Morgunblaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.07.1938, Blaðsíða 3
Fostudágnr 1. júlí 1938. MORGUNBLAPIÐ S Hvað líður Hvað líður lántökunum? Þessi spurninsr ber oft á góma manna á meðal um þessar mundir. Svo sem kunnugt er dvelja nú sendimenn hjeðan grlendis, þeirra erinda, að taka þar tvö gtórlán, ef fáanleg eru með að- gengilegum kjörum. Annað lánið á að taka fyr- ir ríkið, að upphæð alt að 12 milj. kr. Lán þetta á að nota til þess að greiða vexti og af- borganir af þeim lánum, sem fyrir eru, þar ,eð sýnt þótti, að ríkið hefði ekki nægan gjald- eyri til þess að standast þær greiðslur. Magnús Sigurðsson bankastjóri dvelur nú erlendis til þess að taka þetta ríkislán, en engar fregnir hafa frá hon- um borist ennþá. Aðalgjalddagar á erlendum lánum ríkissjóðs eru tveir, 1. júlí og 1. október. Það er því í dag, sem ríkið á að greiða all- etóra fúlgu erlendis, í vexti og afborgun af erlendum lánum, og að sjálfsögðu fer sú greiðsla fram, þótt ekki sje búið að taka nýja lánið. Hitt erlenda stórlánið, sem nú er verið að reyna að fá er- lendis, er lán Reykjavíkurbæj- ar til hitaveitunnar. Borgar- stjórinn dvelur ytra þeirra er- inda, að fá Ján til hitaveitunn- ar og er ætlunin að reyna að fá það í Svíþjóð. Svo sem kunnugt er kom hingað í vor sænskur verkfræð- jngur, til þess að kynna sjer hitaveituna. Hann átti ávo að gefa skýrslu um málið, sem væntanlegir Jánveitendur styðj- ast við. Það mun hafa dregist ,eitt- hvað lengur en ráð var fyrir gert í upphafi, að skýrsla verk fræðingsins kæmi. En eftir þeim fregnum, sem Morgunblaðið hefir fengið, mun skýrslan væntanleg nú í byrjun þessa mánaðar. Ætti því bráðlega að fást úr því skorið, hvort að- gengilegt lán fæst til hitaveit- unnar. NORRÆNT FIMLEIKA- MÓT Á ISLANDI? Sjöunda mót norrænna fim- leikamanna (Nordisk Gym nastik Forbund) er haldið í Helsingfors um þessar mundir. í mótum þessum taka þátt fim- leikamenn frá öllum Norður- löndum (nema Islandi, að þessu sinni). í. S. % er fjelagi í Nor- disk Gymnastik Forbund. Skv. FtJ. fregn í gærkvöldi hefir verið samþykt á mótinu í Helsingfors að leita hófanna um það, að næsta mót fimleika- manna yrði haldið á Islandi. Er ráðgert að leigja stórt skip til fararinnar, ef úr þessu verð- ur. Þjóðverjarnir ætla að keppa við úrval úr K. R. og Fram Keppa við Víking í kvöld Fararstjóri þýska knattspyrnuflokksins, dr, Er- back tilkynnti formanni móttökunefndar, Gísla Sigurbjömssyni í gærdag, að Þjóðverj- amir væra fúsir að leika fimta leikinn, en ekki hafði verið samið nema um fjóra. Mótttökunefndin tók þessu boði fegins hendi og fer fimti leikurinn fram kl. 8 n. k. miðvikudagskvöld. Frá íslendingahálfu leikur þá úrvalslið úr K. R. og Fram. Þi-iðji leikurinn við Þjóðverjana fer fram í kvöld og keppir annað besta fjelagið frá íslandsnlótinu, Víkingur, við þá. Mun mörg- um leika forvitni á að sjá hvernig sá leikur fer. Hervörður við uppskeruna Forspjald Eyjaskiimu. Byggingarmál Gagnfræðaskól- ans I Vest- mannaeyjum Asíðastliðnum vetri hóf- um við kennarar og íemendur Gagnfræðaskólans Vestmannaeyjum fjársöfn- un í byggingarsjóð skólans. Við viljum með sjóði þeim verða þess megnug, áður en mörg ár líða, að geta lagt „hornsteininn“ að gagnfræðaskólabyggingu kaup staðarins, og ýtt þannig nndir, að hafist verði handa um það, að byggja yfir skólann. Jafnframt viljum við, að væntanlegur hús- mæðraskóli kaupstaðarins geti eignast þar samastað og barna- heimili Eyjabúa að sumrinu. Þetta fjársöfnunarstarf okkar mætti þegar í byrjun velvilja og skilningi Eyjabúa. Það er okltur hvatning til meira starfs fyrir þetta velferðar- og menningarmál æskulýðsins í Eyjum og allra, er þar búa. Við höfum í þessn skyni látið gera prýðilega vel gerða bók. Blöð hennar eru úr íslensku sauðskinni, sem er sútað í skinnaverksmiðj- unni Iðunn á Akureyri. Að öðru leyti er bókin gerð af fagmönn- um í Eyjum. Á bókinni eru spjöld FRAMH. Á SJÖUNHU SÍÐU. Þjóðverjar vilja augsýnilega ekki hætta neinu og setja fram sinn besta mann, Hohmann, þjálf- ara og styrkja sjerstaklega fram- línuna og bakverðir og markvörð- ur verða þeir sömu og á fyrsta leiknum. Lið Þjóðverjanna verður þannig skipað: Þjóðverjar Jentzsche Liidecke Bertram Lurz