Morgunblaðið - 18.09.1938, Síða 3
Buitnudagur 18. sept. 1938.
3
50-60 þús.
pakkar
seldir
M«ðal farþega á Brúarfossi k
föstudaginn var Ólafnr
Proppé, framkvæmdastjóri í Sölu-
sambandi ísl. fiskframleiðenda.
Hefir hann undanfarið verið er-
lendis í erindum fjelagsins.
í þessari för sinni tókst Ólafi
Proppf að géra bindandi samninga
«b 50—60 þúsund pakka af Spán-
arverkuðum fiski, en í fyrri för
kafði hann lagt drög að þessari
sölu.
Ólafur Proppé hefir að mestu
leyti verið utanlauds seinustu 3—4
mánuðina í erindum Pisksölusam-
bandsins. Það er því vægast talað
dáiítið seinheppilegt hjá aðalmál-
gagni stjórnarinnar, að finna upp
á því, að Ólafur Proppé hafi látið
skrifa þær blaðagreinar, sem mest
hafa fárið í taugarnar á Tíma-
mönnum síðustu dagana.
Góð síldveiði
í reknet
U ndanfarna daga héfir verið
gott veiðiveður og rekneta-
'veiðj ágæt, símar frjettaritari vor
á Siglufirði í gærkvöldi.
Söltun hefir verið eins og hjer
segir undanfarna daga: fimtudag
3156% tn., þar af 278% tn. síld
véidd með herpinót. I fyrradag
voru saltaðar 3031% tn., þar af
herpinðtasíld 392 tn.
Blíðviðri var á Siglufirði í gær,
hægur sunnan kaldi. Sjómenn
segja að síldartorfur, sem þeir
vérða varir við, sjeu afar þunnar
og dreifðar og fást aðeins nokkr-
ir háfar í kastí. SÍId sást vaða inni
á Siglufirði í gær.
Flutningaskipið Varegg hefir
Hndanfarna daga 'lestað síld til
Svíþjóðar,
Skagfirðingar
kveðja Jónas
Kristjánsson
Samsæti hjeldu Skagfirðingar
Jónasi Kristjánssyni lækni
og fjölskyldu hans í Sauðárkróki
í fyrrakvöld. Jónas læknir lætur
af læknisstörfum í Skagafjarð-
arhjeraði um nýár næstkomandi.
Samsætið var lialdið í stóru
tjaldi — Skagfirðingabúð. Var
hún Ijósum og blómum skreytt og
sátu þar um 200 manns.
Margar ræður og kvæði voru
flutt. Jónas Kiústjánsson læknir
sagði frá síðustu ferð sinni til
Þýskalands, skýrði frá ýmsum ný-
ungum í læknavísindum, einkum
náttúrulækningum, sem hann er
nú farinn að gefa sig við. Karla-
kór Sauðárkróks skemti með söng.
Að lokum fylgdu allir heiðurs-
gestunum heim. (FÚ).
MORGUNBLAÐIÐ
Dreifing Sogsrafmagnsins
þarf að aukast sem örast
Skuggi
„foringjans“
Háspennulínan yfir Mosfellsheiöi
endurbætt í sumar
HEFIR rafmagnsnotkun Reykvíkinga aukist
eins mikið og við var búist? spurði blaðið
rafmagnsstjóra í gær.
Það er of snemt að dæma um það, fyr en Ljósafoss-
stöðin hefir verið starfrækt heilt ár. En jeg tel, að raf-
magnsnotkunin hafi aukist fult eins mikið og gert var ráð
fyrir í upphafi.
Talið var, að tvær vjelasamstæður Ljósafossstöðvarinnar full-
nægðu þörfinni í 4—5 ár. Og líklega lætur það nærri að svo verði.
En þegar sá tími er liðinn þarf að auka einni vjelasamstæðu við.
Hvað líður dreifingu Sogsraf
magnsins, spurði blaðið raf-
magnsstjóra.
Reykjavíkurbær lagði há-
spennulínuna til Hafnarfjarðar
á sinn kostnað, og var hún full-
gerð í júní. Samdist svo um milli
bæjarráðs og ríkisstjórnar, að
bærinn tæki að sjer að leggja
þessa línu, þareð ekki er ákveð-
ið enn, hvernig útlínur Sogs-
virkjunarinnar skuli reknar.
