Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Snnnudagnr 21. ágúst 1938. Loftárása- nefndin starfar Deiltimál Tfekka Sudeta | iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniNiHimiHiiiiiiitiiHnHMiiiiiiifimiiiiitiiifiiinHHiiiiiT Utanrlkismálastefna Tjekka versti þrándur í yðtu Brottflutniagur erlendra sfálfboðalifln: Franco loðinn í svörum. ViU tefja máiið Bresku stjóminni hefir nú loks borist svar frá Franco út af tillögumim um brottflutning erlendra sjálfboðaliða frá Spáni Svar Francos er mjög óákveðið og er tillögunum hvorki Jiafnað nje gengið að þeim. Búist er við að ætlan Burgosstjórn- arinnar sje með þessu að reyna að draga enn á langinn brott- flutning erlendra sjálfboðaliða (Símar frjettaritari vor í Khöfn) Verið er nú að þýða svarið af spænsku á ensku (segir Lund únaútvarpið skv. FÚ). Svarið verður að líkindum birt á mánu- dagsmorgun snemma. Eigi er kunnugt hverju Franco svarar en talið er líklegt að hann hafi komið fram með margar athuga Semdir og breytingartillögur. Plymouth lávarður, formaður lilutleysisnefndarinnar kemur til London á mánudag og mur. hann taka til athugunar hvort kalla skuli hlutleysisnefndina saman þegar í stað til þess að ræða svar Francos. Chamberlain forsætisráðherra er einnig væntanlegur til Lon- don á mánudag og munu þeir þá ræðast við hann og Plymouth lávarður. (Skv. FÚ). Sókn Francos Londori í gær. FÚ. Fregnir frá Spáni í dag herma, að uppreistarmenn hafi hert sóknina á Ebrovíg- stöðvunum og þjarmi nú mjög að um 1000 manna liði af her stjórnarinnar fyrir sunnan Eb- rofljót. Flugvjelar uppreisnar- manna hafa haft sig mjög í frammi og hafa gert margar til- raunir til þess að eyðileggja bráðabirgðabrýr stjórnarhersins yfir Ebrofljót, til þess að hindra matvæla- og hergagnaflutninga til stjórnarhersveitanna. Enskur liðslo;ingi handtekinn i Þýöka- landi íyrir njósnir Frá frjettaritara vorurn. Kköfn í gær. Pað hefir vakið mikla gremju í Englandi, að fyrir nokkr- um dögum var enskur liðsfor- ingi handtekinn af þýsku leyni- lögreglunni, Ge.stapo, án þess að nánari grein væri gerð fyrir handtöku mannsins. Maður þessi heitir Kender- ick og er kapteinn í enska hem- um. Var hann á skemtiferðalagi í Austurmörk og var á leiðinni til Þýskalands, er hann var tek- inn höndum. Sendiherra Breta í B.erlín mót mælti handtökurmi og kvað stjórn sína líta mjög alvarleg- um augum á þessa handtöku. Krafðist sendiherrann þess, að Mr. Kenedrick yrði tafarlaust látinn laus. Kenderick var í fdag látinn laus og honum vísað úr landi, segir í skeyti frá Bcrlín. Honum voru gefnar njósnir að sök. EFTIIÍ LOFTARAS. London í gær. FÚ. 13 resku vrfndanncmiirnir, sem eru aS rannsaka af- leiSingar loftárása á spænskar borgir eru i Álicante í dag. Hafa Jjeir m. a. skoðað bresku skipin sem nýlega skemdust stórkoetlega í loftárásum, svo og hús breska rœðismannsins er varð fyrir skemcktm, en ræðism-aðurinn særðist alvar- lega, svo scm á&ur var getið. Er nefndarmennirnir fara aft- ur til Tolo-u.se, munu þei-r fara um Barcelona, því að spænska stjórnin hefir beðið þá að gefa skýrslu um loftárás þá, sem flugmenn Francos gerðu á borgina, eftir að þeir fóru þaðan í gær, en tvœr lof tárárir voru gerðar á borgina meðan þeir voru þar á leiðinni til Ali- cante. Samkomulagsumleitun- um miðar lítið fram Stafi Runcimans heist fyrir alvoru Frá frjett-aritara vorum. Khöfn í gær. ÞRÁTT fyrir tiislakanir þær, sem tjekkneska stjórnin hefir gert í deilumálinu við Sudeten- Þjóðverja — þar sem hún hefir tjáð sig fúsa tii að veita Sudetum ýms opinber embætti — eru horfur á samkomulagi taldar jafn litlar og áður og kemur þar ým- islegt til greina. Talið er að utanríkismálastefna tjekknesku stjórnar- innar verði erfiðasta atriðið í deilumálunum. Henlein, for- ingi Sudeteh