Morgunblaðið - 28.04.1938, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 28. apríl 193SL
w
Ein af leikkonum Hollywood
veðjaði um daginn við stall-
^ ^ j
íystui' sma eina um það, að hún
^eeti sett hvað sem henni sýndist
á höfuðið og gengið með það eftir
helstu umferðagötum borgarinnar
og blöðin myndu flytja myndir
af henni naesta dag með þeim um-
mælum, að þetta A'æri nýjasta
tíska í höttum.
Hún gerði sem til var ætlast í ^
veðmálinu. Setti hún á höfuð sjer ^
rauðmálaðan aluminíumspott, með j
hagléga gerðum heiglum. Utan á
„pottlok“ þetta setti hún tægjur
af þvottasvampi, er húu festi á
ravðar skóreimar. Auk þess setti
hún á ,,pottIokið“ keðju úr þvotta-
svelg og yfir alt saman fíngerðan
lampaskerm.
Með þenna höfuðbúnað gekk
hún síðau um göturnar. Og þar eð
hún er víðkunn fvrir að vera upp-
áfindingarsöm með nýjar tísku-
venjur, var talið, að þarna væri
4ý tíska á ferðinni, og mynd af
henni kom í blöðunum.
★
Basha-Basha, heitir nýr dans,
sem farið er að dansa í öll-
úm helstu stórborgum Evrópu, eft-
ir því sem danska blaðið B. T.
hermir. Dans þessi er frá Tyrk-
landi og var fyrst sýndur opinber-
lega í Istanbul. Líklegt þykir að
Basha-Basha verði ekki óvinsæli
en „€harIeston“, „Carioca" og aðr-
ir tískudansar, sem farið hafa yfir
heiminn undanfarið eins og logi
yfír akur,
★
Á Prins-Edwards-eyj u við Kana-
da hafa yfirvöldin síðan 1855 haft
leyfi til að veita hjónaskilnaði ef
þeim hefir fundist ástæða til. All-
an þenna tíma hafa ekki nema
ein lijón á eynni sótt um skilnað
og sjerrjettindin um hgónáskiln-
aði hafa nú verið numin úr lög-
um fyrir eyjarskeggja.
★
Ameríska blaðið Look birti ný-
lega lista yfir hamingjusamasta
fólk Bandaríkjanna. Efst á lista
er kona danska söngvarans Laur-
itz Melchiors. Á listanum eru einn
ig nöfn Sonju Henie og frú Iíoose-
velt. Fimm efstu nöfn listans eru
kvenmannsnöfn.
★
Ungfrú Margaret Mac Donald
frá Chicago, sem ljest á dögun-
um, ai’fleiddi grænlenskan hund
„Spitz“, sem hún átti, að öllum
sínum eignum. Seppi getur reikn-
að með ársrentum, sem nema 125.-
000 krónum —- svo framarlega
sem erfðaskráin verður tekin gild.
★
Lögreglan í flestöllum löndum
heims á í stöðugri baráttu við
kokainsmyglara. Nýlega komst
upp um kokainsmyglara í París,
sem í mörg ár höfðu verslað með
þetta eiturlyf. Aðalmaður smygl-
aranna var yfirþjónn í veitinga-
húsi Norðurlandabúa í París, „Vik-
JáuytsJUspt
Silkiundirfatnaður fyrir ferm
ingartelpur. Mjög fallegur. —
Lágt verð. Verslun Kristínar
Sigurðardóttur.
Vorfrakkar og Sumarfrakkar
kvenna. Ágætt snið. Verslun
Kristínar Sigurðardóttur.
Nýtísku silkiundirfatnaður
kvenna. Falleg sett frá kr. 9.85
Verslu-n Kristínar Sigurðardótt-
ur.
Kopar keyptur í Landssmiðj-
unni.
Notað kvenhjól til sölu —
Freyjugötu 11.
Kaupi gamian kopar. Vaid.
pou!sen, Klapparstlg 29.
MÁLSHÁTTUR.
Fáir sem faðir, engin sem móðir.
LEGUBEKKIR, mest úrval á
Vatnsstíg 3. Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
Nýkomið: Matjurtafræ, Blóma
fræ, Blómlaukar, Blómaáburð-
ur, Jurtapottar, litlir og stórir.
Kaktusar, mikið úrval. Kaktusa-
i
búðin Laugaveg 23.
DC+Vstvaz&l
Þrjú herbergi lítil, eða tvö
herbergi stór og eldhús með
þægindum, óskast í góðu húsi.
