Morgunblaðið - 16.08.1938, Side 5
mt&aa&aii
3>riðjudagur 16. ágúst 1938.
MORGUNBLAÐIÐ
JPlóttjraiMaMd
Ötgef.: H.f. ArVakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgtSarmaTSur).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: k r. 3,00 á mánuði.
í lausasölu: 15 aura eintakið — 25 aura með Lesbók.
SAMSÆRI í ÚTVARPINU?
að er nú komið nokkuð á
f-* aðra viku siðan útvarps-
stjóri tilkynti, mjög hátíðlega,
.að hann hefði gert ráðstafanir
;til málshöfðunar gegn ungfrú
Jórunni Jónsdóttur og dagblað-
inu Vísi. Eigi vitum vjer hvort
ungfrú Jórunni hefir borist nein
-stefna, en í gær hafði Vísir enn
•ekki fengið neina stefnu. Á
föstudaginn segir í frjettadálki
'Tímadagblaðsins: „Útvarps-
stjóri hefir óskað eftir gjaf-
sólcn í máli því, er hann ætlar
að höfða gegn Jórunni Jóns-
'idóttur og ritstjóra Vísis. Vitan-
lega verður sú beiðni ekki tek-
in til greina". Mönnum blöskr-
aði vesalmenska Jónasar Þor-
.bergssonar við þessa gjafsókn-
arfregn. En sennilega ber þó
ekki að skilja dráttinn, sem
torðinn er á málshöfðuninni svo,
að hann sje því að kenna að út-
•varpsstjóri treysti sjer ekki til
• að standast kostnaðinn af mál-
ami.
Útlit er á, að dómsmálaráð-
Hierrann :ætli að skella skolla-
eyrunum við þeim kröfum sem
'fram hafa komið — þar á með-
;al frá stuðningsblaði ráðherr-
ans, Alþýðublaðinu — um opin-
fbera rannsókn málsins. Öll mál-
færsla Tímadagblaðsins gengur
iút á það, að engu skifti, hvort
jmálfð sje rekið sem meiðyrða-
mál, eða hvort tekin sje skýrsla
fyrir lögreglurjetti. Hjer 1 blað-
'inu hefir verið gerð grein fyrir
þeim mun, sem er á þessu
tvennu og sikal ekki farið út í
það að sinni.
En sannleikurinn er sá, að
einmitt þegar Tímadagblaðið er
:að verja undanfærslu ráðherr-
ans frá opinberri rannsókn,
snúast vopnin svo í höndum
þcss, að þeim sem ekki hefir
verið það fullljóst fyrirfram, að
Umræðuefnið í dag:
íopmoer rannsókn yrði fram að t
fara, hlýtur að verða það full- rannsókn í því.
Ijóst eftir síðustu skrif Tíma-
■ dagblaðsins.
Tímamenn hafa nefnt þetta
mál „Jórunnarmálið'*. Það er
„skapgölluð“ stúlka, „fljótfær
og stórlynd“, sem ráðist heíir
á Jónas Þorbergsson með „vís-
vitandi uppspuna“. Þannig hefir
málið verið lagt fyrir af þeirra
'hálfu, bæði í blaði þeirra og í
útvarpserindi Jóns Eyþórssonar,
sem um hefir verið getið hjer
í blaðinu. Það þykir hæfileg
hefnd á þessa 17 ára gömlu
stúlku, að kenna inálið við hana
. en ekki við útvarpf stjórann.
En á sunnudaginn var kveður
við nokkuð annan tón í blaðinu.
Nú er það ekki lengur stúlkan
sjálf, heldur tveir af „helstu
óvinum“ Jónasar Þorbergsson-
ar, sem taldir eru potturinn og
pannan í kærumálinu. Menn-
irnir eru ekki nafngreindir, en
talið er að þessir tveir „helstu
óvinir“ Jónasar Þorbergssonar
sjeu starfsmenn við Útvarpið,
og þá sennilega ráðnir þangað
af honum sjálfum.
