Morgunblaðið - 26.06.1938, Síða 4

Morgunblaðið - 26.06.1938, Síða 4
4 MORGUNBLADIÐ Sunnudaginn 26. júní 1938. Aðgerðir á vatn§- skolp- og miðstöðvarleiðslum. LOFTUR BJARNASON, sími 4295. Flokksfundír Sjðlfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn boðar flokksfuncli, eins og hjer á eftir greinir: 1. Á Sauðárkróki 30. júní kl. 2, fyrir Skagafjarðarsýslu, 2. Á Blönduósi 2. júlí kl. 1, fyrir Húnavatnssýslur. 3. Á Isafirði 3. júlí kl. 1, fyrir Vestfirði. 4. Á Egilsstöðum 3. júlí kl. 1, fyrir Austurland. 5. í Borgarnesi 10. júlí kl. 11, fyrir Borgarf jarðar, Mýra-, Snæfellsnes og Hnappadals og Dalasýslur. 6. í Vaglaskógi 10. júlí, fyrir Akureyri, Eyjafjarðar- sýslu m. Siglufirði og Þingeyjarsýslur. Síðar verða auglýstir þessir fundir: Á Selfossi fyrir Árnessýslu, Rangárvallasýslu og V estur-Skaf taf ellssýslu. í Vestmannaeyjum. 1 Gullbringusýslu. 1 Kjósarsýslu. Fundarstaðir verða einnig ákveðnir síðar í tveim síð- ast töldu sýslunum. HVÖT. Málfnndur mánudags- kvöld kl. 9. Málfundanefndin. Fyrirliggf andi: Gráfíkjux* í 10 kg. kössum. 5ig. Þ. Shialöberg. (Heildsalan). Kaupmenn. Kaupfjelög Corona-Haframjðlið fi pö) er komiÖ aftur. H. Benediktsson & Co. Kaktuspottar, 30 teguodir. Barnaleikföng, mörg hundruð tegundir. Nælur. Armbönd. Hálsbönd Töskur, cg ýmiskonar smávörur í miklu úrvali. K. Einarsson & Björnsson Vinniiskóli að Kolviöarhóli i sumar Akveðið hefir verið að starfrækja í sumar vinnuskóla á Kolviðarhóli, sem íþróttafjelag Reykjavíkur nýlega hef- ir eignast og ætlar að gera miðstöð fyrir óti- og íþróttalíf fcæjar- manna. Eru þar mörg og glæsileg viðfangsefni og má teija það vel og viturlega ráðið að nota starfrækslu vinnuskólapiltanna til þess að búa í haginn fyrir íþróttastarfsemi æskumanna. Ludv. Guðmundssyni hefir verið falin stjórn skólans. Vinnuskólinn er fyrst og fremst ætlaður piltum, 14—18 ára gömlum, sem eigi hafa get- að fengið varanlega, arðbæra’ vinnu. Mun að líkindum verða hægt að veita viðtöku um eða yfir 30 piltum. Er ráðgert að skólinn starfi alt að 2 mánuði. Piltarnir vinna daglega í 6 stundir líkamlega vinnu. Auk þess verður íþrótta- kensla í eina klukkustund á dag, einkum útiíþróttir, og mun verða vandað til þeirrar kenslu eftir þörfum. Á hverjum degi verður einnig flutt erindi eða viðræður um ýms málefni, er varða alla æskumenn. Annan hvem sunnudag fá piltarnir heimfararleyfi, ef þeir óska þess. Að öðru leyti verður um helgar farið í stuttar skemti- ferðir um nágrennið. Piltarnir fá þarna alt frítt, húsnæði, fæði og kenslu. Fá þeir einnig nokkra þóknun, 15—30 kr. á mánuði, eftir aldri. Verð- ur þeim gefinn vitnisburður í þessum greinum: stundvísi, á- stundun, hirðusemi, hegðun, vinnulagi og framförum. Hefir tekist samvinna við Ráðningarstofu Reykjavíkur og Vinnumiðlunarskrifstofunar um það, að piltar, sem verið hafa í vinnuskólanum og hlotið þar góðan vitnisburð, munu síð- ar, er þeir leita eftir starfa, að Öðru jöfnu ganga fyrir um út- hlutun vinnu, er skrifstofurnar hafa yfir að ráða. Er þetta pilt- unum mikil hvöt til að leggja sig vel fram um nám og starf í vinnuskólanum og getur orðið þeim mikill styrkur síðar. Vinnuskólinn mun taka til starfa snemma í næsta mánuði. Skráning fer fram í Ráðingar- stofu Reykjavíkur og Vinnu- miðlunarskrifstofunni og munu þær auglýsa nánar um það. Er þess að vænta, að piltar, sem ekki sjá fram á neina fasta vinnu í sumar, noti þetta tæki- færi til starfs og náms. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt ljet bæjarstjórnin s.l. sum- ar starfrækja vinnuskóla í kíðaskála „Ármanns", í Jósefs- dal. Var Ludvig Guðmundsson skólastjóri, fenginn til þess að veita skólatilraun þessari for- stöðu, en hann hefir áður kom- ið slíkri starfsemi á í sambandi við Gagnfræðaskóla Isafjarðar. Þrátt fyrir hinar erfiðustu ytri aðstæður, ónóg húsakynni og sífeldar rigningar, tókst til- raun þessi svo vel, að sjálfsagt virðist að halda áfram á sömu braut, á meðan önnur heppi- legri leið til lausnar á vanda- málum atvinnulausra æsku- manna eigi er fundin. Morgbl. hefir skýrt frá ut- anför Ludv. Guðmundssonar á s.l. vetri. Dvaldi hann þá víða og kynti sjer ráðstafanir þær, sem nágrannaþjóðir vorar hafa gert og gera í atvinnumálum æskumanna. Er hann nú að vinna úr efni- við þeim og athugunum, sem hann gerði á ferðum sínum. — Síðar í sumar eða haust mun vera von á skýrslu hans og til- lögum. Verða þessi mál þá öll tekin fyrir og þeim væntanlega skipað á betra veg en nú er. Akureyri - Vest- mannaeyjar -- knattspyrnuleik- ur í þessari viku Tlu manna sundflokkur (5 konur og 5 karlar) og 15 knattspyrnumenn eru væntan- legir í heimsókn frá Akureyri til Vestmannaeyja á þriðjudag- inn. — Knattspyrnumennirnir leika þrjá leiki, við Tý og Þór, sinn við hvorn, og einn að lík- indum við úrvalslið úr báðum f jelögunum. Sundflokkurinn keppir við sundmenn úr Sungfjelagi Vest- mannaeyja. Norðanmenn verða í boði Sundfjelagsins og íþróttaf jelag- anna í Eyjum í tæpa viku. — Heimsókn þeirra er svar við heimsókn Vestmannaeyinga norður í fyrra og í hitteðfyrra. Iþróttaáhugi er enn sem fyr mikill í Eyjum. Æfingar eru stundaðar af kappi í knatt- spyrnu, handknattleik og frjáls um íþróttum. í sundi hefir Frið- rik Jesson æft af miklum dugn- aði pilta og stúlknaflokk undir kepni í sumar. Sundlaugin var opnuð 10. júní síðastl. og hefir aðsókn að henni verið geysi- mikil. Einn daginn komu 500 manns í laugina. Hinn ágæti íþróttavöllur sem skemdist í miklu norðanroki fyrir skömmu, hefir nú verið lagfærður og mikið endurbætt- ur. Tveir knattspyrnukappleikir hafa verið háðir milli Þórs og Týs, annar í maí, og sigraði Þór 2:0, en hinn 12. júní, og þá sigraði Týr 5 :2. Vestmannaeyingar ætla að senda knattspyrnufl. á Islands kepni II. flokks í Reykjavík, Skilnaðarveisla bændafararinnar að Þingvöllum Liðið var að miðnætti á föstudagskvöld, er sunn- lensku bændurnir komu af Kaldadal til Þingvalla. Þar voru dúkuð borð í stóra saln- um, og settist ferðafólkið fljótlega til borðs. Þetta var skilnaðarsam- sæti bændafararinnar. Guð- mundur Þorbjarnarson sat þar í öndvegi og stýrði sam- sætinu. Margar ræðnr voru flottar nnd- ir borðum, þar sem menn lýstu mjög ánægju sinni yfir förinni á alla lund. Margir ræðumanna tóku það sjerstaklega fram, hve mikil ánægja var að því, að allmargt kvenfólk tók þátt í ferðinni. Stjórn Búnaðarsambands Suður- lands var þökkuð forganga þessa máls, undirbúningsnefnd fyrir góðan undirbúning og Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra fyrir góða fararstjórn. Steingrím- ur svaraði því til, að góður ár- angur fararinnar væri ekki síður Norðlendingum og ferðafólkinu sjálfu að þakka. Ræðumenn í samsætinu voru þessir: Bjarni Bjarnason skóla- stjóri, er bauð ferða.fólkið vel— komið, Steingrímur Steinþórsson, er þakkaði bílstjórunum sjerstak- lega fyrir árvekni og dugnað, Þor steinn Víglundsson kennari í Vestmannaeyjum, er talaði m. a. nm landbúnað Vestmannaeyinga, Valtýr Stefánsson ritstjóri. Guðm. Þorbjarnarson þakkaði ýmsa að- stoð, er Búnaðarsambandið hafði fengið til þess að koma förinni á, og Ragnari Ásgeirssyni s.jerstak lega fyrir gott frjettastarf. Þá talaði næstur Guðjón Jónsson, Ási í Holtum, Benedikt Einars- son, Miðengi, Grímsnesi, fyrir minni kvenna, Páll Stefánsson, Ásólfsstöðum, er þakkaði Steingr. Steinþórssyni sjerstaklega, Jón Ogmundsson, Vorsabæ, Olfusi, er m. a. lýsti móttökunum nyrðra, Jón Gíslason, Norðurhjáleigu, Álftaveri, Páll Diðriksson, Búr- felli, Grímsnesi. Hann var í und- irbúningsnefnd, en gat ekki tek- ið þátt í ferðinni. Steingrímur Steinþórsson, talaði m. a. um nauð syn þess, að sveitafólk fengi sína frídaga. Enn töluðui: Ágúst And- rjesson, Hemlu, Landeyjum, Jón Gúðlaugsson bílstjóri, Eyrarbakka, Guðm. Jónsson, Eyrarbakka. Er staðið var upp frá borðum var kl. langt gengin þrjú. Fóru menn þá að týgja sig til brott- ferðar. Nú skildu leiðir. Leið sumra lá austur Lyngdalsheiði, annara til Reykjavíkur, en flest- ir fóru suður Grafning að Ölfus- árbrú. Það tók langan tíma að raða sjer í bílana, að kveðjast og bind- ast fastmælum um, að þau vin- áttubönd, sem tengd höfðu verið í þessari 10 daga för, skyldu eigi slitna. Er bílarnir runnu úr hlaði, skein morgunsólin yfir austuröxl Ármannsfells og varpaði ljóma yfir skilnaðarstund ferðafólksins á hinum fornhelga stað. Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8y<2,. Ræðumenn Árni Þorleifsson og Markús Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.