Morgunblaðið - 18.09.1938, Síða 2
2
MORG ÖNBLAÐIÐ
§anMidagur 18. sept. 1938.
Tjekkneskur ráöherra á leið
Þjóðverjar skipu-
leggia Sudeten-þýska
árásarsveit:
♦
Yfirlýsintg Henlcins
Frá frjettaritara vorurn.
Khöfn í gær.
IÞýskalandi hefir verið stofnuð sjálfboðaliðasveit
Sudeten-Þjóðverja, sem flúið hafa frá Tjekkó-
slóvakíu. Þessi sveit verður höfð við landamæri
Þýskalands og Tjekkóslóvakíu Þýskalandsmegin, reiðu-
búin, eins og segir í tilkynningunni um stofnun hennar,
til þess að ráðast inn í Tjekkóslóvakíu til hjálpar samlönd-
um sínum, hvenær sem þess verður þörf.
Samtals eru það nú 27 þús. Sudeten-Þjóðverjar, sem flúið
hafa yfir þýsku landamærin. Þeir hafa verið hafðir í flóttamanna
tjaldbúðum. Þegar þeir voru spurðir að því í dag hvort þeir
vildu láta lífið fyrir þjóð sína gengu þeir fram sem einn maður og
síðan voru þeir skrásettir í sjálfboðaliðasveitina.
Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli í Prag og var kallaður
saman ráðuneytisfundur þar í kvöld.
til LojfiÖon
Franskir ráðherrar
komu þangað i dag
Tvísýnt um horfurnar
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
FRAKKNESKU ráðherrarnir Daladier og Bon-
net leggja af stað flugleiðis frá París til Lond-
on í fyrramálið, til þess að ræða við Mr. Ne-
ville Chamberlain og nokkra af ráðherrum hans. Þykja
þessi tíðindi benda til þess, að breska stjórnin hafi fundið
grundvöll til þess að ganga til móts við kröfur Hitlers, sem
hann setti fram við Mr. Chamberlain, en þær eru:
AÐ sudeten-þýsk hjeruð, þar sem a. m. k. 80% íbú-
anna eru þýskir, verði látin af hendi við Þjóðverja
tafarlaust,
AÐ önnur hjeruð, þar sem Þjóðverjar búa, verði
gerð að kantónum, eftir svissneskri fyrirmynd,
AÐ stórveldin ábyrgist að vernda þann hluta
Tjekkóslóvakíu, sem þá verður eftir.
„Völkischer Beobachter“, aðalblað nazistaflokksins í
Berlín tekur af allan vafa um það, hvað verður, ef ekki
verður gengið að þessum kröfum Hitlers, í grein í dag, þar
sem segir, að „heilsað muni verða með hrifningu þýskri
innrás í Tjekkóslóvakíu, sem heilagri krossferð til lausnar
samlöndum, ef málamiðlunartilraun Mr. Chamberlains
mishepnast“. .
ELDTUNGUR MIÐ-EVRÓPU.
Meðal þeirra, sem eru hræddir um að þessi málamiðlunar-
tilraun muni mishepnast, er breska stórblaðið „Daily Telegraph“,
sem segist óttast „að eldtungur Mið-Evrópu muni bera slökkvi-
liðsmennina ofurliði“.
„Daily Telegraph“ segir, að sameingarkrafa Hitlers sje sett
fram sem um úrslitakosti sje að ræða og að Hitler hafi krafist
þess að fá svar fyrir 1. október, að öðrum kosti muni Þjóðverjar
ekki lengur sitja hjá.
Mr. Chamberlain svaraði, að ei reynt yrði að leysa málið
með ofbeldi, myndu Frakkar og Bretar rísa sameiginlega gegn
því.
EFASEMDIR FRAKKA.
I Frakklandi verður vart vaxandi hiks við það, að ganga að
kröfum Hitlers, vegna þess, 1) að sameining sudeten-þýsku hjer-
aðanna og Þýskalands, hljóti óhjákvæmilega að hafa í för með
sjer að pólsku og ungversku þjóðabrotin brjótist undan yfirráðum
Tjekka, og 2) að stjórnin í Prag segist vera staðráðin í því, að
fara heldur í stríð, en láta af hendi þumlung af landi sínu.