En úr því þetta er nú svo, að
stúlkan er aðeins ,,verkfæri“ í
höndum vondra manna, verður
manni á að spyrja: Hversvegna
er stúlkan rekin umsvifalaust
frá starfi, en „vondu mennirnir“
látnir halda áfram við útvarp-
ið?
Tímadagblaðið hefir hjer
fært málið alveg inn á nýjan
grundvöll. Það er að reyna að
færa sönnur á, að ekki sje þörf
á opinberri rannsókn, en verður
s.vo sjálft til þess að benda á
atriði, sem ekki virðast geta
upplýst til fullnustu nema við
opinbera rannsókn.
Tímadagblaðið leggur málið
þannig fyrir, að tveir af starfs-
mönnum útvarpsins hafi narr-
■>.ð unga stúlku til þess að fara
með tilefnislausa ákæru á hend-
ar útvarpsstjóra. Þessir menn
hafi ætlast til þess að málið yrði
'eyst í kyrþei, en hafi síðan ætl-
að að nota kæruna í „baktjalda
hernaði gegn útvarpsstjóranum
og ráðherranum“.
Hjer er með -öðrum orðum,
eftir því sem Tímadagblaðið
segir, á ferðinni samsæri gegn
útvarpsstjóranum. Fyrir þessu
samsæri standa undirförulir
menn og kaldrifjaðir. Þeir nota
hrekkleysi ungrar stúlku til þess
að koma hinum skuggalegu á-
formum sínum fram.
Stúlkan sem látið hefir ginn-
ast af fortölum þessara manna,
er rekin frá starfi og útflæmd
í aðalblaði stjórnarinnar og
sjálfu Ríkisútvarpinu.
Eftir að þetta er komið fram
í málgagni dómsmálaráðherr-
ans, hlýtur hann að láta sjer
skiljast, að málið er komið á
þann grundvöll, að hann getur
hjeðan af ekki skorast undan
að láta þegar hefja opinbera
Hvernig Svíar urðu
rík þjóð
Með því að notfæra sjer auðæfi lands-
ins og framtak þjóðarinnar, varð
hún eínaþjóð á einum mannsaldri
Haustheræfingar Þjóöverja.
Dýrtíðin fer
vaxandi
amkvæmt mátiaðaryfirliti Hag-
O stofunriar um smásöluverð í
Reykjavík á matvælum, eldsneyti
og Jjósmeti hefir aðalvísitala mat-
varanna verið 202 í byrjun júlí-
mánaðar s.l. (miðað við 100 1914).
en var 200 í byrjun júnímánaðar.
Er aðalvísitalan 9 stigum hærri
en á sama tíma í fýrra.
í júnímánuði höfðu 5 matvöru-
flokkanna hækkað (þ. e. garðá-
vextir, smjör, mjólk, ostur og egg,
kjöt og slátur og fiskur), en 3
lækkuðu (þ. e. kornvörur, sykur,
kaffi o. fl.). Vísitalan fyrir elds
neyti og Íjösmeti iækkaði lítið eitt.
Asíðustu tímum er oft
talað um ríkis þjóðina
Svía. En sjaldnar er umTþað
spurt eða frá því sagt, hvern-
ig þjóðin varð auðug. Það er
rjett eins og rnenn haldi að
auðurinn hafi fallið þeim í
skaut af sjálfu sjer. Að
þjóðin hafi einn góðan veð-
urdag vaknað við það, að
hún væri orðin rík, og auð-
urinn hafi safnast henni
meðan hún svaf.
En þetta er á alt annan vCg.
Fvrir mannsaldri voru Svíar fá-
tæk þjóð, sem höfðu lítið álit og
iitla trú sjálfir á framtíð sinni.
Fyrir 70 árum síðan, árin 1868—
’69 er talið að 1500 manns hafi
dáið úr hungri í Svíþjóð. Menn
eiga erfitt með að átta sig á því
nú, að uppskerubrestur þar í landi
sknli hafa haft svo hroðalegar af-
leiðingar.
Fátækt sú, sem var til í Sví-
þjóð fyrir mannsaldri síðan, er
hvergi til nú meðal menningar-
þjóða nema í Rússlandi og Kína.
