Morgunblaðið - 07.09.1938, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.09.1938, Qupperneq 8
8 Adögum Kri&tjáns áttunda vildi það til í Danmörku, að eitt að bestu prestsembættum losn aði í landinu og margir helstu prestar landsins sóttu um brauð- ið, en meðal þeirra var ungflf guðfræðikandídat, sém var ný- kominn frá prófborðinu. Þótti það frekja ein af hinum unga manni að sækja, en hann sótti málið svo fast, að hann fór á konungsfund, til þess að tala máli sínu. x Konungur tók máli hans þann- ig, að hinn ungi kandídat skyldi ganga undir einskonar próf, þar sem hann skyldi prjedika næsta sunnudag, en konungur láta hon- Um í tje ræðutextann. Og text- ann fengi hann ekki að sjá, fyr en hann væri kominn upp í stól- inn. Nú fer alt, sem konungur hafði lagt fyrir, og kandídatinn stígur í stólinn umræddan sunnudag. Þar liggur blað, er átti að vera orðsending konungs. A blaðinu var enginn stafur. Prestur tekur upp blaðið, lítur á það og segir: „Hjer er ekkert“, snýr því við og segir: „Hjer er ekliert — og af engu skapaði guð heiminn“. Plutti hann síðan ræðu, sem allur söfnuðurinn var stór- lega hrifinn af, stóðst prófið, að áliti konungs, og fjekk embættið. ★ „Evrópa er of lítd sem vígvöll- ur fyrir aðra heimsstyrjöld“, sagði von Blomberg, fyrv. her- málaráðherra Þjóðverja. ★ Kaklhæðni örlaganna má það lcallast, að enskir faseistar neydd- ust til að selja samkomuhús sitt í .Manehester, og nú er húsið sam komustaður — Gyðinga! ★ — Sjáðu til, nú. hefi jeg bráð- um unnið í 25 ár fyrir sama hús- bóndann. — Jæja, jeg á líka bráðum silf- urbrúðkaup. SUŒtfnivingav Sundfólk Ármanns er beðið að mæta á næstu sundæfingu og láta skrá sig í innanfjelagsmót- ið, sem væntanlega hefst 20. þ. m. Hjálpræðisherinn. í dag kl., 81/4 opinber ársþingssamkoma.1 Ofursti Hovde talar. 16 for- ingjar aðstoða. Fríggbónið fína, er bæjarín* j b*sta bón. Slysavarnaf jelagið, skrifstofa ! Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum. MORGUNBLAÐIÐ &aufts/Utfuw j Kvenblúsur fallegar 8,75, Undirkjólar 5,00, Silkinærföt 5.55 settið, Karlmannsbuxur 3.50, Barnabuxur 1.25, Kven- og karlmannssokkar mikið úr- val. Vasaklútar, Hárbönd o. fl. 2 herbergi og eldhús óskast 1. okt. Ábyggileg gr-eiðsla. — Uopl. í síma 2644. Vantar 2 herbergi og eldhús, og eitt herbergi og eldhús. Uppl. í síma 2403. Glasgowbúðin, Freyjugötu. — Sími 1698. Til leigu 3ja herbergja íbúð og eldhús, öll þægindi, í vestur- bænum, aðeins fyi'ir fullorðið fólk og reglUsamt. Tilboð legg- ;ist inn til afgreiðslu Morgun- blaðsins fyrir fimtudagskvöld merkt „Vesturbær 25“. Skólatöskur ódýrar, Belti ails- konar, Buddur, Tóbaksveski, Barnatöskur, Húfunælur. Glas- gowbúðin, Freyjugötu. Stílabækur, reiknibækur, blý- antar, pennastengur, brjefsefni, litir, blek, blokkir o. fl. pappírs- vörur. Glasgowbúðin, Freyju- götu. Sími 1698. 3—4 stofur og eldhús á neðstu hæð í Vonarstræti 12 er til leigu. Hentugt fyrir matsölu. Sími 3849. I Nutria. Bestu undaneldisdýr til sölu, ódýr. Upplýsingar hjá Johannesdals Nutriafarm, Tom- tebogatan 15, Stockholm. Þriggja herbergja íbúð til leigu í nýlegu steinhúsi við, Lauganesveg 36. Til sýnis kl. 12—2 og eftir kl. 5. K&xpum flöskur, flestar teg. Soyuglös, whiskypela, meðala- glös, dropaglös og bóndósir. — Versl. Grettisgötu 45 (Grettir). Sækjum heim. Sími 3562. j Sólrík íbúð, þrjár stofur og J eldhús til leigu. Tilboð merkt ,,Tjörnin“ sendist Morgunblað- inu. Maður í fastri stöðu óskar eftir tveggja herbergja íbúð með eldhúsi, helst með þægind- um, 1. október. Upplýsingar í, síma 2064. Kaupum flöskur, stórar og smáar, whiskypela, glös og bón- dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum heim. Opíð 1—6. 