Morgunblaðið - 14.05.1938, Side 5

Morgunblaðið - 14.05.1938, Side 5
"SLaugardagur 14. maí 1938. MORGUNBLAÐIÐ | = JílorgtmMa&iö ---------------------------------------- Ötgef.: H.f. Arvakur, Reykjartk. RRetjðrar: Jðn KJartanaaon og Valtjr Stafi.naaot> (ibyrirnarmatiur) % Auglýslngar Árnl 6la. Rltstjðrn, auglýalngar og afgrelDala: Auaturatraatf t. — Slaal 1000 | Áskrlftargjald: kr. S.00 A aaáauttl. | í lausaablu: 10 auta etutaklV — II aura LasbOk. MÁLÆÐIÐ Á ALÞINGI iP íðasti umræðufundur Al- þingis hófst um kl. hálf /þrjú í fyrradag. Fundinum var ætlað að vera lokið kl. 4. Á • dagskrá voru víst ein 12 mál. Margt af Jiessu voru kosningar í nefndir og störf, sem af- greidd eru án umræðna. En auk þess voru til umræðu allmarg- ar þingsályktunartillögur, sum- ar vel þess verðar, að þeim væri gerð góð skil. Þessi fundur fór á þá leið, að mestar um- ræður urðu um mál, sem ekki var á dagskrá. Er mælt að flutningsmjaður einnar þings- . ályktunartillögunnar hafi geng- ið upp til forseta, og beðið hann hljóðlega að taka mál sitt útaf dagskrá — svo það fengist rætt! Þessar utandagskrárumræð- ur á fimtudaginn stöfuðu af því, að forseti hafði ekki tekið málin á dagskrá, og var því full ástæða fyrir flutningsmenn til þess að láta í ljós gremju sína. Er það vitanlega svo, að forseti getur haft æði mikil á-1 hrif á framgang mála eða stöð- vun og verður að beita því valdi af fullri rjettsýni. Annars er rangt að kenna forsetum um alt það óþarfa málæði, sem fram fer á þingi. Margir þingmenn virðast líta á löggjafarsamkomuna eins og eitthvert málfundafjelag. Það sje um að gera að taka sem »oftast til máls og tala sem lengst og breiðast í hvert sinn, sem staðið er upp. Það er ákaf- lega algengt, að þingmenn hef ji mál sitt á þessa leið: Jeg hafði ekki hugsað mjer að kveðja mjer hljóðs í þessu máli. Jeg er alveg óundirbúinn og mun því ekki tala nema örfá orð! En þessi „örfáu orð“ verða stundum klukkutíma ræða, eða meira. Ræðumaðurinn þurkar svitann af andlitinu eftir á- reynsluna og hefir þá oft hrak- ið úr deildinni alt kvikt, nema forsetann og þingskrifarana. — Þessir málugu menn eru oftast mjög hrifnir af ræðusnild sinni. Fyrir þeim er það hinn mesti skörungsskapur, að geta talað langt mál um lítið efni. Það er engin tilviljun, að ein- mitt langlokuræðurnar hefjast oft með því, að ræðumaðurinn hafi ekki búið sig undir að tala. Hann hefir ekki gefið sjer tíma til að raða niður efninu. Út- koman verður sú, að menn þreytast á vaðlinum og flýja. Þingtíðindin flytja árlega hundruð dálka, sem enginn hefir lagt eyrun við nema skrifararnir og engum dettur í hug að lesa. Margt er fundið að vinnu- brögðum Alþingis, bæði með rjettu og röngu. En eitt af því, sem töfum veldur, er þessi dæmalausa ástríða margra þing manna að hlusta á sjálfan sig. Sumt af þessum ræðum er má- ske flutt í einskonar sjálfs- varnarskyni, líkt og þegar mað- ur kemur inn í reykjarsvælu og kveikir í pípunni til þess að kafna ekki úr reyk! Þingmenn ættu að láta, sjer skiljast, að það er engin af- sökun, að þeir sjeu ,,óundir-i búnir“. Þeir eiga ekki að tala nema sjerstakt tilefni gefist, án þess að hafa búið sig undir. Undirbúningurinn kostar vinnu. En sú vinna kemur fram í því að ræðurnar verða styttri og rökfastari. Reglan ætti að vera sú, að leitast við að segja, sem mest í sem fæstum orðum. Þá yrði sjaldnar talað yfir tómum stólum. Og svo er eitt ennþá. Það er altítt að þingmenn standa upp hver af öðrum til þess að jeta eítir, það sem áður hefir verið sagt. Með þessu er daglega verið að „þynna í þynnrav þynkuna allra hinna“. Málæðið á Alþingi er orðin landlæg venja, sem enginn þingflokkur getur sagt sig frí- an af. Takmark þingmanna á að vera að segja sem mest í sem fæstum orðum, en ekki öfugt. Ef