Morgunblaðið - 03.07.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.1938, Blaðsíða 6
MQRGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 3. júlí 1938, C Síðasti dagur Iiins alm. kirkjufundar Eftir hádegi á föstudag hjelt hinn almenni kirkjnfnndur áfram störfum undir forsæti Gísla JBveinssonar sýsltananns. Aður en gengið var til dagskrár fjekk síra Pjetur J. Oddsson leyfi til að flytja stutt ávarp. Mintist hann á, að bræðurnir Ríkarður Jónsson skurðlistarmaður og Pinn «r Jónsson listmálari væru báðir úr sömu sókn — frá Djúpavogs- *ókn. Sú stund væri sigurstund þjóðarirmar allrar, er íslenskur andi ynni nýja sigra. Þjóðinni væri því eigi vansalaust að bygð- ir þær, er þá ólu, ættu ekkert það, er minti á nöfn þeirra. Hngmynd væri vakin um að fá útskorinn prjedikunarstól frá hendi Ríkarðs Jónssonar og alt- aristöflu, málaða af Finni Jóns- jyni í væntanlega kirkju á Djúpa- vogi. Þjóðin öll ætti að gjalda sína þakkarskuld við þessa lista- »enn m. a. með því að gera þessa hugmynd að raunveruleik. Bað hann fundarmenn að styrkja málefnið með einhverjum fjárframlögum. — Lá söfnunar- listi frammi 5 síðustu klst., er fundurinn starfaði, og komu inn kr. 167.00 á þeim tíma. Nú voru fram lagðar tillögur í dócentsmálinu. Að umræðum lokn um var gengið til atkvæða. Dag- skrártillaga Knud Zimsens um að vísa málinu frá var feld með 52:45 atkv. Þá var eftirfarandi tillaga sam- þykt með 78 atkvæðum gegn 1: „Kirkjufundurinn lítur svo á, að veiting dócentsembættisins við guðfræðideild Háskólans síðastlið- inn vetur sje bein móðgun við kirkju landsins og skorar á kirkju ráð að láta undirbúa löggjöf, er tryggi kirkj'unni svo mikið sjálf- stæði, að svipað geti ekki endur- tekist“. Önnur tillaga var samþykt í málinu með 47 atkvæðum gegn 12, svohljóðandi: „Kirkjufundurinn leyfir sjer að skora á sr. Sigurð Einarsson, að taka aftur opinberlega allar guð- Jeysis og siðleysisfullyrðingar í ýmsum eldri og J'ngri ritgerðum sínum, eða að segja af sjer dóc- entsembættinu að öðrum kosti“. í umræðunum um tillögurnar tóku þátt þessir: Sigurbjörn Á. Gíslason, sr. Priðrik J. Rafnar, Stefán Hannesson, Ásm. Gestsson, Þorvaldur Kjartansson og Jórunn Guðmundsdóttir. Þá var tekinn fyrir dagskrár- liðurinn „Önnur mál“. Jón Þ. Bjömsson fylgdi svo- hljóðandi tillögu sinni úr garði með noklrmm orðum: „Pundurinn . ályktar að skora á þing og stjórn að ljetta algjorlega innheimtu prestanna sjððsgjálda af sóknarnefndum, og fela þá inn heimtu, eins og aðra innheimtu ríkisgjalda, innheimtumönnum rík isins á hverjum stað“. Samkvæmt tillögu Gísla Sveins- sonar var tillögunni vísað — sam þyktri — til kirkjuráðs. Skólastjórinn á Eiðum, Þórarinn Þórarinsson bar fram svohljóð- andi tillögu: „Pundurinn væntir niikils af íþróttastarfseminni í landinu og skorar á presta og kennara og aðra æskulýðsleiðtoga að ljá henni hiklaust fylgi sitt“. Tillagan var samþykt einum rómi. Ennfremur