Þrent fullorðið. Uppl. í síma
1412.
Harfifiskur
bestur og ódýr.
vmn
Lau^aveg’ 1.
ÚTBÚ, Fjölnisveg; 2.
Stofa með forstofuinngangi
og öllum þægindum er- til leigu
14. maí á Bjarnarstíg 4, sími
4888.
Húsnæði til leigu á Hverfis-
götu 36 í Hafnarfirði 14. maí,
2 stofur og eldhús (miðhæð) í
góðu steinhúsi.
Ungur rnaður reglusamur
og áhugasamur og sem getur
lánað 5—10 hundruð kronur,
óskar eftir atvinnu. Tilboð auð-
kent „1000“, sendist Morgun-
blaðinu fyrir föstudagskvöld.
________________________________________________ <
Kven- og barnafatnaður
sniðinn og mátaður. Sauma- j
stofa Guðrúnar ArngrímsdóLt-j
ur. — Matthildur Edwald,!
Bankastræti 11. Sími 2725.
Hreingerningar, loftþvottur.
Sími 2131. Vanir menn.
0 Hreingerning í fullum gangi.
Vanir menn að verki. Munið að
hjer er hinn rjetti Guðni G.
Sigurðsson málari, Mánagötu
19. Símar 2729 og 2325.
Húsmæður, athugið: Rjettu
hreingerningarmennirnir eru
Jón og Guðni. Sími 4967. ■
Sjálfblekungaviðgerðir. —
Varahlutir í sjálfblekunga á-
valt fyrirliggjandi. Allar við-
gerðir á sjálfblekungum. Rit-
fangaversl „Penninn", Ingólfs-
hvoli.
Látið grafa nafn yðar á
reykjaplpuna yðar. Það fáið
þjer gert ódýrt í Pennaviðgerð-
inni, Austurstræti 14, 4. hæð.
3úfia$-fundið
Silfurnæla tapaðist á skemt-
uninni á Brúarlandi á sumar-;
daginn fyrsta. Finnandi geri
svo vel að skila henni þang-
að gegn fundarlaunum.
Tapast befir grábröndóttur
köttur með ól um hálsinn,
merktur Laugaveg 42. Gerið að
vart í síma 4563.
Vjelareimar fást bestar hJ.A
Poulsen, Klapparstíg 29.
Hjálpræðisherinn. Samkomai
kl. 81/2.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
i. o. G. T.
St. Dröfn nr. 55. Fúndur I
kvöld kl. 81/0. Upptaka nýrra.
fjelaga. Kosning embættis-
manna. Nefndaskýrslur. Sumar-
fagnaður. Dans á eftir fundi.
St. Mínerva nr. 172. Fundur
í kvöld kl. 8y^. Embættis-
mannakosning. Kaffikvöld —
Systurnar eru beðnar að koma
með kökuböggla. Munið happ*
drættið. Æt.
íbúOir stórar og smáar, og her-
bergi, Leigjendur einhleypa og
heimilisfeður, Stúlkur i vist,
Kaupendur að hverju þvi, sem
þjer hafið að selja. Muni sem
þjer viljið kaupa. Nemendur í
hvaða námsgrein sem er. 8má-
auglýsingar MorgunblaðsÍDS eru
lesnar í hverju húsi.
m*** KOL OG SALT
sínii 1120
FAITH BALDWIN:
EINKARITARINN. 31.
fára. Ekki svo að skilja, að honum kæmi það beinlínis
við, eða myndi kæra sig um það, en þó---
Lawson yngri var skemtilegur. Anna skemti sjer
ágætlega. Tíminn leið fljótt við glaðlegt lijal, og það
ettdaði með því að hann hjálpaði henni upp í lestina
og gaf lienni að skilnaði blóm, blöð og sælgæti, sem
aægt hefði alla leið til San Francisco.
„Má jeg lieimsækja yrður, þegar jeg kem til New
York?“, surði hann.
„Já, hvers vegna ekki?“, var svarið.
Þegar Fellöwes kom lieim frá Washington, gaf Anna
honum munnlega skýrslu um ferðina. Að lokum bætti
itún við þrákelknislega, vegna þess að hún var undar-
iega feimin:
„Og þegar við vorum biiin að ganga frá viðskift-
.num, bauð sonur Lawsons mjer til hádegisverðár og
við ókum um borgina".
