Morgunblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. júlí 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Einn Ijúrði af slidaraflanum i fyria ng hitteðfyrra. Síldaraflinn var aðeins fjórðungur af því, sem hann hefir verið tvö undan- farin ár, um síðustu helgi (16. júlí) — eða 153.437 hektólítrar. 17. júlí í fyrra var aflinn 568.039 hektólítrai* og 18. júlí 1936 var hann 599.436 hektólítrar. Afli togaranna vár orðinn um síðustu helgi sem hjer segir (ti)l- urnar sýna mál í bræðslu). Arinbjörn hersir 688, Baldur 431, Belgaum 474, Bragi 167, Brim ir 1058, Egill Skallagrímsson 395, Garðar 954, Gulltoppur 435, Gyllir 147, Hannes ráðherra 699, Hilmir 468, Kári 143, Karlsefni 280, Ól- afur 851, Rán 182, Skállagrímur 659, Snorri goði 384, Surprise 200, Tryggvi gamli 1399, Þorfinnur 272, Þórólfur 765. 7700 mál ti! Siglufjarðar yfir helgina. Til Sigluf jarðar hafa kom- ið 7715 mál síldar síðan á laugardágskvöld. Mestan afla höfðu: Skagfirð- ingur 600 mál, Björn Austræni 550, Sitorri 450, Báran 450, Auð- björn 550, Stella 400, Hringur 300, Sæborg 300. Síldin veiddist öll inni á Skaga firðí, mest innan eyja. Mikil síld var þar uppi í fyrrinótt, en mjög grunf. Nokkrir bátar rifu nætur sínar. Mikil þoka var og haml- aði það mjög veiðum. í gærkvöldi var kominn austan vindur fyrir Norðurlandi, en þó var veiðiveður inni á Skagafirði. Til Hjalteyrar komu þessi skip í gær: Togarinn Þorfinnur með 635 mál, línuveiðararnir Garðar Vestm. 552 mál, Sverrir Ak. 142, Helga, Hrísey 154, Huginn 74. Sjálfstæðis- fjetög og fundir. Oarðar Þorsteinsson og Gunn ar Thoroddsen stofnuðu nýlega Sjálfstæðisfjelög í Glæsi- bæjarhreppi og á Árskógsströnd- inni. Þeir hjeldu einnig fund á Ak- ureyri, með Sjálfstæðismönnum þar. Á eftir kaffidrykkja. Þótti fundarmönnum mjög gott að heyra til Garðars og Gunnars. Flugsýningin ;sú stórfeld- asta, sem hjer hefir sjest. Flugumar í röð, 8 talsins. Mikil sildaráta I Skagafirði ag Eyjafirði segir Árni Friðriksson. Eftir þeim rannsóknum, sem Þór hefir gert, og eftir þeim rannsóknum, sem gerðar hafa ver ið á síld, er til Siglufjarðar hefir borist, er irá míkil áta bæði í Skagafirði og í Evjafirði, sagði Árni Friðriksson, er Morgunblað- ið hafði tal af honum í gær. Hann er á Siglufirði. Og átan, sem riú er í báðum þessum f jörð- um, sagði hann, er hrein rauð- áta, að kalla má, en hún er, eins og menn vita, aðalfæða síldarinn- ar um þetta leyti árs, og hefir mikil áhrif á síldargöngurnar. Ennfrenrar sagði Árni: Ef að líkindum lætur, og ráða má af reynslu fvrri ára,. herst rauðá'tan af. Eyjafirði brátt út í Grímseyjarsund. Þar ætti að mega vonast eftir afla, ef veður leyfir. En þetta hefir ekkert veiðiveður verið hjer norðanlands,# sífeldir stormar og ósjór. Meðan sjór er úfinn, þá er átan ekki í yfirborði í torfnm, og þá síldrn ekki held- ur. Sennilega er það vegna þess, hve átan hefir vevið dreifð, að síldartorfurnar hafa verið sjer staklega þnnnskipaðar. Þegar skip hafa kastað -og haldið að þetta yrðu mikil köst, hafa ekki orðið úr því nema kannske 20—30 mál síldar. Að Þór fann ekki síldartorfur með bergmálstækjum síriúm er vafalaust af því, hve síldin hefir verið dreifð í sjónum. Hvað um hitastigið í sjónum nú? Það er alveg venjulegt fyrir þeuna tíma árs. Og fitumagn síldarinnar ? Jeg er ekki vel kunnugur því, e.! það mun enn vera með rýr- ara móti. En nú þegar mikil áta FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Urslitakappleikur B-liðsmótsins í kvöld, Fram-Víkingur 10:0 Næst-síðasti kappleikur B-liðs- mótsins fór fram í gær- kvöldi og sigraði Fram Víking með 10:0. Leikurinn var ójafn frá byrjun og endaði fyrri hálf- leikurinn með sigri Fraip 4:0. en síðari, kálfleikur 6:0. I k vöjd fer fram úrslitakapp leikur milli K. R. og Vals. Bæði fjelögin hafa fjögur stig. K. R. sigraði Víking með 2:0, eú Fram riieð 5:3. Vaiur sigraði Fram með 3:1, en Víking með 3:2. Eftir leikinn í gær hefir Fram tvö stig, en Víkingur ekkert. Hornafjarðarförin. Að Skaftafelli í gærkvöldi. Hornafjarðarflokkur Ferða- fjelags íslands kom í gær- kvöldi til Skaftafells í Öræfum. Á sunnudag breytti Fjallsá aft- ur farvegi sínum og hafði þá einnig fjarað mikið, svo að flokk urinn komst nú greiðlega vest- ur yfir Breiðamerkursand. Jök- ulsá var farin á f’erju og tóku þar fylgdarmenn og hestar úr Öræfum við