En á tiltölulega mjög skönnnum
tíma, liafa Svíar unnið sig upp úr
armóði þessum, og orðið ein af
efnuðustu þjóðum í heimi.
Talið er að heildarárstekjur þjóð
arinnar nemi nú níu miljörðum
króna, og sjeu meðalrástekjur 1500
krónur á mann í landinu.
Á sjötíu árum hefir tíma-
kaup fimmfaldast í landinu, og
meðal árstekjur þrefaldast. En
þegar kreppan var þar sem mest
fyrir nokkrum árum síðan, voru
atvinnuleysingjar aldrei fleiri jen
170.000 eða 3V2% af þjóðinni.
Þó framþróunin hafi verið ör,
hefir hún ekki farið fram í stór-
stökkum, heldur með jöfnum
Jiraða. Framfaramöguleikarnir
voru fyrir hendi, í skauti jarðar-
innar í fossum, skógum og Öðrum
ónotuðum auðsuppsprettum. Jafn-
framt því sem landbúnaðurinn tók
framförum, þróaðist iðnaðurinri.
En ekkert af þessu kom af sjálfu
sjer. Það þurfti framsýna, duglega,
framtakssama forystumenn. Þjóð-
in átti þá. Þeir byrjuðu á og sköp-
uðu það, sem kallað hefir verið
„æfintýri Svíþjóðar11.
Það æfintýri spratt upp af auð-
lindum landsins. En þær auðlindir
befðu aldrei komið þjóðinni að
notum, ef ekki væru menn-meðal
þjóðarinnar er brutust í því að
notfæra sjer þær.
Kapitular æfintýrisins eru þess-
ir: Fossarnir framleiða rafmagn.
Rafmagnið er látið vinna málma,
járn, timbur, pappír. En í hverjum | námum England
kapitula fyrir sig er það framtak
einstakra manna, sem fengið íief-
ir að njóta sín, manna, serii hafa
haft þekkingu, áhuga og stjórn-
semi til þess að hrinda stórvirkjum
í framkvæmd.
Varla nokkurs staðar í víðri ver-
öld hefir framtak manna fengið
að njóta ,sín betur en í Svrþjóð
undanfarinn mannsaldur.
Úr 75.000 tonnura í
10 miljónir.
I margar aldir hafa menn unn-
ið járn úr uámum Svíþjóðar.
Bergslagenjárnmálmurinn inni-
heldur 50—60% járn. Eiida þótt
menn bafi unnið úr Bergslagen-
járunámum Svíþjóðar alt frá
byrjun járnaldar er talið, að enn
sjeu þar óunnar í jörð nokkur
hundruð miljónir smálesta. Rík-
astar eru járnnámurnar í Gellivara
og Kiirunavaara. Þar er talið að
fólgin sjeu í jörð 1000 miljónir
smálesta af járnmálmi. Og þaðan
er útflutningurinn mestur. .
Fyrir 50 árum, er fyrsta eim-
lestin flutti járn úr námum þess-
um til Luleá nam útflutningurinn
75.000 toníium á ári. En í fyrra
nam þessi útflutningur 11,25 milj-
ónum tonna. Mest af þessu málm-
járni er nú ekki lengur flutt til
Eystrasaltshafna, beldur vestur yf-
ir, til norska hafnarbæjarins Nar-
vik. Þar eru risavaxin hafnarvirki.
232 milj. tonna af námujárni hefir
verið tekið í námum Lapplands,
og af þeim hafa 150 miljónir tonna
verið flutt út. Það eru samtals
4.400.000 járnbrautarvagnhlöss. Ef
flytja ætti þenna málm út í einum
rykk, þyrfti að senda lest með 50
vögnum á hverri klukkustund í
10 ár.
Miklar verðsveiflur eru á járn-
inu, og vinslan breytist eftir því.
Árið 1931 var útflutningurinn
ekki neriia 2 milj. tonn. Meðan
Evrópuþjóðir hervæðast af sama
kappi og þær gera nú, þá geta Sví-
ar selt alt það járn er þeir fá
unnið. 70% af járnframleiðslu
þeirra fer til Þýskalands.
Miklar járnnámur
á Skáni.
