Morgunblaðið - 07.09.1938, Side 6
*
6
| ÚR DAGLEGA §
I LÍFíNU
s ? □
o □
aoacoDcaoaccj ooooooaacDCD
Halldóv Hermannsspn vjek ! fyrsta
fyriríestrinmn sem hann helt um
VíríÍandsféréimar að þeim ágrein-
ingi, sein áltaf er uppi um það, hvort
reikna skuli Leit' Eiríksson sem ís-
lenskan mann eða norskan.
Haun vitl helst jafna þessa deilu,
sem verið hefir tilfinningamál og er
enrí, eftthvað á þessa leiS:
Éifíkur raiuði var Norðmaður. TJm
það er ekki hægt að deila. Og því er
rjettast að skoða Leif sem Norðmann
að hálí'u leyti og að hálfu leyti Is-
lending. Norðmenn geta svo auglýst af-
rek Leifs eins og þeim sýnist. Við fá-
um okkar þátt í þeim heíðri.
En, segir Halldór Hermannsson.
Þegar litið er á afrek þeirra Vínlands-
fara, þá er það engan veginn Leifur
sem á mestan heiðurinn skilið. Leifur
fatin landið af hendingu í hafvillum.
En maður eins og Þorfinnur Karlsefni er
engn síðri en Leifur. Því hann lagði í
landnámsferS til landsins, af dugnaði
og ráðnum hug.
★
Ein n af lesendum blaðsjns hafði orð
á því í gær, hversvegna Morgunblað-
ið hefði birt öll þessi ummæli,
sem hjer vora birt úr dönskum blöð-
pm um þátttöku íslendinga í tónlista-
hátíðinni í Höfn. Honum fanst að dóm-
arnir væru ekki nægilega góðir til þess
að þeim væri haldið hjer á lofti.
Hjer skal enginn dóniur á það lagð-
ur, hvort hinir dönsku gagnrýnendur
hafá verið of strangir eða ekki. Frá
sjónarmiði blaSsins er það alveg sjálf-
sagt og nauðsynlegt, að almenningur
hjer á landi fái að kynnast því, hvem-
ig hinni íslensku tónlist var tekiS að
þpssu sinni. Okkur íslendinga vantar
svp tilfinnanlega samanburS á okkur
og nágrannaþjóSum okkar. Úr þessu
vtrður fyrst bætt með því, að íslend-
irígar taki þátt í er). kepni, hvort þeld-
ur er á sviði andlegra eða líkamlegra
iþrótta. En tit þess að þátttakan komi
að fullum notum þarf hingað að ber-
ast sem gleggstar og gi’einilegastar
frjettir af henni.
★
Mikið er talað um þaS á síSustu ár-
um, aö nokkirír gamlir torfl)æir þurfi að
geymast óhaggaðir fvrir síðari tíma,
svo óbornar kynslóðir geti sjeð það
með eigin augum hvernig hýbýli manna
hafa verið hjer á landi.
Torfbæimir flestir verða ekki „lang-
Jífir“ og þurfa mikið viðhald, ef þeir
!ga ekki alveg að grotna niður. A
Norðurlandi halda þeir sjer þó skár,
en í votviSi’Unum hjer fyrir sunnan.
Á Xorðurlandi eru nrí gamlir torf-
bæir á þrem prestsetrum, sem fólk er
hiett að nota að mestu lév’ti, að Grenj-
aðarstað að Laufási og Glaumbæ í
Skagafirði.
Alla þessa gömlu torfbarí ætti aS
varSveita.
★
Þp eru þeir allir laugtum yngi’i en
einn sunnlenskur torfbær, sem er vafa-
laust allra torfbæja merkastur, skálinn
að Keldum á Rangárvöllum. Þar býr
Skúli Guðmundsson og börn hans. Má
treysta því, að srí fjölskylda varSveit-
'ir bæinn eins vel og auðið er. En fyr
eða síðar verður vafalaust með þjóð-
arfje að gera ráSstafanir til þess, aS
þessi gamla bygging, sem menn jafn-
vel telja, að sje að nokkru leyti alt frá
Sturlungaöld, varSveitist óhögguð í
framtíðinni.
★
Menn hafa verið að velta fyrir sjer
orðinu strokkvartett. MaSur, sem var
nýlega á ferð, mætti fjórum stroku-
hestum, og hugsaði meS sjer, að þama
væri strokkvartett. Annar var að velta
því fyrir sjer, hvort erlendur kvariett,
sem hjer var um skeið, hafi verið
nefndur strokkvartett, af því hann
strauk undan skatti.