var svohljóðandi ti! laga samþykt: .. „Pundinum er Ij’ós þýðing kristi legra barna- og æskulýðsblaða og heitir á menn til stuðnings við slík blöð“. Er fundur hófst á ný, eftir ltaffi talaði S. Á. Gíslason nokkur orð og lagði fram fyrir fundinn svohljóðandi tillögu frá Guðrúnu Lárusdóttur: „Fundurinn skorar * fC' "prgsta landsins, að veita söfnuðum sín- um, hver á sínum stað, fræðslu um kristinboðsstarfið víðsvegar í heið- ingjalöndunum og verja til þess sjerstökum messudögum, sem aug lýstir sjeu fyirfram“. Tillagan yar samþykt í ein'u hljóði. 2. fundardaginn var Horin uþþ og samþykt svohljóðandi tillaga frá sjera Sigurði Z. Gíslasyni: „Kirkjufundurinn ályktar, að lýsa vfir því, að hann telur nautn áfengis, tóbaks og ýmsra annara eiturlyfjá svo mjög útbreidðá og svo ört vaxandi með þjóðinni, að eigi sje annað sýnilegt, en að fjár- hagur hennar, heilbrigði og sið- gæði sje í beinnm voða, ef ekki verður þegar rönd við reist. Samþykkir því kirkýufundurinn, um leið og hann heitir á alla hugs andi menn í landinu til öflugs liðsinnis við bin<lindismálið, að kjósa úr hópi fundarmanna 3ja manna samvinnunefnd við fram- kvæmdarnefnd Stórstúku íslands og sjerhvern annan fjelag|^kap, er vinna vill að eflingu bindindis um gagngjör ráð til framkvæmda í þessu aðkallandi nauðsynjamáli þjóðarinnar". í hlutaðeigandi nefnd hlutu kosn ingu Sigurður Halldórsson, Rvk., frú Jórunn Guðmundsdótir, Arn- þórsholti og Sigmundur Sveins'son, Rvk. I undirbúningsnefnd hinna almennu kirkjufunda voru endur kosnir: Gísli Sveinsson, sýslumaður, Ás mundur Guðmundsson prófessor, sjera Sigurgeir Sigurðsson, ísa- firði, Priðrik J. Rafnar, vígslu- biskup Ak„ Sigurbjörn Á. Gísla- son, cand theol, Ólafur B. Bjöins- son kaupm. Akranesi og Yaldemar V. Snævarr. Ennfremur voru 7 varamenn einnig endurkosnir. Hófust því næst fundarslit með kveðjuorðum Gísla Sveinssonar, sýslumanns, til fundarmanna og þakkarorðum til K F. U. M. fyrir húslán og kvenfjelagi safnaðanna í Reykjavík fyrir hinar rausnar- legu veitingar. Þessir fundarmenn mæltu þakkar og árnaðarorð: Jór unn Guðmundsdóttir, Stefán Hann esson, Magnús Stefánsson, Valde- mar Stefánsson, Jón Engilberts- son, sr. Þorgrímur Sigurðsson, Knud Zimsen, Árni Gíslason, Árni Þórarinsson og sjera Guðmund- ur Einarsson. Þá var sunginn kirkjufundarsálmur, eftir sjera Böðvar Bjarnason. Þá á eftir var guðræknisstund er próf Ásmund ur Guðmundsson stýrði, þar sem hann minntist sjerstaklega orð- anna, Jóh. X. 1-4. Seinustu stundir liins 4. kirkjufundar sameinuðust hinir 200 fundarmenn í bæninni: Faðir vor, er allir báðu uppháft og því næst hljómaði sigursöngur inn : Son guðs ertu með sanni. Það er hið seinasta er frjettist af þessum fundi, en síðar um kvöld ið söfnuðust nokkrir fundarmanna til sameiginlegrar altarisgöngu í dómkirkjunni. Sjera Þorsteinn Briem prófastur, þjónaði fyrir altari. Kirkjufundurinn er á enda. Hin fjölmenná fundarsókn