Þjóðverja, hefir lýst því yfir, að Sudetar muni aldrei sætta sig við utanríkismálastefnu Tjekka eins og hún er nú, og á hann aðallega við vináttusamning Tjekka og Rússa. < Tjekkar aftur á móti hafa þverneitað að breyta um stefnu í utanríkiamálum og segjast ekki leyfia Þjóðverjum að ákveða stefnu sína í þeim málum. Þýsk blöð ræða mikið í dag um deilumálin milli Tjekka og Sudeten-Þjóðverja. Fagna þau því, að tjekkneska stjómin skuli hafa gefið eftir í kröfum Sudeta hvað viðvíkur skipun í embætti, en telja hinsvegar að ekki sje nógu langt gengið í þeim efnum og að Tjekkar þurfi ekki að halda að hjer geti þeir látið staðar numið. Til nýiTar kirkju í Reykjavík, til minningar um síra Bjarna Þorsteinsson, frá ættingja 15. kr., afhent síra Fr. Hallgrímssyni. Rey k j a víkur mótið. Valur - K. R. í dag ki. 5 Mikill spenningnr er um það, hvernig ka]>pleikurinn milli K. K. og Vals fer í kvöld á Reykjavíkurmótinu. Þó búið sje að keppa þrjá leiki er erfitt að segja fyrir um úrslit- in, þar sem fjelögin þrjú, Valnr, Fram og Víkingur hafa nú 2 stig- in hvert, eir K. R. 0. Vinni K. R. í kvöld, og það munu þeir hafa mikinn lmg á, fá þeir einnig 2 stig. Kappleikurinri hefst kl. 5 e. h. og verður án efa mannmargt á vpllinum. Eimskip. Gullfoss er í Khöfn. Goðafoss kom tii Hull um hádegi í gær. Brúarfoss var á Tálkna- firði í gærmorgun. Dettifoss fór til útlanda í gærkvöldi kl. 11. Lagarfoss er á leið til Áustfjarða frá Leith. Selfoss er á leið til Austfjarða frá Dalvík. STARF RUNCIMANS LÁVARÐAR. Þýsku blððih segja í dag, að nú fari að reyna á hvað Runci- man lávarður geti og hvers megi vænta af störfum hans. Runciman lávarður hefir hing- að til, segja blöðin, verið að rannsaka eðli deilunnar og kröfur aðilja, en nú eftirleiðis verður starf hans hlutverk sátta semjarans. SJÁLF- STJÓRNAR- HJERUÐ Reuter-frjettastofan hefir afl- að sjer upplýsinga um hvað Runciman lávarður muni leggja til málanna og telur að hann muni leggja til að Tjekkósló- vakíu verði skift eftir þjóðflokk- um í hjeruð með sjálfstjórn, þaraf þrjú þýsk hjeruð. Hjeruðum þessum verði svo stjómað með líku fyrirkomu- lagi og er í Norður-írlaridi. Á sama hátt verði farið með tjekknesk, ungversk, og slav- nes.k hjeruð. Reuter-frjettastofan telur að Runciman muni leggja til, að utanríkismál landvamir og fjár- mál, verði sameiginleg fyrir öll hjeruðin og ákvarðanir um þessi mál, taki ríkisþingið, en á þing- inu eigi sæti fulltrúar frá hinum ýmsu hjeruðum. Búist er við, að bæði Tjekkar og Sudeten-Þjóðverjar muni samþykkja að ræða deilumál nú á þessum grundvelli. En Reuters bætir því við, að erfiðast muni að ná samkomu- lagi um utanríkismálin. NÝIR ERFIÐLEIKAR TJEKKA. London í gær. FÚ. Þingmenn slóvakiska þjóð flokksins hafa borið fram frum- varp um sjálfstjórn fyrir Sló- vaka. Þetta er flokkur sá, sem stjómmálamaðurinn faðir Hlinka var leiðtogi fyrir, en hann ljest fyrir nokkrum dög- um, en míkill meirihluti Sló- vaka fylgir hinsvegar Tjekkum að málum. Þessar kröfur sló- vakiska þjóðflokksins koma fram á mjög óheppilegum tíma fyrir Pragstjómina og munu að líkindum haka henni erfið- leika. Þá hefir þjóðlegi sambands- flokkurinn, sem styður ríkis- stjórnina, samþykt ályktun þe3s efnis, að hann sje mótfallinn því, að nokkur þjóðemishluti innan tjekkneska ríkisins fái algerða sjálfstjórn. Eogin sfldveiði Engin síld hefir boris-t til Siglu fjarðar, hvorki í bræðslu nje til söltunar, símar frjettarítari vor á Siglufirði í gær. Norðan veður er nú nyrðra og fjöll hvít af snjó. Nokkur skip eru farin á veið ar og hafði síld sjest á Skagafii'ði í gær, en ekki náðst. Öll skip hafa nú verið losuð, sem biðu eftir Jöndun, og verða verksmiðjurnar nú stöðvaðar yf- ir lielgina td lireinsunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.