Morgunblaðið - 16.08.1938, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.08.1938, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. ágúst 1938, 2 Haustheræfingar Þjóðverja líkjast allsherjarhervæðingu • • Evrópu- sundkepnin í London Öll þjóðin tekur þátt í æfingunum 750 þús. varaliðsmenn kallaðir í herinn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Haustæfingar þýska hersins hófust í dag. Eru þær svo víðtækar, að enska blaðið Daily Telegraph, segir að í rauninni sje Þýska- land í hernaðarástandi meðan heræfingarnar standa yfir. Svo að segja öll þjóðin tekur að einhverju leyti þátt í her- æfingunum. í fyrsta sinn síðan í heimsstyrjöldinni hefir varaherliðið verið kvatt saman í Þýskalandi og taka um 750 þúsundn varaherliðsmenn þátt í heræfingunum að þessu sinni. Þá hefir almenningur, sem annars stendur fyrir ut- an herinn verið kvaddur til að taka þátt í æfingunum. Eru það aðallega læknar og hjúkrunarkonur, sem kallaðar hafa verið til þjónustu í hernum meðan á æfingum stendur. Her- inn hefir tekið að sjer matvælaeftirlit. Mikill fjöldi éinkabíla hefir verið tekinn til þarfa hersins. Verkamenn, sem vinna hjá einkafyrirtækjum hafa verið látnir fara til vestur landamær- anna til að vinna að víggirðing- unum, sem þar er verið að byggja. Allar járnbrautarsam- göngur eru takmarkaðar, nema í þjónustu hersins. Þannig hafa skemtiferðalög verið lögð niður, þar sem farartæki öll eru notuð í þjónustu hersins. Allsherjar hervæðing? Ótti hefir gripið bændur í Suður-Þýskalandi, sem halda að innköllun varaliðsins sje byrj- un á almennri hervæðingu. Þýsk yfirvöld vilja gera sem minst úr heræfingunum og halda því fram að þessar haust- æfingar sjeu ekki meiri eða víð- tækari en t. d. heræfingarnar í fyrrahaust. Ótti Tjekka. Þrátt fyrir þessar staðhæfing- ar þýskra yfirvalda hafa heræf- ingarnar vakið mikinn ugg og ótta, sjerstaklega þó í Tjekkó- slóvakíu. Líta Tjekkar svo á, að vara- liðsútboð Þjóðverja sje gert til þess að knýja fram kröfur Þjóð- verja í Sudeten-deilunni, en endanlegar samningaumleitanir á lausn þeirrar deilu standa nú yfir sem kunnugt er. Tjekkar við öllu búnir. Tjekkar hafa þó ekki tekið það ráð að hervæðast, en þeir eru við öllu búnir. Hafa Tjekk- ar t. d. gert ráðstafanir til að sprengja allar landamærabrýr í loft upp ef á þyrfti að halda og einnig eru þeir tilbúnir að teppa umferð á öllum vegum sem liggja yfir landamærin. Þó hafa Tjekkar undanfarið unnið að því að búa til fallgryfjur og skriðdrekagildrur Við landá- mærin. Orðrómur gengur um það í dag að herforingjaráð Tjekka hafi verið kallað saman á 'fuml í morgun. Frakkar rólegir. ÖIl blöð álfunnai-. ræða h-ú mest um heræfingar Þjóðverja og koma fram margay og mis- munandi skoðanir á hc-ræfing- um þessum og tilgangi beirra. Frakkar tilkynn • opinberlega að þeir sjái ekki neina ástæðu til að óttast þessar h,eræfingar Þjóðverja og telja þær eðlileg- ar. Þeir fylgjast þó vel meo hvað gerist og búist er við að foringi franska loftflotans, Vu- illemin verði viðstaddur heræf- ingarnar sem gestur Görings. Hefir það róað Frakka. Bretar líta svo á, að eðlilegt sje að 'Þjóðverjar vilji kanna lið sitt og herstyrkleika. Balbo hvatti til friðar. Breska blaðið Sunday Times skýrir frá því að Balbó mar- skálkur hafi tilkynt Hitler að ítalir óski eftir því að Þjóðverj- ar fari að öllu rólega og að ítalska stjórnin álíti óheppilegt að Evrópustyrjöld brjótist út nú. Hótun við Tjekka. London í gær F.