★
Jeg er að velta því fyrir mjei’, hvort
meira mnni verSa af frosnu fje, er
fram ’á haustið kemur, í íshrísunum
eða bönkunum.
Svar til Páls Zophonfassonar
PANN 25. ágúst s.l. birti jeg í Morgunbl. stutta
grein um sumarslátrun sauðfjár. Þá voru liðn-
ar 6 vikur frá því að sumarslátrun venjulega
byrjaði, meðan kjötsalan var frjáls, og búið að lýsa því
margsinnis yfir, að engin slátrun yrði leyfð fyr en 20. sept.
Við lestur þessarar greinar varð kjötverðlagsnefnd svo hverft,
að liún leyfði slátrun 29. s. m. Er bersýnilegt, að nefndin hefir óttast
það, að andúð bænda gegn henni, vegna hinnar herfilegu framkvæmd-
ar kjötsölnlaganna, mundi blossa upp, er þeir voru mintir á tjón það,
er þeir bíða við afnám sumarslátrunarinnar.
Hitt er og auðsætt, að nefndin hefir ekki veitt þetta leyfi með
glöðu geði. Má það glögt skilja af gneggi því, er form. nefndarinnar
lýstur upp í Nýja dagbl. í gær (31. ág.).
Nú getur að sönnu slátrun eftir
lok ágústmánaðar varla talist
sumarslátrun. Þó mun mega telja
það heldur til hagræðis fyrir bænd
ur að mega hefja slátrun í lok
ágústmán., hjá því að verða að
bíða til 20. sept. Og það hygg jeg,
að bændur láti sjer í ljettu rúmi
liggja, hvort þessi tillátssemi er
hræðslugæði, eða af gofugri toga
spunnin.
Páll Zophóníasson er að sönnu
miklu hentugri til að hlægja að
honum, en tii þess að tala við
hann. En sökum þess, að hann
erí löggiltur til þess að vinna bænd
um landsins fjárhagslegt tjón og
margháttaða mæðu með fram-
kvæmd kjötsölulaganna, þvkir
mjer ekki rjett að láta vaðli hans
með öllu ósvarað.
„Jeg skal upplýsa", segir P.
Z. í sinni venjul. dul. Og hvað er
það svo, sem hann upplýsir? —-
í fyrsta lagi, að síðan kjötsölu
lög’in gengu í gildi, hafi sumar-
slátrun byrjað á svipuðum tíma.
í öðru lagi, að sumarslátrunin
sje ákaflega lítils virði fyrir kjöt-
söluna. I þriðja lagi, að það hafi
venjul. verið 1 til 1%% af kjöt
mágni haústsins, sem selst hafi á
sumarmarkaðilium.
Það eru undúr, að nokkur mann
vera skuli svö fífldjörf að skella
slíkum lygum sem þessum í and-
lit bændum, sem sjálfir vita greini
le'ga sánnleikann í þessu máli.
Bændur vita það vel. að áður en
kjötsölulögin voru sett, byrjaði
sauðfjárslátrun ætíð í júlí, og var
algerlega ótakmörknð, svo að hver
bóndi mátti slátra og selja slát-
urfje eftir vild. Bændur vita það
einnig, að þessi sumarslátrun var
þeim fjárhagslega mikils virði.
Þeir fengu mjög hátt verð fyrir
sumarkjötið, eins þótt það væn
af geldum ám, sauðum eða hrút,-
um, þeir fengu andvirðið í pen
ingum, og kjötkaup þessi drógu
ekkert úr kjötkaupum að haust
inu. Loks vita bæudur vel, að sú
staðhæfing P. Z., að sumarslátr-
unin hafi numið aðeins 1 til U/2%
af haustslátruninni, er svo fjarri
sanni, að annað tveggja eru þau
ósannindi vísvitándi, eða maður-
inn er um það bil geliginn frá
vitinu.
Ef menn bera saman sumar
slátrunina nú, og áður en kjöt
sölulögin gengu í g’ildi, verður að
athuga þetta.- Áður höfðu alliif
menn á Tslandi slátrunarleyfi, og
allir hændur landsins söluleyfi.
Til allra sjávarbygða á Islandi
var frá miðjum júlí til hausts
stanslaust selt kjöt, ýmist lifandi
kindur til slátrunar, eða kjöt af
heimaslátruðu. Þeir, sem tóku
þátt í þessari sölustarfsemi, hafa
eflaust skift þúsundum. Engar
skýrslur eru til um þessar sölur.