Althoff Voss Kraft Peschel Hohmann Lindemann Linken ★ Þorsteinn Björgvin Bj. Haukur Ingólfur Magnús Bergst. Brandur Björgvin Schram Ólafiír Hjörtur Gunnar Ewald Berndsen Víkingur Eins og sjá má af þessu liði, fær Víkingur „lánaða“, markvörð og miðframvörð frá K. R. og hægrí útframherja frá Val. Víkingur héf ir því tekið sama ráð og Valur að styrkja lið sitt. Dómari verður Guðjón Einars- son. Á Þingvöllum. í gærmorgun skoðuðu þýsku knattspyrnumennirnir söfnin í bænum og eftir liádegi fóru þéir í boði ríkisstjórnarinnar til Þing valla. Fengu þeir sæmilegt verð- ur, en nokkuð hvast. Fulltrúi rík- isstjórnarinnar var Magnús Vigpir Magnússon, en í förinni voru for- seti f. S. I., Ben G. Waage, for- menn knattspyrnufjelaganna og fulltrúar í K. R. R. Gengið var um vellina og sögustaðir skoðaðir og á eftir var miðdegisverður í Val- höll. Tót í boði Kveldúlfs. í fyrradag var knattspyrnumönn unum boðið að skoða fiskverkun- arstöðvar Kveldúlfs og hina nýju niðursuðuverksmiðju S. I. F. For- stjórar Kveldixlfs, Richard, Haukur og Thor Thors tóku á móti knatt- spyrnuniönnunum og buðu þeim td kaffidrykkju á Hótel Borg. Thor ' Jl ) Tliors ávarpaði þar gestina. D,L Erback þakkaði með ræðn og þakk aði góðar viðtökur og mikla gest- risni. Að lokum gaf Kveldúlfuv knattspyrnumönnunum Egils sögu Skallagrímssonar. u? í dag fara Þjóðverjar í Hafn- arfjörð og víðar um nágrennið í boði Morgunhlaðsins. Japanar vrðu þess fljótt varir að Kínverjar reyndu að vinna gegn þeim með því að eyðileggja uppskeruna á ökrunum. Þeir settu þess vegna herverði til þess að hafa eftirlit með ökrunum. Annar dagur hins al- menna kirkjufundar Annar dagur hins almenna kirkjufundar hófst í gær kl. 9 Vfc með sálmasöng og morgunbænum, er Steingrímur Benediktsson stjórnaði. Flutti hann stutta hugleiðing út frá Sálm. 103, 8. Fundarstjórar dagsins voru kosnir Sigurbjörn Á. Gíslason cand. theol. og sjera Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur. Síðan hófust umræður um hin ágætu framsöguerindi sjera Þorsteins Briem og Ingimars Jóhannessonar kennara frá deg inum áður: Kristindómurinn og æskan. Nefnd sú, er kosin var til að skila tillögum, hafði lokið störf um og voru tillögur hennar lagðar fram fyr.ir fundarmenn á fjölrituðum blöðum. Sjera Þorsteinn Briem hafði framsögu fyrir nefndina og fylgdi hann hverjum lið tillög- unnar fram með ýtarlegri grein argerð. Að því loknu hófust umræð- úr og tóku þessir til máls: Jórunn Guðmundsdóttir, Jóhann B. Guðnason, ‘'sjéra Guðbrandur Björnsson, Stefán Hannesson kennari, Knud Zimsen, Sigurbjörn Einarsson, sjera Árni Þorsteinsson, Steingrímur Benediktsson, Guðrún Lárusdóttir, Guðmundur Magnússon og Sigurður Þorsteinsson. Að loknum sálmasöng hófst matarhlje. Málefnanefnd var kosin á fundinum og hlutu þessir kosn- ingu: Sjera Friðrik Rafnar, Sigurbjörn Á. Gíslason, sjera Þorgrímur Sigurðsson, sjera Gíslí Brynjólfsson, Jórunn Guðmundsdótt.ir, Arn þórshvo.li, Árni Gíslason, Isafirði, sj.era Sigurður Z. Gíslason, Ásmundur Gestsson, sjera Árni Sigurðsson, frí- kirkjuprestur, Jónas Tómasson, sjera Erlendur ÞórðarsoA óg Guðbrandur Jónsson, Spá-Í kellsstöðum. Kl. 1^2 e. h. hófst fundur aftur með framsöguerindi sjera Friðriks Ragns, vígslubiskups. Reifaði hann annað dagskrármál fundarins: Kirkjan og docentsmálið. Rakti hanú í stuttu máli sögu þessa máls, með það fyrir augum einkum, að sýna fram á, hve rjettaráfstaða þjóðkirkjunnar gagiivart ríkisvald inu væri hættulega ábótavant, þar sem í hlutaðeigandi ráðherraem- hætti og í kennaraembætti guð- fræðideildar Háskólans, megi skipa menn, án nokkurs tillits til vilja kirkjunnar, og jafnvel án tillits til þess, hvort heiðnir væru eða kristnir. Urðu allmargvíslegar umræður um þetta dagskrármál og töluðu þar: Sjera Björn 0. Bjprnsson, sjera Eiríkur Albertsson, Gísli Sveinsson, sýslumaður, Knud Zim- sen, sjera Sigurður Pálsson, sjera Sigurður Z. Gíslason, sjera Páll Sigurðsson, frú Þórunn Guðmunds dóttir, Valdemar Snævarr, skóla- stjóri. Nokkrar tillögur bárust, var þeim og afgreiðslu málsins vísað til nefndar. Þessir hlutu sæti í nefndinni: Friðrik Rafnar, vígsluhisknp, Knud Zimsen, fyrv. borgarstjóri, FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.