsins, á kostnað einka-
framtaksins. Hjer er aðal-mein
semdin í okkar þjóðlífi nú. —
Hún verður ekki læknuð með
nýja gjaldeyrisláninu. Þvert á
móti verður gjaldeyrislánið
beinlínis til að viðhalda mein-
semdinni og auka hana, þar
sem ekki er ráðgerð nein
' stefnubreyting.
Bókavika
Bóksalafjelagsins
Eins og einhverja rekur ef til
vill minni til, hjelt Bóksala-
fjelagið svokallaða „bókaviku" í
apríl í fyrra — þ. e. a. s. fjelagið
hafði útsölu á nokkrum af eldri
bókum fjelagsmanna. Slíkar útsöl-
ur eru algengar erlendis, en hafa
ekki tíðkast hjer fyr. Nú hefir
Bóksalafjelagið ákveðið að verða
við margendurteknum áskorunum
úr ýmsum áttum um það að end-
urtaka bókavikuna í ár. Ilún verð-
ur haldin í Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar dagana 6.—14. maí
n.k.
Skrá hefir þegar verið prentuð
yfir þær hækur, sem seldar verða
með lækkuðu verði þessa daga.
Ern þar taldar hjer um bil 500
bækur ýmislegs efnis, fræðibækur,
ferðabækur, æfisögur, skáldsögur,
Ijóðabækur, leikrit — í fám orð-
mn sagt: bækur mn flest milli
himins og jarðar. Og verðið er
eftir því: frá 10 aurum og upp í
nokkrar krónur þær dýrustu. Um
höfundana er það að segja, að þeir
eru bæði margir og misjafnir —
alt frá þjóðskáldum niður í leir-
skáld. Og ekki má gleyma erlendu
höfundunum; eftir þá eru margar
bækur og sumar góðar.
En tvent er það, sem vert er að
benda mönnum á varðandi þessa
útsölu. Annað er það, að af sum-
um þeim bókum, sem lækkaðar
hafa verið í verði, eru til mjög
takmarkaðar birgðir, svo að ganga
má út frá því, að á bókavikunni
liverfi með öllu af markaðinum
margar bæltur, sem þar verða á
boðstólum. Hitt atriðið, sem rjett
er að menn hafi og í huga, er
þetta: Gerið ekki ráð fyrir, að
„bókavikur" verði haldnar árlega.
Margur bókamaðurinn hefir tif
þessa hugsað sem svo, að það
iiggi nú ekki á að kaupa þessa
eða hina bókina, hana megi altaf
fá. En híðið ekki of lengi. Það
sýndi sig í fyrra og mnn aftur
sýna sig á bókavikunni í ár, að
margar bækur munu seljast alveg
upp og verða ófáanlegar. Notið
tækifærið, komið á bókavikuna og
kaupið góðu bækurnar áður en
]>að verðnr of seint.
Bókaskráin fæst ókeypis í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar.
Ólafnr Erlingsson.
HiLAfUiIMNCSSifflFSTOFi
Pjetur Magnúíson
Einar B GnÐmnndsaon
GuClaugui Þo/láksson
Símtr 3602, 3202, 2002.
Austurstræíi 7.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. i
.....■ ai,wOwMrJi’ w;a.«wmimi,»:..n i wwii.w * ,llaMwe——w>-
EF LOFTUR GETUR ÞAD
EKKI-----------ÞÁ HVER?