Aldrei er hæg-t að vita hvað
fólgið er í jörðu, fyrri en það er
rannsakað .Nil er verið að bora
eftir olíu á Skáni. Þar hafa fund-
ist miklar járnnámur, norðan við
Ystad. Talið er, að þar sje meira
járn í jörð en í Bergslagen og
Lapplandsnámunum. Námujárnið
á Skáni hefir sömu samsetningu
og námujárn í Lothringen og
Englandi, og er öðru vísi en járn-
ið norðar í Svíþjóð. En sjerfræð-
ingar fullyrða, að þar sje meira
, járn í jörðu en samanlagt er í
löngu var því haldið fram, að þar
væm dýrir málmar í jörðu. Líf-
læknir og stjörnufræðingur
Kristjáus II., Paraeelsius var á
sveimi á þessum slóðum. Hann
fullyrti að gull væri í jörð í Sví-
þjóð milli 63 og 64 gráðu norður-
breiddar. Þetta reyndist rjett.
Boliden er á 64. breiddargráðu.
En þó námufræðingarnir hefðu
hin fullkomnustu málmleitartæki,
tók það þá sex ár að finna aðal-
gullæðina í námunum.
Leitin byrjaði fyrir alvöru 1918.
Og námugröftur byrjaði 1924. Nú
eru grafin þarua upp 400.000
tonn af málmi, og úr honum unn-
in 18 tonn af silfri. 6 tonn af kop-
ar, auk gullsins. Og svo fá menn
þar í aukagetu brennistein og
arsenik.
Fjársjóði Boliden-námanna
fundu menn með áhaldi, sem alla
málma finnur í jörð.
Svíar eru slyngir í að
firnia góðlmálma.
Til eru 4 aðferðir til að finna
verðmæt efni í jörðu, rafmagns-
aðferðin og segulmagnsaðferðin,
sem notaðar eru til að finna
málma og „seismiska“ og „gravi-
metriska“ aðferðin tH að finna
olíu.
Málmleitarmenn starfa að stað-
aldri í Svíþjóð. Yinna venjulega
14 menn í einum málmleitarlióp.
Af þeim eru 2 verkfræðingar, er
stjórna verkinu og gera upp-
drætti af hinum rannsökuðu svæð-
um. Þeir geta gagnskoðað 3 fer-
kílómetra á ,viku.
g Lothringen.
Samt liafa Svíar ákveðið, að snerta
ékkert við þessum námum fyrst
um sinn, því af svo miklu er að
taka í þeim námum, sem nú er
tekið úr, enda er skánska námu-
járnið ekki eins gott og járnið er.
annars stáðar í landinu.
Að finna málma í jörð.
f námum Svíþjóðar eru fleiri
málmrar en járnið. Silfur var fyr
á dögum unnið í stórum stíl í
námunum í Sala. Og í Boliden-
námunum er mikið silfur. En
ínargt bendir til þess að víðar sjeu
góðmálmar í jörð í Svíþjóð.
Byrjgð var að vinna í Boliden-
námunum árið 1924. En fyrir langa
I Svíþjóð starfar fjelag eitt, sem
lieitir Málmleit með rafmagni
(Elektrisk Malmletning). Fjélag
þetta liefir einkarjett á bestu málm
leitaraðferðum. Það var stofnað
árið 1924. Verkfræðingar frá þessu
1 fjelagi liafa verið fengnir í allar
heimsálfur til málmleita. Og 40
þjóðir hafa haft gagn af málmleit
þeirra.
(Laiísl. þýtt).
Veítingar ríkis-
borgararjettar
A
þessu ári hefir 18 rnönnum.
verið veittur íslenskur ríkis-
borgararjettur með lögum.
í fyrra voru ekki afgreidd nein
lög uiu ríkisborgararjett, en l!h)6
fengu 16 ménn íslenskan ríkisborg-
ararjett. .
Á næstu 5 árum þar á undan
(1931—’35) fengu 37 menn ríkis-
borgararjett, eða 7,4 á ári að með-
altali. Þrjú síðustu árin hefir
meðaltalið verið 11.3. (Hagtíðindi)