Morgunblaðið - 26.06.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1938, Blaðsíða 5
Sunmidagiiut 26. júní 1938. MORGUNBLAÐI^ $ ] " JFílotsjtmMaMð ------------------------------------- Útg'ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjðrar' Jön Kjartanason og Valtýr BtafInaaon (kbyrcOaraaatSnr). Auglýsingar: Árnl Óla. Rltstjörn, auelýalnjtar oi atcralCala: Anatnratrmtl I. — Slaal 1(00. Áskriftarerjalö: kr. *,00 i mknnbl. 1 lauaaaöiu: 1C aura alntaklB — It anra mati Laabök. BÆNDAFORIN *- Keykjavtkurbrjef — ------- 25. júní -- Af öllum þeim frjettum, sem hjer hafa verið fluttar und- anfarna daga, hefir engum verið fylgt með jafn almennri og stöð- ugri athygli eins og ferð sunn- lensku hændanna til Norðurlands, er var lokið aðfaranótt laugar- dags á Þingvöljum. Ferð þessi tók, sem kunnugt er 10 sólarhringa. Vegaleiðin sem íarin var, var als *um 1600 kílómetrar. Svo hratt var haldið áfram. Bn þó áframhaldið væri þetta miliið, og margt að sjá og mörgu að kynnast, varð ferðaáætlunin haldin í öllum að- alatriðum. En því var ekki að leyna, að svefntíminn varð flest- ar nætur í stysta lagi, þetta 3—4 klukkustundir oft. 'k Öll var þessi ferð farin án þess nokkurt óhapp vildi til, enginn veiktist, eða heltist úr lest á einn nje neinn hátt. Þarna voru þó margir aldraðir menn og rosknir. Er þá fyrst að telja upphafsmann fararinnar, Guðmund Þorhjarnar- son að Stóra-Hofi, formann Bún- aðarsambands Suðurlands. Hann var aldursforseti, 74 ára, og einn af stjórnendum ferðalagsins. Þátttakendur voru 140, eins og kunnugt er, eða 150 að meðtöldum bílstjórunum, enda má síst gleyma þeim í siíkri ferð sem þessari. Leystu þeir verk sitt prýðilega af hendi, sem íslenskra hílstjóra er Vandi. Ferðafólkið skiftist annars í þrjá flokka að kalla má, eftir aldri ■ og starfi. Þarna voru gamlir menn, sem hættir eru búskap, og börn þeirra tekin við. Þarna voru bændur sem eru á miðri starfsæfi, og voru þeir flestir. I ferðinni var líka allmargt ungt fólk, sem enn hefir ekki fest bú. Það sem vakti sjerstaka ánægju, bæði með- al ferðafólksins og þeirra sem veittu hinum milila hóp mótttöku, var að allmargir bændur höfðu tekið konur sínar með í ferðina Hjeðan af verður aldrei farin fjöl- menn bændaför í fjarlæg hjeruð, án þess að bændakonurnar prýði faópinn. ★ „Aldrei hefi jeg getað ímyndað mjer, að jeg ætti eftir að lifa : annað eins æfintýri, eins og þessa ferð“, sagði einn af hinum eldri í hópnum við þann er þetta ritar. Annar sagði: „Yiðtökurnar, sem við fengum voru svo höfðinglegar, • að það var rjett eins og við gerð- um fólkinu greiða með því að koma“. Og enn* „Eitt af því, sem jeg undraðist mest í þessari för, var, að 150 Sunnlendingar á öllum aldri og úr öllum flokkum skyldu geta ver ið saman í 10 daga, án þess nokk urntíma kæmi nokkurt misklíðar- efni um nokkurn skapaðan hlut. Allir voru sem einn maður“. Ungur maður og vasklegur sagði: „Þeir sem heima sátu spáðu ýmsu misjöfnu um þessa ferð. þeim leist t. d. ekki á, að við skyldum f%,ra nestislausir. Þið fá- ið sult og svefnleysi upp úr krafs inu, var sagt. En við fengum 15 veislur og ef nokkuð var þá var reynt að venja okkur á ofát. En hitt var það, að svefntíminn var í stysta lagi. En það væri liálf- dauður maður, sem gæti eytt tím anum í að sofa í svona ágætu ferða lagi“. „Nú kemur til kasta okkur Sunn lendinga að taka á móti Norðlend ingum eins og vera ber, eftir þess ar viðtökur“, sagði enn einn ferða maðurinn. ★ Svo vel hefir þessi ferð tekist, að framhald slíkra hópferða bænda milli hjeraða og landsfjórðunga er alveg örugt, og gagnið af slíkri kynningarstarfsemi trygt í fram- tíðinni. Gagn slíkra kynnisfara sem þess arar er margskonar. Má fyrst telja það beina gagn sem liið sívinnandi sveitafólk kefir af því, að kasta af sjer ákyggjum nokkra daga, sjá ný umhverfi, ný hjeruð, eign ast nýja kunningja. Hitt kann þó að virðast vera veigameira, að bændur beinlínis læra á slíkum ferðum ýmislegt það, sem viðkemur störfum þeirra og atvinnurekstri . En varanlegast og mest gagn af slíkri kynningarstarfsemi verður það, að hin persónulegu kynni deyfa og draga úr sjerdrægni og hreppapólitík. Sjóndeildarhringur manna víkkar. Kynnisferðir þess- ar verða einskonar námskeið bæuda þar sem þeir læra á liinn víðfeldn asta hátt, að meta óskir og áhuga- mál hvors annars, læra að liin ís- lenska bændastjett á að efla sam- hug sinn, til ómetanlegs gagns fyr ir land og lýð. * 1 Þeir sem síðar taka að sjer að annast um slík ferðalög, geta ým islegt af ferð þessari lært. T. d. mun hópurinn að þessu sinni hafa verið helst til fjölmennur, sem sjá þurfti fyrir beina og gistingu samtímis. Og þó glæsilegar viðtök ur hafi að þessu sinni bætt ferða- fólkinu upp svefnmissi margar nætur, svo hraði ferðarinnar kom ekki að sök, má gera ráð fyrir, að hægari yfirferð verði í framtíð- inni talin æskilegri. Umræðuefnið í dag: Koma Þjóðverjanna. „Úti“, drengjabl. er komið út. í blaðinu er fjöldi ágætra greina um útilíf, eins og vant er. Guð- miundur Einarsson frá Miðdal skrifar fróðlega grein um að klífa fjöll og fylgja greininni margar skýringarmyndir. Margar aðrar myndir eru í blaðinu og I greinar. Flokksfundir Sjálfstæðismanna. vor ákvað miðstjórn og þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins, að landsfundur skyldi ekki hald- inn að þessu sinni. En í stað þess yrðu lialdnir flokksfundir víðs- vegar um land. Fundahöld þessi byrja nú um mánaðamótin. Verð- ur fyrsti fundurinn haldinn að Sauðárkróki fimtudaginn 30. júní, en laugardaginn 2. júlí vei’ður fundur haldinn á Blönduósi. Sunnudaginn 3. júlí verður fund- ur á ísafirði og að Egilsstöðum, en sunnudaginn 10. júlí í Yagla- skógi og í Borgarnesi. Þá verða og flokksfundir haldnir innan skamms að Ölfusárbrú, í Yestm.- eyjum og í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, en fundadagar ekki á- kveðnir. Margir flokksmenn hafa óskað eftir því, að haga fundahöldum flokksins þannig að þessu sinni, og fresta landsfundi, er haldinn verður í haust eða að vori. Togararnir. lestir togaranna, sem síldveiði stunda í sumar, eru nú farn- ir á veiðar. En nokkrir urðu síð- búnir, vegna þess að verkfall í netagerðarverkstæðum tafði að þeir fengju síldarnætur. Þeir tog- arar sem komnir eru norður, höfðu enga eða, sama og' enga síld veitt á föstudag, endaþótt veður hefði verið dágott undanfarna daga. Þrír togarar stunda ísfiskveið- ar í sumar, að Því er blaðið hefir frjett um, Max