P. Z. veit því ekkert, hve miklu
slátrun þessi nam. Það eitt veit
hann, að tala sú, sem hann lýgur
upp, 1 til 114% af haustsölunni,
er svO fjarri saimi, að það þarf
algerlega blygðunarlausan mann
til þess að nefna hana.
Þegar kjötsölulögin komu í
gildi, varð í fyrsta lagi sú breyt-
ing á, að aðeitis örfáir menn fengu
slátrunarléyfi, og þó bundið við
takmarkaða kindatölu, og að ekki
fekst slátrað nema á örfáum stöð-
um. Með þessari tvennskonar
breytingu lagðist sumarslátrunin
þegar að miklu leyti niður. Og
nú er smiðshöggið rekið á, með
því að banna .sumarslátrunina nær
því með öllu, því eins og áður
segir, getur varla talist að sum
arslátrun eigi sjer stað, er sala á
nýju kjöti byi’jar með september,
eins og _nú.
P. Z. skýrir mjer frá því, að
bændur á Norður Ströndum vilji
endilega fá að fara til Isafjarðar
með fje sitt til slátrunar. Og
þetta segir hanti að stafi af því,
að þeir vilji selja slátrin á Isa-
firði!
Þeg'ar Páll birti þessa speki, var
liðinn rúmur mánuður frá því að
jeg hafði tal af meirihluta þess-
ara bænda. Töldu þ^ir þá, að það
væri ein hin mikilsverðasta nauð-
syn bygðarlagsins að losast við
að flytja sláturfje til ísafjarðar.
Og hvað slátrth snertir, þá flytja
þeir þau hehn alla leið frá Isa-
firði. „IJpplýsingar" Páls í þessu
efni eru því vægast sagt heldur
óheppilegar.
P. Z. vill ékki viðurkenna, að
kjötneyslan innan lands hafi mink
að jafn mikið, er kjötsölulögin
komu til framkvæmda, eins og
Rauðka (skipulagsnefnd atvinnu-
mála) telur. Rengir hann skýrsi-
ur nefndarinnar fastlega í þessu
efni.
Rök Páls fyrir því, að Rauðka
bafi komist að rangri niðurstöðu
um minkun kjötneyslunnar, eru
sum nokkuð hæpin. Vhrðist hann
éinkum byggja á því, að á meðan
slátrun sauðfjár og kjötsala var
frjálst, hafi ekki fengist til slátr
unar í kaupstað nema 4 Iömb und
an hverjum 7 ám, sem fram voru
taldar að vori. En Rauðka hafði
eitt lamb í sláturtíð fyrir hverja
fi’amtalda á.
Erfitt mun reynast að telja
bændum trú um það, að aðeins
fáist 4 lömb út af hverjum 7 ám.
Og ekki er það heldur líklegt,
að bændur liafi talið fram fleiri
ær, en þeir áttu. Hitt er senni
legra, að á þeim árum hafi drjúg-
um hluta dilkanna verið slátrað
annarsstaðar en í kaupstað.
Jeg skal játa, að mjer finst
það ótrúlegt, að neyslan hafi mink
að svo stórkostlega, sem Rauðka
segir, og mundi það mega telj
ast hrakleg reynsla af kjötsölu-
lögunum, þótt minkun neyslunn-
ar hefði ekki orðið nema helming-
ur þess. En hitt er þó enn ólík-
legra, að Rauðka hafi viljað sýna
áhrif kjötsölulaganna verri en
éfni stóðu til, því nefndin var
eingöngu skipuð þeim mönnum,
sem fylgjandi voru lögunum, og
vildu fyrir hvern mun sýna sem
glæsilegastan árangur af „skipu-
laginu“.
Páll er ákaflega óánægður yfir
því, að jeg skuli jafna saman
því tjóni, sem hændur híða af
kjötsölulögunum og framkvæmd
þeirra, og tjóni því, er f.járpestin
veldur.
Jeg vil nú viðurkemia, að mál
þessi eru Páli nákomnari en flest-
um eða öllum öðrum, því það er
haft fyrir satt, að hann hafi flutt
fjárpestina inn í landið, er hann
fjekk Alþingi til að heimila inn-
flutning á sauðfje því, er talið er
að hún hafi flust með. Hann má
því teljast faðir fjárpestarinnar
hjer á landi. En ríkisstjórnin hef
ir, sem kunnugt er, fengið hon-
um í hendur framkvæmd kjöt-
sölulaganna, svo að hann er fóstri
þeirra, og sánUást þar fullkom-
lega, að fjórðungi bregður til
fösturs. Læt jeg mig það en£u
skifta, hvort hann ann meir einka
dóttprinni eða fósturbarninu. En
þeir, sem þekkja P- Z., fara sjálf-
sagt nærri nm það, hvort það
muni hafa nokkur áhrif á ást.
hans til þessara barna hans, að
npp úr pestinni hefir hann ekki
ennþá haft nema smámuni, en
fósturlaunin til hans með kjöt-
söTulögunum eru fimm þúsund
krónur á ári.
