Morgunblaðið - 07.07.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1938, Blaðsíða 4
MORGUN JBLADIÐ Fimtudagur 7. júlí 1938. Qftátvk- Xaupmenn. Kaupfjelöy Corona-HaframjöliO i pöhkum er kosxiið affur. H. Benediktsson & Cn. Hessian, 50” og 7Z” Ullarballar. Kj'ötpokar, Binðigarn og saumgarn ávalt fyrirliggjandi. Sími 1370. tílAftR císlas^£^ RETVKJ.AV’fK «- Bími 1380. * LITLA 8ILST0BIN Sr nokknB nUtx. Onin allan eólarhringinn. Brey tingar á lögreglu samþykiinni Við burtför þýsku knatt- spyrnumann- anna Til umræðu á bæjar- stjórnarfundi í dag Asíðasta bæjarstjórnarfundi voru lagðar fram til 1. umræðu ýmsar breytingartillögur við lögreglusamþyktina. Hefír þriggja manna nefncl haft þetta mál til meðferðar. í nefndinni hafa þeir verið: Jónatan Hallvarðsson lögreglustjóri, Bjarni Bene- diktsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Þessar tillögur koma til 2. umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Um leið og vjer kveðjum þýska knattspyrnuliðið, sem kept hefir við knattspyrnu fjelög bæjarins og úrvalslið við ágætan orðstír, og þökkum því fyrir komuna, er rjett og skylt að athuga hvað knattspyrnu- menn vorir geta lært af gestun-i um. Fyrir komu Þjóðverjanna og jafnvel eftir fyrsta kappleik- inn heyrðust raddir um það, að íslensk knattspyrnukunnátta væri nú vel á vegi stödd og vjer þyrftum litlu að bæta við til þess að geta mætt öðrum erlendum úrvalsliðum. Þessi skoðun á víst ekki marga tals- menn eftir síðustu Icappleikina. Vjer hjeldum að hraðii knatt- spyrnumanna vorra væri einn þeirra höfuð kostur. — Þjóð- verjarnir sýndu meiri hraða, vjer hjeldum að oss væri óhætt að mæta með ósamæfðu liði gegn ósamæfðum útlendingum. Þjóðverjarnir voru fljótari að finna samleik sín á milli en vorir menn. í einstökum atrið- um bar þýska úrvalsliðið af, svo sem í öruggri meðferð knatt arins með höfðinu og hár 'issri stöðu á vellinum og nákvæmri gæslu á andstæðum leikmanni — fyrir þessa gæslu fór allur leikur íslensku framherjanna í mola. Reynslan er oft dýrkeypt, en ef ósigrarnir sýna oss, að betur má ef duga skal og það er fyrst og fremst samæft ísl. úrvalslið, sem hefir möguleika til að sigra góða erlenda knattspyrnuflokka sem hingað koma, þá má vel una leikslokum að þessu sinni. Kveðja gestina og óska þá vel- komna aftur síðar — til jafnari leiks. Lárus Sigurbjörnsson. Rotterdam, hollenskt skemti- ferðaskip kom hiugað í gær með um 300 ameríska farþega frá New York. Skipið fór aftur í gær kl. 6. Póstferðir á morgun. Frá Rvík Mosfellssveitar, Kjalarn., Reykja- ness, Ölfnss og Flóapóstar. Hafn- arfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta lundur. Laugarvatn. Breiðafjarð- arpóstur. Norðan, Dala og Bárða- strandaþóstar. Laxfoss til Borg- afftéss. Fagránes til Akrariess. þingvellir. Fljótshlíðarpóstrir. Esja til Glasgow. Til Rvíkur: Mosfellssveitaí, Kjalarn., Reykja- riess, Ölfuss og Flóapóstar. Hafn- arfjörður. Seltjarnarnes. Þrasta- lundur. Laugarvatn. Þingv. Fagra ries frá Akranesi. Laxfoss frá Borgarnesi. Þykkvabæjar, Norðan, Breiðafj., Strandasýslu, Kirkju- bæjarklaustur póstar. Selfoss frá Titlöndum. Götusala. Kvartanir hafa komið fram um það upp á síðkastið, að menn hafi selt ýmiskonar vörur, matvörur o. fl. á götun'um. M. a. út af umj kvörtuuum þessum þykir ástæða til að herða á ákvæðum lögreglu- samþyktarinnar um þessi efni. Segir svo í tillögunum: Um sölu fiskjar eru settar sjer- stakar reglur. Aðrar íslenskar af- urðir er heimilt að selja á torg- um og öðrum stöðum, þar