Morgunblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. júlí 1938. Þegar krónprinshjónin lögðu af stað: Krónprinshjórdn. Myndin tekin um borð í Dr. Alexandrine. r Islensk kona í Leipzig hefií 180 manns í heimili C'rú Salóme Nagel, dóttir Þorleifs heit. Jónssonar póst- A afgreiðslumanns, var meðal farþega á e.s. Goða- fossi frá útlöndum síðast. Frú Salóme er búsett í Leipzig, þar sem hún og maSur hennar, dr. Nagel, hafa stóran tungumála- og heimavistarskóla („Pádagogium fur fremde Sprachen“). Hefir hún ekki komið heim til íslands í ellefu ár samfleytt. Schmeling segir frá ósigri sínum: Sex vikur á sjúkra- húsi eftir högg Louis. MAX SCHMELING er komiim heám til Þýskalands. Aðeina nánustu frændur og vinir hans tóku á móti honum á jám- brautarstoðinni. Hann hafði óskað þess, að ekkert veður yrði gert úr heimkomu sinni. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín. Þrjár vikur á hann að liggja rúmfastur þar, og þrjár vikur lá hann á sjúkrahúsi í New York. Joe Louis hefir ekki sparað kraftana, er hann sló hann hið fræga nýrnahögg nóttina fyrir 22. júní síðastliðinn á Yankee Stadiou í New York! — Þetta er í fyrsta skifti sem jeg tek mjer sumarleyfi í 10 ár, sagði frúin, er frjettarit- ari frá Morgunblaðinu hitti hana að máli í gær. En hingað kom jeg síðast fyrir ellefu árum ásamt manni mínum dr. Nagel. I þetta sinn gat hann ekki kom- ið með mjer, því að við getum ekki yfirgefið skólann bæði í einu. — Þið starfrækið stóran skóla í Leipzig? — Já, tungumálaskóla, í sambandi við heimavistarskóla fyrir stúlkur. Aðaláhersla er lögð á tungumálakenslu, versl- unarmál og brjefaskriftir, og í sambandi við það, hraðritun, og vjelritun. Námið er all erfitt. Námskeiðin standa yfir í S—4 mán. hvert. Mikil áhersla er og lögð á að láta nemendur fá æf- ingu í að tala það mál, sem þeir leggja stund á. T. d. er því jafn- afci komið svo fyrir í heimavist- inni, að þær stúlkur, sem stunda sama mál, sje saman, tali á því máli sín á milli, sitji saman við matborðið o. s. frv. — Þjer veitið heimavistinni forstöðu? — Já, jeg hefi fyrir stóru heimili að sjá. Venjulega erum við um 120 í heimiái, en þegar flest er, í apríl og maí, er heim- iíisfólk um 180. Við gerum okkur far um að gera alt sem heimilislegast, svo að heimavistin líkist meira stóru heimili en skóla. Við önn- umst stúlkurnar að öllu leyti. Enda eru þær fæstar frá Leip- zig, koma víða að og oft í fyrsta sinni að heiman. Foreldrum þyk ir þá gott að vita þær á heim- ili, þar sem eftirlit er haft með þeim og þær eru ekki of frjáls- ar. — Hafa íslenskar stúlkur verið á heimavistaskóla yðar? — Já, nokkrar, áður en gjald eyrisvandræðin skullu á. En flestar eru þýskar, þó oft komi stúlkur frá hinum öðrum Norð- urlöndum. — Hvað hafið þjer dvalið lengi erlendis? — 1 16 ár, segir frú Salóme. Upphaflega var ferðínni aðeins heitið til Danmerkur. Þar ætl- aði jeg að dvelja i/2 ár. Síðan fór jeg í heimsókn til bróður míns, Jóns Leifs og ætlaði að dvelja þar eitt ár. Lagði jeg þar stu»d á barnahjúkrun. En end- irinn varð sá, að jeg ílengdist þar í landi og nú eru liðin ell- efu ár síðan jeg hefi getað gefið mjer tíma til þess að skreppa heim. Svona eru ann- irnar miklar. — En hve lengi verðið þjer hjerna í þetta sinn. — Það verður ekki mjög lengi, svarar frúin. — Jeg býst við að fara heim þ. 20. ágúst. En jeg er ánægð yfir að vera komin heim. Mjer finst jeg ekki hafa komist úr sambandi við landið, þó að jeg hafi ekki komið heim svona lengi. Að vísu hefir mikið breyst fljótt á litið hjer í höfuðstaðnum, en það er alt til bóta, að því er mjer sýnist. Knattspyrniífjelagið Valur I. fl. Æfing- í kvöld kl. 7]/2 á íþrótta- vellinum. Island í liíandi mynd- um: Sýning dr. V. Hoffmanns T gærkvöldi hafði dr. Victor Hoffmann sýningu í Gamla Bíó á lifandi myndum, sem hann hafði tekið á ferðalagi hjer um land í fyrrasumar. Hann hefir ferðast hjer um landið í þrjú sumur að undan- förnu til þess að taka kvik- myndir, og enn ætlar hann að ferðast hjer í sumar. Kvikmynd þessi var nokk- urskonar hringferð um landið. Byrjaði hún á Reykjanesi, svo var farið austur í Víkurfjöll, yfir Mýrdalssand og hraunið að Kirkjubæjarklaustri og Fossi á Síðu (bæinn og Dverg- hamrar). Þá var ferð yfri Skeið- arárjökul og nokkrar myndir af landslagi í Öræfum. Síðan var farið yfir Breiðamerkur- sand, sýnt Almannaskarð og Lónið. Þá komu myndir frá Djúpavogi og Reyðarfirði. Það- an var farið að Hallormsstað (sýndar myndir úr skóginum), svo yfir Jökulsá á Brú að Möðrudal á Fjöllum. Næst var komið við hjá Dettifossi, síðan á Húsavík. Þaðan farið upp að Mývatni (gígarnir hjá Skútu- stöðum, Kálfastrandarvogar, Leirhnúkur, Slútnes). Svo var brugðið upp mynd úr Öxnadal og annari af Yatnsdalshólum. Þá voru myndir úr Reykholts- dal og af Hvítárbrú. Dr. Hoffmann skýrði mynd- irnar vel og rösklega. Var á- nægjulegt að heyra hvað hann hafði miklar mætur á gamla íslenska bæjarstílnum, og ýrns- ar myndirnar voru einmitt af sveitarbæjum með gamla bygg- ingarlaginu.' Sj erstaklega híafði hann orðið hrifina af Hofi í ör- æfum. Af kauptúnum þótti hon- um Húsavík bera af. Á eftir ávarpaði Helgi Briem dr Hoffmann og þakkaði hon- um fyrir skemtunina og menn- ingarstarf hans. Læknir Schmelings í Berlín, dr. Gohrbandt, segir að röntgenmynd ir hafi leitt í ljós, að tvær rispur langsum og ein þversum sjeu 4 einum hryggjarlið hans. En ekki er hægt að sjá á röntgenmynd uiium, hve djúpar þessar rispur eru. Þrátt fyrir miklar kvalir, fyrst og fremst líkamlegar, virðist Schmeling glaður og reifur og gamansamur jafnt eftir sem áð- ur. Afbragðs hnef aleikam aður. „Það segir sig sjálft, að Joe Louis er afbragðs hnefaleikamað- ur. Það kom í ljós strax og kepn- in hófst“, sagði Schmeling við blaðamann, sem hefir heimsótt hann á sjúkrahúsið í Berlín. „Hann var bæði fljótur og öruggur og hefir að líkindum aldrei fyr sjest jafn mikill hraði á hnefa- leikapalli. Og högg hans voru líka vafalaust harðari en nokkurntíma hafa verið gefin áður í hnefaleika- kepni. En jeg var undir þetta alt búinn. Jeg vissi, að Joe Louis hafði farið mikið fram síðan jeg sló hann í gólfið fyrir tveim ár- um. Þá var Louis 22 ára, en nú er hann 24 ára. En jeg var samt viss um, áður en leikurinn hófst, að jeg gæti staðist áhlaup hans nokkrar lotur, þar til kraftar hans væru farnir að þverra, eins og títt er um áhlaupamenn eins og svertingja“. ,,En jeg get alls enga skýringu gefið á því, hvernig þetta gerð- ist“, heldur Schmeling áfram. „Frá því að jeg fekk nýrnahögg- ið hakið), sem jeg raunar varð lítið var við, veit jeg ekki neitt, hvorki hve lengi jeg lá á pallin- um, nje hvernig jeg stóð upp, jeg var hlátt áfram máttvana. Bn þegar jeg fór að skynja, hvað hafði gerst, fann jeg til mikils sársauka. Þetta er alt og sumt, sem jeg get aagt um leikinn og ósignr minn. Jeg get enga skýr- ingu gefið á ósigrinum. Þetta er eitt af því, sem getur komið fyr- ir — og í þetta sinn kom það fyrir imig. Leikurinn heiðarlegur. — En leikurinn var frá fyrstu byrjun heiðarlegur“, bætir Schmel ing við. Hann hefir tekið aftur þau ummæli — gerði það strax í New York — að höggið, sem hann fekk, hafi verið „óheiðar- legt“ (foul). „Joe Louis barðist sem ósvikinn íþróttamaður“, seg- ir Schmeling. „Jeg viðurkenni af- dráttarlaust, að hann var ágæt- lega undir kepnina búinn, högg hans voru hörð, hann hæfði vel og hann var öruggur og mark- viss. Hann átti sigur sinn vissu- lega fyllilega skilið“. i-t Max Schmeling. Schmeling fór undan í flæm- ingi, þegar hann var spurðnr að því, hvort hann myndj v,ilja ganga í annan leik við Joe Louis, ef þess yrði kostur. (Lítil líkindi ern þó til að þess verði nokkru sinni kostur framar). En hann segist þó á engan hátt hafa runn- ið hnefaleikaskeið sitt á enda. Tollurinn á íslenskum iiostum í Þýska- landi. Tveir íslenskir hestar voru fluttir liingað frá Þýska- landi með Goðafossi síðast, vegna þess að eigandi þeirra, dr. Schweiaer, treystir sjer ekki til þess að greiða toll af þeim þar. Liðið er nú hálft annað ár frá því að dr. Schwejzer tók hestana með sjer utan. Hann fekk að flytja þá með sjer til Suður-Þýskalands um eins árs skeið, án þess að greiða af þeim toll, og síðar fekk hann þenna frest framlengdan. Segist hann hafa haft mikla ánægju af hestunum þenna tírna og notað þá til skemtireiðar. En að því kom að hann varð að greiða tollimi eða senda hestana aftur til Islands og valdi hann síðari kostinn. En þegar hingað kom, var lagt hann við því að hestarnir yrði settir hjer á landi, samkvæmt lögum um varnir gegn gin- og klaufaveiki. En útlit er nú fyrir að ekki þurfi að skjóta hestana, heldur verði þeir settir í sóttkví umi nokkurt skeið. Dr. Schweizer gerir ráð fyrir að kaupa hjer hryssur til útflutn- ings, þar sem tollur á þeim er lægri en af hestum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.