Pemberton, sem hætti saltfiskveiðum fyrir skömmu, Geir og Hafsteinn, sem verið hafa á ísfiskveiðum um skeið. Fimm togarar verða á veiðum fyrir karfa mjölsverksmiðjurnar á Vestfjörð- um, þrír veiða fyrir Sólbakka, Hávarður, Maí og Sviði, en Pat- reksfjarðartogararnir fyrir verk- smiðjuna þar. Eimskipafjelagið. kýrsla Eimskipaf jelagsstjórn- arinnar um hag fjelagsins og rekstur þess undanfarið ár, sem fjeíagsstjórnin birti á nýafstöðn- um aðalfundi, hefir vakið mikla á- nægju almennings, þareð af henni verður sjeð, að hagur fjelagsins er hinn blómlegasti. En eins og stjórn fjelagsins rjettilega bendir á. Hjer má ekki staðar nema. Öllum mönnum er Ijóst, að sá skipastóll sem nú er, til þess að annast fólksflutninga til og frá landinu, er gersamlega ó- fullnægjandi. Nú t. d. eru því nær allir farseðlar pantaðir með skip- um fjelagsins í millilandaferðum þeirra fram í septcmber. Forráðamenn fjelagsins hafa nú, sem kunnugt er, mikinn hug á því, að fjelagið geti eignast stórt, hraðskreitt farþegaskip, sem á all an hátt fullnægir þeim kröfum, sem gerðar eru: til farþegaskipa, er sigla um úthöf. Ef við Islendingar á annað borð eigum að hafa nokkurn augastað á, að auka tekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum, þá má það ekki dragast lengi, að Eim- skipafjelagið eignist slíkt skip. Áfengismálið. w tórstúkuþingið, sem nú er ný- v afstaðið, samþykti í einu hljóði að fela framkvæmdanefnd sinni að beita sjer fyrir því, að frv. Pjeturs Ottesen um breyting- ar á áfengislögunum yrði samþykt á næsta Alþingi, þó með þeirri breytingu að 5. gr. þess falli nið- ur. Sú grein var svohljóðandi: „2. málsgr. 12. gr. laganna orð- ist svo: Enn fremur skal ákveða í reglu- gerð hámark þess áfengismagns, sem áfengisverslun og útsölur henn ar mega afhenda hverjum ein- staklingi á mánuði hverjum. A- fengiskaup hvers einstaklings skulu rituð á þar til gerð skírteini, em áfengisverslunin gefur út, enda má afhenda áfengi einungis þeim, er slík skírteini hafa. Rjett til að fá slík skírteini hafa þeir einir, sem heimild hafa til áfengiskaupa samkvæmt lögum þessum og skal tafarlaust ógilda skírteini þeirra, sem heimildinni glata. í reglugerð skal nánar kveðið á um fram- kvæmd þessara fyrirmæla“. Stórstúkuþingið leit þannig á, að þótt tilgangurinn með þessari grein væri sá, að reyna að hefta leynisölu, þá mundi það ekki nást, og í framkvæmdinni aðeins verða verra, því að þá bættist við ný verslun — verslun með áfengisbæk ur. Það mundi fara hjer líkt og í Svíþjóð, að menn, sem ekki keyptu áfengi handa sjálfum sjer, fengi sjer áfengisbækur til þess að versla með. Vegavinnan. fjárlÖgunum er veitt fje til vegagerða á 60—70 stöð- um á landinu. Auk þess fara tekj urnar af bensínskatti í eina 6 staði. Framan af júní var mest unnið að viðhaldi þjóðveganna. En nú erui vegalagningar byrjaðar. Mesta verkið í sumar fer -í framhald Holtavörðuheiðarvegar. Ætti sá vegur eftir sumarið að ná lang drægt að Grænumýrartungu. Gera menn sjer miklar vonir um að með ihinum nýja Holtavörðuheiðarvegi fuUgerðum, verði sá f jallvegur fær mikinn hluta vetrar. Talsvert er og unnið í Krýsuvík urvegi í sumar. Haldið verður áfram að gera steinsteypupall á Sogamýrarveg inn að Elliðaám. Sá