Morgunblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1938, Blaðsíða 5
Þíiðjudagur 19. júlí 1938. MORGUNBLAÐIÐ S JPtotgtmM&ttð Útgef.: H.f. Árraknr, R«ykJ*rík. Rltstjðrar: Jðn KJartanaaon OK Vnlttr BUfAnaoon (AbyrffBnrmnVnr). Auglýginear: Árnl Öln. Ritatjðrn, auclfalnsnr oc nfsralDain: JLuatmratratl I. — BlaU 1(00. ÁnkrlftarrJ&ld: kr. t,00 A mAnnbl. í lauaasölu: II nurn clntnklS — II nnrn m«B Laabðk. „ALT í LAGI ENN“ Blað Eysteins Jónssonar hef- ir undanfarið rætt um fjár- málin á svo furðulega heimsku- legan og ósvífinn hátt, að Öllum hlöskrar. Það er ekki nóg með, að reynt sje af öllum mætti að leyna þjóðina því, hvernig hag okkar er komið í raun og veru. Það er ekki nóg með, að leitast sje að gera Eystein Jónsson -að einihverju hnossi í augum fólksins, heldur er verið að níða þann mann, sem öllum kemur saman um, að mestum hæfileik- um hafi verið búinn þeirra fjár málaráðherra, er að völdum hafa setið á íslandi. Hvernig hefði farið, eí fjár- málastefnu Jóns Þorlákssonar hefði verið fylgt?, spyr blað- .gerpi Eysteins Jónssonar. Og svarið er, að sú „gálauslega stjórnarstefna“, sem ríkt hafi á ■dögum Jóns Þorlákssonar, „hefði. . . leitt til fuilkominnar íf járhagslegrar eyðileggingar“. (Leturbr. Tímadagblaðsins). Það er lítt skiljanlegt, að þeir óhappamenn, sem farið hafa með fjármál landsins und- anfarinn áratug, skuli ekki fara í felur í hvert sinn, sem nafn Jóns Þorlákssonar er nefnt. En hitt er hrein fyrirmunun, að þeir skuli sjálfir verða til þess að kalla á samanburð milli sinna fjámiálaráðherra fyr og síðar og þess eina fjármálaráð- herra, sem setið hefir að völd- um af hálfu Sjálfstæðismanna. Því hvaða dóm sem menn ann .ars leggja á Sjálfstæðisflokkinn, þá er það löngu viðurkent af -öllum, að Jón Þorláksson hafi sem f jármálamaður skarað fram úr öllum íslenskum stjórnmála- mönnum á þessari öld. Til þess að komast að niðurstöðu sinni um ástandið, eins og það ,,hefði verið“, ef stefnu Jóns Þorláks- sonar hefði verið fylgt, grípur Tímadagblaðið til svo fárán- legra falsana og blekkinga, að hverju barni eru auðsæar. Hefir allur hinn falski samanburður 'þeirra á innflutningi fyrri ára og hinna síðustu verið marg- hrakinn hjer í blaðinu og skal því ekki frekar að því vikið . að sinni. En það má vel vera að Tíma- menn nefni nafn Jóns Þorláks- sonar alveg ósjálfrátt. Sann- leikurinn er sá, að á þeim tím- um, sem nú er að færast yfir þjóðina, verður fleiri og fleiri mönnum hugsað til Jóns Þor- lákssonar. Hann tók við á erfið- um tímum og leysti vandræðin betur en nokkurn óraði fyrir. Ef nokkurn tíma hefði verið þörf fyrir slíkan mann hjer á landi, þá er það einmitt nú. Því nú er svo komið, að ekki er lengur hægt að blekkja þjóð- ina á því, að „alt sje í lagi“. — Menn vita ákaflega vel, hvern- ig á því stendur að „hentugra“ þótti að fresta lántöku ríkis- ins um óákveðinn tíma. Það er ekki til neins að reyna að fegra fjármálaástandið, hvorki fyrir okkur sjálfum nje öðrum. Það er heldur ekki til neins, að vera lengur með neinar blekkingar um það, að alt gjaldeyriskákið hafi svarað tilgangi sínum. Og síst af öllu er til nokkurs hlut- ar að telja mönnum lengur trú um, að Eysteinn Jónsson hafi nokkurn tíma verið þeim vanda vaxinn, að fara með fjármál þjóðarinnar á erfiðum tímum. Eysteinn Jónsson settist í sess fjármálaráðherra þekkingarlít- ill og reynslulaus. Hann hafðí til brunns að bera hortugheit og derring þess, sem ekki skynj ar sjálfur ihver hann er og hoss- að hefir verið umfram verð- ieika. Aðrir eiginleikar hafa ekki komið í ljós hjá honum þau ár, sem hann hefir setið við völd. Fjármálin eru nú í höndum þessa manns, komin í það öng- þveiti, að aldrei hefir slíkt er- ið. Enginn maður ætti að finna jafn sárt til hins ömurlega á- .vtands og sjálfur fjármálaráð- herrann. En ihingað til hefir hann altaf reynt að blekkja þjóðina með því, að ástandið væri annað og betra en það er. Framkoma Eysteins Jónsson- ar minnir á söguna af ameríska fjármálamanninum, sem datt út um glugga á 46. hæð á húsi einu. Á 17. hæðinni fór hann fram hjá opnum glugga og heyrðist segja „alt í lagi enn“! Þetta voru síðustu orð þessa mæta Ameríkumanns. Á sömu sekúndunni steinrotaðist hann. En á Tímamáli mundi svona bjartsýni vera kölluð „karl- menska, og festa í átökunum við erfiðleikana"! Þeir guma af einskisverðum mönnum og níða þá, sem best ihafa reynst. Umræðuefnið í dag: Atlantshafsflug írska ofurhugans. SKÝRING. Utaf frjettaskeyti hjer í blað- inu á sunnudaginn var um frásögn E. Arup prófessors frá fundum ráðgjafarnefndarinnar, skal þetta tékið fram. í verslunarsamningi Dana og ítala fyrir árið í ár er ákvörðun um það, að Islendingar geti selt saltfisk td Ítalíu fyrir eina milj- ón króna, sem komi til reiknings á jafnaðarviðskifti Dana og ít- ala.En þetta ákvæði er sett í samn inginn með því skilyrði, að % þeirrar upphæðar, sem þanníg verður selt til Ítalíu, verði varið til greiðslu á dönskum inneign- um, sem ekki hafa fengist yfir- færðar frá íslandi. Sennilegast að mæðiveikin sje N í Þýskalandi, Englandi Frakklandi. íels Duníral prófessor er nýlega kominn heim úr tvegfgja mánaða utan- landsferð. Lengst af þeim tíma var hann í Þýskalandi. Á þessari ferð sinni styrkt- ist hann mjög á þeirri skoð- un, að mæðiveikin sje til í Þýskalandi, þó vísindamenn har hafi ekki vcitt henni eft- irtekt, sem sjerstakri veiki, haldið, eins og víða, að breyt ingar þær, sem verða á lung- um fjárins af völdum henn- ar, stafi frá lungnaormum. Dlaðið náði tali af Dungal og skýrði hann svo frá: Aðalerindi mitt til útlanda að þessu sinni var, að gera ýmsar at- huganir viðvíkjandi maéðiveikinni og hafa tal af fræðimönnum um þau efni er hana varða 1 Þýskalandi hefir fundist sjúk- dómur í sauðfje, sem talinn er að stafi af lungnaormum, en sem samskonar breytingar fylgja í lungunum eins og við finnum í mæðiveiku fje lijer. Þær ritgerðir, sem um þetta hafa birst, koma allar frá dýralækna- háskólanum í Leipzig. Jeg talaði við kennara við dýra- læknaháskólana í Múnchen, Hann- over og Berlín, er allir hafa sjeð miðið af lungnaormum í^auðfjár- lungum. En enginn þessara fræði- manna hafði sjeð þær breytingar á lungunum, sem lýst er í ritgerð- UQum frá Leipziger-háskólanum, og taUð hefir verið að stöfuðu af lungnaormum. Jeg setti mig því í samband við þann mann í Leipzig, sem aðallega hefir rannsakað þetta. Hann benti mjer m. a. á nýútkomna doktors- ritgerð um þessar breytingar í sauðfjárlungum. En hún er líka frá Leipziger-háskólanum. Kennararnir í Leipzig hafa allir talið að þessar hreytingar í lung- unum stöfuðu frá ormum. Höfund- ur þessarar doktorsritgerðar gerir líka ráð fyrir því, að svo sje, en hann getur þó ekki staðfest það. Aðra orsök nefnir hann ekki. Sá maður, sem mest hefir starf- að að rannsóknum á þessu sviði í Leipzig, heitir dr. Pallaske. Sendi jeg honum sneið úr mæði- veikilungum. Sagði hann, að breyt ingar þær í lungunum, sem af mæðiveiki stafa, væru mjög Hkar þeim breytingum, er hann hefði rannsakað þar úr þýsku fje. En hann hefði aldrei sjeð þær eins miklar og í lungunum úr íslensku fje. Hann lofaði að senda mjer sneiðar úr, sýktum lungum frá Leipzig til samanburðar. Það einkennilega er, að þessar breytingar í lungum sauðfjár hafa ekki fundist í Þýskalandi nema í fje nálægt Leipzig, en karakúl- hrúturinn, sem grunur leikur á að hafi flutt veikina hingað, var frá Halle, sem er nálægt Leipzig. Mikilvægur stuðn- ingur frá Englandi. í fyrra leituðum við, sem kunn- ugt er, til fyrverandi fortöðu- og Rannsóknirnar hjer vekja mikla athygli Frásögn Niels Dungals prófessors Níels Dungal prófessor. manns dýralæknaháskólans í Lond- on, John M. Fadyean, út af rann- sóknum á mæðiveikinni. Hann hef- ir nú alveg nýlega. skrifað ritgerð í helsta vísindalega dýralæknatíma rit Englendinga, um hina suður- afrísku sauðfjárveiki Jaagziekte. Áður hafði þessi mikilsvirti vís- indamaður haldið því fram, að breytingar lungnanna Stöfuðu af ormum. En í ritgerð sinni segir hann, að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hann hafi sjeð smásjárrannsóknir okkar á mæðiveikinni, og lesið ritgerð sem við höfum skrifað í sama tímarit um mæðiveikina hjer, að þetta sje sama veikin, mæðiveikin hjer og veikin í Suður-Afríku, og það sem í Englandi hafi verið talið stafa af lungnaormum, en megi nú telja sannað að orsakist ekki af ormum. En þetta er einmitt hið sama sem við höfum haldið fram. Mr. Fadyean telur víst, að sama veikin sem við höfum hjer á ís- landi nú, hafi verið all-algeng í Englandi fyrrum, svo sem fyrir 40—50 árum, en sje nú orðin svo sjaldgæf, að ekkert beri á henni. I lok greinar sinnar bendir hann á, hve merkilegt þetta sje, hjer sje mjög merkilegt rannsóknarefni, sem nauðsylegt sje að vinna að, einkum að komast að raun um hverjar sjeu smitunarleiðir veik- innar. í Englandi er nú verið að rann- saka mæðiveikina, með rannsókn- arefni (sýktum lungum), sem við höfUm sent þangað. Fara þær rannsóknir m. a. fram í dýra- læknaskóla'num í Cambridge. Pró- fessor sá, sem stjórnar þessum rannóknum, sagði mjer, að smit- efni þessu liefði verið dælt inn í nokkrar kindur, en ennþá hefði ekki borið á neinni sýkingu á þeim. Þjóðverjar óska frekari upplýsinga. Prófessor Miessner í Hannover er einn af helstu mönnum Þjóð- verja á sviði húsdýrasjúkdóma- rannsókna. Átti jeg tal við hann. Honum þótti þetta mál svo merki- legt, að hann bað mig um að flytja um það fyrirlestur fyrir þá vísindamenn, sem vinna að rann- sóknum húsdýrasjúkdóma víðsveg- ar um Þýskaland. Ætlaði hann að kalla þá saman, til þess að þeir gætu hlýtt á mál mitt, og ráðg- ast um þetta efni. En vegna þess hve margir þeirra voru í sumar- fríi, var ekki hægt að koma því við í þetta sinn. Bað hann mig að koma til Þýskalands í haust eða vetur í þessum erindum, ef kost- ur væri á. Hann taldi það mjög mikilsvert að koma hreyfingu á þetta mál í Þýskalandi, vegna þess, að nú stendur fyrir dyrum, að fjölga sauðfje þar að miklum mun. Það væri því, sagði hann, mjög áhríðandi, að vita sem gleggst um alla sjúkdóma, sem kynnu að hafa leynst með sauðfjenu, og liætta gæti stafað af. Við töluðum svo um, að hann fengi hjeðan rannsóknarefni sent, svo rannsóknir á mæðiveikinni gætu líka byrjað í Þýkalandi, og munum við.senda bæði honum og fleirum vísindastofnunum í Þýska landi sýkt lungu til rannsókna. „Ekkibað jeg..“ Ekki bað jeg um það þó ýtt mjer væri á tímans sjó, áttatíu ára hró er jeg nú og þykir nóg. Sagt var mjer þá syrti að jel, sigldu, stýrðu, róðu vel, þó bára og vindur bjóði hel og báturinn sje krákuskel. Þá í veiði fór jeg för, flýðu seyðin lekan knör, sjaldan leiði, lítil kjör, lenti heiðin oft í vör. Hraktist út á sónar sjó, sá af straum og ákferjum nóg, þar til inn í þagriar kró þulins bátinn níinri jeg dró. Eru liorfin ama söfn, öldu kvika ber mig jöfn yfir kalda dauða dröfn, í Drottins nafni í friðar hö'fn. Herdís Andrjesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.