Morgunblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. maí 1938. FlugleiðangurinD FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU *8 bjart væri veður. Kd. 4 y% lögðum við af stað frá Homar firði. Við flugum strax í 2000 m. hæð. Flugum vestur fyrir homið á Öræfajökli, inn yfir sandinn og Skeiðarárjökul og norður yf- ir Vatnajökul. Þegar rið komum yfir Gríms- vötn sáum við mikil missmíði á joklinum ca. 8—10 kr. fyrir ■orðan Grímsvötn. Þar voru ■uklar hringlagaðar sprungur I jöklinum og jökullinn sokk- inn niður. Sást greinilega sprungurás alla leið í Grímsvötn. Þar sem rásin náði NV-horn dalsins var að sjá talsvert umrót og miklar sprungur. Hvergi sást reyk- fjjj}, . ■ ' $f Syðst í Grímsvatnadalnum, þar sem elduriim var uppi 1934 iar nú alt með kyrrum kjörum, nema hvað dalbotninn virtist Utið eitt siginn. Við höfðum þarna ágætt út-1 áýni. Sáum yfir alla botna upp frá Skeiðarárjökli. Var hvergi annarsstaðar að sjá missmíði, nema suður frá Grímsvötnum á tveimur stöðum. Þar voru að ajá alveg nýjar sprungur í jökl- inum. Við flugum þarna marga hringi, komumst yfir norður- hallann á jöklinum og höfðum ágætt útsýni yfir allan vestur- hluta Vatnajökuls. Eftir þetta var flogið suður yfír Grænalón. Var þá sýnilegt, að við höfðum ekki nóg bensín til þess að komast til Iieyk.jaVíkur. Var þá flogið til Öræfájökuís ög kring um Hvaunadalshnúk. Þar var 20° frost. Rendum við svo niður yfír Svínafell og Skaftafell og flug- um lágt vestur á Skeiðarársand. Snerum svo við og hjeldum til Hornafjarðar. Er þangað kom átt um við ekki eftir bensín nema til korters-flug og höfðum flogið 650 km. Agnar Koefoed-Hansen flugmað ur hefí'r víða flogið, eu hann kvaðst hvergi hafa sjeð eins tigu- - ariega og stórfenglega fegurð og á þessu flugi. Er þeir fj.elagar höfðu hvílt sig lítillega í Hornafirði. tekið ben- sín, var haldið af stað fíl Reykja víknr. Flogið var enn lágt inn yfir Skeiðarársand, og var nú hlaupið mjög í rjenun. Tilganffur fararinnar. Hann var sá, að athuga hlaupið og eldstöðvarnar. Að við tókum flugvjelina í þenna leiðangur staf aði af tvennu, sagði Pálmi: 1) Með því eina móti var unt að fá nokkra hugmynd um hlaupið með an það var að gerast og ná af því myndum, en jökulhlaup eru ó- þekt annarsstaðar á jörðinni en hjer og ekki er fíl nema ein mynd af jökulhlaupi, þ. e. í Súlu haust- ip 1935. 2) Nauðsynlegt er að rannsaka jökulinn í námunda við eldstöðvarnar, til þess að geta eft irá sjeð hvaða breytingum hann tekur. Ef gos kemur nú eftir þetta hlaup hefði ekkert verið fíl samanburðar, annað en athugun sú, sem gerð var á eldstöðvunum 1934 og 1936. En þá vantaði at- hugun áður en gosið hyrjaði. Nú tókst, þessi athugun vel. Má þakka það því, að við vorum þepnir með veður og ekki síst framúrskarandi dugnaði flug mannsins, Agnars Koefoed-Han- sens. Þetta er í fyrsta skifti sem flogið er yfir Vatnajökul og Ör- æfajökul. Vjel og flugmaður stoð ..ust þessa raun vel. Að lokum, segir Pálmi Hannes- son, vil jeg hiðja Morgunblaðið að flytja Hornfirðingum okkar bestu þakkir fyrir alla hugsan lega hjálp og aðstoð, er þeir veittu okktir. ★ Leiðangur þessi er lcostaður af ríki og Menningarsjóði, Hann er geroúr af ÍSlensknm mönnum. Teknar voru um 500 myndir og auk þess kvikin.vnd 0$ Rr' voii andi; að árangurinn af leiðangr- inum verði "óðui;, Ef eldgos skyldi eiga eftir að köma upp úr jöklinum, gera þeir >*• fjelagar ráð ryrir að fljúga aust- ur aftur. Hlaupið. Aðalhlaupið úr jöklinum hefir komið úr 10 stórum útrásum, auk nokkurra smærri. Sumar útrásim ar eru heljarstórir hellrar. Illaupið hefir lagt undir sig allan sandinn að neðanverðu, að- eins skilið eftir tungur út frá jöklinum. Jakahrönnin er mest austantii ■á sandinum. ílru austustu útföll- in langstærst Þar hafa hrannir af stórjökum borist alla leið suð- ur á móts við Sandfell. Upp við jökrul eru jakarnir á st.