Morgunblaðið - 03.07.1938, Side 2

Morgunblaðið - 03.07.1938, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. júlí 1938, Fjórar nýjar kröfur Sudeten- Þjóðverja í Tj ekkoslo va kí u p Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gser. að er óttast að nýir örðugleikar kunni að koma upp í sambúð Þjóðverja og Tjekka, þar sem stjórnin í Prag hefir neitað að taka til greina eftirtaldar fjórar kröfur Sudeten-Þjóðverja: 1) að Sudeten-Þjóðverjar fái eigið löggjafarþing — sudeten-þýskart „Volkstag“, 2) að Iögregluvaldið í sudeten-þýsku hjeruðunum verði fengið í hendur Sudeten-Þjóðverjum sjálfum, 3) að öllum ráðuneytum verði skift í deildir með tilliti til þjóðabrotanna. 4) að stjórnin í Prag gjaldi skaðabætur fyrir tjón það, sem Sudeten-Þjóðverjar hafa beðið af hennar völdum síð- an 1918. 50 lulltrúar á full- frúaþin^i sambands isl. barnakc nnara Fjölmörg mál r æ d d Undanfama daga hefir fulltrúaþing Sam bands ísl. bamakennara verið háð hjer í Reykjavík. Sátu það um 50 fulltrúar úr öllum sýslum landsins. Helstu málin, sem tekin voru fyrir, voru þessi: Kennara- mentunin, atvinnumál unglinga, ríkisútgáfa skólabóka, kvik- myndakensla í skólum, útgáfa landkortabókar, móðurmáls- kenslan, lífeyrir kennara, launamál þeirra og undirbúningur að hátíðahöldum á 50 ára afmæli kennarasamtakanna næsta ár. Jón Þorsteinssön: Fagnið góðum gestum! Kennaramentunin. Kennarar hafa almennan á- huga fyrir aukinni mentun stjettarinnar og krefjast mik- illa endurbóta í því efni. Hafa þessi mál verið til umræðu á undanförnum kennaraþingum og árangur þess orðið m. a. sá, að fyrir síðasta Alþingi var lagt frumvarp þess efnis, að stofn- að skyldi embætti í uppeldis- Vísindum við Háskólann hjer. Er ætlunin að kennarar geti stundað þar nám aðallega í frí- stundum sínum. Málið dagaði uppi á Alþingi, en í því sam- bandi voru samþyktar svohlj. tillögur á þessu þingi: „1. Fulltrúaþing S. I. B. 1938 beinir þeirri eindregnu áskorun \i\ Alþingis, að stofnað verði nú á næsta Alþingi prófessors- embætti í uppeldisvísindum við Háskóla íslands. 2. Fulltrúaþingið felur stjórn S. í. B. að vinna að því, að starfandi kennurum verði gert kleift að hagnýta sjer kenslu í fyrirhugaðri deild í uppeldis- Vísindum við Háskóla íslands“. Atvinnumál unglinga. Um það mál voru samþyktar eftirfarandi tillögur: „1. Fulltrúaþing S. í. B. skor- ar á stjórn sambandsins að vinna að því eftir megni, að haldið verði áfram undirbún- ingi þess að koma á fót opin- berum vinnuskóla fyrir ungl- inga á aldrinum 14—18 ára. Leggur þingið sjerstaka áherslu á, að vinnuskólinn starfi fyrst og fremst að vetrinum, og haíi með höndum það fjölbreytt vinnubrögð, að sem fléstir ungl ingar finni þar viðfangsefni við sitt hæfi. Þó telur þingið sjálfsagt að halda áfram og auka þá sum- arvinnu, sem þegar er hafin af hálfu ríkisins og nokkurra bæj- arfjelaga, og treystir því, að haldið verði áfram því undir- búningsstarfi, sem nú ér verið að vinna, uns fengin ér viðun- andi lausn málsins, t. d. í sam- ræmi við tillögur þær, er af- greiddar voru frá fulltrúaþingi S. í. B. 1936. 