Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. ágúst 1938. Rannsókn á slysinu við Tungjufljót Reykholt í Biskupstungum. Merkilegt sumarstarf Mæðrastyrksnefndar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU að vinstri hemillinn tók nokkuð meira í. Á þessari leið fór bíllinn yfir tvær lækj arsprænur og munu hemlamir hafa blotnað í þeim. NÝ FERÐA- ÁKVÖRÐUN TEKIN. Nokkru áður en komið var að Tungufljóti fara farþegarnir að ræða um það, hvort halda skyldi beint til Reykjavíkur eða fara fyrst austur að Gull- fossi, og var þar fyrst tekið ákvörðunin um það, að fara austur að Gullfossi. Bílstjórinn kvaðst glögt hafa munað eftir vegamótunum við Tungufljót frá því kvöldið áð- ur og á hæðinni, fyrir ofan vega mótin kveðst hann hafa sett bílinn í fyrsta „gír“. Hann kveðst því hafa ekið mjög hægt niður að vegamótunum. En er hann ætlaði að hemla bílinn til þess að draga enn meira úr ferðinni á sjálfri beygjunni, sem er mjög kröpp þama, þá reyndust hemlarair alveg mátt- lausir. Tók Iþá bílstjórinn í handhemilinn, en það kom fyrir ekki, bíllinn rann áfram niður hallann , sem þama er á veginum. Það skifti svo eng- um togum. Bílstjóranum varð þegar ljóst, að hann myndi ekki ná beygjunni eða stöðvað bíl- inn, og hann myndi fara útaf þama. Flaug honum þá í hug, á síðasta augnabliki að rjetta ^ bílinn af, svo að hann rynni beint niður brekkuna, en bíl- stjórinn hjelt, að fljótið væri ekki enis djúpt og það reyndíiít vera. Það tókst að halda bíln- um rjettum niður brekkuna og mun hann hafa komið á hjólin niður í vatnið. Þessu næst skýrir bílstjórinn frá björgun sinni og hvernig honum tókst að bjarga Sigur- bimi Á. Gjslasyni. Sú frásögn kemur heim við það sem sagt var í Morgunblaðinu. Bílstjórinn telur, að stýris- útbúnaður bílsins og bensín- gjöf hafi verið í lagi. Hann kveðst hafa lagt á stýrið eins og auðið var þarna á beygjunni og stýrið gekk hindrunarlaust til baka, er hann rjetti bílinn af. Bílstjórinn er þess fullviss, að hann hafi ekki stigið á kúplinguna um leið og hann hemlaði á vegamótunum og tekið bensíngjöfina alveg af, meira að segja ýtt handbensín- takkanum inn í borðið, en ekki drap hann á vjelinni. FYRRI EIGANDI BÍLSINS. Bílinn R 884 var nýkominn í eign fjölskyldunnar í Ási, er slys þetta varð. Bíllinn var áð- ur eign Helga Eyjólfssonar flugmanns. Helgi hefir skýrt lögreglunni þannig frá, að hann hafi á s.l. vori látið framkvæma allmíkla viðgerð á bílnum. Var viðgerð- in aðallega fólgin í því, að gang vjelin var yfirfarin og lagfærð, svo og stýrisútbúnaðurinn og ný stykki sett í þar. Ennfrem- ur var sett í bílinn nýtt drif- skaft og tilheyrandi legur. Bíll- inn var klæddur nýju taui inn- an og ný dekk sett á öl! hjól. Viðgerðin kostaði 800 krónur. Kaupverð bílsins var upphaf- lega ákveðið 1700 kr.; breytt- ist síðar í 1500 kr. Áður hafði Helgi látið fram fara skoðun á bílnum og greitt vátryggingu hans. Þetta var í lok júlímán. Helgi kveðst hafa vitað að þeir, sem áttu að taka við bíln- um voru óvanir akstri og kvaðst því ekki láta bílinn af hendi við þá, nema nýir hemlar yrðu látnir í bílinn. Ljet Helgi svo sjálfur hemlaborðana í bílinn, en maður að nafni Hafsteinn, á verkstæði Jóh. Ólafsson & Co. vann að þessu með Helga og stilti hemlana. Helgi telur, að bíllinn hafi verið í fylsta standi er af- hending fór fram, að öðru leyti en því, að handhemlar voru slæmir, hjeldu illa. Benti Helgi nýju eigendunum á þetta og átti að lagfæra hemlana eftir aust- urförina. Helgi segir að Sigurbjöm Á. Gíslason hafi óskað eftir að Arnold Pedersen fengi að aka bílnum, til þess að reyna hæfni hans. Ljet Helgi þá A. Peder- sen aka bílnum suður að flug- skýli við Skerjafjörð. Hafði Pedersen ekið vel á beinum vegi, en verið stirður að skifta gangvjelinni. Kveðst Helgi hafa orðað þetta við nýju eigenduma og getið þess, að Pedersen þyrftj meiri æfingu í aksfri. HÆTTUSTAÐIR Á YEGUM. Hver svo sem hefir verið hin raunverulega orsök þessa átak- anlega slyss við Tungufljót, verður ekki framhjá því kóm- ist, að vegamótin þarna eru ekki eins og þau eiga að vex,a. Þarna er hættulegur staður og nauðsynlegt að lagfæra hann hið bráðasta, og er það tiltölu- lega auðvelt. Það þarf að taka úr brekk- unni ofan við veginn og fá miklu stærra svigrúm á vegamótun- um. Einnig þarf að leggja stóra steina á vegarkantinn, meðfrain bröttu brekkunni, sem snýr áð íljótinu. Því miður eru víða á vegum okkar svipaðir hættustaðir og þarna. ViU svo oft dráttur verða á að lagfæra þetta uns slys hefir orðið. En þetta má ekki þannig til ganga. Það verð- ur að lagfæra þessa hættu-staði áður en slysin minna á. í þessu sambandi má t. d. benda á, að svipaður hættu- staður er austan við brúna á Brúará, þar sem afieggjarinn liggur frá aðal-veginum suður að Skálholti. Frágangurinn við vegamótin er þarna gersamlega ófarfevaranlegur. Afleggjarinn kemur þvert á aðalveginn, sem liggur fram á brekkubrún. on hyldýpi í ánni undir brekkunni. Verður að taka mjög krappa beygju á aðalveginn (suður) og má ekkert út af bera, þá er bíll og alt oltið niður í á. Mæðrastyrksnefndin hefir í sumar sem undanfarin sumur unnið merkilegt starf, sem orðið hefir mörgum mæðrum og börnum þeirra til hressingar, gleði og ánægju. Á vegum nefndarinn- ar hefir verið starfrækt sumar- heimili fyrir mæður og börn þeirra í Reykholti í Biskupstung- um. Morgunblaðið Befir leitað sjer upplýsinga um störf Mæðrastyrks- nefndarinnar hjá einni nefndar- konunni, frú Bentínu Hallgríms- son, og sagði frúin svo frá: — Undanfarin sumur hefir Mæðrástyrksnefndin haft sumar- heimili fyrir mæður og börn að Egilsstöðúm í Hveragerði, eh nú í sumar var sumarheimilið rekið í Reykholti í Biskupstungum, sem er ákaflega hentugur staður til sumardvalar, bæðirfyrir börn og fullorðna. Alls hafa hingað til í .sumar um •30 konur og 80—90 börn notið góðs af starfsemi nefndarinnar og haft dvöl á sumarheimilinu. Fyrsti hópurinn fór austur í byrjun júlí. Voru í þeim hóþ 15 konur og 46 börn. Dvaldi sá hópur þar éystra rúmar 3 vikur. NæSti hópur, álíka margt, fór í byrjun ágúst. Kósthað Við dvöl mæðra og barna í Reykholti greiðir néfndin íneð fje, sem kemur inn á skemt unum nefndarinnar á mæðradag inn, en auk þess nýtur nefndin styrks frá bæjar- og ríkisstjórn og fær einnig styrk frá verslunum og eiustökum mönuum. Annár merkur þáttur í sumar starfi Mæðrastyrksnéfndarinnar er dvöl inæðra að Laugarvatni. Býð- ur nefndin mæðrum til viku dval- ar, þeim að kostnaðarlausu. Þessa viku geta mæðurnar kastað af sjer Öllum heimilisáhyggjum og notið verðskuldaðrar hvíldar. Kostnað við dvöl mæðra að Laug arvatni greiðir nefndin með ágóða af merkjasölu á mæðradaginn, en hann er, sem kunnugt er, lialdinn fjórða sunnudag í maí-mánuði, ár hvert. Loks segir frú Bentína Hall grímsson, að nefndinni hafi borist miklu fleiri umsóknir, en hún hafi haft getu til að sinna. Sagði frúin, að þörf fátækra mæðra og barna fyrir sumardvöl væri miklu meiri en menn alment gætu gért sjer í hugarlund. Margar mæ.ður. sem dvalið hal'a á vegum nefndarinnar, hafa aldrei haft tækifæri til að fara út úr bænum og má geta nærri, að sum- ardvöl í fögru umhverfi er þeim mikils virði. ★ Eins og myndir þær, sem hjer fylgja, sýna, lifa’ inæður og börn iniklar ánægjustundir að Reyk- holti, sem verða þeim ógleymari- legar og munu ljetta þeim erfiðið og stritið, sem þessar konur flest- ar eiga við að búa heima. Að Reykholti ér sundlaug og sjerstakur sundkennari, sem kenn- ir shnd þeim, sem vilja. Að börn- unum er biiið á sem bestan hátt. Stórt tjald er hjá Reykholti, þar sem börnin geta verið að leikjum þegar illa viðrar, en nóg ér fyrir þau að stárfa þegar veður er gott, þá iiggja þau í sólbaði, eða leika sjer í heilnæmu sveitalofti. Mæðrastyrksnefndin á sannar- lega miklar þakkir skilið fyrir störf sín. Ársrit Skógræktarf jelags íslands 1938 er nýkomið út og flytur fjölda greina um skógræktarmál. Ritið er prentað á góðan pappír og frágangur allur hinn prýðileg- asti. Fjöldi mynda prýðir ritið. Brynleifur Tobíasson mentaskóla kennari kom að norðan í fyrra- kvöld. Snjór var á Vatnsskarði er hann fór þar um um hádegi á sunnudag. Frú Guðrúnar Lárusdóttur minst í dönskum blöðum Khöfn í gær F.Ú. ational Tidende í Kaup- mannahöfn birtir í dág: mynd af frú Guðrúnu Lárusdótt- ur og flytja langa og ítarlega minningargrein um hana. Segir blaðið meðal annars, að hið hörmus lega bílslys hafi vakið sterka sorg og samúð ekki einungis á ís- landi, heldur og fjöldi manna í Danmörku harma sáran fráfall Guðrúnar og dætra hennar. Þá segir blaðið ennfremur, að frú Guðrún hafi verið áhrifarík kona í íslenskum stjómmálum. Þjóð- kunn fyrir ýmsa menningarstarf semi og fjöllesinn rithöfundur. Þá rekur blaðið rithöfundastarf hennar, ræðir um trúaráhuga hennar til mannúðar- og fjelags- mála. Politiken ritar einnig ítarlega um frú Guðrúnu, rithöfundastörf hennar og stjómmálastarfsemi. 1 miðdegisfrjettum danska út- varpsins segir frá hinu hörmu- lega slysi og skýrt ítarlega frá stjórnmála,- fjelagsmála- og rit- höfundastörfum frú Guðrúnar., Lystisnekkjan „Warrior“, eign breska iðjuhöldsins Sir Hugo Cun- liffe Owen, kom hingað úr veiði- förinni fyrir helgí og hefir legið* hjer síðan. „Warrior" ætlaði að* fara í nótt áleiðis til Englands. Fimtugur er í dag Jónas Magn- ússon verkstjóri hjá Kveldúlfi. 111 Gíænýr Silungur Nordalsishðs Sími 3007. Amatörar, Framköllun Kopiering — Stækkun. Fljót afgreiðsla. - Góð vinna. Aðeiris notaðar hinar þektu AGFA-vörar. F. A. THIELE h.f. Austurstræti 20. Amatörar. FRAMKÖLLUN Kopiering — Stækkun. Fljótt og vel af hendi leyrt. Notnm aðeins Agfa-pappír. Ljósmyndaverkstæðið Laugaveg 10. Afgreiðsla í Laugavegs Apó- teki. EGGERT CLAESSEN hæstar jettarmálafí.utnin gsraaður... Skrifstofa: Oddfeilowhúsið, Vonai’stræti 10. (Inngangur um aueturdyr). í sundlauginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.