Ú. Þýsku blöðin hafa rætt tiitölu lega lítið um heræfingar sein- ustu dagana, en í þess. stp,ð er athygli lesendanna dregin að heræfingum þeim, sem að und- anförnu hafa farið fram í öðr- um löndum, svo sem Bretlandi, Frakklandi og víðar. í blöðum í Júgóslavíu er FRAMH. Á BJðTJNDU 8ÍBU. í? m StuidhÖllin í Wemblev, þar sem Evrópusnndkepnin fór fram. Mýndin er tekin þégar þegar sundmótið hófst og sundinennirn ir ganga inn í sundhöllina. Merkilegir forn- mannahaugar fundnir i Noregi Ayfirstandandi sumri hafa fundist tveir fornmanna- liaugar. í JsToregi. Annar þeirra fanst á Mö á Þelamörk, og hef- ir þar verið heygður smiður, sennilega um 900 e. Kr. I hauginum fahst aðeins eitt vopn, tvíeggjað ’sverð, en hins vegar mikið af verkfærum, svo sem þrír hamrar, tvennar smíðatengur, þjöl, meitill og mörg önnur verkfæri. Dr. Phil Sig. Grieg, sem hef- ir rannsakað fornminjafund þennan, fyrir hönd fornminja- safns háskólans í Oslo, hefir kómist svo að orði í frásögn um fundinn, að ósjálfrátt komi fram í huganum frásögn Egils- sögu, þar sem segir: ,,Ljet Egill þar gera haug á framanverðu nesinu. Var þar í lagður Skalla- grímur ok hestur hans ok vápn ok smíðatól“. Smíðar voru á víkingaöldinni iðja, sem hæfði hinum göfug- ustu og vöskustu mönnum, og í svo miklum metum höfð, að hún var oft sett samhliða skáld- skapariðjunni, í fornum ritum. Hinn hailgurinn fanst á Aur- landi í Sogni. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að þar hefir bóndi heygður verið, fyrir um 1000 árum. í hauginum fanst m. a. sverð, bardagaexi, viðárexi örv- iroddar, beisli, skartgripur úr bronze matargerðarpottur og •nnur matgerðaráhöld. Allir hlutirnir voru furðu Iítið skemd- Atlantshaísflug- mennirnir vátrygðu ekki vjelina Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Pýska flugvjelin Branden- burg, sem í vikunni flaug í einum áfanga til New York frá Berlín, er komin heil og höldnu til Berlín og tók fiugið 20 klst. Flughraðinn var að meðaltali 235 km. á klukku- stund. Flugmennirnir voru hyltir, er þeir komu til Berlín af iniklum mannfjölda og er litið á þetta iem mikið flugafrek. Flugmennirnir láta lítið yfir sjer og sem dæmi upp á hve þeir hafi álitið þetta hættulaust flug, segja þeir frá því, að þeir hafi skki einu sinni vátrygt flug- vjelina. Islendingarnir komust ekki i úrslit i ir. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Japanar gefa eflir London í gær. FÚ. Samkvæmt frjett frá Tokio hefir japanska stjórnin gert nýjar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að óeirðir blossi upp aftur á Changku- ig vígstöðvunum. Hefir japanska herliðinu þar verið skipað að draga sig til baka góðan kipp inn fyrir landa mæri Mansjukó til þess að forð- ast nýja árekstra. Sundmótinu í Wembley er nú lokið. Eins og: kunn- arus't er, tóku tveir íslensk- ir sundmenn joátt í mótinu, þeir Ingi Sveinsson og Jón- as Halldórsson. Sundráði Reykjavíkur hefir bor- ist skeyti frá fararstjóranum,, Er- lingi Pálssyni yfirlögregluþjóni. i skevtinu segir hann að okkar menn hafi ekki komist í úrslit eu að Ingi Sveinsson hafi orðið þriðji í aukakepni, sem fór fram milli bestu sundmanna, er ekki komust í úrsiit. Ingi synti 200 metra bringusund á' 3 mín. 8,2 sek. Is- lenska metið í þessu sundi á Ingi (sett í sumar) á 3 mín 4,8 sek. Eini Norðurlandamaðurinu, sem komst í úrslil var Svíinn Björn Borg. Þá getur Eriingur þess í skeyt- inu, að 38 þjóðir liai'i verið búnar að. tilkynna þátttöku sína í því sundi, sem íslendingar tóku þátt í en allar þjóðir neina 9 drógtí sig í Itlje áðnr en kept var. Gefur það nokki'a lmgniyud um hve kepnin liefir verið erfið. Isleudingunum var tekið ág'æt- lega á sundmótinu. Norðmenn selja Rðssum síld Balbó er farinn aftur til í- talíu frá Þýskalandi. Hann var meðal annars viðstaddur stór- kostlega flugæfingu. FÚ. ^Torðmenn hafa selt Rússu J ^ um 800 tonn af vorsíld fy ir Ijelegt verð. Afhendingin síldinni hefir enn ekki far fram. Tilkynt hefir verið ; Norðmenn sjeu nú að leita við að selja Rússum meira . síld, en horfurnar ekki tald; þær sem stendur, að ný sa | kimist í kring. FÚ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.