Morgunblaðið - 12.06.1938, Page 5

Morgunblaðið - 12.06.1938, Page 5
: Snmtudagur 12. júní 1938. MORGUNBLAÐU' n — JfllcrrgraíMa^ift------------------------------- Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Rltstjórar: J6n KJartanaaon oi ValttT Btaf&naaon (4byr*0armaBur). Auglýslngar: Árnl Óla. Rltstjörn, auglýalngar og afgralttala: Auaturatrmtl I. ~ Blml 1(00. Áakrlftargjald: kr. 1,00 4 mánuBl. 1 lausaaölu: 15 aura alntaklS — II anra maV Lsabök. AUNIURVÖLLUR Ansturvöllur er, eins og allir vita, austurhlutinn af túni landnámsjarðarinnar. A£ því dreg- ur hann nafn sitt. Hann er liluti af elsta túni landsins, fyrsta rækt- aða blettinum á íslandi. Mörg undanfarin ár hafa Reyk- víkingar ekki haft önnur ráð til að friða þenna grasvöll, en að hafa um hann rammlega girðingu. Hessi girðing hefir verið opnuð á stöku hátíðum og tylhdögum. En annars hafði almenningur ekki aðra ánægju af vellinum, en að horfa yfir ryðgaðar járngrind- lurnar á grasflötinn. f fyrrasumar var þessu breytt. Hinar leiðu járngrindur voru tekn- ar, völlurinn opnaður, og byrjað að prýða hann með blómabeðum. í fyrstu gekk alt bærilega. Fólk hlífðist við að ganga á grasinu. Blómin, sem í beðunum uxu, fengu að vera í friði. Og alt benti til J>ess, að umhyggja bæjarmanna fyrir fegurð og prýði vallarins væri þeim í blóðið borin. Hinn ógirti Austurvöllur með sín blóma- beð, gæti í framtíðinni orðið tal- andi vottur um þrifnað og ytri menningarbrag bæjarbúa. ★ En í vor hefir þetta færst úr lagi. Og það er rjett að benda á, að yfirvöld bæjarin eiga á því nokkra sök. Þegar ákveðið var, að Austur- völlur skyldi í framtíðinni vera ógirtur, var ekki um leið tekin önnur ákvörðun, sem þó var fyrir- sjáanlega óumflýjanleg, en hún var sú, að banna jafnframt með öllu samkomur á vellinum. Því ekki er hægt að biiast við, að vegfarendur, sem eiga daglega leið Tim völlinn liirði eins um að hlíf- ast við að ganga þar um gras og beð, þegar þeir sjá, að suma daga fær fólk óátalið að trampa þar um alt, eins og völlurinn væri asfalt- ^erað torg. Framvegis verður að velja ann- an stað hjer í bænum fyrir úti- fundi og ræðuhöld undir beru lofti. Forstöðunefnd Sjómanna- dagsins valdi sjer Skólavörðuhæð, við Leifsstyttuna. Alt bendir til, að það sje framtíðarstaður úti- funda hjer í bæ. Torgið um Leifs- ■styttuna verður að jafna og laga :.sem fyrst með tilliti til þessa. ★ Baddir hafa heyrst um það hjer í bæ, að friðun og skreyting Aust- urvallar væri ekki nema til bráða- birgða. Því nauðsyn bæri til þess að gera völlinn að bílatorgi. En það er alveg áreiðanlegt, að slíkar hjáróma raddir fá engan hljómgrunn meðal almennings í þessum bæ. Um „þörfina“ sem talað er um í þessu efni er það að segja, að hún stafar eingöngu af slæmu skipulagi miðbæjarins, og engu Öðru. Það er rjett, að sem stendur er helst til lítið pláss fyrir bíla í .miðbænum. En það væri fil ævar- andi háðungar frá Reykjavíkurbæ, ef þær missýningar fengju hjer yfirhönd, að svo þröngt væri orð- ið nm mannfólkið á íslandi; að engin ráð væru finnanleg önnur en þau að setja fyrsta ræktaða blettinn á landinu, tún landnáms- mannsins, í auðn — í stein. Þeir menn sem halda að þetta verði nokkurn tíma leyft, sú nið- urlæging geti átt sjer stað, verða að liugsa sig um að nýju, og kom- ast að raun um að hugleiðingar þeirra eru bygðar á vanþekkingu, vantrausti á þjóðarmetnaði Is- lendinga. Tún Ingólfs skal ávalt verða ræktaður blettur í höfuðstað lands ins, á meðan rækt er lögð við sögu vora, fortíð og þjóðmenningu. Ræktarsemi við þennan helg- asta stað bæjarins á í framtíðinni að njóta Mn sem best, og vera tal- andi vottur um virðing kynslóð- aniia fyrir höfundi þjóðar vorrar, Ingólfi Arnarsyni. Eftir sjómannadaginn ______ / Pað er ekki oft að við Islend- ingar stöndum saman sem einn maður. En þó kemur það fyr- ir. Á Sjómannadaginn sameinaðist öll þjóðin um að hylla sjómanna- stjettina. Þann dag þagnaði þras og rígur. Fyrir þetta varð dagur- inn fagur og ógleymanlegur. Engir fundu þetta betur en sjó- mennirnir sjálfir. Þeir töldu það prýði dagsins, að engin pólitík komst að, enginn stjettarígur, eng- in sundrung. í veislunni, sem haldin var um kvöldið, komst einn sjómaður að orði eitthvað á þá leið, að þar væru engir yfirmenn og undirgefnir, allir væru jafnir og allir væri íammála. En sá samhugur, sem einkendi Sjómannadaginn, var auðvit- að meira en sundrungarmennirnir þoldu. Bæði Alþýðublaðið og Þjóð- viljinn hafa eftir megni reynt að varpa skugga á þennan dag. Þær lítilssigldu sálir sem að blöðuin þessum standa mega ekki upp á það horfa, að þjóðin sje nokkurn tíma sem einn maður. Alt' þeirra æfistarf er helgað niðurrifi, stjetta ríg og' sundrung. Öll umhyggja þeirra fyrir „hinum vinnandi stjettum“ er við það bundin, að þær sjeu eins og vistráðin lijú hjá þessum flokkum. Sjómenn fundu þá allsherjar- samúð í garð þeirra, sem ríkti þennan dag. Þeir vita að sú sam- úð er undirstaða þess, að sjó- mannadagurinn nái tilgangi sín- um. Þess vegna kunna sjómenn litlar þakkir þeim, sem með ónot- um og hnútukasti eru að reyna að draga úr áhrifum hins fyrsta al- menna sjómannadags. Umræðuefnið í dag: Vatnsflóðin í Svíþjóð. «7 -- Kei]kjavihurbrjef -- ------- 11. júni --- Vorið. kkert liefir dregið eins úr kjarki okkar lslendinga eins og vorkuldarnir. Þegar nepjur og næðingar haldast fram eftir öllu sumri, á þeim ársthna, ér menn þó áttu von ,á, og þóttust eiga heimtingu á sól og sumri. Veturinn síðastliðni var víða um land svo mildur, að sama og eng- inn klaki var í jörð. Vonir manna voru að því leyti rjettmætar um mikinn og skjótan vorgróð'iir. En vikum saman liefir gróðri ekki vit- undar ögn farið frarn víða um land. Jafnvel hefir jörð, sem .far- in var að grænka, gránað upp að nýju. Slík vor sem þessi vekja upp þær dapurlegu liugleiðingar um, að við íslendingar sjeum á „ysta þremi“ gróðurheims. Það voru á- reiðanlega vorharðindin fyrst og' fremst, sem flæmdu fólkið til Ameríku á árunum. Og þeir sem temja sjer að liorfast í augu við veruleikann, en snúa sjer ekki undan í skjól andvaraleysis, vita ógn vel, að enn í dag er það að sumu leyti óleyst vandamál, hvern- ig gera skal íslenskan sveitabú- skap svo aðlaðandi, að komandi kynslóðir, sem gera alt aðrar kröf- ur til lífsins en forfeður vorir hafa gert, felli sig við þau lífs- kjör, sem sveitirnar bjóða. Vatnajökull. lt fram til ársins 1934 höfðu menn ekki gert sjer grein fyrir orsökum hinna stórfenglegu Skeiðarárhlaupa. Ymsar getgátur voru frammi um það, hvernig á þeim