frá öllum hjeruðum landsins, hin þjettskip- uðu sæti í fundarsölunum alla fund ardagana og fjölbreyttu nmræður — alt þetta er bjarmi hins nýja dags í trúar og siðgæðislífi þjóð- arinnar, sem fjölmargir þeirra bíða með eftirvæntingu, sem eiga ást á háfleygum hugsjónum og bjartar framtíðarvonir og starfsþrek til handa „fjallkonunni fríðu“. Guð blessi henni framtíðina. Pjetur T. Oddsson. Annað hefti af Austurstræti kem ur út á morgun. Sextug: Frú Anna Bessadóttir I fjarveru næstu tvær vikur gegnir Ólafur Þorsteinsson hálsl., sjerlæknisstörf- um mínum en Bergsveinn Ólafs- son augnlæknir, öðrum læknisstörf um minum. G. Einarsson. minni Orgel (Harmonium) sjerstaklega vandað, er til sölu Hentugt í kirkju o. þ. h. Uppl. gefur Oliver Gnðmundsson. Vest urgötu 56, kl. 2—3 daglega. Frú Anna Bessadóttir verður 60 ára á morgun, fædd 4. júlí 1878. Foreldrar hennar voru heiðurs- og manndómshjónin Bessi Þorleifs son skipstjóri og Guðrún Einars- dóttir, sem þá ráku véitingahús á Siglufirði', jafnhliða því sem sægarpuririn Bessi stundaði þá og af kappi sjósókn, , jafnt á þorsk- fiski og hákarl. Párra ára flutt- ist Anna með foreldrum sínum að Sölvabakka í Húnavatnssýslu, hvar hún ólst upp síðan. Prú Anna var og er enn fríð kona og myndarleg, enda snemma eftirsótt og giftist því ung manni sínum, Gísla Guðmundssyni, Prú Anna er rausnar kona liin mesta, gestrisin með afbrigðum, leysir allra vandræði eftir því sem geta leyfir, enda oft frekar. Hún má ekkert aumt sjá, og á því marga virii Anna Og riiaður hennar bjuggu um skeið á Sölvabakka, ráku síð- ar greiðasölu á Blönduósi, en fluttU íringað til Reykjavíkur ár- ið 1926 og búa nú í Von lijer í bænum, Laugaveg 55. Þau hjónin Anna og Gísli eiga 5 börn á lífi, 3 dætur og 2 sonu, öll gift. Dæturnar verslunarmönn um. Ajpnar sonurinn rekur hjer verslun, en hinn er skipstjóri í Hafnarfirði, og heitir sá Bessi. Frú Anna hefir verið börnum . sín'um ástrík og umhýggjusöm móðir eins og framast má vera og eiginmanninum hollur og tryggur lifsförunautur, ymhyggjusöm með afbrigðum fyrir sínu heimili og forkur dugleg. Margir skyldir og vandalausir munu því minnast hennar á af- mælisdaginn með þökk og óska henni gleðiríkrar framtíðar. B. v-ÁV_( crr^i'n Skaftfellingur hleður til Víhuf á morgun. Best að auglýsa í Morgunbllaðinu. Framköllun. Kopiering. Stækkanir. iiiiiiiminiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiimtimiiiiiiiiiiiininiiiitime „Austurstræti" annað hefti kemur út á morgun. Efni: Æfintýralandið og anðæfi þess. — Skopkaflar með myndum. — Fólkið í borginni. — Þrjú brjef um ungu stúlkurnar. — Vitið þjer að ?. — Er- lendir dátar og íslenskar stúlkur og fjölda margt annað. VERÐ aðeis 30 aura. I. S. í. 4. kappleikur. Á K. R. R. Þýska úrvalsliðið - íslenska úrvalsliðið I mánudagskvöld kl. 8 stundvíslega. Geta landarnir sigrað? Allir standa á öndinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.