Morgunblaðið - 27.08.1938, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1938, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1938. Forstjóri Fiskifjelags Þjóðverja -- FRAMH. AF ÞRIÐJTJ 8ÍÐD kg. á mann á ári. Og nú kom Austurríki til viðbótar, þar sem fiskneyslan hefir verið 1 kg. á mann á ári. En atvinnan eykst í landinu. Efnahagur verkafólks fer batn- andi. Fólk leggur líka meira á síg en áður. Og alt þetta verður til þess að eftirspurnin eykst eðlilega eftir fiski. í Austurríki, með sína 6 miljón íbúa jókst t. d. fiskneyslan um 50% fyrstu 3 mánuðina eftir sameininguna við Þýskaland. Við látum vitaskuld þetta ekki reka á reiðanum, frekar en annað. Við vinnum að því að fiskneyslan aukist í hjeruðun- uín sem fjærst eru sjó. Til þess eru farnar ýmsar leiðir. Ein er sú, að kenna beinlín- is verkamannakonum að mat- búa fisk. Það er gert í sjerstök- um kenslueldhúsum. Síðan er únnið að því, að fiskurinn kom- ist glænýr og óskemdur um alt landið, með kælivögnum í kæli- hús og kæliklefa fiskbúðanna. Til þess að fisksalar geti haft sem bestan frágang á búðum sínum, og fiskurinn fái sem besta meðferð á leiðinni ao matborði neytendanna, er rek- in sjerstök lánastarfsemi, þar sem menn geta fengið hentug og ódýr lán til þess að koma fiskbúðum sínum og fiskverkun í gott lag. Þetta eykur söluna. Auk þess er rekin víðtæk aug- Íýsingastarfsemi, þar sem brýnt er fyrir almenningi að auka fiskneyslu sína. Því er það, eins og þjer sjá- ið, að við getum aukið fiskfram- leiðslu okkar æði mikið áður en markaðsmöguleikarnir í land- inu sjálfu eru tæmdir. Þ. e. a. s. /ið látum vitanlega framleiðslu- og markaðsauka haldast í hend- ur, aukum útgerðina aldrei um- fram það, sem heimamarkaður- inn þolir vel. — En svo við víkjum að því, sem er aðalatriðið fyrir okkur íslendinga. Getum við vænst þess, að fisksala okkar til Þýskalands fái að haldast sú sama og verið hefir. — Það er vilji fjelags vors að svo verði, segir hinn þýski forstjóri. Í því sambandi er þess að gæta, að þegar samningar voru fyrst gerðir um ákveðna innflutningshlutdeild Islendinga ;á fiski til Þýskalands, þá stóð •málið þannig, að við Þjóðverjar höfðum svo mikið af flota okk- ar á síld yfir haustmánuðina, að okkur vantaði nýjan fisk. Nú hefir þetta að vísu breyst. En það er sama. Úr því að haust- salan á fiski hjeðan á annað borð er komin á, þá viljum við að hún haldist áfram. — Hafið þjer skoðað hina nýju niðursuðuverksmiðju Sölu- sambandsins? — Já, jeg hefi skoðað hana. Mjer þykir ánægjulegt að þið skulið hafa komið þessari til- raun hjer á fót. Skilyrði ti! nið- ursuðu á fiski eru hjer vissu- lega mikil, efnivara mikil og hin Ibesta. Svo verðum við að vona, að þið finnið ykkur hentuga og góða markaði fyrir hina nýju framleiðslu. ★ Hr. Zörner fer hjeðan annað kvöld. Þá kemur hingað togar- inn, sem hann kom méð til að sækja hamj. Þessa daga sem hann hefir verið hjer, hefir hann farið víða og hefir Jó- hann Þ. Jósefsson verið honum til leiðbeiningar. Hafa þeir farið suður