Frakkar eru samningsbundnir við Tjekka um það, að hjálpa
þeim í styrjöld og óttast að aðrir bandamenn þeirra verði tor-
tryggnir ef þeir bregðist að þessu sinni.
Einn af ráðherrunum í tjekkneska ráðuneytinu, dr. J.
Necas,, f jelagsmálaráðherra, er lagður af stað frá Prag
til London, til þess að raeða við bresku stjórnina.
RÁÐUNEYTISFUNDUR í LONDON.
Eftir ráðuneytisfund, sem staðið hafði í samfleytt fimm
klukkustundir, með stuttu hljei í London í dag, gengu nokkrir
fulltrúar verklýðshreyfingarinnar á fund Mr. Chamberlains til
þess að undirstrika þá kröfu, að fullveldi tjekknesku þjóðar-
innar yrði ekki skert.
I ávarpi Henleins um
stofnun sjálfboðaliðasveit-
arinnar, segir að Sudetar
hafi í 5 ár unnið að því
að fá mikilvæg rjettindi
viðurkend af tjekknesku
stjórninni, en allar tilraun-
ir þeirra í þá átt hafi orðið
árangurslaus. (Skv. FÚ)
SVIKIÐ (XI BLEKT
London í gær. FÚ.
Hann sakar Pragstjómina um, að
villa öðrum þjóðum sýn og hún hefði
mist stjómartaumana úr hendi sjer. —
Benes ríkisforseti, sagði Henlein, hefir
svikið og blekt sína eigin þjóð, og hans
eina von er allsherjar bylting.
Þannig væri nú ástátt í Sudetahjer-
uðxmum, að Sudetar yrði að flýja land
sitt í tugþúsundatali, og á þeirri neyð-
arstund, sem nú væri komin, yrði að
grípa til seinustu úrræða og það væri
að grípa til vopna, og þessvegna hefði
ákvörðunin verið tekin um stofnun
sjálfboðaliða Sudeta.
VERIÐ STERKIR
FYRIR
í yfirlýsingu sem dr. Kundt, þing-
leiðtogi Sudeten-Þjóðverja, sem ekki
hefir flúið Tjekkóslóvakíu ,birti í dag,
skorar hann á samlanda sína að forð
ast æsingar. Verið ákveðnir en rólegir,
segir hann, og bíðið, uns hin örlaga-
ríka viðræða Chamberlains og Hitlers
hefir farið fram, en þeir munu sem fyr
var getið ræðast við aftur í næstu viku.
Flokkar og flokksstarfsemi er ekkert
höfuðatriði Iengur, heldur framtíð
þjóðar vorrar og lands, sagði Kundt
ennfremur, verið sterkir fyrir. Cuð er
með oss.
í Þýskalandi er því mótmælt að Hen-
lein hafi flúið frá Tjekkóslóvakíu. —
Þýska frjettastofan segir, að hann hafi
verið í Edgar í gær í nokkrar klukku-
stundir og rætt þar við nokkra flokks-
leiðtoga og haldið síðan í burtu, án
þess að skýra frá hvert hann astlaði.
RÆÐA MUSSOLINIS.
Mussolini mun halda ræðu í
Trieste á morgun og mun hann
gera utanríkismál að umræðu-
efni.
Alsey, breskur togari, kom hing
að í gær til að sækja skipstjóra
sinn, Guðmund Efcenesarsson, sem
hafði verið veikur í landi.
Þjúðverjar
stððva vðru-
flutninga til
Tjekkoslovakiu!
Pjóðverjar eru nú byrjaðir að
þjarma að stjórninni í Prag
frá nýrri hlið, með því að beita
viðskiftalegu ofbeldi. Fjelög þau,
sem ráða skipaferðum á ánni
Elbu, hafa stöðvað allar sigling-
ar til Tjekkóslóvakíu.
Mikill hluti af innflutningi
Tjekka hefir farið fram um Elbu
og er tjón þeirra af þessari stöðv-
un þessvegna gífurlegt (símar
frjettaritari vor).
Á járnbrautum.
London í gær. FÚ.
í Hámborg eru Þjóðverjar farn-
ir að neita að taka við vörum frá
Englandi og öðrum löndum, er
senda á yfir Þýskaland til Tjekkó-
slóvakíu. Er hjer bæði um vörur
að ræða, sem flytja átti á járn
brautum og annan hátt.