sem bæjarráð leyfir, enda megi selja þær án verslunai'leyfis og utan söluhúða. Skal leyfi bæjarráðs bundið við ákveðnar tegundir af- urða, og má setja skilyrðið fyrir leyfinu um hreinlæti og annað, er nauðsynleg eru að dómi þess. Auglýsinga-eftirlit. Þá þykir hlýða, að láta það vera háð eftirliti hvernig auglýsingar eru settar utan á hús, þar sem það hefir mikil áhrif á útlit hæj- arins. Því er þessi tillaga: Leyfi byggingarnefndar eða full trúa hennar þarf til þess að setja upp föst auglýsingaspjöld, eða aðrar varanlegar auglýsingar, svo sem ljósaauglýsingar, og ljósa- skreytingar, sem snúa að almanna- færi eða sjást þaðan. Útivera barna. Oft hefir verið um það talað í bæjarstjórn, að ráðstafanir þyrfti að gera til þess að sporna við úti- veru harna fram eftir öllu kvöldi. Tillaga um þetta er svohljóðandi: Unglingum innan við 16 ára ald- ur er óheimill aðgangur að al- mennum knattborðsstofum, dans- stöðum og öldrykkkjustofum. Þeim er og óheimill aðgangur að almennum kaffistöfum eftir kl. 20 nema í fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að unglingar fái þar ekki aðgang nje hafist þar við. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október. nema í fylgd meí fullörðnúm. Börn frá 12—14 árg mega ebkl vera á almannafæri seinna én kl. 22 á tímahilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl, 23 frá i. maí til 1. október, néma í fylgá meS fullorðnum. Foreldrar eða húsbændur barn- anna sknlu, að viðlögðum sektum, sjá um að ákvæðum þessum sje framfylgt. Gangandi fólk. Um fótgangandi menn á götum bæjarins segir svo í tillögum þess- um: Er fótgangandi vegfarendur fara yfir götu, skulu þeir fara j beina stefnu yfir þvera götuna og yfir gatnamót er bannað að ganga á ská milli horna. Þar sem gang- brautir eru markaðar yfir götnr við gatnamót eða annarsstaðar er fótgangandi vegfarendum skylt að fara eftir þeim innan markalína þeirra. Yegfarendum er óheimilt að láta fyrirberast á götum eða stígum lengur en nanðsyn krefur til þess að komast leiðar sinnar. Gildir þetta jafnt, þótt umferð sje engin samtímis á sama eða nær- liggjandi svæði. Við gangbrautir skulu bifreiðar- stjórar, hjólreiðarmenn og aðrir ökumenn gæta sjerstakrar var- kárni og nærgætni. Skulu þeir nema staðar við gangbrautir, ef vegfarandi er þar á ferð fram- undan ökutækinu eða á leið í veg fyrir það. Ennfremur skulu öku- menn nema staðar við gangbraut- ir, ef vegfarandi bíður sýnilega færis, að komast yfir götu eða er í þann veginn að fara nt á gang- braut. Þegar ökumenn af þessum ástæðum hafa numið staðar, skulu þeir híða, uns hinir fótgangandi vegfarendnr eru komnir leiðar sinnar. Fótgangandi vegfarendur eru og skyldir til að gæta almennrar var- kárni, er þeir leggja leið sína út á gangbrautir. Sjerstaklega skulu þeir gæta þess, að ökutæki sem nálgast, hafi nægan tíma og svig- rúm til þess að nema st'aðar utan marklínu gangbrautarinnar, ef þess er þörf. Bannað er að stöðva ökutæki á gangbrantum eða þannig, að nokk- ur hluti þess taki inn yfir gang- braut, nema nauðsyn heri til, svo sem til að forðast árekstur eða annað slys. Hámarkshraði aukinn. Loks var tillaga um aS heimila bifreiðum að aka innanbæjar með 25 km. hraða á klukbustnnd, en skv. bifreiðalögunum er það mesti lögleyfði braði iririanbæjar; nú bannar lögreglusamþyktin að aka braðar en 18 km. Sænsku fimleikamennirnir fórn í gærdag í boði bæjarstjórnat til Gullfoss og Geysis. í kvöld sýna þeir á íþróttavellinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.