Morgunblaðið - 05.08.1938, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 5. ágúst 1938-
C Q sinnnm hafa þau Ellen
Hobfield og Harald
Norwich orðið að fresta brúðkaupi
sínu, þangað til loksins að þau
voru gefin saman. í rauninni átti
brúðkaupið að fara fram árið 1909,
en á brúðkaupsdaginn dó faðir
brúðurinnar, svo fresta varð þá
brúðkaupinu. Hálfu ári seinna var
brúðkaupsdagurinn aftur ákveð-
inn, en þá dó bróðir stúlkunnar
og þannig hefir altaf einhver ætt-
ingi hennar dáið í hvert skifti
sem hún hefir ákveðið að gifta sig
og brúðkaupinu hefir verið frest-
að. Loks 1938 tókst þeim að halda
brúðkaupið og voru þá bæði kom-
in á fimtugsaldur.
★
ýjasta uppfinning í Ameríku
er „kossamælirinn“. Er það
rafmagnsáhald og mælir með töl-
um 0—120. Ef mælirinn sýnir 90
á kossinn að vera mjög sæmilega
innilegur og þá hringir bjalla, sem
stendur í sambandi við rafmagns-
áhaldið.
Þegar verið var að reyna þenna
nýja mælir kom það fyrir að hjá
nýtrúlofuðum mældi hann 95 og
87 hjá nýgiftum. Hjón sem höfðu
verið lengi gift komust ekki nema
upp í 30 og dæmi voru td að
mælirinn sýndi ekki nema 15 stig.
★
inn frægi geðveikralæknir í
Vínarborg, R. v. Wagner-
Jauregg, kom dag nokkurn á geð-
veikrahælið og mætti þá geðveik-
um manni í ganginum, sem hafði
sloppið út úr klefa sínum.
— Nú hefi jeg líf þitt í hendi
mjer loksins, sagði geðveiki mað-
urinn við læknirinn. Jeg ætla að
kasta þjer hjerna út um glugg-
ann og það verður gaman að sjá
kæfuna sem úr þjer verður þegar
þú kemur niður.
Wagner-Jauregg brá hvergi.
Hann leit í kringum sig, en gat
ekki komið auga á hjúkrunarmann
sjer til aðstoðar. Hann vissi að
geðveiki maðurinn hafði óstjórn-
lega krafta og að það var ekki til
neins að fara í handalögmál við
hann. Þess vegna ljet læknirinn
eihs og hann gengi inn á fyrir-
ætlanir geðveika mannsins:
— Þú hefir alveg á rjettu að
standa, sagði læknirinn. Það verð-
ur nú meiri kæfan þegar jeg er
kominn til jarðar. Farðu heldur
niður í garðinn svo þú getir sjeð
þegar jeg kem til jarðar.
— Þetta er alveg rjett hjá þjer,
sagði geðveiki maðurinn, þar sje
jeg vitanlega mikið betur.
Síðan hljóp hann niður alla stiga
og út í garð.
QCúr&nœ&L
Ma'ður í fastri óskar eftir 2
herbergjum og eldhúsi. Tilboð
merkt ,,19“, sendist á afgreiðslu
blaðsins.
Þriggja herbergja íbúð með
öllum nýtísku þægindum, til
leigu nálægt miðbænum. Tilboð
merkt „Húsnæði 7“, sendist
Morgunblaðinu.
Tveggja til þriggja herbergja
íbúð óskast 1. október næstk.,
helst í Vesturbænum. Uppl. í
síma 3854 kl. 2—5 og eftir kl.
7.
Tvö herbergi og eldhús Ósk-
ast í Vesturbænum sem fyrst.
Tilboð merkt „Vesturbær“,
sendist Mgbl. fyrir hádegi á
laugardag.
Góð stofa í Vesturbænum til
leigu, helst frá 1. sept. Tilboð
auðk. „101“ sendist Morgbl.
6 herbergja íbúð með öllum
nýtísku þægindum, til leigu á
Klapparstíg 29. Vald. Poulsen.
Haf nf irðingar:
Sólrík íbúð, 2 herbergi og
eldhús til leigu fyrri fámenna
fjölskyldu, frá 1. okt. Vestur-
braut 6. Sími 9190.
JfauftsiUifuu:
Ú T S A L A.
Allir stráhattar, sem eftir
eru í versluninni, verða seia-
ir fyrir 7—10 króhur.
HATTASTOFA
Svönu & Lárettu Hagan.
Nýkomið: Hattar og aðrar
karlmannafatnaðarvörur, kven-
bolir, buxur, sokkar o. fl. —
Karlmannahattabúðin. Hand-
unnar hattaviðgerðir sama stað.
Hafnarstræti 18.
Bolex ciné camera til sölu, 16
mm. Til sýnis um borð í Esju
þangað til kl. 3 í dag.
Niðursuðu- og sultuglös, allar
stærðir — Varahringir og
klemmur, ódýrt í Þorsteinsbúð,
Hringbraut 61, sími 2803 og
Grundarstíg 12, sími 3247.
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, drop'aglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B. S. I.)
Sími 5333.
Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj-
andi, einnig saumuð tjöld eft-
ir pöntun. — Ársæll Jónasson
— Reiða- og Seglagerðaverk-
stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími
2731.
Povl Ammendrup klæðskeri,
Grettisgötu 2 (horninu á Klapp-
arstíg) sími 3311, úrval af ís-
lensku og erlendu fataefni. —
Sauma úr efni, sem komið er
með. Viðgerðir og pressingar.
Fyrsta flokks vinna og tillegg.
Gott snið. Sanngjarnt verð. A-
byggileg afgreiðsla.
Brjefsefni í möppum. Glæsi-
legt úrval. Bókaverslun Sigurð-
ar Kristjánssonar, Bankastræti 3
Kaupum flöskur, flestar teg-
undir, soyuglös, dropaglös með
skrúfuðu loki, whiskypela og
bóndósir. Sækjum heim. Versl.
Hafnarstræti 23 (áður B.S.I.)
Sajtað-funcliS Merktur sjálfblekungur týnd- ur. Skilist á afgr. Morgunblaðs- ins gegn fundarlaunum. '&Cáynnimgav Börn, sem vilja selja blaðið- Sæbjörgu, eru beðin að koma í skrifstofu Slysavarnafjel'agsins í dag.
__ ftmtO' Vanur kyndari tekur að sjer að kynda miðstöðvar. Upplýs- ingar í síma 3769. Síðan er fögur sveit —. Fast- ar áætlunarferðir frá Reykja- vík til Kirkjubæjarklaustura^ alla þriðjudaga. Frá Kirkju- bæjarklaustri til Reykjavíkurr alla föstudaga. Vandaðar bif- reiðar. Þaulæfðir bílstjórar.. Afgreiðslan Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540.
Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum, sendum.
Slysavarnafjelagið, skrifstofai Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum.
Otto B; Arnar, löggiltur Út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Upps©tning og við gerðir á útvarpstækjum og loft netum.
Allskonar f jölritun og vjelrit- un. Friede Pálsd. Briem. Tjarn- argötu 24. Sími 2250.
•V '
Takið eftir!
Nú hefír okkur tekist að fá fuUkomnustu prjón- og sam-
ansaumingarvjelar sem völ er á, og eru þær fyrstu og einu
vjelarnar sem til eru í landinu af þedrri gerð.
Af þessari ástæðu getum við skaffað ykkur prjónafatn-
að sem er fyllilega sambær hvað snertir útlit og gæði
fyrsta flokks útlendri prjónavöru.
Vjer viljum sjerstaklega taka það fram, að þessar vjelar
prjóna köflótt og rósótt tvíprjón og hvaða munstur sem,
óskað er
Lítið á vörurnar og leitið upplýsinga um verðið og þið
munuð sannfærast um, að jafnframt því, sem við kappkost-
um að fullkomna vörurnar, látum við oss eínnig uœhugað
um að halda verðinu niðri.
Prjónastofan Hlín
Laugaveg ÍO.
Sími 2770.
f
MARGARET PEDLER:
DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 14.
Quarrington varð litið út um gluggann og sá, að þok
unni var ljett.
„Það er ef til vill gott“, sagði hann þurrlega. „Jeg
var búinn að gleyma —“ Hann þagnaði í miðri setn-
ingu og virti hana fyrir sjer með brennandi augnaráði.
„Búinn að gleyma —?“, spurði Magda. Það var alt
í einu eins og loftið í kringum þau væri hlaðið óróa.
„Á jeg að segja það?“, sagði hann hægt og rólega.
„Já, segið mjer það“.