því takimarki væri náð mundi afgreiðsla mála ganga fljótar, ræður verða skýrari og rökfastari og þing- menn haldast við í sætum sín- um, meðatn á umræðum stend-' ur. Brjef til Mbl. Umferðin í miðbænum Herra ritstjóri! f þjer hafið dvalið niður í miðbæ, eins og- það er kall- að, að kvöhli til, sjerstaklega. um helgar, þeg'ar veður er sæmilegt, hafið' þjer sjálfsagt tekið eftir stórri strollu af bílum, sem ekur í sífellu sama hringinn; Kirkju- stræti, Pósthússtradi, Austurstræti og Aðalstræti, tóma endaleysu og vitleysu hvað eftir aimað og má oft sjá 15—‘20 bíla í lest. Gegnir furðu að þetta skuli eiga sjer stað og enginn skifta sjer af því. — Mætti ekki vísa þessum ökumönn- um á einhvern heppilegri blett til þess að snúast í kring um sjálfa sig, heldur en þenna, þar sem allra mest umferð er af gangandi fólki og þeim ökutækjum sem hafa eitt- livert erindi. Þar að auki er bílum þessum mörgum hverjnm ekið af viðvan- ingum, sem fá lánaða bíla stöku simrnrn, enda hefir reynslán sýnt, að þeir kunna flestir lítt með þá að fara. Umræðuefnið i dag: Ranðu flokkarnir off Hitaveitan. „6ráa uglanéí var ekkt Indsámi Kieldur Esiglesidingur Æfintýralegur ferill Eng- lendings, sem gat sjer frægð sem Indíáni Skeyti frá Ottawa í Kana- da skýrðu frá því 13. apríl síðastliðinn, að hinn kunni Indíánahöfðingi „gráa uglan£í hafi látist úr lungna bólgu. „Einn hinn merkasti Indíánahöfðin,e,i sem uppi hefir verið er hnig'inn í val- inn“, sögðu blöðin. En tveim dögum síðar birti blað eitt í Kanada þá fregn, að „the þ'rey owl“ hafi haft alla þá sem þektu hann að g'inningarfífli í heil- an mannsaldur. I æðum hans hafi ekki verið einn dropi af Indíánablóði, heldur hafi hann verið hreinn op; sljett- ur Englendingur. Síðar tókst að færa óyg'g-jandi sönnur á að þessi fregn Kanadablaðs- var rjett. „The grey oavT‘ var nafntogað- ui' um allan liinn enskumælandi heim. Hann hafði setið boð hjá Bretakonungi, sýnt Icvikmynd af lífi Tndíána í Buckingham Palace, sagt koinmgsdætrunum Elísabetu og Margrjeti Rósu dýrasögur, og livenær sem hann flutti erindi um líf dýranna í skógum Ameríku var meðal áheyrenda hans útvalinn hópur hins breska liáaðals. Hann hafði skrifað fjölcla bóka. I bókum hans kemur fram lieit og innileg samúð með lífi viltra dýra og margir álitu hann mikið skáld. Þegar hann gaf út fyrstu bók sína, tók hanii sjer nafnið „gráa nglán“. En anyavs sagði hann, a'ð hið rjetta nafn sitt væri Wa-Sha-Quon-Asin. Það liefir ald- rei verið dregið í efa, að hann væri manna fróðastur um Jíf viltra dýra. Laun sín fyrir hina þrotlausu baráttu fyrir veriidun lífstofns viltra dýra, sem smátt og smátt eru að deyja út, hlaut liami, er hann var gerður að forstjóra hins mikla Prinee Alberts þjóðgarðs í Saskatchewan. Vinsældir hans fóru. stöðugt vaxandi. ★ Hann var í útliti eins og Indí- áni. Hvar sem hann kom Iilaut hann að vekja athygli. Mönnum var starsýnt á mikilúðleik hans. Hann var þrjár álnir á liæð, aug- un djúpsett, andlitið svipmikið með stóru arnarnefi, munnurinn stór og alvarlegur, varirnar þunn- ar, svartar hárfljettur fellu nið- ur um axlir hans og í hárinu hafði hann arnarfjöður til skvauts. Hann var klæddur í hjartarskinn og' í hálsbandi liengu tvær hjarn- arklær. Um ætt sína og nppruna skýrði hann svo frá: Móðir mín var lndíáni, en faðir minn af skoskum ættum og lijet Mac Neill. Jeg er fæddur í Ari- zona árið 1888. Þegar jeg var tólf vetra gamall var faðir minn veg- inn. Bróðir minn hefndi föður míns, en hann var síðan gerður friðlaus. Sjálfur gekk jeg Cody ofursta, sem öðru nafni var kallaður Buf- falo Bill, á hönd, en hann var vin- ur föður míns. Síðar fór ieg til ojib-way Indíánanna og hjó með „Gráa uglan“. þehn í sjö ár í frumskógum Noi'ð- ur-Ameríkn. ★ En árið 1914 