Orsökin er sögð sú, að þjóð-
bankinn í Prag hafi ekki látið í
tje erlendan gjaldeyri til þessara
viðskifta, en þyí er neitað í Prag.
Beðið fvrir
friði
Síðan á frmtudag hefir We»t-
minster Abbey kirkjan í
London verið opin nótt og dag.
Fjöldi manns hefir komi þangað
daglega til þess að biðja fyrir
friði.
I dag voru þar um eitt skeið
yfir fimm hundruð manns á bæn
Páfinn gaf út fyrirskipun í
dag um að beðið skyldi fyrir
friðinum í öllum kaþólskum
kirkjum í dag.
Óðnægja
Sudeten-þjóð-
verja ylir f Iðtta
Henleins
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
rjettaritari Reuters í Prag
símar, að ekkert hafi borið á
óeirðum í Tjekkóslóvakín í dag.
Hinar ströngu ráðstafanir stjórn-
arinnar til þess að kæfa byltingn,
sem var í aðsigi, hafa borið fnll-
an árangnr, símar hann.
Samt sem áður halda þýsk blöð
áfram áróðri gegn Tjekknm og í
dag skýra þau frá því með stór-
um fyrirsögnum, að fjórir Sudet-
en-Þjóðverjar í Eger hafi verið
myrtir, eftir að tjekkneskur
skyndidómstóll hafði dæmt þá til
dauða. Blöðin segja, „að tjekk-
neska glæpamannaríkið sje strik-
að út af lista menningarþjóða".
„The Times“ segir í dag, að
enginn heilvita maður trúi lýs-
ingum þýsku blaðanna á hörm-
Ungum í Tjekkóslóvakíu.
Gislar.
Sendisveitarfulltrúi Tjekka
í Berlín hefir í dag lagt fram
mótmæli gegn því í þýska
utanríkismálaráðuneytinu, að
þýska lögreglan hafi tekið
fasta 22 Tjekka og haldi þeim
sem gislnm..
í Prag er því haldið fram að tjekk-
neskir menn sjeu teknir með valdi við
landamærin og fluttir í fangelsi í
Þýskalandi, og haldið þar sem gislum.
Þessir menn eru erlendir borgarar,
segir Pragstjómin (skv. FÚ) og njóta
vemdar skv. alþjóðalögum, en Sudetar
þeir, sem handteknir hafa verið í
Tjekkoslovakiu hafa risið upp gegn
ríkisvaldinu .
Óánæ^ja.
Daily Telegraph skýrir frá því, að
Sudeten-Þjóðverjar sjeu ekki einhuga.
Margir Sudeten-Þjóðverjar sjeu gramir
yfir flótta Henleins og krafa hans um
sameinnigu við Þýskaland. Þeir segja
að Sudeten-Þjóðverjar hafi krafist
sjálfstjómar en ekki sameiningar, og að
aðeins minnihluti þeirra vilji samein-
ingu.
Sjera Bjarni
prjedikar í Höfn
T gærkvöldi hjelt. íslendingafje-
lagið í Kaupmannahöfn fyrsta
fund sjui\ á þessu hausti. María
Markan söng, Páll ísólfsson ljek
á hljóðfæri og Þórbergur Þórðar-
son las upp.
f dag verður íslensk guðsþjón-
usta haldin í Nicolai-kirkjunni í
Kaupmannahöfn. Sr. Bjarni Jóns-
son vígslubiskup prjedikar. (FÚ)
Sementsskip koip- í gær með
farm til hafnarinnar og H. Bene-
diktssonar & Co.
Breska stjórnin hefir ekki set-
ið jafn lengi á ráðstefnu eins og
í dag, síðan Mr. Anthony Eden
sagði af sjer í vetur. Meðal ann-
ars var Runciman lávarður
nokkra stund á fundinum (skv.
Lundúnafregn FÚ), og aðstoð-
armaður hans Mr. Ashton Gwat-
kin, kom einnig á fundinn, að
líkindum til þess að gefa
skýrslu um afstöðu stjórnarinn-
ar í Prag.
Er gert ráð fyrir að um það
hafi verið rætt á fundinum, 1)
hvort hægt væri að fá stjórniná
í Prag til þess að fallast á kröf-
ur ’Hitlers, og 2) hvort Bretar
gætu tekið á sínar herðar nýjar
ábyrgðir á meginlandi Evrópu.