Morgunblaðið - 07.09.1938, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.09.1938, Qupperneq 3
Miðvikudagur 7. sept. 1938. MORGUNBLAÐIÐ Aflakóngurinn á síldveiði- flotanum segir frá Ö Nýja vecksmiðjan á RaufarKiöfn §íldin évenjulega slygg og mögur Samtai við Snæbjörn Ólafsson skipstjóra Síldveiðin er mi að fjara út að þessu sinni og skip- in sem óðast að koma heim, einkum hin stærri, togarar og línuveiðarar. Meðal þeirra skipa sem heim eru komin er Tryggvi gamli, sem mestan afla hefir fengið á síldveiðinni í sumar. Aflinn var 15.628 mál í bræðslu og 646 tn. í salt. Tryggvi gamli er eign Alliance-fjelagsins, skipstjóri Snæbjörn Ól- afsson. Þetta et' annað „suœarið í röð sem Snæb.iörn Ólaffeson kemur heim af síJdveiðum með nafnbótina: aflakóngur. í fyrra var hann einnig ihæstur, fekk yfir 23 þúsund mál Afköstin ekki undir 5000 málum Stjórn og framkvæmdasíjóri Síldarverksmiðja rík- isins fóru á sunnudagskvöld frá Siglufirði með Ægi til Raufarhafnar. Erindið til Raufarhafnar var að athuga og velja stað fyrir hina nýju síldarverksmiðju, sem fyrirhugað er að reisa þarna, undirbúa samninga um leigu á löndum o. fl. Með í förinni var Jóhann Jósefsson alþm., en hann var ásamt Bjarna Snæbjörnssyni flutningsmaður frumvarps á Alþingi, um hygg- ingu nýrrar verksmiðju á Raufarhöfn. Með í förinni var einnig Haf Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti Snæbjörn Ólafsson skipstjóra að máli í gær og bað hann að segja lesendum blaðsins eitthvað um síldveiðina í sumar. Hann varð góðfvisJega við þeim tilmælum og fer hjer á eftir írásögn bans. „Dauður“ tími. Víð fórum af stað no.rður 21. júní, segir Snæb.jörn ÓlafsSon. Þá voru togarar yfirleitt að fara. sumir farnir og aðrir á förum. Það var afiahrotaii sein gerði vart, við sig um og eftir miðjan júní, sem koip, hreyfiugu á skipin. En þegar við komum norður var þessi aflahrota ap verða biiin.. Við mistum af henni og eins fór um flesta eða alla togarana. Nú bófst kuldakastið og stóð það óslitið til 20. júlí. Þenna tíma var að heita íúá óslitinn kuldi og ótíð fyrir Norðurlanái, oft aoeins 2—3 st. hiti í lofti og 4—-5 st. í sjó. kalsaveður var aila daga og þegar úrköma var, var Inin oftast snjór. Þenna mánaðartíma, sem kuld- inh' stóð,1 var etígá 'síld að hafa. Þetta var algerlega dauSur tími lijá skipúnum. Þau voru á sífeldu fiökti um allan sjó eða lágu í liöfn. Vonffóðir. — Voru sjómenn ekki alveg að missa alla von, eftir þenna ianga tíma, sem engin síld fekst? — Ekki verður því neitað, að menn voru orðnir óþolinmóðir að híða eftir síldinni, En þó held jeg að sjómenn hafi aitaf verið votí- góðir. Þeir vissu að síldin hafði sjest til og frá um allan sjó um miðjan júnímánuð. Þeir treystu því, að síldin myndi sýna sig aft ur, ef tíðin hatnaði. Góðviðrið keinur. Svo, eftir 20. júlí, hreytist veðr áttan. í stað norðangarrans, sem verið itafði frá því um 20. júní, snýst nú til sunnanáttar og hlý- indin koma fyrir Norðuriandi. Gaus nú síldin npp um allan sjó. Strax og hlýnaði í veðri var síld komin á öllu veiðisvæðinu, alt frá ísafjarðardjúpi og austur að Langanesi. Og þetta hjelst fram yfir 20. ágúst, en þá fór síldin að smáhverfa. Má því segja, að aðal- síldveiðitíminn í sumar hafi stað og tuntíur. ið mánaðartíma, frá 20. júlí til 20. ágúst. Síldin styffgf. — Hvernig hagaði- síldia.sjer í sumar I — Hún var óvenju stygg og torfui’nar yfirleitt gisnar, einkum er leið á sumarið, en stórar breið nr og því erfitt við hana að eiga. Yfirleitt var síldin mögur. Það virðist hafa verið skortur á átu í sjónum. — Hvað fengu þið stór köst? 7— Stærsta kast okkar í sumai’ voru 700 mál, en áður höfum við fengið mest 1200 mál í kasti. Stærsta kastið sem jeg hefi heyrt getið um í suniar fekk Gulitoppur. 