Morgunblaðið - 03.07.1938, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.07.1938, Qupperneq 7
MORGU N BLAÐIÐ 7 Simnudagur 3. júlí 1938. FULLTRÚAÞING BARNAKENNARA FRAMH. AF ANNARI SÍÐU barn ætti að leita sjer atvinnu, «em líkindi væru til að gæti orðið því til frambúðar". Ríkisútgáfa skólabóka. Rætt var um framkvæmdir þeirra laga í einstökum atrið- um og útgáfu nýrra kenslu- bóka. Er það eindregin ósk kennarastjettarinnar að fá meiri íhlutunarrjett um þau mál en nú er. Um það var sam- þykt eftirfarandi tillaga: „Fulltrúaþingið leggur ríka áherslu á, að Ríkisútgáfa náms- bóka gefi ekki út aðrar náms- bækur handa barnaskólum en þær, sem skólaráð barnaskól- anna leggur til að verði löggilt- ar. Enda vinni skólaráðið að því, að starfandi kennarar fái þá íhlutun um samning kenslu- bókanna, sem nauðsynleg er barnanna vegna“. önnur mál. Rætt var um tóbaksnautn barna og samþyktar tillögur þess efnis, að unnið verði að því að koma á banni á sölu og afhendingu á tóbaksvörum til bama og unglinga innan 16 ára aldurs, og auka fræðslu barna og foreldra um skaðsemi tó- baksnautnarinnar. Ennfremur var rætt um nauð syn þess að útrýma lúsinni og samþykt eftirfarandi áskorun til heilbrigðismálastjórnarinn- ar: „Fjórða fulltrúaþing S. 1. B. beinir þeirri áskorun til heil- brigðismálastjórnarinnar, að hún láti gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að útrýma lús- inni samtímis allsstaðar á land- inu. Samkvæmt eðli málsins er augljóst að útrýming lúsarinn- ar er framkvæmanleg, en hvorki skaðlaust nje vansalaust fyrir þjóðina að una við það ástand, sem nú er — a. m. k. sumstaðar á landinu. Virðist einsætt að læknar, kennarar, hjúkrunar- og yfirsetukonur um land alt leggist á eina sveif í þessu máli undir forustu heil- brigðismálastjórnarinnar“. Úr stjórninni gengu 4 af 7, sem skipa stjórn S. 1. B., og voru kosnir: Sigurður Thorla- cius, Pálmi Jósefsson, Guðjón Guðjónsson og Bjarni M. Jóns- son. Þinginu lauk með ferð full- trúanna austur að Sogsfossum og útifundi í Þrastaskógi. Þar voru m. a. flutt tvö erindi, ann- að af Ármanni Halldórssyni, magister: Frásögn frá Vín, —• hitt af Gunnari M. Magnúss: Um undirbúning fræðslulag- anna fyrir 30 árum. Að öðru ieyti var umræðum um það mál frestað vegna fyr- irhugaðra hátíðahalda næsta ár. Forsetar þingsins voru: Frið- rik Hjartar, skólastjóri á Siglu- firði, Gísli Jónasson, yfirkenn- ari í Reykjavík, og Kristbjörg Jónatansdóttir, kennari á Ak- ureyri. Kristiim Björnsson læknir er á förum burt úr bænum. I fjarveru hans. gegna læknisstörfum fyrir hann, Óskar Þórðarson og' Páll Sigurðsson. SAMTAL VIÐ LÁRUS EINARSON FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU hjá, sem E-vitaminið hefir mikla þýðingu. Það eru til aðalLega tvenns- konar form af þessum vöðva- rýrnunar-sjúkdómum. Annað, sem mjög gengur í ættir, er genotypiskt bundið; en hitt, sem e. t. v. er nokkuð algeng- ara og ekki liggur eins í ætt- um, kemur fyrir við og við hjá einstaklingum. Sameiginlegt fyrir bæði þessi form er þó það, að hin meðfædda bygging og efnaskifti taugakerfisins hjá þessu fólki krefst sjerstaklega mikils neuro-trop E-vitamins í fæðunni og þá einkum gefið sem hveitikim-olía. Við gerum einnig tilraunir með innspýtingar á hveitikim- olíu, til þess að ganga úr skugga um, hvort það kann að hafa nokkra sjerstaka þýðingu. Við höldum einnig áfram til- raunum með þetta á dýrum. HÁSKÓLINN I ÁRÓSUM. — Þjer mintust á 10 ára há- tíðarit háskólans í Árósum. Er þetta afmæli háskólans á þessu ári? —- Já, og það verður haldið hátíðlegt dagana 10.—13. sept. næstkomandi. Verður mjög vandað til hátíðahaldanna og taka stúdentar mikinn þátt í þeim. Háskólinn í Árósum er ann- ars í miklum uppgangi. Hann var upphaflega stofnaður með einni deild, heimspekideild, en svo bættist við hver deildin af annari og síðast læknadeildin, sem nú er í mjög miklum upp- gangi. Alls voru 600 stúdentar við háskólann s.l. vetur, þar af lásu 240 læknisfræði. Háskólinn er sannkallaður augasteinn fólksins, sem legg- ur geysimikið af mörkum til eflingar hans og framfara. Há- skólinn minnir mjög á ameríska háskóla. Nú er á döfinni að stofna í sambandi við háskólann stóra deild fyrir taugasjúkdóma. Og á næstu árum kemur sjerstök deild fyrir næringarlíffræði og matvælarannsóknir, sem einn- ig á að hafa með höndum kenslu og starfsemi, er bein- línis kemur að gagni mataræði almennings. Er þetta fyrsta vís- indastofnunin í þeirri grein í Danmörku. Síðastliðinn vetur var aukin kensla fyrir hjúkrunarkonur og tekin upp sjerstök kensla fyrir 'pær hjúkrunarkonur, sem ganga út til almennings og leiðbeina al menningi (social workers). — Ilafa aðeins lærðar hjúkrunar- konur fengið þessa kenslu og er kenslan meira vís.indaleg en hjúkrunarkonur hafa feng- ið hingað til. Aðsóknin að þessu námi hefir verið mjög mikil og færri komist að en vildu. Útiskemtun heldur knattspyrnu fjelagið „Haukar“, í Unaðsdal við Hafnarfjörð. Meðal margs annars keppa knattspyrnufjelögin Valur og Haukar í handknattleik. Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8%. Ræðumaður Ingvar Árnason. Allir velkomnir. □agbók Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á N. Ljettir til. Veðrið í gær (Laugard. kl. 17): Við SV.-strönd íslands er grunn lægð, sem virðist stefna NA.-yfir landið. Vindur er A-lægur hjer á landi, hvass við S-ströndina með dálítinni rigningu. Hiti er 4—6 st. á A-land en annars víðast 8— 12 st. Helgidagslæknir er í dag, Ólafur Þorsteinsson Landspítalanum. (Sími 1774), í staðinn fyrir Grím Magnússon. Messað í dag í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 2. Sjera Þorsteinn Björnsson predikar. Safnaðarfund- ur kl. 4, sjera Garðar Þorsteinsson flytur erindi. Sigurður B. Sigurðsson konsúll hefir véríð settur aðalræðismaður Breta í fjarveru John Bowering aðalræðismanns, sem nrun dvelja í Englandi um fjögra mánaða skeið. Sveiim Bjömsson, sendiherra var ekki meðal farþega á Gull- fossi í gær, heldur sonur hans, Sveinn Björnsson. t Hjartans þakkir til allra þeirra mörgu, sem glöddu mig á sjötugsafmæli minu með gjöfum, blómum, skeytum, heimsókn og kveðjum. Þurlður Markúsdóttir, , „Ivv Hlíðarhúsum. ❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖❖< Sjálfstæðiskvennafjelagið HVÖT iieldur skemtun að Elði i dag: Skemtunin sett kl. 3 af frk. Guðbjörgu Bjarnadóttur. Ræður flytja: Frú Guðrún Guðlaugsdóttir og frú Marta Indriðadóttir. Kvennaflokkur Ármanns ((Noregsfararnir) sýnir leik- fimi. Dans hefst á pallinum kL 6. Bernburgs hljómsveitin leikur. Merki seld við innganginn og kosta 25 aura. Veitingar á staðnum. Skemtinefndin. Ásgeir Eyþórsson á sjötugsaf mæli í dag. Hjónaefni. í gær opinberðuðu trúlofun sína, Sigurjóna Friðjóns dóttir og Páll Halldórsson, Hverf isgötu 67. Happdrætti T. R. er í fullum gangi. Dregið verður 20. júlí - eða eftir 17 daga. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaharid í Kaupmanna- höfn, mngfrú Ellen Margrete Mirn er og hr. Jón Geir Ólafsson, vá- tryggingarmaður, sonur Ólafs Guð mundssonar fyrv. óðalshónda frá Sviðugörðum. Heimili hrúðhjón- anna verður; Östbanegade 175 III, Kbh. Útvarpifi: Sunnudagur 3. júlí. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sjera Sigurður Gíslason, prestur á Þingeyri). 17.40 Útvarp til útlanda (24.52m). 20.15 Erindi: Úr eridurminningum Frímanns B. Arngrímssonar (Geir .Tónasson magister). 20.45 Einsöngur (sjera Marinó Kristinsson). 21.10 Hljómplötiir; ..Dauðra eyj- an“, tónverk eftir Rachmanin- off. Móðir okkar, Þórunn Gunnlaugsdóttir, andaðist 2. þ. m. að heimili sonar síns, Hellusundi 7. Böm hinnar látnu. Jarðarför mannsins míns og föðnr okkar Einars Einarssonar, blikksmíðameistara fer fram frá fríkirkjunni mánudaginn 4. þ. m. og hefst með húskveSju frá heimili okkar, Laugaveg 53 A kl. 1 e. h. Kransar afbeðnir. Athöfninni verður útvarpað. Sigríður Jónsdóttir og dætur. Jarðarför kontmnar minnar og móður okkar, Guðrúnar Benediktsdóttur, frá Þorkelshóli fer fram frá fríkirkjunni þriðjudaginn 5. þ. m. og hefst með húskveðju að Garði í Skerjafirði kl. 1. e. h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þórður Guðmundsson og böm. Jarðarför mannsins míns, Magnúsar Snorrasonar, fer fram þriðjudaginn 5. júlí n. k. og hefst með hæn að heimili hans, Strandgötu 47 í Hafnarfirði kl. iy2 e. hád. Sigríður Erlendsdóttir. Inriilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför Guðnýjar Ólafsdóttur. Rebekka, Emilía, Ida Hjörtþórsdætur. Hjartanlega þökkum við öllum, se'm sýndu okkur hluttekn- ingu og vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður okkar og afa, Þorsteins Ágústssonar, trjesmiðs. Guðrún Hermannsdóttir og börn. Mánudagur 4. júlí. 19.20 Síldveiðiskýrsla Fiskifje- lagsins. Hljómplötur: Göngulög. 19.50 Frjettir. 20.15 Sumarþættir (V. Þ. G.). 20.40 Lýsing á úrslitakappleik í knattspyrnu á íþróttavellinum í Rvík, milli íslendinga og Þjóðverja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.