Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.1938, Blaðsíða 8
Sunnudagur 21. ágúst 1938Í- J ® MORGUNBLAÐIÐ Lögreglan í Ungverjalandi hef- ir komið upp um stórkost- leg njósnamál, sem rekin voru á frumlegan hátt. Lögreglan tók eftir því að auglýsingadálkar blaðanna voru fullir af hjóna- bandstilhoðum dag eftir dag. Og þó menn eigi ýmsu að venjast hjá hinum blóðheitu Ungverjum þótti lögteglunni þetta allgrunsamlegt. Yið rannsókn kom í ljós, að bak við þessi hjónabandstilboð var vel skipulögð njósnastarfsemi fyrir er- lent stórveldi. Fjölda handtökur hafa átt sjer stað. ★ Nýlega kaus þingið í Ástralíu nýjan forseta og þessi for- seji kom upp um athæfi þing- manna, sem vakið hefir athygli. ekki aðeins í Ástralíu, heldur og um allan heim. Forsetinn komst nefnilega að því, að margir þing- mennirnir sömdu ekki sjálfir ræð- ur þær, sem þeir fluttu af mikilli andagift í þinginu, heldur keyptu handrit að þeim hjá skrifstofu einni, sem hafði það að atvinnu að selja mönnum handrit af tæki- færisræðum. Ræður til að halda í þinginu kostuðu sem svarar 12 krónum í íslenskri mynt. ★ Hvað geta menn jetið mörg egg í einu? Nokkrir menn í Ástralíu tóku sjer fyrir hendur að rann- saka það á dögunum og vitan- lega var veðjað um órslitin. Fjórir hæstu í samkepninni borðuðu sem hjer segir af hænu- eggjum á tveimur klukknstund- um : 63, 60, 59, og 57. Sagt er að þeir muni eklti verða sólgnir í egg í bráðina. ★ Dóttir danska dómsmálaráðherr- ans, ungfrú Sonja Steincke, er söngkona á skemtistað í Kaup- mannahöfn og vinnur sjer inn 80 krónur á kvöldi. Faðir hennar, dómsmálaráðherrann, vinnur sjer inn 48 krónur á dag, „sem bendir til þess“, segir danskt blað, „að dóttirin sje töluvert vinsælli, en faðirinn“. ★ Nokkrir Lundúnabúar voru á dögunum að undirbúa einkenni- legt ferðalag. Þeir ætluðu til Loch Nees í Skotlandi til að skjóta vatnaskrímsHð, sem þar er. TH annast kaup og- sölu allra verðbrjefa. Fægiklútar fyrir póleruð húsgögn. vism Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. frekari skýringar skal þess getið, að hitinn var um þessar mundir 38 gráður í skugganum í London. ★ Hjónaskilnaðir fara stöðugt í vöxt í Englandi. Síðustu hag- skýrslur sýna að áttunda hvert hjónaband er leyst upp með skiln- aði. ★ Fyrir nokkru síðan var opnað sjerkennilegt jurtasafn í bænum Connington í Englandi. í þessu safni er safnað saman öllum ill- gresistegundum, sem til eru í breska heimsveldinu. fyrir haustið. Jfaujts&cipii ? Tjöld og tjaldsúlur fyrirliggj- andi, einnig saumuð tjöld eft- ir pöntun. — Ársæll Jónasson Reiða- og Seglagerðaverk- stæðið. Verbúð nr. 2. — Sími 2731. Friggbónið fína, er bæjarinm.' bfcsta bón. Mikið úrval af kvenhönskum fyrir hálfvirði. Kápubúðin, Laugaveg 35 . Blómabrjefsefnin marg-eft- irspurðu, fást nú í Bókaverslun Sigurð- ar Kristjánssonar, — Bankastræti 3. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið mótiá gjöfum, áheitum, árstillögum. Síðan er fögur sveit —. Fast- ar áætlunarferðir frá Reykja- vík til Kirkjubæjarklaustur® alla þriðjudaga. Frá Kirkju- bæjarklaustri til Reykjavíkui- alla föstudaga. Vandaðar bif- reiðar. Þaulæfðir bílstjórar... Afgreiðslan Bifreiðastöð ís— lands, sími 1540. Kaupum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. j Hafnarstræti 23 (áður B. S. I.) Sími 5333. Sffltynnirtffuv K.F.U.M. og K. Hafnarfirði. 