Morgunblaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. jólí 1938^. Samkvæmt amerískum blöð um hafa tveir byssusmið- ir fundið upp nýja tegund af byssum, sem ameríski herinn væntir sjer mikils af. Einn af herforingjum Bandaríkjanna hefir látið svo um mælt opin- berlega, að ef byssur þessar reynist eins vel og alt útlit sje fyrir, muni einn Bandaríkja- hermaður vera jafnsterkur á vígvellinum með hið nýja vopn sem 5 annara þjóða hermenn. Eftir nýjustu upplýsingum að dæma er þetta vjelbyssuteg- und, sem aðeins vegur 4 kíló. ★ Um miðjan júnímánuð fann lögreglan í pólska hafn- arbænum Gdynia dauðan betl- ara í rennusteininum. Læknis- skoðun leiddi í ljós að maður- inn hafði dáið úr hungri. Lög- reglan komst að því, að maður þessi hjet Josef Gynter og var einn af morðingjum utanríkis- málaráðherra Þýskalands, Rat- henau, sem myrtur var 1923. Gynter var bílstjóri hjá Rathe- nau í maí 1923 og stöðvaði bíl ráðherrans á tilteknum stað, þar sem Rathenau var drepinn. Bílstjórinn var handtekinn og dæmdur í 10 ára fangelsi, en var látinn laus eftir 6 ára fang- elsisvist, en vísað úr landi til Póllands, því hann var pólsk- ur borgari. ★ Trjesmiður einn í London þóttist hafa fundið upp mótor- hjól, sem gæti gengið fyrir spíritus. 1 reynsluferðinni varð hann samt fyrir því mótlæti, að stimplarnir í vjelinni bráðnuðu og síðan var hann dæmdur í tveggja sterlingspunda sekt fyrir að hafa framleitt spíritus á ólöglegan hátt. UllililllIUIIIIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillll JCaupA&apuv Sítrónur nýkomnar. — Nýjar kartöflur 30 au. */2 kg. Rab- arbar 35 au. ^ kg. Þorsteins- búð. Hringbraut 61. Sími 2803. Grundarstíg 12. Sími 3247. Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. | Rykfrakkar karla, verð kr. 44, 49.50, 59.50 og 74.50. —- Vesta, Laugaveg 40. Framköllun. Kopiering. Stækkanir. Nýar Sumarpeysur í öllum tískulitum koma í búðina dag- lega. Langmesta og fallegasta úrval bæjarins. Vesta, Lauga- veg 40. imuiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Laxveiðimenn. Getið ávalt fengið keyptan ágætan ána- maðk á Ásvallagötu 16. Sími 1888 (skrifið símanúmerið hjá yður). Fegurstu nýtísku sumarfrakk- ar og sumarkápur kvenna. — Mikið úrval. Lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur, Lauga veg 20 A. lÉfa Sumarkjólaefni, margar teg. nýkomnar. Versl. Kristínar Sig- urðardóttur, Laugaveg 20 A. Fallegur silkiundirfatnaður kvenna, settið frá kr. 9.85. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur. Laugaveg 20 A. Amatörar Framköllum, kopierum — stækkum. Hvergi betri vinna. Sigr. Zoega & Co. Bálfarafjelag Islands. Skrifatofa: Hafnarstræti 5. Fjelagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skírteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiöa þau I fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu fjelagsins. Sími 4658. Tölur, hnappar, spennur og ýmiskonar smávörur; fjölbreytt úrval nýkomið. Hvergi lægra verð. Vesta, Laugaveg 40. Motiv til að festa á barna- { föt, svuntur, kjóla o. s. frv.: Kanínur, íkornar, Micky Mouse, ( skip og akkeri í ýmsum litum Vesta, Laugaveg 40. Ágætar telpna og drengja- peysur. Ullarsokkar og háleist- ar. Versl. Kristínar Sigurðar- dóttur, Laugaveg 20 A. Georgette-slæður í Úrvali. Hattastofa Svönu og Lárettu Hagan. Bútar, kjóla- og blússuefni, með tækifærisverði. Vörubúðin, Laugaveg 53. Vörur, sem hafa óhreinkast, seljast með tækifærisverði. — Vörubúðin, Laugaveg 53. Baðsloppaefni, silkisokkar — Regnhlífar o. fl. Nýkomið. — Versl. Kristínar Sigurðardóttur, Laugaveg 20 A. Fallegar kvenpeysur, nýjasta tíska, afar lágt verð. Verslun Kristínar Sigurðardóttur, — Laugaveg 20 A. Kálplöntur, alls konar, úr köldum reit, til sölu. Þingholts- stræti 14, sími 4505. Erum í bænum. Tökum aS okkur utan og innanhússþvott. Jón og Guðni. Sími 4967. Otto B. Arnar, löggiltur ÚÞ varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og vi8- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Sokkaviðgerðin, Hafnarstrætil 19. gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af« greiðsla. Sími 2799. Sækjuva, sendum. Hvort heldur er um „Ka- rikatur“-teikningar Stróbla að ræða eða aðrar myndir, ffeta allir verið sammála um að innrömmunin er best og ódýrust hjá GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI, Laugaveg 1. 'Í/fflíifnniítcfav Friggbónið fína, er bæjarint bfcsta bón. Hraðferðir til Akureyrar alla daga nema mánudaga. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Strásykur 45 aura kg. Mola- sykur 55 aura kg. Sítrónur — Tómatar — Rabarbar — Kar- töflur nýar og gamlar. Brekka, Ásvallagötu 1. Sími 1678. IJerg staðastíg 33. Sími 2148. Njáls- götu 40. Munið eftir ódýra bóninu í lausri vigt. Brekka. Símar 1678 og 2148. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Slysavaraafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu, Seld minningarkort, tekið* móti gjöfum, áheitum, árstillögum DCtt&nesz&l Frá 1. október þarf jeg að fá góða þriggja herbergja íbúð með öllum þægindum. Tilboð óskast. Sveinn Árnason, fiski- matsstjóri. ; FAITH BALDWIN: EINKARITARINN. 74. og sjá hana. Ef hún hefði ekki verið trúlofuð, hefði hann auðvitað farið til hennar, um leið og hann varð frjáls maðnr. En eins og á stóð, gerði hann það ekki. Hann var ekki til fyrir henni. Það var betra að reyna að gleyma henni, og hann reyndi allar leiðir til þess, vann af kappi og skemti sjer eins og hann gát. Við þetta tækifæri kom hann til þess að tala við Mc Pherson eftir beiðni hans. Hann fór inn á skrifstof- nna og bjó sig undir að sjá Önnu. „Mr. Mc Pherson býst við yður“, sagði stúlkan í móttökuherberginu, og hann svaraði; „Jeg þekki leið- ina“, og gekk rakleitt inn. Þá sá hann Önnu sitja við ritvjelina. Hún var ein í hinni stóru skrifstofu, og rjett í því, er hann kom inn, lagði hún hendur í kjöltu sjer og andvarpaði þreytulega. Áköf geðshræring greip Fellowes, er hann stóð þarna á þröskuldinum. Hún var alveg eins og hann hafði sjeð hana svo oft áður, daginn út og daginn iun, alveg eins og hann hafði sjeð hana fyrir sjer í draumum sínum, síðan hún hafði farið frá honum, lítil vexti og yndisleg, með sólargeisla í hárinu, en heldur föllleitari og grenri en hann mundi eftir, fal- lega vaxin í óbrotnum en snotrum kjól. „Anna“, sagði hann með titrandi röddu. Hún hafði ekki heyrt hann koma, hafði verið marg- ar mílur í burtu frá skrifstofunni og vinnunni. Nú leit hún upp og sá hann, og hann sá, að roði færðist í kinnar hennar og hvarf strax aftur. En hún virtist alveg róleg, er hún ávarpaði hann. „Mr. FeIIowes“, sagði hún og stóð á fætur. „Jeg skal ná í Mr. Mc Fherson“. Fellowes gekk nær henni og rjetti fram hendina. „Viljið þjer ekki taka í hönd mína?“ spurði hann. „Eruð þjer ekki búin að gleyma klaufsku minni, öðru axarskafti mínu?“ Hún lagði hönd sína í hönd hans. Hversvegna þurfti hún að þola þenna fund? hugsaði hún með ör- væntingu og kvíða. Það var grimdarlegt. Iíún, sem hafði lagt fram alla sína krafta, til þess að gleyma honum, rífa hann út úr hjarta sínu og sál. Hann slepti alt í einu hönd hennar, til þess að standast freistinguna að þrýsta hana fast, kremja hana. Hann langaði til þess að sleppa henni aldrei framar. „Jeg var búinn að frjetta, að þjer væruð hjer. Jeg varð alveg hissa. Jeg hjelt auðvitað, að þjer og O ’Hara — Hún leit upp með hinu rösklega látbagði, sem hann mundi svo vel eftir, og svaraðii „Við ætlum ekki að gifta okkur fyrst um sinn“. „Haxm er Ijómandi viðkunnanlegur maður“, sagði Fellowes og hataði Ted O’Hara meira en hann hafði hatað nokknrn mann. „Það er víst ekki siðunum sam- kvæmt að óska ungu stúlkunni til hamingju, en jeg geri það samt“. „Þakka fyrir“, sagði Anna og reyndi að brosa. Hann horfði á hana um stund, og ef hennar eigin augu hefðu ekki verið svona blinduð af ótta, hefði hún sjeð það, sem augljóslega mátti lesa úr svip hans. „Ernð þjer búin að fyrirgefa mjer?“ spurði hann. aftur. Anna kinkaði kolli og gekk eitt skref aftur á bak. Hún neri saman höndum í örvæntingu. Ef Mc Pher- son kom ekki, ef Fellowes fór ekki að fara, vissi hún, að hún myndi æpa upp, fara að gráta, hlaupa leiðar sinnar, flýja eitthvað langt í hurtu. En Mc Pherson kom, eins og hann væri kallaður. Um leið og hann kom í dyragættina, flýtti Fellowes sjer að hvísla: „Anna, jeg vona, að þjer sjeuð hamingjusöm. Jeg vildi óska, að þjer væruð það —“. „Og jeg er það líka“, sagði hún og hrosti glaðlega.. Eins og hann ljeti sjer ekki á sama standa, hvort hún var hamingjusöm eða ekki! Ef hann hefði kært sig nm hana, hafði hann verið fljótur að jafna sig. Allar tilfinningar hans voru bygðar á hrifningu, sem hún hafði einu sinni reynt að seyða fram og hafði nærri eyðilagt liana — og hann. Henni fanst hún stirðnuð í framan, eins og væri hún með dauðagrímu. Hún bærði varirnar og talaði, en þó var hún dauð. Ham- ingjusöm ? Hún hafði aldrei á æfi sinni verið eins óhamingjusöm og nú, er hún hafði sjeð hann aftur. Hún tók saman dót sitt, og fór út og skildi þá tvo eina eftir. Fellowes einþlíndi á eftir henni, og Mc Pher-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.