stæði. En sumar þeirra voru all-þokukendar. Vafalaust hafa margir sett þau í samband við eldgos í jöklinum, enda eru nær- tæk dæmi þar sem t. d. Kötlugos- in eru. En Skaftfellingar eru athugulir menn. Og þeir hafa vitað sem er, að Skeiðará hefir stundum hlaup- ið, án þess komið hafi sýnileg eldsumbrot. Þegar eldstöðvar Grímsvatna voru rannsakaðar 1934, og sjeð varð með fullri vissu, að hlaupið var afleiðing af gosinu sem þar var, hölluðust sumir menn að þeirri skoðun, að þarna hefði Skaftfell- ingum skeikað, gos og hlaup hlyti altaf' að fylgjast að, en við sum hlaupin liefði gosinu ekki verið veitt eftirtekt. Þegar dr. Niels Nielsen og fje- lagar hans könnuðu jökulinn 1936 komust þeir að þeirri niðurstöðu, að í vestanverðum Yatnajökli hefðu orðið smávægileg eldgos, sem ekki hafi náð að bræða af sjer jökulinn, ekki náð upp úr. Þetta var merkileg uppgötvun, með þeim merkilegustu sem gerðar hafa ver- ið á síðari árum í jarðfræði lands- ins. Er þar fundinn lykill að ýmsu sem áður var gáta um hinar merki- legu móbergsmyndanir hjer á landi, Eftir jökulferð þeirra Jóhannes- ar Áskelssonar og Tryggva Magn- ússonar dylst engum, að orsök Skeiðarárhlaupa eru altaf eldSum- brot. En jafnvel svo mikil elds- umbrot, sem koma Skeiðarárhlaup- um í algleyming komast stundum ekki upp úr jöklinum. Skaftfellingar hafa því haft rjett fyrir sjer. Sýnileg eldgos fylgja ekki öllum hlaupum. Og kenning Nielsens um hin inni- byrgðu jökulgos fær við þetta ó- tvíræðan stuðning. Fornar slóðir. síðari árum hafa menn þeir sem starfa að umbótum á sviði atvinnuvega Grænlendinga komið auga á það, að þeim væri þægileg leiðbeining að því, að kynnast ýmsum atvinnuháttum hjer á landi. ^ú var tíðin að sami kynstofn bjó í báðum löndunum og við svipuð kjör og atvinnu- hætti eftir því sem ætlað verður. I hvert skifti sem einhver kem- ur þaðan að vestan, og kunnugur er landkostum hinna fornu íslend- ingabygða, rifjast upp harmsaga frænda vorra sem urðu úti þar vestra. Hvað olli því að svo fór? Sú spurning endurvaknar hvað eftir annað í hugum okkar íslend- jnga. Getum við ekki setið lijá án þess að fá færustu vísindamönn um okkar það verkefni í hendur að rannsaka það mál, eftir því, sem þeir best geta. Er þetta ekki sagt í þeim tilgangi að kasta rýrð á verk þeirra manna, sem unnið hafa að rannsóknum í hinum fornu bygðum. Þeir hafa vissulega unnið mildð og gott verk. En málið er okkur skyldast. Og íslenskir sagn- fræðingar, grasafræðingar og bú- fræðingar standa allra manna best að vígi, að öðru jöfnu, til að leysa þær gátur sem enn eru óleystar um atvinnuháttu íslendinga þar vestra og endalok þessa þjóðar- brots. í Dagsbrún. ikil eldsumbrot eru sífelt í verkamannaf jelaginu Dags- brún. Og það er ekki eins og í Vatnajökli, að eldurinn verði bældur. Hann logar uppúr altaf við og við. Þessa dagana fer fram allsherj- ar atkvæðagreiðsla í fjelaginu, með viðeigandi bólandi skömm; um í blöðunum milli Moskvamanna og Hjeðins annarsvegar og Al- þýðublaðsins, eða „skjaldborgar- innar“ liinsvegar. En kommíinistar nefna hægriarm Alþýðuflokksins „Skjaldborg“, sem kunnugt er, og er átt við, að ráðamenn þess flokks brots hafi slegið skjaldborg um embætti sín og bitlinga. í fyrra voru gerðar þær breyt- ingar á lögum