varð „gráa uglan“ sekur um l(>gbi'öl;iH)g.gtH. ,að,. kom ast hjá refsirign gekk lianri’ í hinn kanadiska lier. Hann særðist nokkrum sinnum í heimsstyrjöld- inni og eitt sinn fyltust lungu hans af eiturgasi. Eftir styrjöld- ina hvarf liann aftur til Kanada og gekk að eiga Indíánastúlku af irokerættflokknum, Anahareo að nafni. Upp frá því helgaði hami líf sitt dýrunum og starfi sínu sem embættismaðnr ríkisins. Hann græddi á bókum sínum ea. 200 þns. krónur og öllu eða mestöllu þessu fje varði hann til starfsemi sinnar fyrir dýriu. Öll stórblöð tveggja heimsálfa sögðu þessa sögu þegar „gráa, ugl- an“ dó í apríl síðastliðnum. Sam- tímis bii'tu þau mynd af honum Analiareo konu hans og „Aftur- elding“, dóttur hans, þar sem þau sátu að snæðhigi undir trje í skógi í Kanada. En svo kom hvellurinn Strax þegar hið kanadiska blað hafði birt. þá fregn að „gráa uglan“ liafi ekki verið Indíáni heldur Eng'- lendingur og fært því til sömiun- ar 1) að nafiigreindur maður í Kanada liafi þekt þenna Englend- ing áður fyr, og' að hanu hafi þá látið í Ijós mikinn áhuga fyrir lífi Indíána, en aldrei hald- ið því fram, að liann væri Indíáni sjálfur, 2) að ann- ar maður hafi starfað með honum í kanadiska hernum, og að hann hafi þá kullað sig enska nafninu Arehie Belaney, 3) að n.t- gefandi bóka hans í Kanada hafi einu simii liaft orð á því við hann, hve vel hann talaði ensku og að hann hafi þá svarað: „Það er ýmislegt, sem þjer vitið eklti og munuð aldrei fá að vita, hve heitt sem þjer óskið“. — strax þegar þessar upplýs- ingar lágu fyrir, fóru breskir blaðamenn á stúfana og viðuðu að sjer gögnum, þar til heilsteypt mynd var fenginu af hinu sanna lífi „gráu uglunnar“. En saga hans ér þessi: ★ í Ilastings í Englandi fæddist 18. sept. 1888, sama dag og „gráa uglan“ taldi sinn fæðingar- dag, sveinbarn sem var nafn gef- ið og kallað Archibahl Stansfeld Belaney. Þar til Archie var 17 ára bjó hann hjá tveimur frænkum síiium. Þess varð strax vart á meðan haiiii var lítill drengur, live mikinn áhuga liann liafði fyrir öllu því, sem að lífi Indíána laut. Leikfang lians voru snákar, og aðrar smáslöngur, sem þó allar voru liættulausar. Hami átti indí- ánabúning, sem hann var jafn- an í; þe$ar .i^i %t því við komið. Þegar liann var seytján ára fór liann til Kanada og kom ekki aft- nr fyr en liehnsstyrjöldin braust út, Ilann dvaldi löngum stund- um í Englandi, er hann Iiafði særst í stríðinu, og gekk þá að eiga dans mey, að nafni Florence Ivy Mary Holmes. En ári síðar livarf hann til Kanada og skömmu síðar fjekk kona hans brjef frá honum, þar sem Iiann sagði henni, að hann hafi gengið að eiga indíánastúlku. Fyrra. hjónaband haris var þá gert ógilt og fyrri koiia lians er nú gift aftur. Hún hefir skýrt blöð- nnuiii svo frá, að móðir hans hafi verið bresk, en föður hans segist hún aldrei liafa kyiist. ★ Eftir að þessar upplýsingar voru komnar fram þótti fullsann- að, að „gráa uglan“ hafi ekki ver- ið Indíáni, eins og haim hjelt fram, heldur Englendingur. En nú kom Anahareo, indíána- konan til sögunnar. Hún hjelt því fram, að hinn látni maður hennar liafi verið sonur indíána- konu af ætthálki apasja, og hafi verið náskyld hinum kunna indí- ánahöfðingja Geronimo, en að faðir hans hafi verið skoskur. Miljónablöðin hresku hirtu liin- ar mótsagnakendustu fregnir af þessu í nokkra daga. En loks kom sönnunin, sem sýndi, að „gráa uglan“ var Englendingnr. Konan haus í Englandi skýrði blaðamönn nm frá því, að hún myndi eft.ir að Belaney mann sinn hefði vantað á hægri fót tá, sem hann hafði mist í stríðinu. Strax var síinað til Kanada, og svarið kom um hæl: Á hægra fót „gráu ugl- unnar“ hafði vantað fjórðu tána. Hann liafði mist hana í stríðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.