með sjó alt út á Reykjanes, til Gullfoss og Geys- is og til Þingvalla tvisvar, skoðað Reyki í Mosfellssveit o. m. fl. MINNING FRÚ GUÐRÚNAR LÁRUSDÓTTUR FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. an þátt í trúmálum og vann af alhug að útbreiðslu fagnaðarer- indisins bæði í ræðu og riti. Var hún áhugasamur starfsmaður í K. F. U. K. og Kristniboðsfjelagi kvenna og nú formaður þeirra. Mun kirkja Krists hafa legið næst hjarta hennar allra mála. Ef jeg væri sþurður þess, hvar frú Guðrún hefði sómt sjer best, mundi jeg svará: Hún sömdi sjer vel hvarVetna. Hún var kona fríð sýnum, skarpgáfuð og athugul, samvinnuþýð, tillögugóð og rjett- lát og vildi ekki vamm sitt vita 1 neinu. Fáir eru - sem hún og er sæti hennaí því vandfylt og mun seint fylt verða. Guðm. Ásbjörnsson. INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR FRAMH. AF FIMTU SÍÐU, dvöl heima. Þar andaðist híin 20. þ. m. eftir þunga legu.. Þessir fáu drættir úr sögu þess arar elsknlegu stúilyi er endur- tekín saga þeirra mörgu, sem vei’jast í vökum við veikinnar oddhvössu, stingandi klær. Það þarf mikið þrek til þess að standa í slíkri baráttu, og því getum við ekki annað en dáðst að því, hveriv ig Ingu tókst að heyja stfíðið við veikindi sín, án þess að æðrast eða kvarta. Við, sem' þektum hana best, vitum að þáð Var ,skapfesta hennár og trú, er bar hana ýfif alla örðugleika. Við, vinir þínir, horfum á eftir þjer, Inga íriín, vfir landamasfí þessarar tilveru, og við vitum, að kallið kenaur fyr eða síðar áð okltur. A meðan við bíðum eftir sarnfundunum, ornum við okkpf við minningarnar úm þig, sem eru svo Ijúfar og ' astfíkár. Þú, sem ávalt barst hlýjan hug til alljpa. sem þú umgekst, flvtur nú með þjer yfir landamærin ástrið hverr'- ar manneskjn, er þjer kyntist. Prúðmenska þín var svo írábær, að hún var okkur öllum til fyr- irmyndar, sem þektum þig. Alt, sem ástvinir þínir sjá fagurt, í lífinu, mun minna þá á þig, svo fögur er minning þín. Við kveðjum þig allir, vinirnir þínir. Vertu sæl. H. M. S. HiiiMfiiiimMiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiui 1 Skákfrjeftir | MMMIHimillllllMIHMIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIimillll Skákmótið í Buenos Ayres og kepni 8 bestu skákmanna heimsins Eins ,og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu fer fram álþjóða landakepni í skák á næsta vori í Buenos Aires í Argentínu. Eftir nýjustu frjettum að dæma verður þetta lang fjölsóttasta F. I. D. E. þing, sem háð hefir ver- ið. Ekki færri en 11 þjóðir, sem aldrei áður hafa tekið þátt í F. I. D. E. mótum, hafa þegar til- kyrtt þátttöku sína þegar síðast frjettist: Ástralía, Belgía, Brazi- lía, Chde, Costa Rica, Eistland, England, Frakkland, írland, ít- alía, Kúba, Mexico, Paraguay, Perú, Puorto Rico, Skotland, Sviss og Venezuela, auk Argen- tínu. Eftir þessari þátttöku að dæma má gera ráð fyrir, að þarna verði mættir skákmenn frá a. m. k. 30 þjóðlöndum. Eftir því sem Morgúnblað'ið best veit, hafa fslendingar tilkynt þátttöku