Morgunblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐiB
8
Smmudagnr 29. mai 1938.
—..... ....■■■■■.. ....
Flugletðangurinn til
eldsUIHvanna
í Vatnajökli
Áður óþektar eldstöðvar
norður af Grfmsvötnum
Engin eldsumbrot sjá-
anleg ennþá
Pálmi Hannesson segir frá
FLUGVJELIN TF - Örn, kom hingaS kl.
5Y2 síðdegis í gær, úr leiðangrinum
austur til eldstöðvanna í Vatnajökli.
En flugleiðangur þessi var sem kunnugt er farinn
til þess að rannsaka Skeiðarárhlaupið og sam-
band þess við eldstöðvarnar í Vatnajökli.
Með flugvjelinni voru náttúrufræðingarnir
Pálmi Hannesson rektor og Steinþór Sigurðsson
magister. Agnar Kofoed-Hansen flugmaður stýrði
flugvjelinni og með honum var vjelarmaður
Björn Ólsen.
Tíðindamaður Morgunblaðsins náði í gærkvöldi tali aí
Pálma Hannessyni rektor og fekk frá honum eftirfarandi frá-
sögn af fluginu:
Sýningarskáli Is-
lands í New York
tilbúinn i október
Framkvæmdarstjóri íslensku
sýningarinnar vongóður um
góðan árangur
VILHJÁLMUR ÞÓR kaupfjelagsstjóri kom í gær
úr Ameríkuferð sinni, en hann fór vestur til
New York, sem kunnugt er, fyrir sýningar-
■efndina, sem stendur fyrir íslensku sýningunni í New
York að ári. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Er blaðið hafði tal af Vilhjálmi
4 gær, sagði hann m. a. að hann
Bti bjartari augum á þátttöku
'íslendinga, en hann hefði gert
áöur en hann fór, því þá hefði
bann beinlínis óttast, að okkur
yrði ómögulegt að koma neinni
aómasamlegri sýningu upp fyrir
þafi fje, sem nefndin hefir til um
ráða, en það eru um 300 þúsund
krónur.
Þjer megið ekki halda, segir
Yilhjálmur, að það sje mitt álit,
að við komumst af með Jþetta fje.
BSnhverja viðbót verðum við að
fá, til þess að sýningin geti orð-
ið sæmilega úr garði gerð. En jeg
teL, að ekki vanti meira en það,
að kleift megi reynast að ná sam-
an því fje.
Hve langt er undirbúningurinn
kominn á sýningarsvæðinu ?
Flestar byggingar á hinu mikla
aýningarsvæði érú langt á veg
komnar, og sumar þeirra full-
gerðar. En það eru þær bygging-
ar, sem eru utanvið alþjóðahverf-
ið, þar sem verða sýningar hinna
ýmsu þjóða. t því hverfi verður
bygging Bandaríkjanna stærst og
mest áberandi. Er aðeins byrjað
á henni. En síðan verður
býrjað á sýningarskálum
fyrir aðrar þjóðir. Sýningar-
arskáii sá, sem við Islendingar
fáiím þar til afnota, verður sam-
áygður við skála annara þjóða,
og jafstór þeim, sem eru honum
hiiðstæðir.
Hann verður um 15 metra á
breidd og 30 metra á lengd. Hæð
undir loft verður nál. 15 nletrar.
Svo hægt verður að setja 1 hann
svalir eða gólf til rúmdrýginda.
Skáiinn á að verða fullbygður
í október og eru þá 5—6 mánuð-
ir til stefnu, til þess að koma
sýningunni fyrir í honum. En í
byrjun apríi að vori á sýningin
að vera tilbúin að öllu leyti, þó
húrt verði ekki opnuð fyr en í
apríllok
Og h vað getið þér sagt mér um
það, hvernig þér, að athuguðu
máli, liugsið yður að heildarsvip-
urinri verði á sýningunni?
Aðalatriðið, segir Vilhj., á að
verða það, að sýna menningu
þjóðarinnar að fornu og nýju.
Verður lögð sjerstök áhersla á, að
skýra frá siglingum íslendinga í
fornöld.