„Jeg var nærri búinn að gleyma, að þjer eruð ein
af þeim konum, sem jeg hata“, sagði hann og gekk
út, en hún var ein eftir, undrandi og skelfd.
Þegar hann kom inn aftur, var hann orðinn full-
komlega rólegur.
„Bíllinn bíður eftir yður“, sagði hann. „Það er kom-
ið tunglsljós, svo að jeg vona, að þjer komist heim
tálmunarlaust úr þessu“.
Hann fylgdi henni fram í anddyrið, og þau kvödd-
ust með handabandi.
„Sjáumst við aftur?“ spurði hún næstum hrygg í
bragði.
„Jeg legg af stað frá Englandi í næstu viku, svo að
við sjáumst líklega ekki aftur“, var svarið.
Hann opnaði hurðina og ljet hana ganga út á und-
an. Síðan stóð hann berhöfðaður úti við bílinn, meðan
hún settist upp í.
Rjett í því, er bifreiðin ók af stað, laut hún fram og
horfði út um gluggann.
„Verið þjer sælir“, sagði hún. „Verið þjer sælir —
„Saint Michel“!“
„Þjer —“, stamaði hann hásum róm, sem bar vott
um dýpstu örvæntingu. „Þjer?“, sagði hann aftur, það
var auðh'eyrt að hann þekti hana alt í einu.
En Magda horfði brosandi í augu hans, þessi undr-
andi gráu augu, sem höfðu brent sig fast í hugskot,
hennar fyrir tíu árum, og bifreiðin rann af stað og
hvarf brátt inn á milli trjánna í tunglskininu.
FRIARS HÓLMUR.
Bifreiðin nam staðar fyrir utan Friars Hólm, hið
fallega, gamla hús frá dögum Önnu drotningar, sem
Magda hafði keypt í norðurhluta Lundúnaborgar.
Magda gekk gegnum hið upplýsta anddyri og opn-
aði hurðina inn í salinn, þar sém yndislegir flygils-
tónar ómuðu. Enginn gat framleitt svona tóna nema
snillingur af guðs náð.
Rökkur var inni, en bjarmann lagði um stofuna frá
arinneldinum. Á móti henni bárust blíðir og sorgmæddir
tónar úr rússnesku lagi. Magda flýtti sjer að kveikja
Ijós.
„Hvers vegna sitjið þjer í myrkri, Davilof?“, sagði
hún stutt í spuna, eins og hún vildi eyðileggja þetta
rómantíska augnablik, sem framleitt var af arinneldi og
heillandi tunglskini.
Hann flýtti sjer að standa á fætur og kom til móts
við hana. Látbragð hans bar.það glögglega með sjer,
að hann hafði beðið hennar með óþreyju.
Magda rjetti honum höndina kæruleysislega.
„Við verðum að fresta æfingunni, Davilof. Jeg kem
alt of seint. Jeg lenti í árekstri í þokunni. Bíllinn
minn rakst á strætisvagn —“
„Eruð þjer særð?“, greip hann fram í fyrir henni
óttasleginn.
„Nei, nei. Jeg fjell bara í yfirlið, en jeg er ómeidd“.
Hún brosti vingjarnlega að ótta hans. „Það er ekkert.
að mjer, Davilof“, sagði hún.
Hann greip hönd hennar með báðum höndmm.
„Guði sje lof!“, sagði hann innilega.
Hrærð yfir umhyggjusemi hans lofaði Magda honum
að halda í hönd sjer.
„Davilof“, sagði hún hlæjandi. „Þjer takið þetta alt
of hátíðlega“.
„Jeg mátti ekki til þess hugsa, að þjer hefðuð slasast“,
sagði hann með ástríðufullum ákafa. „Þjer ættuð aldrei
að fara ein út“.
„Jeg var ekki ein. Það var maður í hinum bílnum,.
sem reyndist hinn miskunnsami Samverji. Hann átti
heima rjett hjá og bar mig heim til sín. Jeg get full-
vissað yður um, að hann hugsaði vel um mig“.
Davilof slepti óðara hönd hennar, þungbúinn á svip..
„Hver var þessi maður?“, spurði hann og afbrýðis-
semin skein út úr augum hans. „Jeg verð sjúkur við
tilhugsunina um það, að ókunnugur maður snerti yð-
ur!“
„Vitleysa! Vilduð þjer heldur, að jeg hefði legið,
meðvitundarlaus á götunni?“
<>