Morgunblaðið - 03.07.1938, Síða 3

Morgunblaðið - 03.07.1938, Síða 3
Sunnudagur 3. júlí 1938. MORGUNBLAnIÖ 3 Sænsku fim- leikamennirnir koma í kvöld Sænski fimleikaflokkurinn kemur með Dr. Alex- andrine í kvöld. Flokkurinn verður hjer í viku — fer aftur með Drottn ingunni mánudaginn annan er kemur. Hann heldur hjer tvær sýningar — samkvæmt dagskrá — á hriðjudags- kvöld og á fimtudagskvöld á íþróttavellinum. Móttökunefnd skipa Guðl. Rósinkranz, Jón Kaldal, Jens Guðbjörnsson, Vilhj. Þ. Gísla- son og Erlendur Pjetursson. Þegar Dr. Alexandrine kem- ur í kvöld tekur Guðl. Rósin- krans á móti íþróttamönnunum á bryggjunni. Kl. 9 í kvöld verður gestunum fagnað með tedrykkju að Hotel Borg. Á meðan þeir dvelja hjer fara þeir í boði bæjarstjórnar Rvíkur til Gullfoss og Geysis (á miðvikudaginn), í Vatna- skóg í boði K. F. U. M. (á föstu daginn), til Þingvalla í boði ríkisstjórnarinnar (á laugar- dág). Á sunnudagskvöld verð- ur kveðjusamsæti með dansleik að Hotel Borg. Áður en sýning hefst á þriðju daginn gengur fimleikaflokkur- inn fylktu liði frá Mentaskólan- um upp á íþróttavöll, með lúðrasveit í broddi fylkingar. (Fagnið góðum gestum.. Sjá bls. 2) Engin sild frá Horni ti! Langaness Ekki hefir frjest af neinni síld alt frá Horni til Langaness" símar frje.ttaritari Morgunblaðsins á Siglufi.'ði í gærkvöldi. Plotinn er nú dreifð ur á öllu þessu svæði. Kulda í sjónum og óhag- slæðu veðri er kent um. Flotinn fór út í fyrradag. og var þá batnandi veður en 'ialsverður sjór og kalt. 1 gær var gott veður á Siglu firði framan af degi, en er á daginn íeið, fór að hvessa aft- ur ;tf rorðaustri. Var ennþá nokkuð kalt. Austur við Langanes var einnig farið að hvessa af norö- austri. Finnur Jónsson dæmdur Finnur Jónsson hefir með dómi, uppkveðnum í und irrjetti nú í vikunni, verið dæmdur í 200 króna sekt og 150 króna málskostnað og um- mæli hans dauð og ómerk í meiðyrðamáli því, er Þormóð- ur Eyjólfsson, formaður stjórn- ar Síldarverksmiðja ríkisins, höfðaði gegn honum út af rógs- grein, er birtist í Alþýðublað- inu í s.l. des., um vátrygging- ar síldarverksmiðjanna. Vísinöastarf próf. Lárusar Einarsonar Prófessorinn kom heim í sumarleyfi í gær | árus Einarson, prófessor í Ár- ósum, var meðal farþega á Gullfossi " ■'* í gær, ásamt frú sinni og dóttur, 9 mán- aða. Þau munu dvelja hjer 2 mánuði, eða þann tíma, sem prófessorinn hefir sumarleyfi. Tíðindamaður Morgunblaðsins bitti Lárus próféssor að máli í gær og fekk hjá honum ýms- ar upplýsingar viðvíkjandi starfi hans í þágu vís- indanna, en hann er sem kunnugt er þegar víð- kunnur fyrir vísindastarfsemi sína. — Jeg er ekki vel upplagður til þess að tala við blaða- menn, er það fyrsta, sem prófessor Lárus segir, því að jeg hefi sjóíiðu eftir ferðina heim. Við fengum lengst af versta v.eður á le.iðinni, nema daginn, sem við komum upp að landinu, þá„var veðrið dásamlegt og landsýnið ógleymanlegt. \okkur orð ftá dr. Erbach Hr. ritstjóri! ýsku knattspyrnumennirn.ir hafa nú dvalið á íslandi í viku, hafa notið hinnar orð- lögðu íslensku gestrisni, hinn- ar sjerkennilegu fegurðar eyj- arinnar og hafa þreytt nokkra kappleiki við íslenska íþrótta- menn af sönnum íþróttahug. Mjer liggur þessvegna mjög á hjarta að þakka nú þegar opinberlega fyrir hönd þýsku knattspymumannanna hina miklu gestrisni, sem hafin er yf ir alt lof og