Þá verður sýningargestum bent
á hið forna þjóðskipulag vort, og
hvaða skerf íslendingar hafa lagt
til heimsbókmentanna fram á
þenna dag. Málverkasýning verð-
ur þarna og eins þarf að sýna
þarna myndir af landinu til þess
að vekja athygli ferðamanna.
Reynt verður að sýna sem
gleggsta mynd af lífi þjóðarinn-
ar, eins og það er nú, og greina
frá atvinnuháttum, með sérstöku
tilliti til útflutningsvara okkar.
Er ætlast til að éinStök fyrir-
tæki sýni þarna framleiðslu sína ?
Við höfum hugsað ökkur áð
lítið verði um það, sýningin verði
fyrst og fremst heildarsýning.
þjóðsýning, én ekki fyrir einstök
fyrirtæki.
Annars er ákaflega margt, sem
enn er óráðið og óráðstafað við-
víkjandi undirbúningnum, Býst
jeg við að verða hjer í Reykja-
vík um tíma og vinnu með nefnd-
inni að því sem gera þarf, því
best er að ráðstafa öllu sem fyrst
þeim mun lengri tími, sem menn
hafa til undirbúnings, þeim mun
ódýrari ætti hann að verða. Ef
vinna þarf alt á síðustu stundu,
er hætt við að kostnaðurinn verði
meiri.
„Umferðavikan" hefir
haft góð óhrif
Umferðarviku Umferðarráðs
lauk í gærdag og má óhætt
fullyrða, að þessi viðleitni t.il að
bæta og tryggja iirnferðina í bæn
um hafi haft góð og varanlég á-
hrif.
Fólki ætti nú að fara að skilj-
ast, að það er merkilegt og nauð-
synlegt starf sem lögreglan og
TTmferðarráðið er að vinna með
því að gera umferðina hættu-
minni og öruggari.
Skiltin á götuhornum í miðbæn-
um um slysin tala sínu máli, aug-
lýsingaspjöldin sem sýnd hafa
verið víðsvegar í búðargluggum
síðastliðna viku, sýna hættuna,
sem stafar af óvarlegri umferð.
ITmferðarráð á þakkir skyldar
fyrir starf sitt, og bæjarbuar fyrir
hve drengilega þeir hafa komið
frain í þessum málum.
Trúlofun sína opinberuðu ný
lega ungfrú Þórunn Garðarsdótt-
ir, Vesturgötu 58 og Halldór
Agúst Benediktsson skipstjóri,
Seljavegi 29.
20 þðs. manns hylla
islenska kvenflokk-
inn í Oslo
Ágætir blaðadómar
um sýningarfiokksins
Frá frjettaritara vorum.
Osló í gær.
s 1 e n s k u stúlkurnar
vöktu athygli á fim-
leikamótinu í Oslo. —
,,Aftenposten“ skrifar í
morgun um sýningu
þeirra í gærkvöldi, ,,að
þær hafi sýnt afburða
leikni (enestaaende
Prestationer) og verið
ótvírætt bestar fram til
þessa á mótinu“.
,,Þær vöktu óhemju fagnað-
ariæti meðal áhorfenda“.
Önnur blöð hrósa stúlkunum
einnig.
íslensku stúlkurnar sýndu í
gærkvöldi (föstudag) síðastar
á eftir Svíum. — Áhorfendur
fögnuðu þeim með dynjandi
húrrahrópum um leið og stúlk-
urnar gengu inn syngjandi
undir íslenska fánanum, inn á
völlinn og feldu fánann fyrif
framan Olav krónprins, sent
stóð upp úr sæti sínu og heils-
aði fánanum og flokknum. Sýn-
ingin fór ágætlega fram og lát-
laus fagnaðarhróp heyrðust frá
áhorfendunum'á meðan á sýn-
ingunni stóð. Er sýni’hgunni var
lokið, komu margir íþróttaleið-
togar og aðrir ti’l að þakka
stúlkunum og stjórnanda
flokksins, Jóni Þorsteinssyni.
Bárust flokknum meðal ann-
ars blómvendir í viðurkenning-
arskyni.
Um 20,000 manns horfðu á
sýningu íslenska flokksins.
MÓTIÐ SETT.