Dagsbrúnar, að völdin í fjelaginu voru að miklu leyti afhent í hendur 100 manna „trúnaðarmannaráðs". Yar þetta gert beinlínis til þess að draga úr áhrifum kommúnista á fundum, sem jafnan fjölmentu þangað, þó. aðrir kæmu fáir, og gátu þeir ráðið samþyktum funda, þó þeir hefðu kannske ekki nema 5—10% fje- lagsmanna með sjer. Síðan Hjeðinn gekk í lið með Moskvamönnum vill hann að yfir- ráð trúnaðarmannaráðsins verði að miklu leyti afnumin, því búast má við, að sá hópur manna, sem til- nefndur er af öllnm fjelagsmönn- um, verði ekki eins auðsveipur Moskvavaldinu eins og upphlaups- menu kommúnista, sem eru auð- fúsastir að sækja fjelagsfundi. Stendur uxn þetta hörð rimma, og líklegt talið, að „Skjaldborgin“ verði kúskrað, og Moskvamenn með Hjeðni komi fjelaginu aftur í sama skrípaástand og það var áður. Hreystiyrði Framsóknar. ramsóknarflokkurinn er „vax- andi flokkur“ af því að fólk- ið í sveitunum veit, að ekki er öðrum treystandi til að ráða fram úr erfiðleikum þess. Á þessa leið fórnst Tímadagblaðinu orð nú í vikunni. En tilefnið til jiessara hugleiðinga blaðsins var það að Gunnar Thoroddsen var nýkom- inn austan úr Rángárvall asýslu og hafði stofnað þar hið fyrsta Sjálf- stæðisfjelag ungra manna. Er Tímamönnum kunnugt um það, að stundarsigur sinn í Rangárvalla- sýslu eiga þeir fyrst og fremst því að þakka, að Sjálfstæðisflokk- urinn þar í sýslu hefir ekki verið skipulagður sem skyldi. Þeir ótt- ast þess vegna með rjettu, að þeir missi kjördæmið, þegar er kjós- endur fá að sýna vilja sinn við kjörborðið að nýju. Af þessu stafa lireystiyrðin. „Nýtt andlit“. n auðvitað sjer Tímadagblað- ið ekki hvað það gerir sig hlægilegt þegar það er að gorta. af því, að fylgi Framsóknar sje vaxandi í sveitunum, vegna þess að sveitafólkið treysti þeim flokki einum til að ráða fram úr vand- ræðunum. Framsókn hefir frá fyrstu byrj- un verið að „ráða fram úr erfið- leikunum“ í sveitunum. Við bæjar- stjórnarkosningarnar í vetur var talað um hið „nýja andlit“ sveit- anna. Og þessir meistarar í and- litsfegrun buðu Reykvíkingum að setja líka á þá „nýtt andlit“. Þessu boði var hafnað. Reykvílringar komu rit rir bæj- arstjórnarkosningunum með sitt gamla andlit. Og hvað skeður? Formaður Framsóknar lýsir því yfir, að fólkið í sveitunum sje svo óánægt með kjör sín, að það vilji heldur vera í þurfalingahópnum í Reykjavík en halda áfram að búa í sveit. Honum er svo mikil alvara með þetta, að hann vill í senn reisa fjallháan múr um Reykja- vík og binda sveitabörnin við rúm- stuðulinn. Þannig mælti J. J. fyrir bygðarleyfinu. En meðan formað- ur flokksins berst slíkri baráttu, ætti blað hans að tala sem minst um það, hvernig Framsókn hefir tekist að ráða fram úr erfiðleikum sveitafólksins. Austurvöllur. Garðyrkjumaður bæjarins hefir nú lokið við að planta í reitina á Austurvelli og verður ekki langt að bíða þess, að þarna verði fagurt um að lit- ast, ef plönturnar fá nú að vera í friði. Bæjarbúar verða að vera samtaka í að prýða Austurvöll og gera lögreglunni tafarlaust að- vart, ef þeir sjá menn traðka blómabeðin eða skemma á annan hátt. Lögreglan verður hjer einn- ig að vera á verði og taka hart á öllum átroðningi eða skemdura 'i Austurvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.