íþróttasamhug, sem okkur hefir verið sýndur jafnt af hálfu hins opinbera sem frá öllum almenningi, en fyrst og fremst viljum við þó þakka móttökunefndinni og formanni hennar, Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra. Leikirnir, sem þegar hafa verið háðir, hafa leitt í ljós, að íslenskir knattspyrnumenn hafa lært mikið síðan 1935. Það sem þeir eru síðri frá sjónarmiði tækni og ,,taktik“, hafa þeir jafnað, eins og árangur undan- farinna leikja hefir sýnt, með auknum bardagahug og sigur- vilja, sem sýnir að hinn sigur- vissi gamli víkingaandi lifir enn á íslandi. Þýsku knattspyrnumennirnir áttu við ýmsa örðugleika að etja fyrst eftir að þeir komu hingað eftir átta daga sjóferð, vegna breyttra vallar og vind- skilyrða og loftslags og mat- aræðisskilyrða, svo að leikhæfi- leikar þeirra hafa ekki komið fram að fullu, í tölum mælt. En flestir leikmannanna hafa nú vanist hinum nýju skilyrð- um og náð sjer aftur líkamlega, svo að nú hefir verið hægt að bæta við fimta leiknum n.k. miðvikudag 6. júlí við fjelögin K. R. og Fram (sameinuð). Jeg vona þessvegna, að síð- ustu leikirnir og þá fyrst og fremst síðari kepnin við ís- lenska úrvalsliðið á mánudag- inn 4. júlí sýni sjerstaklega góða knattspyrnu, og að þá fyrst fáist úrslit á knattspyrnu- legan mælikvarða. Þýsku knatt spyrnumennina hlakkar mjög til þessara síðustu leikja og eru að búa sig sjerstaklega undir þá. Jeg kveð íslensku þjóðina í þeirri von, að þessi ferð þýskra knattspyrnumanna til íslands í ár marki aftur tímamót í vin- gjarnlegri samvinnu beggja þjóða. Með hjartanlegri íþróttakveðju, dr. Erbach. Frk Irma Weile Barkany talai’ í dag kl. 17,40 til útlanda í stutt- bylg’j'uútvarpið og er þetta í síð- asta sinn, sem hún talar þar. Að þessu sinni talar hún á þýsku og’ ítölsku og erindin fjalla um ís- land. Láms Einarson. Söngskemtun Karlakórs Iðn- aðarmanna Karlakór iðnaðarmanna ætl- ar að halda söng. kemtun hjer í bænum í þessari viku. Kórinn fór fyrir skömmu í söngferð til Norðurlands og hjelt söngskemtanir á Isafirði, Siglufirði, Akureyri, að Skútu- stöð.um við Mývatn, Sauðár- króki, Blönduós, Borgarnesi og Akranesi. Einnig söng kórinn fyrir sjúklingana að Kristnes- hæli. Fararstjóri var Ólafur Páls- son, formaður Karlakórasam- bandsins. Kórnum var alstaðar ágæt- lega fagnað. Söngkórar tóku á móti honum á Isafirði, Siglu- firði, Sauðárkróki, Akureyri, Borgarnesi og Akranesi og greiddu á ýmsan hátt fyrir ferð hans. Mikla athygli vöktu einsöngv arar kórsins, Maríus Sölvason (tenor) og Halldór Guðmunds- son (baryton). Maríus hefir aldrei komið fram áður opin- berlega, en söngur hans þótti, í ferðalagi þessu, með þeim ágætum, að tvímælalaust má vænta mikils af honum í fram- tíðinni. Söngstjóri fir Páll Halldórs- son. Sonja Henie, hin fræga norska skautakona, leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni, sem sýnd er í Nýja Bíó um Iielgina, 4„Á hálum ís“. Myndin gerist í vetrarhóteli í Sviss, er fallegt ástaræfintýri í fögru umhvbrfi. Sonja er orðin vin sæl „stjarna“ í Ilollywood, og það er víst, að allir hafa gaman af að sjá hana leika listir sínar á skaut um, og um það svíkst huri ekki í þessari mynd. Eimskip. Gullfoss kom frá út- löndum kl. 3—4 í gær. Goðafoss er á Akureyri. Brúarfoss fór í'rá Gi’imsby í gær áleiðis til Kaup- mannahafnar. Dettifoss fór frá Ilamborg í gær