ærð við stórhýsi. Yfirleitt munu þó ís- hramirnar á sandinum minni nú en 1934, því að hlaupið virðist hafa koinið dreifðara úr jökliuum. HLAUPIÐ I RJENUN. keiðarárhlaupið virðist 5 nú mjöff í rjenun og fjarar nú óðum á Skeiðar- ársandi. I gær barst Morgunblaðinu svo- hljóðandi skeyti frá Oddi á Skaftafelli: Hlaupið fer hægt fjarandi og er nú aðeins í breiðurp álum, fó- reiðum á hestuiri. — Ekki verð- ur emi sagt ineð Vissu um tjóri- ið af völdum hlaupsins, en það liefir orðið mikið. Síminn hef- ir sópast hurtu á alt að 7 km. svæði austan Sigurðarfitar. Vafa- laust "hefir' inargt sauðfje, sem vaf m sandinum. farist í flóðinu. Talsvert var af rekavið á fjörun- um og hefir haim aliur sópa.st burtu. I»á hefir selveiði Öræfínga eyðilagst á þessu ári, en hún lief- ir venjulega gefið 150 seli. Morgunbiaðið átti í gær samtal við Hannes á Núpstað. Hann sagði, að vestur á Skeið- arársandi fjaraði nú óðum og væri að sjá sem hlaupið væri húið. Hannes taldi sennilegt, að Skeiðarársandur vi-ði fæi' yfir- ferðar uni miðja þossá vikn. Vigfús Sigurgeirsson var í gaer sfaddur á Núpstað. Jóhannes Askelsson og fjelagar hans hjeldn í gær npp að jökli. Þingvallanefnd bjargar sjúkum manni frð dauða Pingvallanefnd var í fyrradag austur á Þingvöllum og kom þá að eyðibýlinu Skógarkoti. Nefndarmenn voru að athuga húsa kynni þáí-, sem næstum alveg eru komin að falli. Sáu þeir þá mann einn liggja meðvitundarlausan þar í fíéti. Var hann snöggklæddur, en hafði hreitt jakka sinn ofan á sig. Nefndarmenn gerðu þegar hrepp stjóra sveitarinnar aðvart og var síðan lögreglan hjer í hænum feng in til aðstoðar. Fóru lögregln- menn hjeðan úr bænum austur með lflekni og sjúkrabifreið. Maðnrinn var enn meðvitund- árláús ér láeknirinn og lögregl- aii kom austur og var hann flutt lir hingað á fíandsspítalann, þar sem tókst að vekja hann til með- vitundar. Maður þessi ltafði að rnestu náð sjer í gær og segir hann svo frá ferðum sínum, að hann hafi farið úr bænum s.l. þriðjudag og ætlað austur að Gjábakka gang- andi frá Þhigvöllum. Á leiðinni út að Gjáhakka varð hann skyndilega lasinn, enda hef- ií* hanií verið lasburða mjög. Komst. hann að eyðibænum Skóg- afkoti óg íagðist þar fyrir. Smátt ög smátt þrutu honum kráftar og liann ruisti meðvitund. Hve léngi hann Kefir verið þarna með- vitundaflaus, „veit Kann ekki. Útaf söguspgnum iim að mað- uvinp hafi yerið með eitur, segir lögreglan fi’á því, að maðurinn segist ekkert eitur hafa tekið og' læknar Landsspítaians telja, að framburður mannsins í því efni sje ekki ósennilegur. Aftur á móti er þa.ð' rjett, að inaður þessi hafði meðferðis fjárbyssu og skot færi. Ekkí er ástæða til að nefna nafn þessa manns, en geta má þess, að liann er ekki bæjarmað- ur. Honum leið eftir atvikum vel f gæfkvöldí, en telja má fullvíst, að hann liefði láfíð lífið, ef ])ing- ’vállailefndáfmennirriir hefðn ekki rekist á hann þarna. Minningarorð um Sigríði Jóhannesdóttur Amorgun verður til moldar bor in í Hafnarfirði, Sigríður Jóhannesdóttir, sem andaðist á heimili sonar síns, Ásgríms Sig- fússönar framkvæmdastjóra 21. þ- m. Æfi þessarar mætu konu var kyrlát og tilbreytingalítíl, en eigi að síður átti hún mikið og nyt- samt æfistarf að haki sjéT. Sigríður var fædd að Arnarnesi í Garðahreppi 6. maí 1864, og voru foreldrar hennar þau Jóhann- es Filippusson og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, sem lengi bjuggu þar. Árið 1890 giftist hún Sigfúsi Jónssyni, ættuðum frá Narfakoti í Njarðvíkum, en þau hjón hjuggu mestan húskap sinn í Nýjahæ í Ytri-Njarðvíkum, þar til hún misti mann sinn árið 1900. Eftir lát Sigíúsar stóð hún ein uppi, bláfátæk með þrjú ungbörn til að sjá fyrir. Þá reyndi fyrir alvöru á þá stillingu samfara óvenjulegu vilja- þreki sem hún hafði yfir að búa. Víljaþrek til að koma börnun- um til manns var óbilandi, enda lagði hún hart að sjer, en hin stilta og rólega framkoma hennar gerði það að verkum, að hörnin fundu ekki til þeirra erfiðleika, sem henni sjálfri voru kunnastir, en hafði ein að hera. í sex ár hjó hún í Nýjabæ eftir lát manns síns, og eins og gefur að skilja við þröng kjör. Innan lágra veggja, fundu hörn- in hennar þó ekki til vöntimar á ýmsu því, sem hún fegin hefði viljað geta veitt þeim, en bera í hjarta ’ógleymanlegar og hjartar minningai' um litla hæinn, þar sem þeim á uppvaxtarárum sínum var búínn friður og lilý umönnun. Ekki síst, nú, eftir að þau eru uppkomin, skilja ]>au hversu mikið hún hefir hlotið á sig að leggja, á þessunl ferfiðu árum, þeirra vegna. Árið 1906 flutti hún til Ilafnar- fjarðar ásamt börnum sínum, en þau eru: Ilelga, gift Elís Óláfs- syni; Jóhannes verkstjóri, giftur Helgu Jónsdóttur, og Ásgrímur framkvæmdastjóri, giftur Ágústn Þórðai’dóttur. Sigríður Jóhannesdóttir. Síðustu ár æfi sinnar var húm á heimili sonar síns, Ásgríms fram- kvæmdastjóra, og átti því láni að fagna að njóta þar elliáranna f nærvist harna sinna sem öll eru búsett í Hafnarfirði, og naut húu ástríkis þeirra allra, svó og barna harnanna, sem hún var svo mikið fyrir ,og sem ekki sísrt munu sakna hennar. Þegar Sigríðai' Jóhannesdóttur er minst, hlýtnr það fyrst og fremst að vera sem verulega góðr- ar móður, en jafnframt því vai* öll framkoma hennar á þann veg, að hún vakti traust og virðingu allra sem voru henni samtíða og kyntust henni. Hún var stór í erfiðleikum og velgerigni. Þórarinn Egilson. KNATTSPYRNAN. FRAMH. AF ÞRIÐJU BÍQU. leik, því liann gerðí hókstaflega. ekki neitt að gagni, af hverju sem það hefir stafað. ,n K. F. U. M. og K., Hafnarfirði. Almenn samkoina kl. 8% e. hád. Allir velkomnir. Eftir að Sigríðnr fluttist til Hafnarf jarðar, og jafnóðum og hörnin uxu upp, fór hagur hennar batnandi, og fjekk þá að sjá á- vöxt verka sinna, því þau voru hvört öðm efnilegra, og henni þakklát og góð, og fóru snemma að vinna fyrir sjer og styðja hana. AÐVORUN. Húseigendur og húsráðendur í Reykjavík eru enn alvarlega aðvaraðir um að tilkynna Mann- talsskrifstofu bæjarins, Pósthússtræti 7, eða lög- regluvarðstofunni, þegar í stað ef fólk hefir flutt úr húsum þeirra eða í þau nú um krossmessuna eða eftir síðasta manntal. Vanræksla varðar sektum. Borgarstjórinn I Reykjavik. Leikurinn milli K. R. og Fram. Þessi leikui' var hæði skemti- 'legur og harðskeyttur á köflum og var auðsjeð að hvorugur ætl- aði að láta undan hinnm. Bæði liðin gerðu hvert upphlaupið öðru snarpara og mátti lengi vel ekki i sjá, hverjir hera myndu sigur úr hýtum. Leikur þessi var án efa sá langskemtilegasti, sem sjest hefir á þessu móti. "í fyrri hálfleik tókst Fram að skora eitt mark og jókst nú spenn ingur leikmanna og áhorfenda um allan helming. Lauk fyrri hálf- leik þaunig. K. R.-ingar byrjuðu seinni hálf leik með Snörpum upphlaupum, en Framarar vörðnst vel. Tókst K. R.-ingum samt að gera mark úr, þvögu við niarkið og verður mark maður Fram að taka á sig sök ina af því marki. Enn harðnaði • leikurinn víð jafnteflið, en K. R. ingar Ijetu hvergi hilbug á sjer finna og skoruðu enn tvö mörk í seinni hálfleik. Síðari hluta hálf- leiksins voru Framarar mjög farn ir að linast og strönduðu upp- hlaup þeirra á ágætri vörn K. R. og ekki síst á markmanninum, sem hefir staðið sig prýðilega á mótinu. Næsta knattspyrnuinót byrjar 7. júní og er það íslandsmófíð. Vivax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.