ferðafólkinu. Á sunnudag vaf háldið að Fagur- hólsmýri og gist þar. í gær var svo haldið að Skaftafelli og gist þar í nótt er leið. í dag verður haldið kyrru fyrir í Oræfum gengið á fjöll og jökla, ef veð- ur leyfir. Ferðafólkið ljet hið hesta af ferðinni, er Morgunblaðið átti tal við það að Skaftafelli í gær- kyöldi- Á sunnudag var glaða- sólskin og dásamlegt fjallasýri. Vötnin voru yfirleitt lítil. Á miðvikudag verður haldið vestur yfir Skeiðarársand og kom ið við í Bæjarstaðaskógi áður en lagt er á sandinn. Listflug Ludwigs verður mönnum óglevmanlegt Flugsýningin á Sandskeiði á sunnudaginn var, tókst prýðilega. Sjersaklega var tilkomumikið að horfa á listflug j>að, sem Þjóðverjinn hr. Ludwig yfirkennari sýndi jyarna, hæði í svifflugu og vjelflugu. Talið er, að um 5 þús. manns hafi horft á flug- sýninguna, enda var veður ágætt þar efra; þótt þokuslæðingur væri hjer í bænum og allsstaðar í kring var oftast sæmilega bjart á Sandskeiðinu og líkast því, sem menn væru þama staddir 1 Stóru hringleikhúsi. Öllu var haganlega fyrir komið þarna efra. Fólkið fór úr bílunum við vesturenda Sand- skeiðsins, en miðjavega, sunn- ari vegariris var aðalahorfenda- svæðið. Var þar kömið fyrir tvéim gjallarhornum og mikro- fón; athöfninni var útvarpað. Þar skamt frá var stórt veit- ingatjald. Fyrir norðan veginn, beint á móti áborfendum voru flugurn- ar í röð, 8 talsins, tvær renni- flugur, 4 svifflugur og tvær vjelflugur, íslensk (Blue Bird) og þýsk. Agnar Koefod-Hanseri flug- maður setti mótið og bauð gesti og áhorfendur velkomna. Hann skýrði og flu^-ið fyrir á- horfendum, meðan ^ýpingin fór fram. RÆÐUR Athöfnin hófst með ræðu, er Skúli Guðmundsson samgöngu- Úialaráðherra flutti. Hann minti a sámgonguerfiðleikana hjer á landi, víðátturnar og torfærurn- ar mörgu og miklu. Þjóðin hefði lagt fram mikið fje til að ráða bót á hinum erfiðu samgöngum, en samt væri mikið ógert á þessu . sviði. Hann minti á þær miklu vonir, sem nú væru bundnar við flugið í þágu sam- gángnanna og myndi þessi dagur gefa okkur nokkra hug- mynd um hvað þar mætti gera. Þakkaði ráðherrann þvínæst þýsku flugmönnunum fyrir hingað komu þeirra og hinum ungu, ísl. flugmönnum fyrir á- huga þeirra og ástundun. Bauð hann og sendiherra Þjóbverja í vhöfn og frú hans velkomin og einnig þýska ræðisiíiánninn í Rvík. G ’ Þá flutti sendiherra Þjóð- verja í Khöfn v. Renthe Fink ræðu. Hann talaði á þýsku. — Hann kvað sjer mikla ánægju að því, að hafa tækifæri til þess að vera viðstaddur hina fyrstu flugsýningu á íslandi. Alt fram til síðustu ára, sagði hann, hefir viðkynning og sam- starf íslendinga og Þjóðverja verið á- sviði vísinda og versl- unar. En nú hin síðustu ár, hef- ir hafist samvinna á sviði í- þróttanna. Eins og menn vita, er tilgangur íþróttanna ekki einasta sá, að menn þjálfi lík- ama sinn, heldur jafnframt, að skapgerð manna þroskist og all- ir bestu andlegir eiginleikar manna nái sem mestri fullkomn un. Og með því að íþróttamenn þjóðanna vinni saman, skapast sú viðkynning og sá skilningur, er trauðla fæst betri á annan hátt. Þá vjek hann að því, hve flugsamgöngur hefðu mikla ýðingu fyrir ísland til að „stytta fjarlægðina“ innanlands ög í framtíðinni myndu þær gera samgöngur og viðskifti greiðari milli íslands og annara Janda. Þessi flugsýning, sem hjer fer fram, er spor í þá átt, að greiða fyrir flugsamgöngum á fslandi. Mjer þykir vænt um, að landar mínir skuli hafa lagt hjer hönd að verki. Jeg vænti þess að hinir áhugasömu ísl. flugmenn eigi eftir að vinna mikil flugafrek. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Skemtun Heimdallar að Eiði á sunnudaginn Meimdallur hjelt skemtun að Eiði á sunnudaginn. Sóttu skemtunina 4—500 maniis um miðjan daginn, en fleiri um kvöld ið. En margir, sem fara ætluðu að Eiði, urðu frá að hverfa, af því að ekki var liægt að fá farkost. Bifreiðar voru flestar í flutningum á Sandskeiðið, og kom ust þeir einir að Eiði, sem fóru sjóleiðina. Skemtunin fór ágætlega fram. Hún var sett með ræðu, sem Ax- el Tulinius flutti. Síðan fluttu ræður Thor Thors, sem mintist m. a. á 20 ára sjálfstæðisafmæl- ið, og Jóhann Möller, sem tal- aði um þjóðmálin. Önnur skemti- atriði voru eftirheripur Gunnars Björgvinssonar og gamanvísur Al- freds Andrjessonar. Að lokum var stiginn dans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.