'Almenn smakoma í kvöld kl. 8 y2 stundvíslega. Cand. theol. Gunnar Sigurjónsson talar. ■ (Fórnarfundur). Allir velkomn- ir. Geng í hús. Legg hár og: krulla. Sími 4153 kl. 10—12. ; ' j Bikum þök, fyrsta flokks» vinna. Sími 4965. Benedikt. i..... ...........""...— ■■■"»- Geri víð saumavjelar, skrár 'og allskotiar heimilisvjelar. H. Sandholt, Kiapparstíg 11. Sími 2635. Sokkaviðgerðin, HafnarstrætL 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- j greiðsla. Sími 2799. Sækjum,. sendum. I Otto B. Arnar, loggiltur út varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Upps*»i ning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Hjálpræðisherinn. í dag kl. 11 og 81/2 kveðjusamkoma fyr- ir frú Brigader Larsen-Balle og major Harlyk. Deildarstj. stjóm ar. Útisamkoma kl. 4. Allir velkomnir! Bókhandskensla. Lærið að binda yðar eigin bækur. Rósa Þorleifsdóttir. Vonarstræti 12. MARGARET PEDLERs DANSMÆRIN WIELITZSKA 27. heldur þessu fram? Michael Quarrington sagði eitt- bvað svipað við mig ekki alls fyrir löngu. — Kannske það sje rjett“. „Nei, víst ekki!“, sagði Gilliau áköf. „Jeg sagði það aðeins af því að mjer gramdist við þig“. „Afhverju eru allir á móti mjer einmitt núiaa?“, spnrði Magda, næstum hrygg í bragði. „Jeg held þé, að jeg sje ekkert öðruvísi en jeg er vön“. „Það ertu heldur ekki. En það er einmitt það kættu- lega. Þú stefnir gegnum lífið eins og fögur og köld íítjarna, ósnortín af öllu og tilfinningalaus“. „Jeg er alls ekki tilfinningalaus! Mjer þvkir vænt um þig — og Mawaine. Það er varla hægt að álsa mjer fyrir það, þó að jeg verði ekki ástfangin. Jeg vil ekki verða ástfangin“, bætti hún við með óvæntum ofsa. „Jú, jeg vildi óska, að þú yrðir ástfangin!“, sagði Gillian óþolinmóðlega. „Bara, að þjer gæti þótt svo vænt um einhverja manneskju, að þú legðir eitthvað í sölurnar, gerðir eitthvað svo um munaði, strykir jafn- vel burt með giftum manni — þá held jeg, að jeg hefði meira átít á þjer en jeg hefi nú!“ „Gillian, nú blöskrar mjer að heyra! Og þú, sem átt að vera siðferðispostuli minn!“ „Það getnr verið gott og blessað að henda gaman að öllu, Magda. En jeg er viss um, að þetta Kit Rayn- Iiam-mál hefir alvariegri afleiðingar en þig grunar. Það verður þjer til ama“. „Vitleysa. Hvernig ætti það að verða?“ „Hvernig?“, endurtók Gillian beiskjulega. „Það verð- ur talað, vertu viss, — meira en venjulega. Það er ekki Jiægt að eyðileggja einkason móður sinnar, og síst jafn góðan dreng og vinsælan og Kit Raynham, óátal- ið. Þú hefðir átt að láta ungviði eins og hann í friði“. Að svo mæltu rauk hún á dyr og skelti á eftír sjer hurðinni. Spá Gillians rættist. Það var mikið talað um hvarf Kits Raynham, sem hafði verið óvenju vinsæll sam- kvæmismaður, og það var sett í samband við ást hans á Mögdu. Fólk var jafnvel ófúst á að fyrirgefa Mögdu strax, þó að móðir Kits fengi brjef frá honum í Ástralíu, og kæmi upp tir kafinu, að aldrei hafði verið um sjálfsmorð að ræða. Hún