„Allan? Laglegur pilturf', sagði Fellowes blátt á-
fram. „Mjer þykir vænt um að heyra, að þjer hafið
skemt yður vel“. Anna var fegin, en undarlega von-
svikin.
„Jeg vissi ekki, hvort þjer — hann og faðir hans
buðu mjer“, bætti hún við að ástæðulausu.
„Þjer áttuð skilið laun fyrir ferðina“.
En seinná mundi hann eftir að Allan Lawson var
iiiigur og laglegur maður og flugríkur.
Þegar Allan tveimur eða þremur vikum seinna kom
glaður í bragði inn á skrifstofuna, þar sem Miss Mur-
doek vann, fjekk húsbóndinn aftur tækifæri til að
rnuna, að hann var aðlaðandi maður og fjáð manusefni.
Fellowes, sem stóð og talaði við Onnu inni við
skrifborðið hemiar, heilsaði gestinum og hlustáði á
Allan segja kuldalega:
„Jeg ætla að taka Miss Murdock með út til morgun-
verðar“.
Anna hristi sitt ljóshærða liöfuð.
„Jeg hefi ekki tíma — mjer þykir það leitt“.
„Þá til miðdegisverðar. Hvar get jeg hitt yður ?“
Hann ljet sem Fellowes, sem hann hafði liitt nokkr-
um sinnum, væri ekki til. Iíann liafðið sig því á brott
og reyndi að skemta sjer, en áranguriun varð aðeins
skapraun. Anna, sem tók eftir skapraun hans og
hversu samtalið var óviðeigandi, flýtti sjer að svara:
„Heima í —. Nei, þa%gað ratið þjer aldrei. Heldur
hjá systur minni“. Hún gatf honum lieimilisfang Katli-
leenar og ákvað tíma. Hún átti samkvæmiskjól hang-
andi hjá Kathleen. Það var betra en að fara heim,
þegar hún vann lengi frameftir á skrifstofunni og ætl-
aði út að skemta sjer um kvöldið.
Þegar Allan var farinn jafn skyndilega og hann
hafði komíð, sagði Fellowes:
„Hann sækir fast fram“.
,,Nei“. Anna leit upp og brosti til hans. „Hann er
bara einn af þessum ungu mönnum, sem ekkert hafa
að gera nema eyða peningum“.
„Og þjer dáist ekki að þessháttar mönnum skilst
mjer ?“ spurði Fellowes.
„Ekki hjá mjer“, sagði Anna með áhersln, og það
var reyndar satt. Alt að einu hafði liún af ásettu ráðiL
lagt áherslu á orðin.
Það kvÖld fór liún til miðdegisverðar og síðar í leik-
hús og nætui*,,klúbl#‘ með Allan Lawso-n. Hann var-
alveg jafn skemtilegur og hanu var, er þau fyrst liitt-
ust, og henui geðjaðist vel að lionum. En með sjálfri
sjer viðurkendi hún, að hún myndi fljótt verða leið á
hoiium. Hann var lítið eitt yngri en hún, og það vat
ekki langt síðan hann hafði komið heim úr sigiingu:
umhverfis jörðina að afloknu háskólanámi.
„Sá gamli vill að jeg gangi inn í verslunarfyrirtæk-
ið“, sagði hann við Önnu. Nætur-„klúbhurinn“ var-
troðfullur. Þav angaði af púðri og ilmvötnum, mat og
dryltkjum og nakinni húð kvennanna í þessum loft-
lága sal. Frönsk kona söng á hiuu litla leiltsviði, og
sveittir hljóðfæraleikararnir spiluðu lcveinaudi uiidir-
spil. Alstaðar var liávaði.
„Jeg held, að þetta sje svo best skemtilegt,, að maðm
sje í rjettu skapi“, lmgsaði Anna. '„Venjulega er jeg
það nú, en ekki í kvöld“.
Loftið var þrungið reyk og svælu, svo að henni lá
við að sofna. En liún harkaði af sjer og spurði Lawson
kæruleysislega:
„Þjer gerið það auðvitað?“
„Ekki ef jeg- get komist lijá því. Lawson lásar, er-
það ekki hlægilegt? Jeg nota tíhia minn til að brjóta
þá upp, ekki til að búa þá til. Ástin gerir grín að
þeim og sköpurum þeirra, og j'eg“, sagði Allan, „hefi
líka tilfinningu fyrir það sem broslegt er“..
Anna hló að lionum og hann lijelt áfram:
„Jeg á dálitlar reitur sjálfur, sem jeg' ú að þakk: