Morgunblaðið - 10.07.1938, Side 8

Morgunblaðið - 10.07.1938, Side 8
Á. Sunnudagur 10. júlí 1938.. r 8 MORGUNBLA ÐIÐ Krossgéla Morgunblaðsins 37 Lárjett. 1. þýskur knattspyrnumaður. 6. bruggar. 11. glufa. 13. betur. 15. látbragð. 18. umdæmi. 20. aflaga. 22. læt. 24. fum. 25. markvörður. 27. á litinn. 28. fyrsta flokks. 30. toga. 32. keyr. 33. tónn. 34. byrjun. 36. ögn. 37. hreyfast. 38. haf. 39. skip. 41. á fæti. 43. aðgæta. 44. leit. 46. hefir orðið. 49. mannsnafn. 51. stjórn. 52, yrkisefni. 56. tortryggja. 57. þræll. 58. skrafar. 59. stefna. 61. 11 menn. 63. æsa. 66. skófla. 68. fargið. 69. snuðrarar. Lóðrjett. 2. glanni. 3. tónn. 4. ættingi. 5. efnafræðisskamm- stöfun. 7. undir skjölum. 8. stýra bíl. 9. komast. 10. rifrildi. 14. markvörður. 15. losa sig við. 16. fiskur. 17. mannsnafn. 19. gert í knattspyrnu. 20. á togur- um. 21. á reikningum. 23. hafa í fórum sínum. 25. spurning. 26. deild. 29. banna. 31. af hval. 33. á mat- borði. 35. yfirbragð. 39. vera málhaltur. 40. kven- mannsnafn. 42. tala. 43. grobbað. 44. við Hverfisgötu. 45. blótsyrði. 47. þýskur knattspyrnumaður. 48. biti. 49. fæði. 50. ber á móti. 53. skammstöfun. 54. gefið. 55. tímabil. 60. kjáni. 62. gróður. 64. upphafs§tafir skálds. 65. úttek^. 66. tónn. 67. íþróttafjelag. Ráðning á krossgátu 36. Lárjett. 1. hrammur. 6. Mosfell. H. gröm. 13. kári. 15. rim. 18. Níl 20. regin. 22. tár. 24. Are. 25. fengsæl. 27. Ari. 28. ragna. 30. talað. 32. ar. 33. fa. 34. an. 36. Ra. 37. för. 38. áma. 39. G. S. 41. út. 43. dr. 44. ás. 46. okkar. 49. glæða. 51. sóa. 52. prangar. 56. raf. 57. arm. 58. ánægð. 59. inn. 61. ama. 63. anda. 66. rugg. 68. röndótt. 69. fjall. Lóðrjett. 2. agaleg. 3. M. R. 4. mör. 5. um. 7. Ok. 8. sál. 9. fr. 10. eintal 14. snara. 15. renna. 16. missa. 17. friða. 19. Jrar. 20. re. 21. næ. 23. árar. 25. fa. 26. lt. 29. Nafta. 31. aðall. 33. frú. 35. nár. 39. gosar. 40. skór. 42. trana. 43. dugga. 44. áðan. 45. safna. 47. Kamb- an. 48. Rp. 49. gr, 50. æringi. 53. rá. 54. næmi. 55. að. 60. ódó. 62. m,un. 64. Nd. 65. at. 66. re. 67. G. G. Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson — Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. Nýkomin sumarefni, röndótt, rósótt, einlit. Fóðurefni í mörg- um litum. Millifóðurstrigi. Vatt. Silkitvinni. Smellur o. fl. Sauma- stofa Ólínu og Bjargar, Ingólfs- stræti 5. Sími 3196. I sumarfríi.ð og sólskinið fáið þjer ódýra, hvíta og mislita kjóla hjá Guðrúnu Arngríms- dóttur, Bankastræti 11. Sími 2.—3. herbergja íbúð með nýtísku þægindum óskast 1. sept. eða 1. okt., helst í Aust- irbænum. Kristján Arinbjarnar, læknir, Hótel Borg. Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. 2 stórir silfurrefir til SÖlu með tækifærisverði í Kápubúðinni á Laugaveg 35. 2725. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI-----ÞA HVEK Tapast hefir kven-armbands- úr úr gulli. Skilist gegn fundar- launum á Eiríksgötu 31, uppi. Vasfcúr fundi.ð. Vitjist að Haukalandi. &tf&yntUn€jxw K. F. U. M. og K. Hafnar- firði. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Ingvar Árnason talar. Allir velkomnir. (Fórnarfund- ur). Heimatrúboð leikmanna, Bergstaðastræti 12. Samkoma í kvöld kl. 8. Hafnarfirði, Linnet- stíg 2. Samkoma í dag kl. 4. Allir velkomnir. Síðan er fögur sveit —. Fast- ar áætlunarferðir frá Reykja- vík til Kirkjubæjarklausturs alla þriðjudaga. Frá Kirkju- bæjarklaustri til Reykjavíkur alla föstudaga. Vandaðar bif- reiðar. Þaulæfðir bílstjórar. Afgreiðslan Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Slysavarnafjelagið, skriístofa Ilai'narhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti, gjöfum, áheitum, árstillögum Bikum þök. Benedikt. SímL 4965. Geri við saumavjelar, skráí og allskonar heimilisvjeiar. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Sími 2635. Otto B. Arnar, löggiltur ií', varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppseining og við- gerðir á útvarpstækj um og loft netum. Erum í bænum. Tökum að okkur utan og innanhússþvott. Jón og Guðni. Sími 4967. i !-------------------------------- Hvort heldur er um „Ka- rikatur“-teikningar Stróbls að ræða eða aðrar myndir, geta allir verið sammála um að innrömmunin er best og' ódýrust hjá Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8þ4- Ræðumaður Sigurður Guð- mundsson, ritetjóri. GUÐM. ÁSBJÖRNSSYNI, Laugaveg 1. Fyrirliggjandi: HAFRAMJÖL — KARTÖFLUMJÖL KANDIS — FLÓRSYKUR MAKARÓNUR — KANILL heill og steyttur.. Eggerl KriiQáoðsoii & €o. Slmi 1400. FAITH BALDWIN: EINKARITARINN. 80. „En jeg get ekki lofað þjer að gera það“, sagðx Anna. „Vertu sæll“. Hún rjetti fram höndina, en hætti við aftur. Hvers vegna átti hún að viðhafa þetta venjulega látæði? „Vertu sæll“, sagði hún aftur. Hún sneri sjer frá þeim og gekk burt. Ted gekk að viðarstaflanum, bölvaði í hljóði og sparkaðí í trjá- bútana með sandala sínum, eins og úrillur drenghnokki. Hún hafði komið að honum í hlægilegu ástandi. Hún hafði sagt honum upp í viðurvist annarar stúlku, sem gat ekki að því gert — það varð hann að játa —• stúlku, sem elskaði hann. Jæja, Anna hafði þó að minsta kosti heyrt, að einhver gat elskað hann. Það var honum nokkur rannabót. Ekki var hægt að kenna Polly um þetta. Hann gat aðeins sjálfnm sjer um kent. En var hægt að álasa manni fyrir að leita þangað, sem hanrx var velkominn? Að vísu hafði Polly komið honum í slæma klípn, og hann beið þessa aldrei bætur með Önnu. En þrátt fyrir alt elskaði Polly hann. Hún bar enga ábyrgð á þessu. Hann hafði tekið hana í faðm sinn og kyst hana eftir að hún hafði spurt hann, hvenær þau ætluðu að giftast og farið að gráta yfir öllu saman. Nei, Polly átti enga sök á þessu. Hún var hálfgerð- ur kjáni, barn, ein af þessum ungu stúlkum, sem mað- ur brosir að, en vill gjarna hjálpa og vera góður við. Hún fekk mann ekki til þess að vera feiminn eins og skóladrengur. Hún fekk mann til þess að finna til sín, finria til hverrar tommu af hs^ð sinni, hvers punds af þunga sínum og hverrar atómu af styrkleika sínum — og ef til vill svolítils meira. Anna? Hann var búinn að misa hana, en hann hafði í raun og veru aldrei átt hana. Eftír nokkra umhugsun, fór hann til Polly, laut niður og reisti hana á fætur. „Nú sitjum við laglega í því“, sagði hann hlíðlega. „Komdu, við skulum koma inn til hinna“. „Fyrirgefðu mjer“, sagði Polly. „Þetta er alt í lagi“, sagði hann kæruleysislega, og þau gengu hlið við hlið að húsinu. Hann gleymdi að haga göngu sinni eftir hinum smáu skrefum hennar, svo að hún varð að lilaupa við fót, til þess að geta fylgst með honum. Hann mundi varla eftir Polly. Yar að hugsa um Önnu. Það var ekki fyr en löngu seinna, að honum var ijóst, hve feginn og þakklátur hann fyxúrgaf þeim báðum tveim af öllu hjarta. TÓLFTI KAPÍTULI. Þegar Anna liom aftur út í bílinn, sat móðir hennar með hendur í kjöltu og beið eftir lienni. Frá henni stafaði einstök þolinmæði og ró. Hún leit rjett aðeins á dóttur sína og sagði: „Er þetta þá í lagi?“ Anna kinkaði kolli og settist við hliðinaá henni. Síð- an óku þær heim að litla múrsteinshúsinu. Mrs. Mur- dock var nú eins óðamála og hún hafði áður verið þögul. Hún talaði um heima og geima, en mintist ekki á erindi þeirra, fyr en þær óku heim að húsinu. Þá sagði hún, hugsi á svip: „Þú verður að segja föður þínum það. Hann verður ekki ánægður“. Þegar þær komu inn í garðinn lá Murdock í hengi- rúmi fyrir utan húsið og reykti pípn sína í ró og næði. Hann spurði, hvar þær hefðu verið, og Anna sagði honum eins og var. „Við vorum hjá Ted“, svaraði hún. „Jeg hefi sagt trúlofun minni slitið, pabbi“. Murdock tók pípuna út úr sjer og hristi úr henni ösknna. „Jeg er ekki hissa á því“, sagði hann rólega. „Stúlk- urnar taka ekki nærri sjer að brjóta gefin loforð nú á dögum. Burt með þá gömlu og góðu ást, og sú nýja í staðinn, þannig leika þær sjer. Þú iðrast eftir þetta, Anna. O’Hara er góður drengur og á betra skilið. Þú verður að fara langt, ef þú ætlar þjer að finna lians líka“. Hann var í geðshræringu en stilti sig venju fremur. í hans augum var trúlofun næstum það sama og hjóna- band. Stúlkur, sem voru svona fljótar til að gefa lof- orð og svíkja þau, gátu eins auðveldlega brotið hin tíu boðorð. Eins og venjulega, flýtti kona hans sjer að koma barni sínu til hjálpar. „Anna hefir farið rjett að ráði sínu“, sagði hún hátíðlega. „Heldur vildi jeg sjá hana snúa við fyrir framan altarið en telja hana á að ganga út í hjóna- band, sem hún myndi iðrast eftir“. „Já“, sagði maður hennar, „þú tekur auðvitað mál- stað hennar“. „Mjer þykir leiðinlegt, að þú tekur þetta svona< nærri þjer, pabbi“, sagði Anna. „En jeg elska hanm. ekki, og jeg get ekki haldlð áffam lengur“. „Jeg tek það ekki nærri mjer“, sagði faðir hennar hneykslaður. „En mjer finst, að þú hefðir átt að vita,- hvort þú elskaðir hann eða ekki, áður en þú gafst honum heitorð þitt“. ^ Anna ypti öxlitm, vonleyisleg á svip, og gekk inn. í húsið og upp í svefnherbergi sitt. Molly settist við hlið manns síns og tók hörid hans.. „Anna er óhamingjusöm“, sagði hún. „Gerðui Hennu elcki erfiðara fyrir en þegar er“. \ Hann svaraði ekki strax, nema með því að klappa- blíðlega á litlar og grannar herðar hennar. Síðan tróð hann tóbaki í pípu sína með harðri hendi og sagði: „Jeg skal stilla mig. En þegar jeg var ungur, hjelt fólk loforð sín. Jeg skil ekki unga fólkið nú á dögum„. Molly. Við eigum þrjú börn og þau eru gerólík okkur, eins og við ættum ekkert í þeim. Jeg held“, hjelt hann áfram, og barðist við þessa óvæntu tilhneigingu til þess að tala, „að það sje af því, að þau eru þriðji ættliður. Jeg man eftir foreldrum mínum, og þú manst eftir þínum. Þau voru bestu manneskjur og óbrotnar. Við erum líka óbrotnar manneskjur, en við höfum þau þægindi, sem okkar foreldrar höfðu ekki, eigum hæg- ara með að vinna okknr inn peninga, höfum dagblöð- in, útvarp og margt fleira, okkur til skemtunar. Ea.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.