partur, sem steyptur var í fyrra, sýnist benda til, að slík vegasteypa reynist hjer vel. En dýr er hún. Alþýðusamband íslands sagði upp samningum um vegavinnu- kaupið, og runnu samningar út í fyrra mánuði. Engir nýjir samning ar hafa verið gerðir, og vinna hvergi stöðvuð, þrátt fyrir upp- sögnina. Játnifig Einars Olgeirssonar. þriðjudaginn var, þirti Morg unblaðið fyrirætlanir komm únista hjer og í Moskva með Hall grím Hallgrímsson l.iðsforingja. Sagt var frá námsveru hans í rauða hernum í Rússlandi, þar sem kommúnistastjórnin ljet hann læra undirstöðuatriði hernaðar, og síð- an frá „framhaldsnámi“ hans við blóðsúthellingar á Spáni. Blað Moskvamanna hjer, gerði frásögn þessa að umtalsefni dag- inn eftir. En ekki treysti ritstjóri blaðsins, Einar Olgeirsson sjer til þess, að mótmæla með einu orði, að Hallgrími þessum væri ætlað að hafa yfirumsjón með blóðsút- hellingum hjer á landi, þegar stjórnin í Moskva gefur fyrirskip- anir um, að þær skuli hefjast að rússneskri fyrirmynd. Sú þögn blaðsins verður af alþjóð manna talin sem full játning. Enda þýðir íslenskum kommúnistum ekki að mæla á móti þessu. Hallgrímur þessi hefir fengið þetta lilutverk, og hann vinnur sýnilega að því, að verða starfi sínu sem best vax- inn. „Úr lögum“ við aðra landsmenn. vo fjarskyldur er hugsunar- háttur kommúnista, hugsun- arhætti íslendinga alment, að marg ir sem í eðli sínu eru þjóðhollir menn, eru ekki enn búnir að átta sig á því, að kommúnistar hafa gersamlega sagt sig úr lögum við aðra landsmenn. Þeir hafa játast undir yfirráð áróðursskrifstofu kommúnista í Moskva, og skuld- bundið flokk sinn til þess að hlýða fyrirskipunmn þaðan í smáu og stóru. Yfirráðamenn Kommúnista- flokks fslands þar austurfrá ráða stefnu og starfi flokksins, gera þá flokksræka, sem ólilýðnast fyr- irskipunum áróðursskrifstofunnar, o. s. fl’V. Þanng hafa hinir íslensku komm únstar starfað árum saman. Og þannig verður starf þeirra um alla framtíð. Á meðan nokkur ís- lendingur er svo lítilsigldur, að vilja á þenna hátt svíkja þjóð sína, og ganga erlendum einræðis- herrum og einræðisstefnu á vald. Hjeðinn \ aldimarsson. egar Hjeðinn Valdimarsson varð í minnihluta í Dags- brún um daginn, barst það mjög í tal manna á meðal, hvort hann myndi ekki taka þeim afleiðingum af ósigri sínum, að draga sig í hlje frá stjórnmálastarfinu. Þeir sem langkunnugir eru Hjeðnþtöldu það ólíklegt, að hann myndi velja þann kostinn. Til þess er maðurinn of skapheimskur ofstopamaður. Síðan hefir það komið í ljós, að Hjeðinn muni ætla að gera ó- sigur sinn fullkominn. Hann ætli nú að taka upp „sameiningarmál- ið“, og vinna að því, að keyra fylgismenn sína alla, er verið hafa í Alþýðuflokknum, undir valdsvið Moskvastjórnarinnar og merki „generalsins“, Hallgríms Hall- grímssonar. Hjer skal engu: úm það spáð, hve hópurinn verður stór, sem Hjeðinn getur fengið til áð segja sig úr lögum við aðra landsmenn og ganga á hönd Moskvavaldinu. En enginn hugsandi maður í land inu, enginn þjóðrækinn íslending- ur mun harma það, þó Hjeðinn olíusali eigi eftir að vera opin- berlega „fremsti óvinur þjóðfje- lagsins“. Á síldveiðar fóru í gær Bragi og Belgaum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.