3 herbergja íbúð, ásamt j Wúlknaherbergi með öllum j þægindum er til leigu frá 1. okt. Uppl. í síma 5101. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Hraðritunarskólinn. — Nám- skeið eru að byrja. Best að koma strax. Helgi Tryggvason, sími 3703. Kaupum flöskur, flestar teg- undir, soyuglös, dropaglös með skrúfuðu loki, whiskypela og bóndósir. Sækjum heim. Versl. Hafnarstræti 23 (áður B. S. í.) Sími 5333. Miðvikudagur 7. sept. I93&“ f84&’ Geng í hús, legg hár og krulla. Sími 4153 kl. 10—1. Kristín B. Waage. Sfúlka óskast í vist strax eða^ 1. okt. Upplýsingar eftir kl. 6 e. h. Vilborg Sigurðardóttir,, Laufásveg 60. Húseigendur! Þaulvanur og sparneytinn kyndari tekur aðí isjer að kynda miðstöð yðar. Uppl. í síma 3145. Fiðusrhreinsun. Við gufu- hreinsum fiður úr sængurfatn- aði yðar samdægurs. Fiður- hreinsun íslands, Aðalstræti 9B.. Sími 4520. Hreingerningar. Vanir, fljót- ir og vandvirkir. Jón og GuðnL. Sími 4967. Bikum þök, fyrsta flokks vinna. Sími 4965. Benedikt. Sokkaviðgerðin, Hafnarstræti 19, gerir við kvensokka, stopp- ar í dúka, rúmföt o. fl. Fljót af- greiðsla. Sími 2799. Sækjum,,, sendum. Otto Bi Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Upps«.tning og vi8- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Bifreiðastöðin Geysir símar 1633 og 1216 opin allan sólarhringinn. Munið það! Aliir Reykvíkingar íesa auglýsingar Morgunblaðsins MARGARET PEDLER: DANSMÆRIN WIELITZSKÁ 41. heim til Mögdu, var að segja henni það, sem lafði Arabella liafði sagt. Og hún tók strax eftir þeirri augljósu breytingu, sem varð á henni. Augnaráð henn- ar„ sem verið hafði órólegt og flóttalegt, hvarf fyrir björtum og rólegum svip. Eirðarleysið hvarf líka, og hún hætti að krydda tal sitt beiskjulegum athuga- semdurn. Það haustaði, og leikárið fór í hönd, og með því störf þess og annir. Magda hafði svo annríkt við að æfa sig og vinna að list sinni, sem hún helgaði allar sínar stundir, að hún gleymdi dvöl sinni á Stockleigh, og þýðing þeirra atburða, sem þar höfðu gerst og haft hinar örlagaríku afleiðingar fyrir June og Dan, af- máð'ist smátt og smátt í huga hennar. MAGDA GERIR „GÓÐVERK“. Veturinn var liðinn og komið fram í júnímánuð. Bíll Mögdu rann eftir hinum breiða vegi frá London suður á hóginn, inn á milli grænna akra og engja. Tndislegt sveitaloftið og hressandi heylykt angaði inn um opna gluggana til Mögdu. Hún var á leiðinni til Netherway, sem var skemti- legur og kyrlátur staður við Hampshire ströndina og lafði Arabella átti. Sjálf kallaði hún húsið „kofa uppi í sveit“, en það var í raun og veru ljómandi fallegt liús frá dögum Elísabetar drotningar, búið öllum hugs- anlegum þægindum. G’illian varð eftir í Hampstead, til þess að loka hús- inu og koma þjónustufólkinu í sumarfrí. Síðan átti hún að koma til Nethervvay með Glókoll. Magda gat varla áttað sig á því, að það væri aðeins eitt ár liðið, frá því að blómaskrúð og rósir síðast iokk- uðu hana úr borginni. Henni