2. Fulltrúaþing S. í. B. telur nauðsynlegt, að upp verði tek- in nánari samvinna en verið hefir milli skólanna, heimilanna og vinnumiðlunarskrifstofáiína um atvinnuútvegun handa ungl ingum, sem eru að yfirgefa skólann. Ættu skólarnir sjerstaklega að gera sjer far um að athuga og rannsaka hæfileika bái'n- anna, til þess að geta látið þeim í tje holl ráð og bendingar um, á hvaða sviði hvert einstakt PEAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hingað til landsins hafa kom- ið fáir erlendir fimleika- flokkar og með löngu millibili, eða sem hjer segir: 1921 einn flokkur, 1927 tveir flokkar og 1934 einn flokkur. Þessir flokk- ar hafa hver fyrir sig sýnt gjör- ólíkár leikfimisaðferðir, en allir hafa þeir haft mjög æfðu fólki á að skipa og sumir sýnt afburða góða leikfimi. Nú er fimti flokk- urinn á leiðinni og kemur hingað sennilega í kvöld. Þessi flokkur er K. F. U. M. flokkurinn frá Stökkhólmi, sem er þektur ann- aðhvort af sjón eða afspurn í öll- um þeim löndum, þar sem Lings- leikfími er iðkuð. Þegar Svíum hefír þótt mikils við þurfa að kynna sína leikfimi í öðrum löndum, hafa þeir nú í áratugi oftast valið til þess K. F. p. M. flokkinn, og nú síðast var hann sendur á fimleikamótið, sem haldið. var í Osló síðast í maímán- uði. Hann hefir einnig véríð send- ur á nokkra Olympíuleika og á a. m. k. tvær heimssýningar. Síðan árið 19,03 hefir flokkur- inn haft sama kepnara, hr. Sirsten Anderson; má hiklaust telja hann meðal allra þektustu leikfimiskenn ara, sem nú eru uþpi. Eftir þeim bestu heimildum, sem jeg ga.t feng ið, hefir flokkurinn sýnt í þessuni ÍÖndum utan SvíþjóðárV Noregi, Danmörku, Skotlandi, Bnglandi, Frakklandi, Belgíu, Ilollandi, Þýskalandi, Tjekkóslóvakíu, Lett- landi, Estlandi og Finnlandi og haft margar sýningar í flestum löndunum. Jeg sá K. F. U. M. flokkinn í fyrsta sinni í Gautaborg 1923 og mjer er enn í minni hinn mikli svipur, sem var yfir hohum, og kváð hárfínt og nákvæmt hann Vár æfður. Því.miður gat. jé'g ekki sjeð nema lítið af sýningu flokks- ins í Osló nú í vor, en jeg sá nóg til þess, að jeg get fullvissað alla um, að flokkurinn er þaulæfður. Alíir, sem ekki þjást af sjiík- dómum, bæði konur og karlar, Fór Knickerbocker með fleipur? Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. erslunarsamningum milli Pólverja og Þjóðverja var lokið í gær. Aukast við- skifti milli Póllands, Þýska- lands og Danzig að talsverð- um mun. Ræður, sem fluttar hafa ver- ið í Þýskalandi í sambandi við þenna samning, leiða í ljós góða vináttu milli Þjóðverja og Pólverja. T.elja margir þess- vegna að spádómur Huberts Knickerbockers um aö Danzig verði næsta takmark Hitlers, sje út í bláinn. 60 ára er í dag, Grímur Þórð- arson, Grettisgötu 22 B. ættu að iðka einhverja leikfimi og fólk, sem íþróttir stundar, ætti að iðka leikfimi að minsta kosti nokkurn tíma úr árinu. Enda þótt þessi sænski flokkur, sem hingað kemnr, sýni aðeins leikfimi fyrir úrvals karlmenn, er nauðsynlegt fyrir alt fólk, sem áhuga hefir fyrir aukinni hreysti, að sjá hann. Fyrir okkur íþróttakennara er vitanlega stórfengnr að fá flokk- inn hingað. Við mnnum því fylgj- ast með öllum sýningum hans af miklum áhuga og viljum eindreg- ið hyetja alla til að gera það sama. Svíar hafa tekið á móti