áleiðis til EÖull. Lagarfoss fór frá Káupmannahöfn í gær. Selfoss fór frá Antwerpen í fyrrakvöld kl. 7 áleiðis til Hull. — En hvað getið þjer sagt okkur frá yðar starfi? spyr tíð- indamaður blaðsins. Prófessor Lárusi fórust þann- ig orð: — Jeg fæst nú við rannsókn- ir á ýmsum heilasjúkdómum, sjerstaklega diffus sklerose. Þessi sjúkdómur er náskyldur hinni svokölluðu multipel- sklerose. Margar orsakir valda þessum sjúkdómi, svo sem með- fædd bygging, viðurværi og ýmsar smitanir, t. d. berklar o. fl. Sjúkdóíriurinn kemur að- allega fram í tveim formum, og er það fyrra formið, sem j.eg fæst aðallega við og það liggur uppi í heilanum, en hitt í mænunni og mænukylfunni og að nokkru leyti líka í heil- anum. Við höfum getað aðskilið 10 sjerstök form þessa sjúkdóms, ■m eru anatomiskt frábrugðin. Og ei.nmitt þessi anatomiski mismunur stafar af hinni mis- munandi samtengingu hinna ýmsu ,or§aka. Rit um þetta efni er komið í prentun og kemur út í haust í 10 ára hátíðariti háskólans í Árósum. Auk þess kemur rit- gerðin út í sjerstakri bók, sem Levin & Munksgaard gefur út í Khöfn og Georg Thieme í Leipzig. RANNSÓKNIR Á RIÐU í SAUÐFJE. I rannsóknarstofunni hjá mjer hefir s.l. ár unnið ungur ís- lenskur læknir, Snorri Hall- grímsson, ættaður úr Eyjafirði. Hann hefir fengist við rann- sóknir á riðu í íslensku sauð- fje. Við höfum fengið send inn- ýfli, heila og mænu úr kindum bæði úr Eyjafirði og Skaga- firði, en þar hefir veiki þessi gert allmikið vart við sig. Verð- ur innan skams birt ritgerð á íslensku um þessar rannsóknir. En síðar verða þessar rann- sóknir birtar í stærra og ýtar- legra formi í erlendu tímariti. Með þessum rannsóknum er slegið föstu, að riðuveikin í ísí. sauðfje er sóttnæmur sjúkdóm- ur, sem fyrst og fremst verlsar á taugakerfið (men,ingo-encep- halo-myelit). Aðalmeinsemdin liggur í heilahimnunum og heil anum. En vegna eiturverkana frá þessari meinsemd veikjast leiðslubrautir og frumur í mæn unni, og hefir það mikla þýð- ingu fyrir ytri einkenni sjúk- dómsins. Ekki ,er ósennilegt, að viður- væri kindanna hafi einhverja þýðingu svo að sóttkveikjan nái fastari tökum, eins og á sjer stað um marga taugasjúkdónia bæði hjá mönnum og dýrum. Um sjálfa sóttkveikjuná *ér ekki hægt að segja néitt að svo stöddu. Við höldum áfram rannsóknum á því efni. E-vitaminið. — En hvað hafið þjer nýtt að segja frá E-vitamin-rann- sóknum yðar? — Byrjað er á all-umsvifa- miklum lækningatilraunum um áhrif hveitikím-olíu á sjúklinga með vöðvarýrnun. Þessir sjúk- dómar eru mjög langvinnir, Og erfitt enn sem komið er að segja um árangur af þessium tilraunum. En þær eru þó ,;nú þegar farnar að bera árangur hjá sjúklingum, sem teknir hafa verið nógu snemma t.il meðferðar. Mjer — og sajp- verkamanni mínum, dr. Ring- sted — hefir tekist að fram- leiða hveitikím-olíu, sem er mjög virk (neuro-trop). Áf þeim árangri, sem þegar er fenginn, virðist þessi meðferð ætla að fá talsverða þýðingu fyrir þessa sjúklinga. Annars hefir E-vitamin litla þýðingu - fyrir heilbrigt fólk, sem álíta verður að fái í dag- legri fæðu nægilegt af þessu efni. En þessir sjerstöku sjúkl- ingar þurfa hinsvegar miklu meira af E-vitamini en heil- brigt fólk. Og það er fyrir þessa sjúklinga og þær séttir, sem sjúkdómsins verður vart FRAMH. Á SJÖUNDU SlÐU.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.