fanst heil eilífð síðan hún hafði einn sólbjartan sumardag lagt af stað til Devon- shire, til þess að leita sjer hugarsvölunar í hjartasorg sinni. Nú var henni orðið ljóst, að maður gat ekki umflú ið sjálfan sig eða sársaukafulla þrá eftir elskuðum ástvini, þó að maður breytti um dvalarstað. Michael hafði hún aldrei sjeð allan þenna tíma. Og hann hafði hvorki með línu eða á annan hátt sýnt, að hann myndi eftir, að húri væri til. Hún varð að sætta sig við þá staðreynd, að liann væri horfinn úr lífi hennar fyrir fult og alt. : Svalur og saltur vindblær ljek nú alt í einu inn um gluggann til hennar og vakti hana af draumórum sínum. Þau voru komin að húsi lafði Arabellu. Gamla konan stóð í dyrunum, þegar bíllinn rann heim að húsinu, og veifaði glaðlega til guðdóttur sinn- ar. Hún virtist vera í sjerstaklega góðu skapi. Gletn- islegum og hálf meinlegum glampa brá fyrir í augum hennar og vakti grun um, að kátína henúar stafaði af einhverju sjerstöku. „Ef þú værir fátæk“, mælti Magda og horfði rann- sakandi augnaráði á hana, „myndi jeg geta mjer þess til, að þú hefðir unnið í happdrættinu. En nú er það ekki tilfellið, og þætti mjer gaman að vita, hvers- vegna þú ert svona hýr á svipinn, eins og barn, sem búið er að fá spánýtt leikfang! Segðu sannleikann, Marraine! Hvaða leyndarmáli býr þú yfir ?“ „Það - er leyndax-mál“, sagði gamla konan himinlif- andi. „Komdn, þá skal jeg sýna þjer, hvað það er“. Magda fylgdi henni brosandi gegnum anddyrið og inn í stóra stofu. Þar, úti í einu horninu, stóð mál- aragrind, og í henni nærri fullgert nxálverk af lafði Arabellu. Merkilegt málverk. Það var eins og lista- maðurinn hefði komist inn að insta kjarna í sálarlífi fyrirmyndarinnar. Málverkið sýndi alt, liina heims- vönu konu, hina glöggu kaldhæðni, sem hxxn átti til og hina óendanlega ríku hjartagæsku. Og eitt sýndi það enn: Ljómann frá horfnum tímum æsku og ásta, sem lafði Arabella hafði einu sinni ymprað á við gnð dóttur síixa: „Ástin er það besta, senx við öðlumst í þessum skrítna heimi“. Þetta málverk sýndi konur sem hafði eygt undur ástarinnar, en ínist sjónar á því. „Finst þjer það ekki lílit mjer?“ „Það er ineira en það!“ svaraði Magda. „En livar íxáðir þú í Michael Quarrington? Jeg hjelt —“, bætti hún við og röddin titraði ofurlítið, „að hann væri ekkf , lijer á landi“. „Það var hann lxeldxir ekki. En þessa stimdina er hann hjer“. „Hjer!“ Magda leit undan, til þess að gnðmóðir hennar sæx ekki, hvernig blóðið þaxit fram í kinnar hennar. Mic- liael! Hann var hjer! Alt hringsnerist fyrir henni og hjarta hennar harðist ákaft. Ef hann var hjer og vissi, að hún myndi koma, gat hann að minsta kosti ekki batað liana. Hún heyrði, að lafði Arabðlla svaraði henni skýrt og greinilega: „Já. Hann hefir verið hjer í þrjár vikur tU þess að mála mig. Þú átt að fá málverkið. Mjer datt í hug, að þú myndir vilja eiga það, þegar frnmmyndin er horf- ín“. „Mjer þætti mjög vænt um það“, svaraði Magda innilega. Síðan sagði hún með uppgerðar kæruleysi: „Veit Michael Quarrington að jeg er hjer?“ Lafði Arabella kinkaði koili. Hún var himinlifandt yfir því, hve vel hún hafði sloppið með að x'itskýra íxærveru Quarringtons. Hún hafði hálf lcviðið fyrir því, hvernig Magda myndi taka því. Það var hreinasta lán,,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.