1. sept. 1938.
Sigurður Kristjánsson.
FLOKKSÞING NAZISTA
FRAMH. AF AHNARI SÍÐIJ
því, að Göring marskálkur hefði
komið því til leiðar, að safnað
hefði verið matvælaforða í land-
inu, sem mundi endast í mörg
ár og þyrftu Þjóðverjar ekki að
vera upp á aðrar þjóðir komnir
í þeim efnum.
Hitler vjek einnig að þeim
ráðstöfunum, sem gerðar hefði
verið í Italíu, varðandi Gyðinga
bar í landi og kvað þakkarverð-
an þann áhuga, sem nú kæmi
svo greinilega í Ijós í ítalíu, til
verndar þjóðinni.
Um 30.000 nazistar frá Aust-
urríki eru komnir til Núrnberg.
Miðvikudagur 7. sept. 1938v
Guðmundur írá Tungu
Minning.
Þann 28. ágúst andaðist að
heimili sínu, Barónsstíg 10 A^
merkisbóndimi GuðmundUr Hann-
esson frá Tungu í Gaulverjabæj-
arhreppi. Hann var fæddur 16..
nóv. 1859 að Lambastöðum í S'and-
víkurhreppi. Að Tungu fluttist
hann með foreldrum sínum 4 ára
gainall og byrjaði þar búskap,
ungur að aldri, og bjó þar fyrir-
myndarbúi, þar til hann fluttist til
Reykjavíkur árið 1923. 18. des*
árið 1888 giftist hann eftirlifandi
konu sinni, Katrínu Jónasdóttur.
Þau hjónin eignuðust 4 börn, og
eru 3 á lífi, öll uppkomin og hin
mannvænlegustu, 1 sonur, Bjarni,
ógiftur, sem altal' hefir verið hjá
foreldrum sínum. og 2 dætur,
Kristín og -Xngibjörg, báðar giftar
og húsettar, í Reykjavík.
Guðmundúr í Tungu (éins og
hann var altaf nefndur) var sómí
sinnar stjettai’, . framúrskárandi
elju og atorkumaður bæði tit'sjós
og lands. Hann setti á stofn út-
gerð á opnum skipum og var for-
maðUr frá 18 ái’a aldri í 35 ár. pg
jafnan með þeim aflahæstu af
30—40, sem stunduðu útræði frá
Loftstaoasandi í mörg ár, jafn-
framt því að hann stundaði sveita-
búskap á eignar og ábúðarjörð
sinni, Tungu, með rausn og prýði.
Ilann gegndi flestúm trúnaðar-
störfum fyrir hreppinn í mörg ár
rneð alúð og trúmensku, því það
þótti altaf vel skipað þáð sæti,
við hvaða starf sem var, sem Guð-
mundi í Tungu var falið, það var
festa og kjarkur í ölbi hans starfi,
samfara útsjón og ráðdeild. Enda
þurfti hann oft á því að halda,
ekki síst við Ægi, þar sem brima-.
samt var mjög. Ekki var slegf
ið slöku við að komast út, seni
kallað var, því nóg var björgin,
ef komist var á fiskimið, en aldrei’
man jeg eftir því, að honum hlekt*
ist neitt á, þótt hann sækti djarf-
lega sjóinn.
Árið 1928 misti hanu alveg sjón-
ina og var blindur til dauðadags,
þá var það trúarþrekið, sem hann
hafði í ríkum mæli, ásamt ein-
stakri umönnun konu hans, sem
hjálpaði honum í myrkrinu svo
aldrei heyrðist æðruorð fremur en
endranær. Nú er myrkrið horfið
og Ijósið komið á ný. Nú nýtur
þú þín aftur með dugnaðinn og
festuna.
Jeg veit að menn eins og þú fá
áframhaldandi verk að vinna, sem
leiða til blessunar, bæði hjer og
á því tilverustigi, sem þú nú flytur
á. Biðjum Guð að gefa þjóð vorri
marga menn þjer líka. Guð hlessi
þig og minningu þína, góði vinur.
Vinur.