sína í mótinu. ★ Hinn 5. nóvember í haust hefst í Hollandi skákþing, sem tekur fram öllum skákþingum, sem háð hafa verið til þessa dags, meira að segja skákþinginu í Notting- ham 1936. Þátttakendurnir eru 8 sterkustu skákmenn heimsins og tefla þeir tvisvar sinnum „einn við aHa og allir við einn“, éða 14 skákir hver. Þátttakendurnir eru: Aljechin, núverandi heimsmeist- ari í skák. Botvinnik, skifti I. og II, verðlaunum í Nottingham. Capablanca, fyrv. heimsmeistari. Ilefir altaf orðið fyrir ofan Al- je.ehin, þegar þeir hafa teflt sam- au á skákþingum. Eúwe, fyrv. heimsmeistari. Eini maðurinn, sem hefir unnið skákeinvígi af Aljec- hin. Fine, tapaði engri skák í Nottingham. Flohr, á að tefla næst um heimsmeistaratitilinn. Keres, sem af mörgum er talinn vera á hraðri leið til að vaxa upp úr öllum hinum, og Reshevsky, Skákmeistari Bandaríkjanna, sterk nstu skákþjóðár héimsins. Enska skákblaðið „Chess“ hefir efnt til verðlaunagetraunar í sam handi við þetta þing og heitir 20 verðlaunum. Fyrstu verðlaun eru peningar, 25 sterlingspund, og væri ekki amalegt ef einhver fs- Iendingur gæti náð í þau núna í gjaldeyrisvandræðunum. TJEKKÓSLÓVAKÍA FRAMH. AF ANNARI SÍÐU tal við Ieiðtoga pólsku og ung- versku minnihlutanna. Ester- hazy greifi, leiðtogi ungverska minnihlutans sagði, að kröfur hans væru nákvæmlega hinar sömu og Sudettanna og kvaðst hann jafnframt verða ;að láta í Ijósi, að ekkert sæmilegt til- boð hefði ennþá komið fram af hálfu stjórnarinnar um lausn þessara mála. Þorskafli hefir verið m.jög góð- ur í Ilúsavík undanfarið. Sextugur: Magnús JSrgensson Idag er sextugur Magnús Jörg- ensson frá Gilsstöðum í Hrúta firði, nú ökumaður í Reykjavík. Magnús er einn af kjörviðum þjóðarinnar. Hann er einn af þeim, sem altaf er sístarfandi. Hans mikla ánægja er að vinna sjer og öðrum gagn. Starfsþrá er honum meðfædd, vinna, vinna til heilla, íyrir sæmileg laun þegar það býðst, en þá fyrir minna, ef þess gerist þörf. Jeg hefi þekt Magnús í þrjátíu ár, og á þeim árum höfum við átt mikil skifti saman; þau samsltifti hafa verið góð. Jeg hefi átt því láni að fagna að kynnast Magnúsi og hans fólki sjerstaklega mikið, og haft mikla ánægju af. Aldrei hefi jeg verið svo illa fyrirkallaður, að jeg ekki hafi komist í gott skap við það eitt, að hitta Magnús, og trúað gæti jeg því, að svo sje um fleiri; hann er altaf fullur áf fjöri og gáska, og eins nú, þótt hann sje sextugur í dag. Ilann sjer altaf hið bjarta í lífinu, skuggahliðarnar hverfa eins og dögg fyrir sólu. Magmis er þó fyrst í essinu sínu sem gestgjafi. Hans mesta ánægja er að veita, og veita af rausn, og með þeiin innileik, að þess munu fá dæmi. Þegar Magnús hefir hóað heim til sín vinum og kunningjum, og fylt húsakynni sín, þá líður hon- um vel, og þá ekki síður gestun- um. Þá er ekkert til sparað að gleðja gesti. Magnús er þá hrók- ur alls fagnaðar, og hefir sjer stakt lag á ]>ví að koma á stað glaðværð, og sama iná segja um konu hans, frú Sesselju Guðlaugs- dóttur. Jeg hefi oft verið gestur á heimili þeirra, og þekki þetta af eigin reynd. I dag veit jeg að margar hlýj ar óskir berast þeirn hjónum. Við kunningjar lians og vinir sendum þeim lijónum okkar bestu óskir, og væntum þess að mega enn um langt skeið eiga með þeim marg- ar ánægjustundir. Til hamingju ineð daginn. Einn af ktumingjunum. K. R.