900 mál. Að eltki náðist meiri síld úr stórum köstum í sumar stafar af því, að síldin var mögur. Hún ieg'st þá þyngra í næturnar og verður miklu erfiðari viðureignar. Þegar síldin er ntögur lifir ihún miklu skémur; en þégat’ síldin drepst í nótinni verður hún svo þung, að nótin þolir ekki þau átök sem þarf til þess að ná henni upp. ef mikið er í. Vegna þessa kötn það einnig oft fyrir í sumar, að síidin sprengdi næturnar. Óvenjumiklir straumar voru fyrir Norðurlandi í sumar og ollu þeir erfiðleika við veiðina. Síldin á grunnsævi. — Hvaí’ hjeit síldin sig aðal- lega í sumar? — Mesta síldarmagnið virtist vera á Skjálfandaflóa og’ við Tjörnes. Við fengum þó mest alia veiði okkar fyrir vestan Skaga. Síldin helt sig yfirleitt á grunn- sævi,^um og innan landhelgislínu. Því er það, að erlend skip, er veiddu utan iandhelgi, fengu yf- irleitt miklu minni veiði nú en íslensku skipin. Átan hefir senni lega verið mest á grynningunum og hefir síldin lialdið sig þar. Stói' köst voru sjaldgæf í sum- ar. Við gátum verið að kasta all- an daginn og ináske ekki feitgið nema öOO mál allan tímann. í fyrra var síldin einnig stygg, en þá kom þó varla fyrir að fengj ust -undir 100 mál í kasti. PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Stíæbjörn Ólafsson. Stórfelí njósnamál í Danmörku Njósnamái all-umfangs- mikið er nú á döfinnj í Danmörku og varo það fyrst kunnugt í júní-mánuði að danskur maður hafði ver ið tekinn fastur og grunaður um að hafa gefið útlendu stórveldi upplýsingar um her- mál Dana. Mál þetta hefir farið mjög dult en nú er það kunnugt að enn hefir danskur maður verið tekinn fastur í sasn- handi við njósnir, heitir sá Johannes Nielsen og var full- trúi í bankanum Vest- og Sönderjydsk Kreditforening í Ringkjöbipg. Er hann giftur þýskri konu. Fyrir nokkru var Nielsen tekinn fastur og útlendur maður, sem þó ekki er Þjóð- verji ásamt honum. Lögregl- an hefir ekki féngist til að skýra frá öðru í málinu, en að báðir þessir menn sitji enn í fangelsi og hafi hvorugur ennþá játað, en á báðum hvíli sterkur grunur utn að hafa rekið njósnir fyrir út- lent stórveldi sem heldur ekki er nefnt. Lcgreglan laetur þess enn- fremur getið, að langt muni verða þartgað til máli þessu er lokið. F.Ú. Við biskupsvígslu sem fram fór í dómkirkju Kaupmanna- hafnar í fyrradag var viðstadd- ur Bjarni Jónsson vígslubiskup frá Islandi og tók þátt í at- höfninni. Bjarni fór í gær í heimsókn til konungs. (FÚ). Stefano Islandi fær ágæta dóma um söng sinn í „Madame Butterfly“ á konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn. Ber- lingske Tidende ber sjerstak- lega lof á hann fyrir raddfeg- urð og telur söngvarann vera í iframförum. (F.Ú.). Fjelag norskra síldveiðimanna .er veiðar stunda við ísland hef- ’ir nýlega selt 6.000 tunnur af íslandssíld til Sviþjóðar. (FÚ). steinn Bergþórsson skipstjóri og smiðjanna á. Siglufirði. Komið var aftur til Siglufjarð ar með Sæbjörgu um hádegi í gær. Á Raufarhöfn hafði verksmiðju stjórnin valið stað -undir hina fyr- irhuguðu nýju verksmiðju, svo og fyrir þrær og mjöihús. Einnig var verksmiðjunni try'gð afnot nokk urra lóða og spilda, sem' liggja nálægt verksmiðjulóðinni, einkum þeirra sem að sjó iigg’ja. ★ Samkvæmt upplýsingum sem frjettaritari Morgunblaðsins á Siglufirði hefir fengið, er fullvíst talið, að stjórn verksmiðjanna muni einróma leggja til við ríkis- stjórnina, að hafist verði handa þegar í stað um byggingu nýju verksmiðjunnar á Raufarhöfn. Ennfremur mun stjórn verk- smiðjanna, leggja til, að afköst hinnar nýju verksmiðju verði ekki undir 5000 málum á sólarhring. í frumvarpi þeirra Jóhanns Jó- sefssonar og’ Bjarna Snæbjörns sonar var gert ráð fyrir minst íöOOO mála afköstum á sólarhring. En þetta breyttist þannig í með förum Aiþingis, að afköstin yoru minkuð niður í 2500 mál. Það var þáverandi atvinnumála- ráðherra, Haraldur Guðmundsson, sem beitti sjer aðallega fyrir því, að afköst verksmiðjunnar voru minkuð í 2500 mál. Hans stefna var, að Iiola stíiáverksmiðjum nið- ui’ sem víðast með þeim afleið ingum, að engin varð samkepnis-1 fær við fullkomna verksmiðju. Nú munu menn alment farnir að sjá þtíð, að þessi stefna er al- röng. Áætlað er, að verksmiðja sem getur afkastað 2500 málum á sól arhring, kosti um 1 miljón krónur. En verksmiðja sem getur afkast að; helmingi meiru, eða 5000 mál- um á sólárliring, myndi kosta um 3% milj. kr. M. ö. o. stofnkostn- aður stærri verksmiðjunnar yrði aðeins 50% hærri, en afköstin 100% meiri. Sjá allir a,f þessu hvílík regin vitleysa það væri að liafa afköst hinnar nýju verk- smiðju á Raufarhöfn aðeins 2500 mál. Kunnugir segja og, að lítið meira mannahald þurfi við rekstur stærri verksmiðjumiar svo að reksturskostnaðurinn yrði ekki mikið meiri. ★ Hafnarskilyrði á Raufarhöfn eru ágæt, þegar húið er að dýpka, höfnina, eins og ráðgert er að gera. í framtíðinni þarf einnig að hyggja skjólgarð eða öldn ennfremur yfirvjelstjóri ríkisverk- hrjót, en fyrst um sinn þarf ekki að hugsa um þetta; aðalatriðið er að dýpka höfnina. Einnig þarf að fá góð innsiglingaljós við höfn- ina. Mikill áhugi er meða.1 sjómanna og útgerðarmanna að fá þessa verksmiðju á Raufarhöfn og þeir eru á pimi máli um það, að vérk- smiðjan eigl til að hyrja með að geta afkastað minst 5000 málum á sólarhring. En verksmiðjan á strax í byrjun að vei’a bygð þannig, að, auðvelt sje að stækka hana í fram- tíðinni. Á þetta benti Jón J. Fann- berg í ágætri grein, sem nýlega birtist, hjer í blaðinu. Prestskosning i Hoisprestakalli Svo að segja öll atkvæðisbær sóknarbörn síra Pjeturs T. Oddssonar, sem nú er settur prest- ur í Hofsprestakalli, hafa sent honum skriflega áskorun um að taka að sjer prestakallið, þó prests kosningin, sem fram fór í sumar, hafi ekki verið lögmæt. Hinn 14. ágúst s.l. fór fram prestskosning í Hofsprestakalli í Álftafirði, og var síra Pjetur T. Oddsson eini umsækjandinn. Prestskosningalögin mæla svo fyrir, að kosning sje því aðeins lögmæt, að helmingur þeirra, sem á kjörskrá eru, mæti á kjörstað. Er það nær óbrigðul venja, þeg ar um einn umsækjanda er að ræða, að kosning næst ekki lög- mæt. Mun hafa komið í ljós við taln- ingu, að aðeins eitt eða tvö at- kvæði hafi vantað til þess að koSn- ing síra Pjeturs T. Oddssonar yrði lögmæt. Nú hafa 250 kjósendur af liðlega 300, sefn eru á kjörskrá í Hofs- prestakalli, sendt síra Pjetri T. Oddssyni áskoranir um að taka við kosninga, enda þótt hún yrði ekki lögmæt. En yfir 30 kjósendur eru fjar- verandi vegna sumaratvinnu, og munu þeir ekki hafa átt kost á að skrifa nndir áskoranaskjalið. Síra Pjetur T. Oddsson mun vera yngsti prestur á landinu. Hann hefir í hyggju að sigla á næstunni með styrk frá Sáttmála sjóði, er Háskólinn veitti honum s.l. vor, og mun hann kynna sjer kristindómsfræðslu í skólum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.