íslensk- um íþróttamönnum af mikilli rausn. Fögnurn því góðnm gest- um og gerum dvöl Svíanna hjer ánægjulega. Jón Þorsteinsson. j§kemlun að Eiði i dag jálfstæðiskvennaf jelagið .Hvöt gengst fyrir skemt un á skemtistað Sjálfstæðis- manna að Eiði í dag. Meðal annars sýnjr úrvalsflokkur kvenna úr Ár- manni, sem fór til Noregs í sumar, fimleika undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Önnur skemtiatriði verða ræðuhöld og dans. Ræður flytja frú Guðrún Guðlaugs- dóttir varaformaður ,,Hvatar“ og frú Marta Indriðadóttir. Að sjálfsögðu er skemtunin bæði fyrir konur og karla, unga sem gamla. Útlit er fyrir gott v.eður í dag. í góða veðrinu síðastlið- ,inn sunnudag komu að Eiði á 6. þús. manns. Eins og þá má búast við að fólkið fari í ýmsa leiki á hinu mikla graslendi, fari í sjó- bað og skemti sjer á annan hátt. Ferðir að Eiði verða frá öll um bifreiðastöðvunum, (einn- iö vörubllstöðinni) með drætisvögnum og sjóleiðis frá Jteinbryggjunni. Morgunblað- ið vill skjóta því til bifreiða- stjóra að aka alla leið niður að hliðinu við Eiði en stansa ekki á melunum fyrir ofan. Síðastl. sunnudag kom það fyr- ir að fótfráa fólkið gekk á móti bifreiðunum, en gamla fólkið beið niður við hliðið og varð þess vegna að bíða lengur eftir farkosti en aðrir. Merki verða seld að Eiði í dag, til ágóða fyrir skemtistað inn. Kosta þau 25 aura. Einn ig verða happdrættismiðar stað arins á boðstólum. Ef veðurhorfur versna, svo að aflýsa verði skemtuninni, verður það tilkynt í hádegis- útvarpinu í dag. jfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiia S | I Hit.i Schmeling 32 I I sinnum á 124 sek. f Joe Louis. Á 124 sek. kom heimsmeist- arinn í hnefaleikjum, Louis á Schmeling • 14 vinstrihandar- höggum á höfuð hans og 18 hægrihandarhöggum á skrokk hans. Tvisvar fell Schmeling í gólfið og reis í fyrra skiftið eftir að búið var að telja upp að 4, og í síðara skiftið að 5. • Schmeling sagði eftir leik- inn, að það hafi verið fyrsta höggið, sem gerði út af við sig. „Nýrnahöggið var ólög- legt — það dró allan kraft úr mjer. Það er versta höggið, sem jeg hefi fengið og það var ótvírætt „foul“. Verður Litvinoff að skilja við kanu sfna? Hún er ensk Frá frjettaritora vorum. Khöfn í gær. Skeyti frá Varsjá til „Poli- tiken“ segir aö Jesof, for- ingi hinnar alræmdu GPU leyni lögreglu, hafi neytt Litvinof til þess aÖ leita skilnaðar hjá dóm stólunum frá konu sinni, sem er ensk að fæðingu. Orsökin, sem gefin er upp fyrir skiInaS- inum, er að í Moskva gæti vax- andi andúðar gegn útlending- um. Pólsk frjettastofa segir, að GPU lögreglan hafi skotið konu Litvinoffs. FLÝBI STALIN. London 2. júlí. FÚ. Japanar telja sig hafa kom- ist yfir ýms hernaðarleyndar- mál Sovjet-Rússlands, með því að rússneskur embættismaður, að nafni Lushkov, hafi komist undir þeirra hendur, er hann fiýði til Manchukuo undan ó- náð Stalins. í japönsku frjett- inni segir, að Lushkov hafi flú- ið Sovjetríkin, þegar upp komst um samsæri til að myrða Stalin og kollvarpa Sovjetstjórninni og hafi Lushkov verið einn sam særismanna. í Moskva er borið á rnóti því, að Lushkov hafi flúið til 1 Manchukuo.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.