-ingar eru um þessar mund- ir að stækka skíðaskála sinn í Skálafelli að miklum mun. Er að þessu unnið í sjálfboðaliðsvinnu að miklu leyti og ættu allir K. R,- ingar, sem þessu málefni unna og löngun hafa til að hjálpa til, að fjölmenna. Parið verður í dag kl. 3 og kl. 7 og í fyrramálið kl. 8 frá K. R.-húsinu. AHsherjarmótið hefst á morgun Alsherjarmót í. S. 1. hefst á morgun og stendur yfir næstu daga til miðviku- dagskvölds. Mótið hefst kL 2 e. h. á morgun. Þáttakendur verða frá Ármanni, K. R., í. R. og einnig frá Fim- leikafjelagi Hafnarfjarðar og frá Vestmannaeyjum. Sex íslensk met hafa verið sett í sumar og eru hestu afrekin kringlukastsmet Ólafs Guðmunds- sonar (í. R.) 43.46 m. og 100 m. hlaupmet Sveins Ingvarssonar (K. R.) 10.9 sek. Einnig er glæsilegt hástökksmet Signrðar Sigurðsson- ar, 1.85, sem að vísu hefir enn ekki verið staðfest en verður þaðí sjálfsagt. Kept verður í eftirtöldum í- þróttagreinum á morgun: 100 m. hlaupi, kúluvarpi, þrístökki, 1500 m. hlaupi, kringlukasti, stangár- stökki, 10.000 metra hlaupi og 400 metra hlaupi. Bæjarbúar, sem áhuga hafa fýr- ir íþróttum, ættu að gefa allsherj- armótinu meiri gaum, en tíðkaSt hefir undanfarið um frjálsar í- þróttir. íþróttamenn vorir hafa nú tekið svo miklum framförum í frjálsum íþróttum, þó við ervið skilyrði búi, að þeir eru margir hverjir orðnir samkepnisfærir á borð við' Norðurlandaþjóðirnar. DAGHEIMILI BARNA FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. böm að meðaltali í sumar, flest 103 í júní, en nú 84. í Vesturborg er forstöðukona ungfrú Anna Magnúsdóttir, er öllu þar svipað fyrir komið og í Grænuborg og framför barnanna lík. Sex stúlkur aðstoða forstöðu- konuna í Vesturborg. Þar hafa dvalið um 68 börn að meðaltali í siimar. Tilraunir með fæðisbreytingu. Samkvæmt tillögu Baldurs Johil- sen læknis hefir verið tékið upp dálítið frábrugðið mataræði á dag- heimlunum en tíðkast hefír áður. Hefir börnunum verið gefið meira en áður af kartöfluin, ákveðinn skamtur af lýsi, egg og ostar. I þess stað liefir grautur verið mink- aður. Hefir þessi breyting á mataræð- inu gefist mjög vél og börnin tek- ið miklum framförum. Sjer fjelagið ekki eftir að hafa tekið þessa mataræðísbreytingu upp, þó hún hafi verið nokkuð dýrari til að byrja með heldur en hin gamla. FRAMFARIR ÞÝSKA HERSINS Berlín í gær F.Ú. ersýning sú, sem haldim var í Berlín í gær til heiðurs Horthy aðmírál, hefir vakið mikla athygli í Englandi. ÖII ensku blöðin birta fregn- ri af hersýningunni, og undir- strika þær framfarir, sem orð- ið hafi í vígbúnaði þýska hers- ins og láta þó einkum getið hinna stóru langdræga fall- byssna hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.