Hafnarfjarðarbær fær svo raf-
orkuna keypta á bæjarmörkum,
og selur síðan bæjarbúum. Raf-
orkunotkun hefir aukist þar
nokkuð í surriar, en ekki eins
mikið og verið hefði, ef til hefðu
verið nægilega margar rafsuðu-
vjelar, til þess að fullnægja eft-
irspurninni.
í framtíðinni er ætlast til þess
að orkuveitan frá Elliðaánum til
Hafnarfjarðar verði ekki sjer-
stakt fyrirtæki, heldur verði
hún þáttur í lengri rafveitulögn
suður með sjó.
Með hvaða kjörum fær Hafn-
arfjarðarbær Sogsrafmagnið ?
I lögum er það ákveðið, að
hjeruð og kaupstaðir hafi rjett
til þess að kaup raforku Sogs-
virkjunarinnar með kostnaðar-
verði, að viðbættum 10%, þó
sje rafmagnið ekki selt hærra
verði, en það er selt Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
Þegar talað er um að selja
Rafmagnsveitu Reykjavíkur
brkuna fyrir ákveðið verð, þá
skilja menn kannske ekki við
hvað er átt. En það er af því, að
menn taka ekki til greina, að
Sogsvirkjunin er fyrirtæki útaf
fyrir sig og Rafmagnsveita
Reykjavíkur annað. Sogsvirkj-
unin er sem sje: Stöðin við
Ljósafoss, háspennulínan það-
an og að Elliðaánum og skifti-
stöðin við Elliðaárnar. Þar er
svo rafmagnið selt Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Þetta eru tvö
aðskilin fyrirtæki, enda þótt
Reykjavíkurbær eigi bæði.
Hvaða háspennulínur verða
fleiri lagðar út frá Sogsvirkj-
uninni á næstunni?
Við höfum lagt línu upp að
Reykjum í Mosfellssveit ,svo nú
er Sogsrafmagn þar, á Korp-
úlfsstöðum og í Gufunesi. En
svo er með öllu óráðið hverjar
línur verði lagðar næst. Frv.
var fyrir síðasta þingi um þetta.
Það fekk engan andbyr. En það
dagaði uppi. En fulltrúar þeirra
hjeraða, sem geta fengið not af
Sogsrafmagninu ættu að leggja
áherslu á, að hrinda málinu sem
fyrst áleiðis.
Hve miklu getur rafmagis-
notkunin numið í öðrum kaup-
stöðum, samanborið við notkun-
ina í Reykjavík?
Þó rafveitur verði komnar frá
Ljósafossi um þorpin í Árnes-
sýslu, suður með sjó og til Akra-
ness, verður notkunin á þessum
slóðum aldrei yfir 15—20% af
notkuninni í Reykjavík.
í Árnessýslu kemur ekki til
greina að leggja rafleiðslur
nema um Selfoss að Eyrarbakka
og Stokkseyri og aukalínu e. .t
v. að Hveragerði.
En öllu meiri þýðingu hefði
rafveita til Akraness og Kefla-
víkur, því þar kæmi rafmagnið
að meiri notum við framleiðsl-
una, við frystihúöin og annað,
sem kemur sjávarútvegi við.
• Hvað hefir verið gert í sumar
til þess að tryggja betur en í
upphafi, að línan frá Ljósafossi
bili ekki í ofviðrum, eins og kom
fyrir í fyrra?
Þ. 5. mars s.l. í hinu mikla
vestanveðri, sem þá var, brotn-
uðu staurar austast á Mosfells-
heiði og í Grafningi fyrir austan
Hagavík. Var gert við þetta til
bráðabirgða, en í sumar betur,
svo nú er það trygt.
í fyrra gerðu menn sjer í hug-
arlund að línan „læki“ raf-
magni í stórviðrum, vegna þess
að selta settist á einangrarana.
En þetta hefir reynst rangt.
Bilunin lá í straumrofun, sem
voru á tveim stöðum á línunni,
við Villingavatn og við Hraða-
vtaði.
Það lcom í ljós, að rofar þess-
ir voru ekki eins vandaðir og til
var ætlast, og hefir verksmiðjan
sem seldi þá, tekið þá aftur og
látið nýja vandaðri í staðinn,
Sogsvirkjuninni að kostnaðar-
lausu.
REYNSLUFERÐ
ZEPPELINS GREIFA.
London í gær. FÚ.
