Morgunblaðið - 10.07.1938, Blaðsíða 6
MOKGUNBLAÐIÐ
Svíarnir á Þing-
völlum og
Álafossi
'jfNÍ «nski fimleikaflokkxirinn fór
^jl i gær í boði ríkisgtjórnar-
innar til Þingvalla, og 4 heimleið-
inni var komið rið á Álafossi hjá
Einum gestrisna íþróttafrömuði
Cfigurjóni Pjeturssyni.
jTulltrúi ríkisstjórnarinnar
®5rinni var Magnús Vignir Magn
áagon, en af íslendingum forgeti
C. S. í., Ben. Q. Waage, Jón Þor-
•teinsson íþróttakennari og mót-
tðkunefnd Svíanna. Þá var og með
t fðrinni aðalræðismaður Svía og
fró hans.
Á Þingvöllum bauð ríkisstjórn
m til hádegisverðar. Pulltrúi rík
Áwtjómar bauð gestina velkomna,
Thor liðsforingi þakkaði. Þá
talaði aðalræðismaður Svía. Por-
•eti í. S. í. hjelt erindi um íþrótt-
* á íslandi. Elsti maður fimleika
Qokksins, hinn 42 ára gamli Gunn
ar Sjöblom, talaði einnig og loks
aðalræðismaður Svía, sem þakk-
aði erindi forseta í. S. í.
Vilhjálmur Þ. Qíslason útskýrði
aögustaði á Þingvöllum og síðan
voru skátatjaldbúðirnar skoðað
ar.
Til Álafoss var komið á heim
leiðinni. Tók Sigurjón á móti
gestunum af sinni alkunnu rausn.
Póru allir í sundlaugina og þótti
hið besta að sækja Sigurjón heim.
Veitt var hið ágæta skyr Sigur-
jóns.
I
REYKJAVÍKURBRJEF.
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
lags þessa á Sambandsfundi, við-
nrkendi í vetur, að fjelagið ætti
sjer viðgang sinn og tilveru að
þakka. Svo vel hefði hann ívilnað
fjelaginu með innflutning.
TJm sama leyti kvað Alþýðu-
blaðið uppúr með það, að kaup-
fjelag þetta væri fyrst og fremst
atofnað og starfrækt sem útibú
kommúnistaflokksins og miðstöð
þess áróðurs, sem Moskvamenn
reka hjer á landi.
Þarf því ekki að ganga að því
gruflandi hvers af slíkum fjelags-
skap er að vænta, fyrir þjóðina,
þessum nýja sprota á meið Samb.
ml. samvinnufj elaga.
Stuttorð lýsing.
IAlþýðublaðinu þ. 7. júní er
stuttorð lýsing á kommún-
istum og tilhneigingum þeirra.
Þar segir svo:
Það sem þessa herra (þ. e.
kommúnista) hjer heima vantar
t«l þess að beita sömu fantabrögð-
am gegn mörgum þektuin Alþýðu-
ilokksmönnum, og starfsmönnnm
verkalýðshreyfingarinnar, eins og
SHálin og fjelagar hans hafa beitt
við hina gömlu og veðurbörnu bar-
dagamenn verkalýðshreyfingarinn-
ar í Rússlandi, er ekki viljinn
heldur valdið, þ. e. a. s. leynilög-
reglan, rannsóknarrjetturinn og
böðullinn.
Þarna er þá í fám orðum lýst,
hvers þjóðin má vænta,' ef Moskva-
menn koma frarn áformum sínum,
•g fá völdin í landinu. Það er
leynilögreglan og böðullinn sem
þá eiga að stjórna.
Slys á Eskifirði
fyTrakvöld slasaöist 1 Eski-
firði Helgi Sigurðsson,
verkamaður á Hóli. Var hann
á hjóli á leið niður bratta
brekku á Grundarstíg, en misti
vald á hjólinu og rann á mikilli
ferð fram af bakka . niður í
fjörugrjót.
Hann handleggsbrotnaði við
fallið, særðist ísvöðusári á öðrum
fæti, hjóst á höfði og hlaut nokk
ur fleiri meiðsf.
Honum leið fremur illa í gær
en eitthvað betur í dag. Lækn-
ir hefir lengst af verið yfir hon
um. (F.Ú.).
SÍLDIN GETUR KOMIÐ
ENN.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍBU
verið góður og verðið, sem nú er
fáanlegt fyrir saltfiskinn er mun
hærra en undanfarið, vegna hinn-
ar ágætu sölu S. I. P. til Spánar.
Það getur vel farið svo, að okkur
beinlínis vanti fisk og er þá illa,
farið, að norðlensku bátarnir skuli
bíða vikum og mánuðum saman
eftir síldinni í stað þess að stunda
þorskveiðar.
Norðlenskir útgerðarmenn ættu
að snúa sjer til framkvæmdastjóra
S. í. P. og fá ráðleggingu þeirra
um þessi mál. En það er vitaskuld
ekkert'vit í því, að allur flotinn
sje að bíða aðgerðalaus eftir síld-
inni, þegar nóg verkefni er ann-
arsstaðar.
★
Alþýðublaðið hefir við og við
undanfarið verið að skrifa um
síldarverðið og reynt að telja
lesendum sínum t.rú um, að Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flpkkurinn hjeldu verðinu niðri.
— Svona bulli þarf ekki að svara,
en minna má á þessar staðreynd-
ir; í ársbyrjun 1937 var síldar-
lýsi selt á 21—22 £ tonnið. í byrj
un júlímánaðar í fyrra var lýsið
fallið niður í 18—19 £, éii’ íftj
stendur það í 10—11 £ tonnið.