Þrettána fimleikamót Noregs
hófst með því, að allir þátttak-
endur mótsins, um 5000 manns,
gengu í skrúðgöngu um allar
aðalgötur Oslóborgar. Útlend-
ingarnar gengu fyrstir í skrúð-
göngunni eftir stafrófsröð og
var íslenski flokkurinn sá
þriðji í röðinni.
íslenska flokknum var hvar
vetna vel fagnað, þar sem
skrúðgangan fór um, en áhorf-
endur á götunum skiftu tugum
þúsunda.
Áður en skrúðgangan hófst
bauð Oslo Turnforening heið-
ursgestum og stjórnendum
flokkanna til morgunverðar og
sátu það boð um 200 mahns.
Torkildsen, forstjóri mótsins
bauð útlendinga velkomna.
Vilhjálmur Finsen, sendi-
sveitarfulltrúi, þakkaði fyrir
hönd íslendinga með sköru-
legri og velfluttri ræðu.
Hákon Norégskonungur opn-
aði mótið eftir að allir þátt-
takendur höfðu fylkt sjer und-
ir fána á Bislet íþróttavellinum.
K. R. vann II. flokks
Knattspyrnumótið
Jafntefli milli Vals
og Víkings
VORMÓTI II. fl. í knatt-
spyrnu lauk í gærkvöldi og
sigraði K. R. Fram með 3 mörk-
um gegn 1 og vann þar með mót-
ið. Á undan keptu Víkingur og
Valur og lauk þeim leik með
jafntefli, eða 3 mörkum gegn 3.
TTrsMt mótsins urðn þau, að
K. R. fjekk 6 stig
Frani •— 4 —
Valur — 1 —
Víkingur -p- 1 —
Fyrri leikurinn . milli Vals og
Víkings í <rær byrjaði með því að
Valsmenn mættu ekki nema 8 til
leiks og í fvrri liálfleik liafði Vík-
ingur alveg yfirhöndina. Jjauk
fyrri hálfleik með því, að Vík-
ingar höfðn gert 2, mörk en Val-
ur 1. Var þessi hálfleikur skemti-
legur á köflum, en þó vantaði alla
snerpu frá beggja liálfu.
Seinni liálfleikur var bæði dauf
ur og leiðinlegur. Víkingum tókst
að skora enn eitt mark og stóð
leikurinn um tíma 3:1, en er hálf-
leiknum var að verða, lokið gerðu
Valsmenn tvö upphlaup og skor-
nðn tvö mörk. Var eins og allur
matttir væri púr Víkingnm dregA
iini, en sjerstaklega bar á hve
besti maðnr í liði þeirra, Þorsteinn
Olafsson var ónýtur í þessuni hálf
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
FERÐIN AUSTUR
Við lögðum af stað úr Reykja-
vík kl. IOI/2 árd. á föstudag.
Flugum fyrst hjer beint austur
fyrir norðan Hengil, en svo
meðfram Suðunströndjnni.
Er við komuin móte við
Skeiðarársand vorum við í 1000
m. hæð. Var þá bjart veður og
útsýni gott.
Skeiðarársandur var þá allur
í kafi í vatni, að undanskildum
fáeinum tungum út frá jökl-
inum, efst á sandinum. Fram
við sjó voru einnig smáeyjar.
Stórfeld útföll voru til sjávar
og þar feikna straumur langt
út á sjó.
Við flugum nú marga hringi
yfir Skeiðarársand, tókum
myndir og filmuðum. Svo
hækkuðum við fltigið í 2000 m.
ög hjeldum inn yfir jökulinn og
var nú ferðinni heitið yfir
Grímsvötn. En er við komum
inn fyrir GrænafjaH sást þoku-
kembingur á jöklinum. Snerum
við þá við og hjeldum suður
að Öræfajökli, en hann var þá
hulinn þoku. Við.flugum íyr-
ir norðan Öræfajökul og rend-
um okkur svo niður yfir Breiða
merkurjökul og hjeldum síðan
til Hornafjarðar.
ANNAR FLUG-
LEIÐANGUR
Veðurútlit var ekki gott á
föstudagskvöld, svo yið afrjeð-
um að bíða með næsta leiðang
ur þar til seinni part nætur, en
þá ljettir oft þökunni af jökl-
unum.
Kl. 31/j um nóttina kom t.il-
kynning frá Fagurhólsmýri um
FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐU.