Morgunblaðið - 12.06.1938, Page 2

Morgunblaðið - 12.06.1938, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. júní 193o. fHeilt bygðarlag í hættu vegna vatnavaxta Viðskiftalegar ráðstafanir gegn Franco? Ráðuneytisfundur í Londoii á morgun A Fró frjettaritara vorum. Khöfn í gær. ukaráðtmeytlsfundur hefir verið kallaður saman í London á mánu- daginn, til þess að ræða um ráðstafanir út af á- rásuim flugvjela Francos á bresk kaupför. „Evening Standard“ gefur í skyn að stjórnin ætM a ð grípa til við- skiftalegra ráðstafana gegn Franco. Er» stjórnin virSist álíta, að alt of mikið 3je í hættu lagt með því að foeita valdi gegn loftræningjunum. — Formaður breska sjó- mannaf jelagsins, Mr. Sþen- cen hefir sturigið upp á því, að bresk herskip verði lát Sfc. in gera skothríð að ein- hverri hafnarborg, sem er á valdi Francos, helst Ca- diz. MUSSOLINI V „News Cronicle" (frjálsl.) fer hörðum orðum um aðgerða- leysi stjórnarinnar. „Mussolini kom því til leiðar, að Mr. Ed- en sagði af sjer“, segir blaðið. „Nú reynir hann aftur að beita Breta ofbeldi. Hann lætur varpa sprengjum yfir bresk skip, með það fyrir augum, að knýja bresku stjórnina til þess að samþykkja að bresk-ítalski sáttmálinn gangi í gildi, án þess að beðið verði eftir að hertið ítala á Spáni verði kallað heim. í STÖÐUGU SAMBANDI London í gær. FU. Halifax lávarður býst við að koma til London síðdegis á morgun, en á meðan hann er fjarverandi stencíur hann í stöðugu sambandi við utanríkis- málaráðuneytið. Mr. Neville Chamberlain, sem dvelur uppi í sveit í Hampshire, hefir verið í stöðugu sambandi við utanrík- ismálaráðuneytið undanfarið og átt mörg símasamtöl við Hali- fax lávarð. Hinar stöðugu árásir á bresk skip verða gerð að umræðuefni í spurningatíma í breska þing- inu, er það kemur saman á þriðjudaginn kemur og verður fyrirspurnum beint bæði til ut- anríkismálaráðherrans og for- sætisráðherrans. f Briissel Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Óstaðfestar fregnir herma, að mörg gömul hús hafi hrunið í áköf- um jarésfejálfta, sem gerði í Briissel um miðj- an dag í dag. Mikið felmtur greip íbúa borg- arinnar, sem sáu mör^ hús leika á reiðiskjálfi. J'arðskjálftans varð vart bæði í London og París um sama levti. „Karikatur“ teikningar af 50 Reykvíkingum Strobl heitir ungverskur „kíjri- katur“ teiknari, sem dvaliði hefir hjer í bænum undanfarriaií vikur og teiknað myijdir af ýms- um þektum (og óþektum) borg- urum, Hann ætlar að opna sýn- ingu á þessum myndum í dag í húsgagnaverslun Kristjáns Sig- geirssonar við Laugaveg. Myndirnar eru um 50, sumar afburðagóðar. Hr. Strobl er ekki aðeins góð- ur teiknari, heldur fljqtur að teikna, eújs og sýningargestir munu sjá í dag. Hver sýniljgftf-j gestur, sem óskar þess, fæp ri@j keypis „karikatur" teiikningu. jjar sjálfum sjer. > ,, Hr. Strobl héfir sýnt tíðinda^ manni / Morgunblaðsins myndir sínar óg eru þær af háskóla- prófessorum, læknum, stjórnmála mönnum, ritstjórum, skáldum'- óg skálclkonnm, landsbókaverði og Sigurði Jónassyni. Hjer á landi hafa sennilega ald- rei sjest jafn góðar „karikatur“- teikningar og teikningar hr. Strobls. Hr. Strohl kemur hingað frá Stokkhólmi og er kona hans með honum. Þau búa í Svíþjóð. Æsingar gegn Tjekkum i þýsk- um blöðum Prag synjað um samkomulag Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Idag (sunnudag) er síðasti dagur af þrem, í sveita- og bæjarstjórnarkosningunum í Tjekkóslóvakíu. „Manschester Guardian“ skrifar, að Evrópa muni draga andann ljettar, þeg- ar þeim er lokið. Þýsk blöð ráðast ákaft á stjórnina í Prag í dag og brígsla henni um ofsóknir í garð Sudet en-Þjóðverja. Eitt blað kemst svo að orði að Tjekkóslóvakía sje orðið leppríki Rússa, og ef Rússum takist að festa rætur í Mið-Evrópu, sje það Bretum að kenna. PRAG VONGÓÐ London í gær. FÚ. Stjórnin í Prag er vongóð um að ná samkomulagi við Sudeten Þjöðverja eftir þær viðræður, sem hafa átt sjer stað milíi hennar og þeirra undanfarið. Dr. Hodza fór í dag á fund breska sendiherrans í Prag og skýrði honum frá árangri við- ræðnanna, en þeim verður hald- ið áfram á þriðjudag. I Norrænt blaða- mannasamband Khöfn í gær. FU. No.rræn blaðamannaráðstefna í Osló hefir samþykt að vihna að því, að komið verði i,mp norrænni blaðamannaskrifstofú tii þess að efla samvinnu blaða 4 Norðurlöndum og starfi lnm á víxl í höfuðborgum Norðurland anna. Samþylct var að gefa blaða mannasámbandj íslands tækifærí til að taka þátt í þessari sam- vinnu. Iræðslusildarverðið kr. 4.50 málið ÞAÐ reyndist rjett, sem Morgunblaðið heyrði á- væning af nú fyrir tveim dög- um, að verðið á bræðslusíld- inni er ákveðið kr. 4.50 málið. Þetta var endanlega ákveð- ið í gær, því að þá var þetta verð samþykt af atvinnumála- ráðherra. Verð þetta var samþykt af fjórum stjórnendum Síldar- verksmiðja ríkisins. — Fimti stjórnaindinn, Finnur Jónsson er veikur, en varamaður hans, Er- lendur Þorsteinsson dvelur er- lendis. Var leitað eftir tillögu hans um verðið, en hann fekst ekki til að gera neina tillögu,, fyr en hann Vissi hvaða tiliögu stjórnendur verksmiðjanna hjer heima gerðu. Var honum svo sagt það, og enn var beðið eft- ir tillögu Erlendar. Hans til- laga kom svo fyrst síðd. í gær eða eftir að búið var að ákveða verðið kr. 4.50; tillaga Erlend- ar var kr. 5.00, eii sýnilega fram borin eingöngu tii að sýnast, þar sem hann geymdi tillöguna þar til búið var að á- kveða verðið. Hætta á að 2 nnilj. viðar- bolir sópi með sjer brúm, húsum og fólki Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. HEILT bygðarlag, Vásterbotten í Norður Sví|>jóð, með mörgnm tugum þúsunda íbúa, er í yfirvofandi hættu vegna vatnavaxtanna í Ume-fljótinu. — Ekkert nema kraftaverk getur bjargað bygðarlaginu. Seint í gærkvöldi gerðust þau alvarlegu tíð- indi, sem menn höfðu óttast, að vatnsmagnið sprengdi viðarbolaforðabúrið við Pengfors. Er það skamt fyrir ofan brúna hjá borginni Vannaes. Straumurinn tók með sjer tvær miljónir viðarboli, sem bárust niður með ánni. í bili hafa trjábolirnir strand- að á járnbrautarbrú, sem liggur yfir fljótið hjá Vannaes. MIKIL HÆTTA. En ef þungi trjábolamiljónannai sópar brúnni í burtu, er ó- hjákvæmilegt að til hinna ægilegustu atburða dragi. Viðarbol- irnir munu halda áfram að berast með straumnum niður eftir fljótinu og taka með .sjer fleiri viðarbolaforðabúr, fleiri brýr, íbúðairhús, og eyðileggja garða og akra. Landið þarny ef mjög flatt. Fjögur þorp eru á kafi og fjöldi bændabýla. ' >• **'-*!* J 'V . KVÍÐI FÓLKSINS. Fleiri trjábolir eru fluttir eftir Ume-fljóti árlega, en eftir nokkru öðru fljóti í Svíþjóð. Frá Vannaes til borgarinnar Umeá eru 31 km. I Umeá búa rúmlega 10 þúsund manns. Engin orð fá lýst þeim kvíða og þeirri eftirvæntingu, sem gripið hefir fólkið í Vásterbotten. í öilu bygðafláginu kom eng- um manni dúr á auga í nótt. Enginn þorði að leggjast til hvíldar í húsum inni. ..... Tvær herdeildir hafa verið sendar til Vannaes-brúarinnar. Yfir vatnavaxtasvæðinu eru „autogyro“-flugvjelar á sveimi, til þess að tilkynna neðar með ánni, strax og einhver breyting verður. i + (Borgin Umá er um 500 km. norðan við Stokkhólm. Borgin er á nyrðri bakka, Ume-fljótsins. Ume-fljótið á upptök sín í vötnum við landamæri Noreg-s, og rennur til hafs. Árlega eru fluttir alt að 8 milj. viðarbola eftir ánni). UPP Á ÞAKI. Khöfn í gær. FÚ. í Norður-Noregi hefir einnig kveðið mikið að vatnsflóðum. Er það í frásögur fært, að á einum stað hafi fólk verið komið saman til jarðarfarar, en vatnsflóð var alt umhverfis bæinn svo að halda varð húskveðjuna uppi á þaki og fara síðan á bát til kirkjunnar. ÍSLANDSMÓTIÐ. FRAM OG VÍKINGUR KEPPA í DAG. NÆSTI KAPöLETKUR Ís- landsmótsins fer fram í kvöld ki. 8V2 og keppa þá Vík- iugiur og Fram. Mönnum, sem fylgst hafa með rnótinu er ljóst, að fjelögin eru öll afar jöfn. Víkingur hefir unn- ið K. R. Valur vann Fram með aðeins eins marks rnuii og jafn tefli varð milli K. R. og Vals. Það er því iangt frá að enn sje hægt að segja með neinni vissu hver verður sigurvegari mótsins. Astæða væri til að benda á ýmsa galla á íþróttavellinu sambandi við mótin: Stúkan 1 lítil, eða of mikið elt inn í 1 Palia þyrfti að byggja austan arins og það sem fyrst. SÓKN FRANCOS. London í gær. FÚ. T tilkýnniiigu frá SaragoSsa seg- ir að hefsveitir Francós sséki fram í áttina til Castellon og hafi tekið vel víggirta borg, sem er í 25 mílna fjarlægð frá CasteÍIoú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.