Síldarmjölið hefir einnig fallið
talsvert frá í fyrra. Nú er það
svo, að eins £ verðfall á síldar-
lýsi samsvarar 46 aura lækkun*-á
bræðslusíldarverðinu. Og þar? sem
verðfall lýsisins nemur 10—12 £
lýðir það raunverulega alt »ð ö
kr. lækkun á bræðslusíldarverð-
inu. En samt hefir bræðslusíldar-
verðið ekki lækkað nema um kr.
3.50 frá í fyrra, og sýnir þetta,
að verðið er hlutfallslega miklu
hærra nú en í fyrra.
Listsýningin
mtmzwmmm
m®
Ólafur Þorgrímsson
lögfræðingur.
Viðtalstími: 10—12 og 3—5.
Suðurgötu 4. — Sími 3294.
Málflutningur Fasteignakaup 1
| Verðbrjefakaup. Skipakaup.
Samningagerðir.
INTINTIN
Max DÖfrter
30 11 N
Bandalag íslenskra listamanna
hefir á stefnuskrá sinni að
efna til almennrar listsýningar
einu sinni á ári og á meðan ekk-
ert sjerstakt sýningahús er til í
bænum er barnaskólinn notaður.
sem skólanefnd góðfúslega lánar á
þeim tíma sem hann er ekki not-
aður til kenslu, en það er aðeins
júlímánuður. Enda er ætlast til
þess að útlendingum sem koma
hingað sje bent á sýninguna svo
þeir fái einhverja hugmynd um
að hjer sje til málara- og mynd
höggvaralist. Sýningin í fyrra var
sú fyrsta í röðinni. Þessi sýning
er ekki eins stór og hún var.
Ýmsir af listamönnum vorum hafa
ekki í ár getað sent neitt til sýn-
ingar. Sumir vegna veikinda og
aðrir vegna fjarveru. En samt er
þetta all-stór sýning, 12 málarar
og 2 myndöhggvarar taka þátt í
henni, með samtals 90verk. Sýn-
ingunni er komið fyrir í 6 af stof-
um skólans þeim sem snúa út að
tjörninni. Þarna eru verk eftir
Kristínu Jónsdóttur, 12 að tölu
9 landslagsmyndir, stór mynd
af Jökulsá á Sólheimasandi og
nokkur frá Þingvöllum og 3 blóma
myndir. Eftir Jón Þorleifsson eru
10 rnyndir: Öræfajökull, Vík í
Mýrdal, 2 myndir frá höfninni,
mynd af Birni Gunnlaugssyni yf-
irkennara, málaðri eftir teigningu
Sigurðar Guðmundssonar málara
o. fl. Schcying sýnir álíka mörg
verk og þar af eitt mjög stórt,
um þrjá metra með fólk í lands-
lagi. Landslagsmyndir úr nágrenni
Reykjavíkur „Stilleben“ o. fl. Ó1
afur Túbals hefir þrjú verk. Pinn-
ur Jónsson sýnir 13 myndir, nokk-
ur landslög frá Laka og Snæfells
nesi. Bátar, fuglar, mannamyndir
o. fl. Eyjólfur Eyfells 4 landslags-
myndir. Agneti Þórarinsson eina
mynd, fólk á Heiði. Preymóður
Jósennsson tvær. Jóhann Briem 7,
mest fígúrumyndir. Greta Björns-
son tvær landslagsmyndir og Ing-
er Löchte 2 myndir, aðra af dreng
og hina húsamynd og Gunnlaugur
Blöndal sýnir 10 verk, þar af er
stærst drotning Alexandrina í ís-
lenskum skautbúning. Og er mynd
in máluð fyrir íslenska ríkið. Tvö
nakin módell og svo nokkrar lands
lagsmyndir. Ríkharður Jónsson
sýnir margar mannamyndir af
þektuní mönnum og Marteinn
Guðmundsson mynd af dr. Bjarna
Sænmundssyni náttúrufræðing og
stúlkuhöfuð.
Eins og gefur að skilja eru
þetta all-misjöfn verk sem ekki
gætu öll staðist gagnrýni, en sýn-
ingarnefnd hefir vilja gefa yfir-
lit yfir það sem gert er af list í
landinu frá ári til árs, eftir því
sem listamennirnir vilja eða geta,
tekið þátt í sýningunum. Þó er
valið úr og tekið frá það alversta.
Svona sýningar eru fróðlegar
og fyrir alla þá sem unna list er
þetta ágætt tækifæri til að gera
samanburð á hinum ýmsu málur-
um. Og myndhöggvurum að því
litla leyti sem þeir taka þátt í
þeim. Allir bæjarbúar ættu að
nota tækifærið og skoða þessa
sýningu sem ber vott um mikla
elju og viðleitni okkar fámenna
listamannahóps. Margri krónunni
er ver varið.
Stmnudagur 10. júlí 1938.
Hárvðtn og Ilmvötn
frá Afengisverslun rikisins eru
mjög hentugar tækifærisgjafir.
Næsta hraöferð uni
Akranes til Akureyr-
ar er á mánudag.
Bifreiðastöð Steíndórs.
Kaktuspottar, 30 tegundir.
Bamaleikföng, mörg hundruð tegundir. Nælur. Armbönd.
Hálsbönd Töskur, og ýmiskonar smávörur í miklu úrvali.
K. Einarsson & Björnsson
BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU.