Morgunblaðið - 05.08.1938, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. ágúst 1938.
===== JftlorgmtMaMd ----------------------------------
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaBur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuCi.
í lausasölu: 15 aura eintakitS — 25 aura metS Lesbók.
■í
GRÆNHÖFÐAH
MORGUNJBLAÐIÐ ff V
Brunatryggingar
húsa í Reykjavík
dr. Björn Björnsson rekur í þessari grein sögu
brunatrygginga í Reykjavík írain til ársins 1874.
í síðari pinura mun íiann halda söpnni áfram
fram á vora dap. Um þetta efni hefir lítið sem
ckkert verið ritað og er það þó merkilegt,
ekki síst fyrir Reykvíkinp
TaliS er, að Dr. Gunnlaugurl
Claessen sje langt kominn
með að uppræta geiturnar úr
höfðum íslendinga. Hefir þar
verið unnið þjóðþrifaverk í
fylstu merkingu orðsins. En því
er nú ver, að þótt hinir eigin-
legu geitnakollar sjeu óðum að
hverfa úr sögunni, þá er nóg
af ,,grænhöfðunum“ fyrir því.
„Grænhöfðar“ var fyrrum nafn
á geitnakollum. Svo kvað Stefán
Ólafsson í Vallanesi:
„Ingimundur Ekkjufells- í seli,
húfu græna hafði hann,
á höfðinu, þegar giftast vann“.
Það er trúlegt, að „grænhöfð-
ar“ hafi verið einskonar hefð-
arheiti og sjerstaklega viðhaft
l>egar meiriháttar menn áttu í
hlut. Ef t. d. höfðingjar eins og
Haraldur Guðmundsson og Jón
Eyþórsson hefðu gengið með
„,græna húfu“, hefði vafalaust
ckki þótt minna duga en við-
Jiafnarheitið.
En því er á þessa tvo dánu-
menn minst, að undanfarið hef-
ir þótt kenna óþrifa í kollum
þeirra, meira en að vonum. Jón
Eyþórsson hefir það starf með-
al annars, að taka upp „ljettara
hjal“ við landsfólkið, þegar
íhann talar um daginn og veg-
inn í útvarpið. Hann hefir lík-
lega fengið bendingu um að
hann þyrfti helst að vera dá-
lítið skemtilegur í þessum við-
xæðum. En þau „skemtilegheit“
'hafa helst birst í því, að hann
hefir tylt upp „grænu húfunni“
ofan á kollhúfuna, sem fyrir
\var.
Það mun nú mála sannast um
Jón Eyþórsson, að hann geri
litlar kröfur til að kallast glæsi-
menni. Enda hefir einhver um
hann sagt, að honum færi best
;aS fara með hrakspár um
.„veðrið á *iorgun“. En það er
alt öðru máli að gegna um
Harald. Hann kemur altaf á
rstallinn „kliptur og kemdur og
iþveginn“, strokinn, skafinn og
snurfusaður frá hvirfli til ilja.
Slíkur maður á ekki að láta
það henda sig, að setja upp
höfuðfatið græna.
En nú hefir þetta Harald
hent. Hann tók við ,,húfunni“ af
, Jóni, svo þrifaleg sem hún var.
Þegar Jón er búinn að dylgja
með það að Sjálfstæðismönnum
sje það ekkert á móti skapi,
þótt síldarlaust sje, þá nær
hugkvæmni Haralds ekki lengra
cn það, að hann veifar sama
græna pottlokinu, þegar hann
talar við reykvíska verkamenn
á. Rauðhólaskemtun.
Gömlu mennirnir töldu að
þörf væri á „beikkri lút í
geitnakolla“. Þeir menn, sem
geiast ,,grænhöfðar“ nútímans,
geta þessvegna alls ekki vænst
þess, að þeim sje neinnar vægð-
ar auðið, meðan verið er að
lcsa þjóðina við þau óþrif, sem
. af þeim stafa.
Þeir útlendingar, sem lögðu
leið sína til íslands hjer fyrr-
um, höfðu allir orð á óþrifnaði
þjóðarinnar. Almenningsálitið
hefir nú fordæmt óþrifnaðinn í
sinni gömlu mynd. En almenn-
ingsálitið á enn eftir að þrosk-
ast að hreinlætistilfinningu. —
Það verður að taka svo hart á
óþrifnaðinum í opinberri mál-
færslu, að engir sómasamlegir
menn láti sjer til hugar koma,
að bera fram slíkan óþverra,
sem þeir Haraldur Guðmunds-
son og Jón Eyþórsson hafa
gert.
Það hefir verið talið hámark
illgirni, að bjóðast til þess að
láta stinga úr sjer annað augað
til þess að annað augað yrði
stungið úr nágrannanum. —
„Grænhöfðarnir“ vita það vel,
að innan Sjálfstæðisflokksins
eru þeir menn, sem mest eiga
í húfi, ef síldin bregst. Það
má vel segja, að stungin væri
bæði augun úr þessum mönnum,
ef svo færi um síldarvertíðina,
sem útlit var á um skeið. En
þessir menn eiga, að dómi þeirra
Haralds Guðmundssonar og
Jóns Eyþórssonar, að vera svo
innrættir að þeir vildu vinna
það til að fórna öllum eigum
sínum og afkomumöguleikum
til þess að losna við stjórnina.
Svona, málfærsla er svo menn-
ingarlaus og óþrifaleg, að hana
verður að uppræta. Jón Eyþórs-
son verður að láta sjer nægja
kollhúfuna sína næst þegar
hann fer í útvarpið. Og Haraldi
er ráðlegast að sýna sig ekki
oftar með „grænu húfuna“,
hvorki í Rauðhólum nje annars
staðar.
íJmræðuefnið í dag:
Sáttatillögur Japana í
deilunni við Rússa.
^ 4
Síðari kappreið-
ar Fáks
Hestamannaf j elagið „Fákur“
heldur síðari kappreiðar
sumarsins sunnudaginn 21. þ. m.
og hefjast þær lrl. 3 e. h.
Eftirtöld' verðlaun verða veitt:
Skeið: 1. verðlaun kr. 50.00;
2. verðlaun 60,00 og 3 verðl. 25,00.
Stökk, 300 m.: 1. verðlaun kr.
75,00, 2. verðl. 35,00, 3. verðl. 15,00.
Stökk, 350 m.; 1. verðlaun kr.
100,00; 2. verðl. 50,00; 3. verðl.
25,00.
Þolhlaup: 1. verðlaun kr. 100.00;
2. vefrðl. 50,00; 3. verðl. 25,00.
Metlaun sömu og áður.
„Fákur“ fer hina árlegu skemti-
ferð sína sunnudaginn 14. þ. m.
Verður farið af stað kl. 10 árd.
frá Miðbæjarbarnaskólanum, og
haldið um Fífuhvamm yfir Hjalla
og að Baldurshaga.
‘T’ryg-gingar húsei.a;na gegn
* eldsvoða er, auk eld- oa-
brunavarnanna, einn aðal-
þáttur brunamálanna. Fyrsti
vísirinn að eld- og; bruna-
vörnum hjer í bæ er jafn
gamall og bærinn sjálfur, á
rætur sínar í þeim atburði,
að hann fjekk kaupstaðar-
rjettindi.
Fyrstu tilraunir til að konia
hjer á almennum brunatrygging-
um voru gerðar um hálfri öld síð-
ar, á 4. tug síðustu aldar, eða nú
fyrir 100 árum, En um 40 ár liðu
áður en málið kæmist í fram-
kvæmd, þrátt fyrir góðan vilja
stjórnaravalda bæjarins og ítrek-
aðar tilraunir þeirra til að koma
tryggingunni á.
Fyrstu tilraunirnar til
að koma tryggingununi á.
Stiftamtmaður hafði forgöngu í
málinu. Á árinu 1832 var gefin rit
ný tilskipun um brunamál.danskra
kaupstaða, annara en Kaupmanna-
hafnar. Stiftamtmður fór þess þá
á leit við stjórnina, að tilskipunin
yrði einnig látin taka til Reykja-
víkur. Stjórnin tók vel í þá mála-
leitun, en minna varð úr fram-
kvæmdunum.
Fyrst velti hún málinu fyrir
sjer í ein fimm ár, þá bað hún um
ýmsar upplýsingar hjeðan að
heiman. Stiftamtmaður sendi þær
svo að segja um liæl, með þeirri
ósk að Œteykjavík yrði tekin upp
í brunabótafjelag dönsku kaup-
staðanna (Köbstædernes alminde-
lige Brandforsikring). Mábð var
nú lagt fyrir dönsku stjettaþing-
in. Þau rjeðu frá að Reykjavík
yrði tekin upp í brunabótafjelagið.
Um leið og stjórnin tilkynti þau
málalok kvatti húta heldur til að
halda tilraununum 'áfram, og
safna frekari upplýsingum í því
skyni. Þær voru sendar út árið
1846 og hin fyrri tilmæli um upp-
töku Reykjavíkur í brunabótafje-
lagið ítrekuð. Eftir að stjórnin
hafði haft málið til meðferðar á
ný kvað hún upp úr með, að ekki
væri gerlegt að taka Reykjavík
upp í nokkurt hinna dönsku
brunabótaf j elaga,
Hugmyndin um að
stofna brunabótafjelag
fyrir Reykjavík.
Stjórnin tjáði sig hinsvegar
reiðubúna til að styrkja Reykja-
vík í að; stofna eigið brunabóta-
fjelag með því, að tryggja hús-
eignir hins opinbera að fullu í því
fjelagi, og auk þess taka á sig
ábjTgð á 8—10 þús. rd. ef elds-
voða bæri að höndum.
Þessi tillaga var lögð fyrir borg-
arafund hjer. Fundinum þótti á-
byrgðin ófullnægjandi. Nefnd var
skipuð, sem samdi nýjar tillögur
um stofnun brunabótafjelags fyrir
Reykjavík. Þar var gert ráð fyrir
að ríkið tæki á sig ábyrgð fyrir
allri tryggingarupphæðinni, þang-
að til fjelagið væri búið að safna
nægu fje. Tillögur nefndarinnar
voru sendar iit 1848, en annað-
hvort ekki teknar fyrir eða frest-
að að taka ákvörðun um þær.
Reykvíkingar lifðu í þeirri góðu
trú að málið hefði strandað á
staðháttunum hjer heima. Þegar
frá leið álitu þeir að aðstæðurnar
hefðu batnað svo mikið, að reyn-
andi væri að fara aftur á stúfana.
Árið 1855 sendi bæjarstjórnin,
fyrir milligöngu stiftamtmanns,
stjórninni tilmæli um að taka til-
lögurnar frá 1848 til nýrrar yfir-
vegunar. Stjórnin tjáði sig nú sem
fyr málinu mjög hlynta, en taldi
ekki næga ástæðu fyrir ríkið að
taka á sig hina umbeðnu ábyrgð.
Hún viðurkendi að aðstæðurnar
hefðu breyst, og einmitt þess
vegna mundi nú tími til kominn
að taka Reykjavík upp í bruna-
bótafjelag kaupstaðanna, án þess
því fylgdi sjerstök áhætta. Óskaði
stjórnin eftir að bæjarstjórn kæmi
fram með tillögur þar að lútandi,
er allar nauðsynlegar upplýsingar
fylgdu.
Aftur leitað um upp-
töku í brunabótafjelag
dönsku kaupstaðanna.
Stiftamtmaður brást vel við
þeim tilmælum, útvegaði hin um-
beðnu gögn og sendi út þegar á
næsta ári, árið 1857. Fyrsta deild
dómsmálaráðuneytisins fekk mábð
til meðferðar og rjeð eindregið frá
að Reykjavík yrði veitt upptaka.
í brunabótafjelagið. Bygði hún af■
stöðu sína fyrst og fremst á áliti
hins svojiefnda dómsmálaráðu-
nauts (Generalprocureur), sem á-
leit það m. a. ekki samþýðanlegt
ákvæðum gildandi brunabótatil-
skipunar að taka Reykjavík upp í
fjelagið.
Leitað til brunabóta-
fjelags sveitanna
í Danmörku.
Stjórnarvöld bæjarins virðast
nú alveg hafa gugnað á að gera
fleiri tilraunir til að koma trygg-
ingunum á. Hinsvegar fann stjórn-
’ in sýnilega til skyldu sinnar um
’ að gera eitthvað málinu til fram-
dráttar.
Árið 1859 gerði stjórnin tilraun
til að koma Reykjavík í samband
við hið danska brunabótafjelag
sveitanna (Det danske Landbyggn
ingers Forsikringsselskab). Sú til-
raun bar engan árangur. Sá hún
þá ekki aðra leið vænni til úr-
lausnar, en hverfa aftur að því
ráði að greiða bænum götu inn í
brunabótafjelag kaupstaðanna.
Tryggingamállð
lagt fyrir AlJjingi.
Árið 1863 lagði stjórnin fyrir
Alþingi „frumvarp til tilskipunar
um að taka hús í Reykjavíkurbæ
í brunabótafjelag hinna dönsku
kaupstaða“. Bæjarbúar sem og
þingmenn fögnuðu mjög að frum-
varpið var fram komið. Alþingi
samþykti það í einu hljóði svo að
segja óbreytt, og samdi bænar-
skrá til konungs um að það mætti
verða að lögum.
Hjeldu nú allir að málið væri
þar með klappað og klárt. En
vonir manna brugðust hrapallega í
því efni. Meðal konunglegra aug-
lýsinga til Alþingis 1865 var til-
kynning um að nauðsynlegt hefði
þótt að sækja um heimild til Rík-
isþingsins til að gera frumvarpið
að lögum. Ríkisþingið hafði synj-
að um þá heimild.
Á þinginu 1865 bar Halldór Kr.
Friðriksson, að undirlagi bæjar-
stjórnar, fram tillögu þess efnis,
að konungi yrði send bænaskrá
um að veita frumvarpinu frá 1863
lagagildi.
f þinginu greindi menn mjög á
um tillöguna. Vildu sumir þing-
manna fara aðrar leiðir, en ef þær
reyndust ekki færar, að bærinn
stofnaði þá sjálfur hrunabótafje-
lag. Var mjög tvísýnt um, hvernig
málinu myndi reiða af, þangað til
húseigendur tóku sig sarnan um
að skora á Alþingi að afgreiða
málið eftir tillögu Halldórs. Voru
húseigendur yfirleitt fráhverfir
því, að stofna brunabótafjelag.
Hindrununum
rutt úr vegi.
Afdrif tryggingamálsins urðu
nákvæmlega þau sömu og áður.
Það kom á daginn, a-ð veigamesta
ástæðan fyrir því, að Reykjavík
f jekk ekki npptöku í brunabótaf je-
lag kaupstaðanna var sú, að gera
þurfi fyrst umfangsmiklar breyt-
ingar á löggjöfinni um þetta
brunabótafjelag. Þær breytingar
komust á með lögum frá 14. maí
1870.
Stjórn fjelagsins var nú skipuð
fulltrúum frá kaupstöðunum, en
áður áttu þeir ekki fulltrúa í
henni. Bæjarstjórn Reykjavíkur
sendi fulltrúunum, fyrir milli-
göngu stiptamtmanns, tilmæli um
að taka Reykjavík upp í fjelagið.
Fulltrúaráðið samþykkti 1872 að
verða við þeim tilmælum.
Lög um bmnatryggingar
í Reykjavík afgreidd.
Árið 1873 lagði stjórnin fyrir A1
þingi nýtt frumvarp til tilskipun-
ar um ■ ábyrgð fyrir eldsvoða í
Reykjavíkurkaupstað o. fl. Hafði
fulltrúum brunabótafjelagsins
verið gefinn kostur á að segja álit
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.