ýi Graf Zeppelin er lagður
af stað frá Friederichshaf-
en í aðalreynsluförina og stend-
lur hún yfir í sólarhring. Flog-
ið verður yfir mikinn hluta
Þýskalands. Dr. Eckener stjórn-
ar flugferðinni.
í loftskipinu eru alls í þess-
ari ferð 65 manns.
Hitler og Henlein í Niimberg.
Verkamenn tveir, sem báðir eru góð-
ir hagyröiugar höföu það sjer til gam-
ans að Jeggja rím-þrautir hvor fyrir
annan. Annar þeirra cr sósíalisti, hinn
Sjálfstæðismaður.
Sósíalistinn kastaði fram þessum
vísuhelming og bað hinn að botna:
Arðráns greipar Ihaldsins,
öllu steypa í glötun.
En hinn svaraði fljótt með þessum
botni:
Sýður á keipum Síldar-Finns,
svangur gleypir mötun.
Þótti vel af sjer vikið, því það er
erfitt að rima á móti „glötun“.
★
Jeg mintist hjer á bílinn, sem hing-
að kom fyrir 25 árum.
Um upphaf ferðanna skrifaði Ólafur
Bjömsson ritstjtóri í Isafold:
Þá er liún farin að þjóta, bifreið
Vestur-íslendinganna Sveins Oddssonar
og fjelaga hans, um alla vegi hjer í
grend, út og suður austur og vestur.
Til Keflavíkur, austur að Ægissíðu,
austur á Þingvöll -— allar þessar leiðir
hafa verið reyndar og gengið vel þrátt
fyrir hina ódœma bleytu sem er á öll-
um vegum, eftir mikla úrkomu langa
hríð undanfarið.
Mjer var í gær boðið að aka í bif-
reiðinni upp að Lögbergi, og þótti
mjér heldur nýstárlegt, að vera „kom-
inn upp að keyra" á þennan hátt á voru
landi.....
★
Örugglega og þægilega rann bifreiðin
áfram — á stundum, þar sem vegUr
var góður og umferð engin, eins og
örskot, með 5 mílna eða 40 rasta. hraða
á klukkustund, á hún þó meiri hraða
til, og beitir honum stundum fyrir sig.
Það er gaman að geta farið svo
fljótt yfir landið, og þurfa ekki að
vera neitt hræddur við, að „ofbjóða
skepnunni".
En flýtinum hamlar mjög á köflum
vondir vegir, og þó einkum umferðin,
hestar og vagnar. Fólki hjer ætlar
aldrei að lærast að haga sjer eftir
scttum og sjálfsögðum reglum, að aka
og ríða vinstra megin á veginum, og
víkja til vinstri. Það er því iniður svo
að sjálfsagt þarf eitthvað slysið til að
festa lærdóminn þann í hugum fólks.
*
Ekki virtust skepnur fælast bifreið-
ina það talist gæti, og óþarfi held jeg
það hafi verið af okkar ágæta austan
pósti, að halda fyrir augun á .klárun-
um, meðan bifreiðin fór fram hjá.
Með þeim töfum, sem vegur og um-
ferð veldur, mun bifreiðin að jafnaði
geta farið til Þingvalla á þremur klst.
og á eitthvað dálítið lengri tíma austur
að Ölfusá.
Má geta nærri, að svo fljót ferð, í
þægilegu sæti í mjúkum vagni, verði
mikið notuð af Reykvíkingum, og
mundi það eigi furða mig að þessi
eina bifreið yrði innan skamms alls
ónóg“.
*
Arna frá Múla barst eftirfarandi visa
í pósti í gær, og var undirskriftin
„Tímamaður“.
Háskakjaftur Ama er á,
ólán hlaust af flani.
Talinn verður tarfur sá
Tímadagblaðsbani.
★
Kunningi minn kom imi til mín í gær
og var að velta því fyrir sjer, hvort
labbakútar geti nokknmtíma hlaupið,
hvað þeir taki að jafnaði marga potta
og hvort í þeim muni vera kútmagar.
Eins var hann að velta því fyrir
sjer, hvort bróðurþel og reiptog sje ull
af sömu skepnunni.
Svo kom gamall Reykvíkingur inn
á skrifstofu blaðsins í gær og sagðist
vera að velta því fyrir sjer, hvort
miklir hestamenn gætu fengið Mára-
dellu.