misti meira að segja hylli sína sem dansmær um tíma. En það var þó ekki lengi, því að hin fullkomna list hennar var ölln öðru yfir- sterkari. Magda var sjálf heldur köld fyrir því, sem gerðist. Henni gramdist aðeins, að fólk skyldi leyfa sjer að dæma gjörðir hennar. Það eina, sem hún hafði hug á og tók nærri sjer, var það, að hún hafði hvorki heyrfc nje sjeð Michael Quarrington síðan kvöldið góða hjá lafði Arabellu. Dagar og vikur liðu, án þess að hún frjetti neitt af honum, og hún var of særð og stolt til þess að spyrja nokkurn, sem hún þekti, um hann. Lafði Arabella, varð fyrst til þess að segja henni af ferðum hans. Það var einkennandi fyrir lafði Arabellu, að hún þagði með sinn dóm yfir Mögdu, þangað til fregnin barst um það, að Kit Raynham væri heill á húfi í Ástralíu. Þá fyrst sagði hún guðdóttur sinni til synd- anna. Magda ypti þreytulega öxlum, nndir áminningar- ræðu guðmóður sinnar. „Jeg fer að vorkenna Hugh sáluga þá ábyrgð að hafa sett þig í heiminn“, sagði hún að lokum. „Þú hefðir að minsta kosti átt að hafa vit á því, að láta smábörn í friði“. „Mawaine! Hvernig getur þú talað svona! Kit er tuttugu og fjögra, ára gamall ,og jeg aðeins tvítug“. „Það stendur á sama. í hernaði Amors var Kit hreinasta barn, en þú reynd Evudóttir“. Hún þagði um stund og sagði síðan: „Hvað um það, þú hefir flæmt hann burt í aðra heimsálfu! Og veistu, að þú hefir flæmt fleiri frá Englandi?“ Lafði Ara- bella var ekki blind fyrir hugarástandi guðdóttur sinn- ar og brosti með sjálfri sjer, er hún með með spurn- inguna. „Við hvað áttu?“ „Listmálarann, sem jég er svo hrifin af — Michaet ‘ Quarrington!“ „Er — er liann farinn?“ Magda var alt í einu svo» þur í hálsinum að hún átti erfitt um mál. En hún reyndi að herða sig upp. „Þú ætlar kannslte að telja,. upp öll nöfnin á farþegalistanum fyrir mig, Mawaine?“' „Nei. Aðeins þan, sem jeg veit að þti ert ábýrg fyrir“. „Þú veist ekkert um Sankte Mi—, um Quarrington. Þetta er aðeins getgáta frá þinni hálfu“. „Nei, það vill svo ttí, að jeg veit þ'að frá fyrstu < liendi“. „Áttu kanuske við, að Quarrington hafi sagt þjer, að hann færi frá Englandi mín vegna ?“ „Þú veist, að jeg er ófús á að blauda mjer í eiuka- mál fólks“, sagði lafði Arabella í afsökunarróm. „En í þetta sinn hefi jeg gert það; og það er vegna þess,. að Michael Quarrington er fyrsti og eini maðurinn, sem jeg gæti unt að eiga þig, góða mín. Hann gæti haft taumhald á þjer, Magda“. Magda leit undan, án þess að svara. Dökkur roði litaði háls hennar og andlit. „Og hann er hrifinn af þjer. Hann elskar þig“, hjelt hún áfram ofur hlíðlega. „Aðeins einn karlmaður af hundrað veit hvað er að elska konu“. Magda sagði ekkert, en lafði Arabella hjelt áfram af miklum móð: „Jeg vildi óska, að þú hefðir ekki skift þjer af Kit : Raynham!“ Magda leit upp. „Hvað kemur það málinu við?“ „Það er aðal atriðið“, svaraði hún stutt í spuna, „Michael Quarrington kom og kvaddi mig, áður en hann fór. Þess vegna veit jeg nákvæmlega, hvers vegna hann fór. Jeg bað liann um að heimsækja þig, áður eu hann færi“. „Og hvað sagði hann?“, hvíslaði Magda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.